01.01.2009 |
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Fréttatilkynning. Mynd
|
01.01.2009 |
Forseti flytur nýársávarp frá Bessastöðum. Ávarpinu er útvarpað og sjónvarpað. Flutningur
|
02.01.2009 |
Forseti er viðstaddur útnefningu íþróttamanns ársins fyrir árið 2008 og flytur ávarp í sjónvarpsútsendingu frá atburðinum.
|
04.01.2009 |
Jólatrésfagnaður er haldinn fyrir börn starfsmanna erlendra sendiráða á Íslandi, starfsmanna utanríkisþjónustunnar, starfsfólk og samstarfsaðila forsetaembættisins og fjölskylduvini.
|
05.01.2009 |
Forseti á fund með fulltrúum verkfræðifyrirtækisins EFLA sem sinnir verkefnum víða um heim og byggir á framlagi íslenskra verkfræðinga, vísindamanna og tæknimanna.
|
05.01.2009 |
Forseti á fund með Helen Clark fyrrum forsætisráðherra Nýja Sjálands og fylgdarliði hennar sem dvalið hefur á Íslandi undanfarna daga.
|
07.01.2009 |
Forseti á fund með Nirði P. Njarðvík ræðismanni Tógó á Íslandi um uppbyggingu skóla- og fræðslustarfs á vegum Spes hjálparsamtakanna.
|
07.01.2009 |
Forseti afhendir Íslensku bjartsýnisverðlaunin en þau hlaut að þessu sinni Brynhildur Guðjónsdóttir.
|
08.01.2009 |
Forseti á fund með Soma Mukhopadhyay sérfræðingi í meðferð einhverfu og forráðamönnum kvikmyndarinnar Sólskinsdrengurinn sem frumsýnd verður á morgun. Rætt var um fjölgun einhverfra á undanförnum árum, ýmsar aðferðir varðandi meðferð og hvernig hægt væri að nýta kvikmyndina til að auka skilning á einhverfu víða um veröld.
|
09.01.2009 |
Forseti er viðstaddur frumsýningu á kvikmyndinni Sólskinsdrengurinn sem fjallar um einhverfu en stjórnandi hennar er Friðrik Þór Friðriksson.
|
09.01.2009 |
Forseti afhendir rannsóknarstyrk Fræðslunets Suðurlands en ýmis sveitarfélög og samtök í landshlutanum standa að rannsóknarsjóðnum. Athöfnin fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
|
10.01.2009 |
Forseti er viðstaddur hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumanna sem haldinn er í samkomusal Bláa lónsins. Forseti flutti ávarp í lok kvöldverðarins og fjallaði einkum um árangur íslenskra matreiðslumanna á liðnu ári, bæði landsliðsins og kjör Íslendings sem forseta Alheimssamtaka matreiðslumanna.
|
11.01.2009 |
Forseti sækir hátíðarsamkomu til heiðurs Böðvari Guðmundssyni skáldi og rithöfundi sjötugum.
|
11.01.2009 |
Forseti á fund með hópi íslenskra jöklafræðinga og indverska jöklafræðingnum dr. Syed Iqbal Hasnain um alþjóðarlegar rannsóknir á jöklum í Himalajafjöllum. Loftslagsbreytingar hafa haft mikil áhrif á þá jökla og ógnar sú þróun lífsskilyrðum hundruða milljóna manna í Indlandi, Kína og öðrum löndum.
|
12.01.2009 |
Forseti ræðir við fréttamann BBC um fjármálakreppuna á Íslandi og í veröldinni, uppbyggingu íslensks efnahagslífs, umræður og kröfur um endurbætur og aðgerðir, mótmælafundi sem og samskipti Íslands og breskra stjórnvalda. Viðtalið
|
23.01.2009 |
Forseti ræðir við blaðamanninn Do Woon Lee frá Suður-Kóreu um ný tækifæri í samstarfi landanna, reynslu Íslendinga í orkumálum og ýmis verkefni á alþjóðavettvangi.
|
23.01.2009 |
Forseti á fund með Steve Cowper fyrrum ríkisstjóra Alaska, Greg Varisco, Sighvati Péturssyni og Jóni Birni Jónssyni um byggingu gagnavera á Íslandi, samstarf Íslands og Bandaríkjanna um nýtingu hreinnar orku og önnur verkefni á vettvangi grænnar tækni.
|
26.01.2009 |
Forseti á fund með formanni Frjálslynda flokksins Guðjóni Arnari Kristjánssyni um stöðuna í kjölfar afsagnar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
|
26.01.2009 |
Forseti á fund með formanni Framsóknarflokksins Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um stöðuna í kjölfar afsagnar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
|
26.01.2009 |
Forseti á fund með formanni Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs Steingrími J. Sigfússyni um stöðuna í kjölfar afsagnar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
|
26.01.2009 |
Forseti á fund með formanni Samfylkingarinnar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um stöðuna í kjölfar afsagnar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
|
26.01.2009 |
Forseti ræðir við forsætisráðherra Geir H. Haarde. Að loknum fundi þeirra ræðir forseti við fréttamenn.
|
27.01.2009 |
Forseti afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin 2008 á Bessastöðum. Verðlaunahafar og tilnefningar.
|
27.01.2009 |
Forseti á fund með sendiherra Frakklands Olivier Mauvisseau sem senn lætur af störfum. Rætt var um samskipti landanna á sviði menningar og vísinda, þróun mála á Norðurslóðum og áhuga í íslensku háskólasamfélagi á franskri menningu og tungu.
|
27.01.2009 |
Forseti felur Samfylkingunni og Vinstri hreyfingunni - grænu framboði að ræða saman um myndun ríkisstjórnar sem nyti stuðnings Framsóknarflokksins og með könnun á afstöðu Frjálslynda flokksins. Þessi ákvörðun kom fram á fundi forseta með formönnum Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, og var formanni Samfylkingarinnar falið að leiða þær viðræður.
|
28.01.2009 |
Forseti ræðir við blaðamann norska vikublaðsins Morgenbladet um atburðina á Íslandi síðustu daga, glímuna við efnahagslega erfiðleika, samskiptin við Bretland, myndun nýrrar ríkisstjórnar og horfurnar á næstu árum. Viðtalið mun birtast í blaðinu um helgina.
|
29.01.2009 |
Forseti á fund með Viðari Hreinssyni bókmenntafræðingi og Þór Saari hagfræðingi sem kynntu forseta umræður í ýmsum hópum og grasrótarhreyfingu sem varða nýja skipan lýðræðis á Íslandi, lýðveldi og stjórnskipun.
|
29.01.2009 |
Forseti ræðir við blaðamann norska blaðsins Dagens næringsliv um myndun nýrrar ríkisstjórnar, efnahagsleg áföll þjóðarinnar og viðbrögð við þeim.
|
30.01.2009 |
Forseti á fund með fulltrúum hreyfingarinnar Raddir fólksins, Herði Torfasyni og Hilmari Hafsteinssyni, sem kynntu forseta hugmyndir hreyfingarinnar um nýja stjórnskipan og utanþingsstjórn, nauðsyn á þátttöku almennings í umræðum um nýtt lýðveldi sem og árangurinn af fundum hreyfingarinnar undanfarnar vikur.
|
31.01.2009 |
Forseti er heiðursgestur í kvöldverði Melvin Jones félaga Lionshreyfingarinnar og tekur við sérstakri viðurkenningu fyrir stuðning sinn við starf Lionshreyfingarinnar á Íslandi og á heimsvísu, einkum verkefnið í þágu blindra.
|
Febrúar
|
01.02.2009 |
Forseti skipar á fundi í ríkisráði nýtt ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Ráðuneytið skipa ráðherrar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og tveir ráðherrar sem ekki eiga sæti á Alþingi. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur samþykt að verja hið nýja ráðuneyti vantrausti á Alþingi. Mynd
|
01.02.2009 |
Forseti veitir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lausn frá störfum á fundi í ríkisráði.
|
01.02.2009 |
Forseti á fundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formanni Samfylkingarinnar og Jóhönnu Sigurðardóttur um myndun nýrrar ríkisstjórnar.
|
03.02.2009 |
Forseti á fund með Ólafi Gunnarssyni rithöfundi um verðlaun og viðurkenningar á vettvangi bókmennta og stöðu Íslendingasagna í heimsbókmenntunum.
|
05.02.2009 |
Forseti ræðir við ritstjórn Skólablaðs MR um dvöl sína í skólanum, nám og félagslíf, sem og framtíðartækifæri Íslendinga og viðbrögðin við efnahagslegum áföllum. Viðtalið við forseta.
|
05.02.2009 |
Forseti ræðir við blaðamann frá Financial Times Þýskalandi um lærdómana sem draga má af bankahruninu á Íslandi, hinni alþjóðlegu fjármagnskreppu, viðbrögðum einstakra landa í Evrópu og tækifæri Íslendinga til uppbyggingar.
|
05.02.2009 |
Forseti skrifar í minningabók í Indverska sendiráðið vegna andláts Ramaswamy Venkataraman fyrrum forsætisráðherra Indlands. Einnig á forseti fund með sendiherranum varðandi sameiginleg verkefni Indverja og Íslendinga, aukinn áhuga á samvinnu landanna og tímasetningu á ferð forseta til Indlands.
|
06.02.2009 |
Forseti tekur á móti hópi menntaskólakennara frá Færeyjum og ræðir við þá um samskipti þjóðanna að fornu og nýju, sameiginlega sögu og hagsmuni á Norðurslóðum.
|
06.02.2009 |
Forseti á fund með Björgvin Filipussyni stjórnanda fyrirtækisins Kompás sem unnið hefur að nýju upplýsingakerfi til að styrkja mannauðsstjórnun stofnana og fyrirtækja.
|
06.02.2009 |
Forseti tekur á móti minningarbók Rósu Benediktsson, dóttur Stephans G. Stephanssonar skálds, sem Viðar Hreinsson afhenti forseta á Bessastöðum fyrir hönd Stephans Benediktsson, sonar Rósu.
|
07.02.2009 |
Forseti sækir verðlaunahátíð iðnsveina sem Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur efnir til í samvinnu við iðnaðarmannafélög og menntastofnanir. Þar eru heiðraðir nemendur í ýmsum iðngreinum sem skarað hafa fram úr og tilnefndur iðnaðarmaður ársins. Mynd
|
08.02.2009 |
Forseti tekur á móti fulltrúum William Morris fyrirtækisins í Bandaríkjunum sem einbeitir sér að því að koma listamönnum á framfæri og uppgötva ungt hæfileikafólk á ýmsum sviðum menningar. Heimsókn þeirra til Íslands beinist að því að kanna möguleika á þessu sviði.
|
10.02.2009 |
Forseti á fund með sendiherra Króatíu á Íslandi hr. Aleksandar Heina sem senn lætur af störfum. Rætt var um stöðu smærri ríkja í Evrópu og viðbrögð þeirra við efnahagskreppunni svo og umsókn Króatíu um aðild að Atlantshafsbandalaginu.
|
10.02.2009 |
Forseti sendir frá sér yfirlýsingu á ensku til þýskra fjölmiðla. Fréttatilkynning.
|
10.02.2009 |
Eyrarrósin afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Eyrarrósin er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands hafa sett á stofn. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú og mun hún afhenda viðurkenninguna og verðlaunagripinn.
|
11.02.2009 |
Forseti sendir ríkisstjóra Ástralíu og stjórnvöldum landsins samúðarkveðjur vegna skógareldanna sem geisað hafa þar. Fréttatilkynning.
|
11.02.2009 |
Forseti heimsækir Þingborg í Árnessýslu þar sem unnið er úr íslenskri ull og framleiðsla kvenna í héraðinu er til sýnis og sölu.
|
11.02.2009 |
Forseti heimsækir Hvolsskóla á Hvolsvelli sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2008 og kynnir sér nýjungar í kennsluaðferðum og skólastarfi, flytur ávarp á samkomu nemenda og kennara og svarar fyrirspurnum. Auk stjórnenda og nemenda skólans voru fulltrúar sveitarfélagsins og sparisjóðanna með í för en sparisjóðirnir eru styrktaraðilar Íslensku menntaverðlaunanna. Myndir
|
12.02.2009 |
Forseti tekur á móti fyrsta eintaki Flora Islandica sem Eggert Pétursson og Kristján B. Jónasson afhentu forseta á Bessastöðum. Flora Islandica geymir myndir af íslenskum jurtum sem Eggert Pétursson hefur teiknað og voru upphaflega tengdar Íslenskri flóru eftir Ágúst H. Bjarnason. Bókin er með veglegri ritum sem gefin hafa verið út á Íslandi á síðari árum.
|
12.02.2009 |
Forseti á fund með fulltrúum Stykkishólmsbæjar um eldfjallasafn og fræðamiðstöð sem komið yrði upp í Stykkishólmi meðal annars í tengslum við fyrirhugaða gjöf Haraldar Sigurðssonar jarðfræðings. Einnig var rætt um sérstaka kynningarsýningu.
|
13.02.2009 |
Forseti tekur á móti forystumönnum Orators og norrænum laganemum sem funda á Íslandi. Rætt var um verkefni lögfræðinnar í kjölfar hinna efnahagslegu hamfara í heiminum, samspil markaðar, réttarríkis og lýðræðis sem og ýmsa þætti í íslenskri stjórnskipan.
|
13.02.2009 |
Forseti sækir ráðstefnu Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga "Nýsköpun - tækifæri á nýjum tímum" og afhendir Íslensku þekkingarverðlaunin og sérstök verðlaun viðskiptafræðingi-hagfræðingi ársins 2008.
|
16.02.2009 |
Forsetaskrifstofa sendir utanríkismálanefnd Alþingis greinargerð að boði nefndarinnar vegna fréttar í Financial Times Deutschland. Greinargerð.
|
17.02.2009 |
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Markmið þeirra er að verðlauna námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna. Verðlaunin hlaut verkefnið Gönguhermir sem unnið er af Andra Yngvasyni, Bjarka Má Elíassyni og Jónu Guðnýju Arthúrsdóttur. Fréttatilkynning. Myndir
|
18.02.2009 |
Forseti afhendir sérstök heiðursverðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í sjónvarpssal Ríkissjónvarpsins.
|
18.02.2009 |
Forseti heimsækir Gallerí Brák í Brákarey í Borgarnesi en þar rekur Ólöf Sig. Davíðsdóttir fjölþætta listastarfsemi.
|
18.02.2009 |
Forseti heimsækir Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi og tekur þátt í samverustund og ræðir við vistmenn.
|
18.02.2009 |
Forseti á fund meðsveitarstjórnarmönnum og stjórnendum Borgarbyggðar um atvinnumál byggðarlagsins, áhrif efnahags- og fjármálakreppunnar, og tækifærin sem þróun skólastarfs og menningarstofnana felur í sér.
|
18.02.2009 |
Forseti heimsækir Landnámssetur sem nýlega hlaut Eyrarrósina, menningarverðlaun landsbyggðarinnar, en forsetafrú er verndari verðlaunanna. Kynnt var starfsemi Landnámsseturs og áform um frekari þróun.
|
18.02.2009 |
Forseti heimsækir Menntaskóla Borgarfjarðar, flytur ávarp og svarar fyrirspurnum á fundi með nemendum og kennurum, kynnir sér starfsemi þessa nýja skóla og þá stefnu í mennta- og upplýsingamálum sem þar er lögð til grundvallar.
|
20.02.2009 |
Forseti tekur á móti forystumönnum Félags vélstjóra og málmtæknimanna en formaður VM Guðmundur Ragnarsson afhenti forseta nýtt rit, Sögu Vélstjórafélags Íslands, sem gefið hefur verið út í tilefni af 100 ára afmæli vélstjórafélaga. Fyrsta stéttarfélag vélstjóra var stofnað 20. febrúar 1909. Jón Þ. Þór er höfundur sögunnar og í ritinu er ítarlega greint frá þróun vélsmíða, menntunar og framkvæmda á síðustu öld.
|
20.02.2009 |
Forseti setur Framadaga í Háskólabíói en þeir eru samstarfsverkefni háskólanemenda og atvinnulífs, skipulagðir af AIESEC, alþjóðlegum stúdentasamtökum. Í ávarpi sínu lagði forseti áherslu á mikilvægi sprotafyrirtækja og tækifærin sem opnast hefðu á mörgum sviðum þrátt fyrir hina efnahagslegu erfiðleika. Einnig kynnti hann boð Masdar stofnunarinnar um styrki til íslenskra námsmanna. Slíkt boð væri vitnisburður um að víða um veröldina væri sóst eftir þátttöku og þekkingu Íslendinga. Í kynningarriti Framadaga var einnig birt ávarp forseta.
|
20.02.2009 |
Forseti opnar Framadaga 2009 í Háskólabíói. Tilkynnt um að Masdar stofnunin í Abu Dhabi hafi boðið forseta að tilnefna sex til tíu íslenska stúdenta í alþjóðlega sveit námsmanna sem úr verða valdir styrkþegar til meistaranáms í verkfræði, umhverfisfræðum, upplýsingatækni og stjórnun.
|
22.02.2009 |
Forseti á fund með Cristovam Buarque þingmanni í Brasilíu og fyrrverandi menntamálaráðherra og Candido Mendes de Almeida háskólarektor sem heimsækja Ísland til að skapa samvinnu við íslenska háskóla og rannsóknarstofnanir, einkum varðandi þróun mannréttinda og norrænt samfélag. Meðal hugmynda þeirra er að stofna deild sem helguð yrði umfjöllun um þróun Norðurlanda.
|
22.02.2009 |
Forseti tekur á móti hópi eldri iðnaðarmanna sem heimsækja Bessastaði.
|
23.02.2009 |
Forseti heimsækir garðyrkjustöðina Kvista í Reykholti í Biskupstungum sem sinnir sérstaklega skógarplönturæktun fyrir nytjaskóga, einkum á Suðurlandi. Undanfarin ár hefur ársframleiðsla í stöðinni verið um ein milljón trjáplantna.
|
23.02.2009 |
Forseti heimsækir garðyrkjustöðina Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum þar sem stunduð er ein umfangsmesta skrautblómarækt landsins en á garðyrkjustöðinni hafa verið farnar nýjar leiðir í ræktun og markaðssetningu og nýlega var þar reist stórt gróðurshús til viðbótar þeim sem fyrir voru.
|
23.02.2009 |
Forseti heimsækir garðyrkjubændurna að Melum í Hrunamannahreppi og kynnir sér ræktun á tómötum en Melabændur voru frumkvöðlar í lýsingarræktun og heilsársræktun á tómötum. Þeir hafa að undanförnu sett á markað sérstaka heilsutómata sem taldir eru veita viðnám gegn hjartasjúkdómum.
|
23.02.2009 |
Forseti heimsækir Flúðasveppi og kynnir sér ræktun sveppa og íslensks grænmetis. Markaðshlutdeild þeirra hefur vaxið á undanförnum árum.
|
24.02.2009 |
Forseti heimsækir Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og ræðir við rektor skólans Ágúst Sigurðsson og forystumenn einstakra náms- og rannsóknasviða og á fund með stjórnendum nemendafélagsins þar sem þeir kynntu forseta sýn sína á fjölmörg tækifæri sem nám og rannsóknir við skólann í búfræði, náttúrufræðum, búvísindum og skipulags- og umhverfisfræðum fela í sér.
|
24.02.2009 |
Forseti kynnir sér starfsemi frumkvöðla- og tækniþróunarsetursins Sprota sem nýlega var stofnað á Hvanneyri af Landbúnaðarháskólanum í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Vaxtarsamning Vesturlands. Ætlunin er að bjóða frumkvöðlum rannsókna- og þróunaraðstöðu við háskólann sem og leiðbeiningar og ráðgjöf kennara við skólann.
|
24.02.2009 |
Forseti heimsækir leikskólann Andabæ á Hvanneyri í nýju húsnæði sem tekið var í notkun fyrr um daginn. Börn og starfsmenn sýndu forseta þessa glæsilegu aðstöðu sem styrkir mjög búsetu í hinu vaxandi byggðarlagi á Hvanneyri.
|
24.02.2009 |
Forseti heimsækir Háskólann í Bifröst, kynnir sér starfsemi skólans, ræðir við stjórnendur hans, flytur ávarp og svarar fyrirspurnum á fjölmennum fundi nemenda og kennara. Rætt var um þróun háskólans, alþjóðavæðingu menntunar, lærdóma sem draga má af efnahagskreppunni á Íslandi og í veröldinni og mikilvægi þess að háskólafólk taki virkan þátt í umræðunni um nýjar leiðir. Einnig lagði forseti áherslu á ríkan mannauð Íslendinga og þær auðlindir sem þjóðin býr yfir.
|
25.02.2009 |
Forseti heimsækir Fjölbrautaskólann í Garðabæ þar sem Imbrudagar skólans eru helgaðir Indlandi. Forseti flutti erindi um Indland og svaraði fyrirspurnum á fjölmennum fundi nemenda.
|
27.02.2009 |
Forseti heimsækir verkfræðifyrirtækið Mannvit, ræðir við stjórnendur fyrirtækisins, ávarpar starfsfólk og svarar fyrirspurnum. Forseti kynnti sér starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og víða um heim en Mannvit varð til á síðasta ári þegar þrjú gamalgróin verkfræði- og tæknifyrirtæki sameinuðust. Á vegum Mannvits starfa um 400 manns og ríkur áhugi er á að auka verkefni fyrirtækisins víða um heim.
|
28.02.2009 |
Forseti er viðstaddur brautskráningu stúdenta frá Háskóla Íslands. Hún er hin fyrsta samkvæmt nýju skipulagi sem tekið var upp þegar Kennaraháskóli Íslands var sameinaður Háskóla Íslands sem þá var skipt í nokkur fræðasvið.
|
Mars
|
01.03.2009 |
Forseti sækir setningu Búnaðarþings þar sem formaður Bændasamtaka Íslands Haraldur Benediktsson og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Steingrímur J. Sigfússon flytja ræðu. Einnig flutti háttíðarræðu Emma Eyþórsdóttir, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands og Landbúnaðarverðlaun voru afhent. Kjörorð setningar Búnaðarþings voru "Treystum á landbúnaðinn".
|
01.03.2009 |
Forseti tekur á móti forystumönnum Hjartaheilla sem afhenda forseta fyrsta merki söfnunar samtakanna "Hjartans mál" en tilgangur hennar er að safna fyrir nýju og fullkomnu hjartagreiningartæki á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. Söfnunin er í tilefni af 25 ára afmæli Hjartaheilla og er forseti verndari söfnunarinnar.
|
02.03.2009 |
Forseti á fund með Halldóri Gíslasyni sem veitt hefur forstöðu hönnunardeildum við íslenska og erlenda háskóla. Fjallað var um mikilvægi hönnunar í víðtækum skilningi, hlutdeild hennar í nýrri sýn á samfélag og efnahagsstarfsemi og nauðsyn þess að ólíkar menntastofnanir, atvinnulíf og fyrirtæki skapi nýjan vettvang, þar sem ungt fólk getur tekið þátt í frjórri og margþættri hönnun.
|
02.03.2009 |
Forseti á fund með skipuleggjendum alþjóðaþings um vatnsorku sem haldið verður á Íslandi 23.-26. júní. The International Hydropower Association skipuleggur þingið í samvinnu við fjölmarga íslenska aðila, stofnanir og fyrirtæki. Á þinginu verður fjallað um hlut vatnsorku í orkubúskap veraldar á komandi áratugum, mikilvægi hennar í baráttunni við loftslagsbreytingar sem og grundvallarreglur varðandi sjálfbærni.
|
03.03.2009 |
Forsetaembættinu barst fyrirspurn frá Fréttablaðinu um ferðir forseta og starfsmanna forsetaembættisins með flugvélum utan áætlunarflugs á árunum 2005-2008. Forsetaskrifstofan sendi Fréttablaðinu ítarlega greinargerð. Greinargerð embættisins.
|
03.03.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Slóveníu á Íslandi hr. Bogdan Benko sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samvinnu landanna á undanförnum árum og þróun Evrópusamstarfsins og hvernig einstök lönd bregðast við hinni alþjóðlegu efnahagskreppu. Mynd
|
03.03.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra San Marino Antonella Benedettini sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um stöðu smárra ríkja í Evrópu, samstarf þeirra, rannsóknir við Háskóla Íslands og smáþjóðaleikana þar sem íþróttamenn frá smærri löndum Evrópu taka þátt. Mynd
|
03.03.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Suður-Afríku á Íslandi Beryl Rose Sisulu sem afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um þær breytingar sem orðið hafa á íslenskri utanríkisþjónustu, m.a. í Suður-Afríku, í kjölfar efnahagserfiðleikanna, hvernig hægt er að halda áfram í ljósi nýrra aðstæðna og hvernig efla megi samvinnu Íslands við Suður-Afríku og önnur lönd álfunnar. Mynd
|
03.03.2009 |
Forseti ræðir við fulltrúa íslenskra aðila sem beita sér fyrir nýtingu íslenskra byggingaraðferða í Bandaríkjunum í því skyni að reisa hús sem sparar orku mun meira en tíðkast hefur í byggingum þar í landi.
|
04.03.2009 |
Forseti heimsækir Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og ræðir við hóp nemenda frá Afríku, Asíu og Mið-Ameríku sem sögðu frá rannsóknum sínum og verkefnum og lýstu tækifærum í jarðhitavinnslu í heimalöndum sínum. Myndir
|
04.03.2009 |
Forseti á fund með starfsmönnum í Orkugarði við Grensásveg þar sem rætt var um framtíðarhorfur í orkumálum, baráttuna gegn loftslagsbreytingum, nýjar áherslur ýmissa ríkja sem og verkefni í þróunarlöndum, Evrópu og Vesturheimi. Forseti flutti ávarp og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.
|
04.03.2009 |
Forseti á fund með stjórnendum Orkustofnunar og ÍSOR þar sem rætt var um verkefni Íslendinga víða um heim. Einnig var rætt um horfur á olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
|
05.03.2009 |
Forseti sækir tónleika Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna en Tónlistarskóli FÍH, Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, Tónlistarskóli Kópavogs og Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar skipulögðu tónleikana. Hljómsveitin var skipuð nemendum tónlistarskólanna og lék hún verk eftir innlend og erlend tónskáld.
|
05.03.2009 |
Forseti afhendir Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Verðlaunin hlaut Ásgarður handverkstæði.
|
05.03.2009 |
Forseti heimsækir nýja byggingu í Reykjanesbæ sem reist hefur verið yfir víkingaskipið Íslending og ræðir við Gunnar Marelsson og Árna Sigfússon bæjarstjóra um hvernig skipið og sú víkingasýning frá Smithsonian safninu í Washington sem komið verður upp í byggingunni mun nýtast við eflingu ferðaþjónustu á svæðinu. Ráðgert er að byggingin verði vígð í maí.
|
05.03.2009 |
Forseti heimsækir starfsstöð menntasetursins Keilis á Vallarsvæðinu í Reykjanesbæ og ræðir við kennara, starfsmenn og nemendur. Einnig kynnti forseti sér frumkvöðlasetrið Eldey sem sett hefur verið á stofn á Vallarsvæðinu og ræddi við forsvarsmenn ýmissa sprotafyrirtækja sem þar starfa. Mynd
|
05.03.2009 |
Forseti heimsækir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækisins HBT sem starfar á Vallarsvæðinu í Reykjanesbæ og kynnir sér starfsemi þess en fyrirtækið markaðssetur búnað sem lækkar eldsneytiskostnað með íblöndun vetnis.
|
05.03.2009 |
Forseti heimsækir Gagnavörsluna í Reykjanesbæ og ræðir við stjórnendur og starfsmenn en fyrirtækið sem nýlega var stofnað annast vörslu og afhendingu margvíslegra gagna í húsnæði sem áður var nýtt af varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Fjölmörg tækifæri eru í slíkri gagnavörslu, bæði fyrir innlenda og erlenda aðila og getur húsnæði víða um land nýst í því skyni auk þeirra bygginga sem varnarliðið skildi eftir á Keflavíkurflugvelli.
|
05.03.2009 |
Forseti heimsækir nýjan vettvang, Virkjun, sem komið hefur verið upp á Vallarsvæðinu í Reykjanesbæ þar sem leitast er við að nýta mannauð og efla samstöðu fókls sem glímir við atvinnuleysi sem og þjónusta aðra áhugamenn. Forseti ræddi við þátttakendur í starfseminni og kynnti sér hugmyndir um þróun hennar en Virkjun er nýjung í viðbrögðum sveitarfélaga við þeim efnahagsvanda sem þjóðin glímir við.
|
05.03.2009 |
Forseti á fund með Árna Sigfússyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar og starfsmönnum bæjarins um þjónustu við æskufólk og starf í skólum sveitarfélagsins, sem og aðstoð við þá sem eru atvinnulausir og glíma við félagsleg vandamál.
|
05.03.2009 |
Forseti á fund með forsvarsmönnum Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Rætt var um samstarf íslenskra aðila sem vinna að jarðhitamálum, bæði innanlands og erlendis, sem og þau verkefni sem Geysir Green Energy stendur að í Kína, Þýskalandi og Bandaríkjunum.
|
05.03.2009 |
Forseti á fund með starfsmönnum líftæknifyrirtækisins ORF Líftækni í gróðurhúsi sem fyrirtækið hefur nýlega reist í Grindavík, kynnir sér verklag við framleiðslu á sérhönnuðum prótínum og hugmyndir stjórnenda um framtíð fyrirtækisins. Myndir
|
06.03.2009 |
Forseti sækir frumsýningu á rokkóperunni Hero sem flutt er af ungu fólki sem starfar innan vébanda kristilegra æskulýðssamtaka KFUM og KFUK. Óperan sviðsetur frásagnir Biblíunnar af ævi og boðskap Krists í ímynduðu lögregluríki New York borgar.
|
06.03.2009 |
Forseti heimsækir Mentor, sem þróað hefur hugbúnaðarkerfi fyrir grunnskóla í þeim tilgangi að efla árangur nemenda og styrkja skólastarf. Kerfið er notað í nokkur hundruð skólum á Íslandi og í Svíþjóð og verið er að kynna það í fleiri löndum. Það nýtist skólastjórnendum, kennurum, nemendum og foreldrum og felur í sér fjölþætt tækifæri til að efla skólastarf.
|
06.03.2009 |
Forseti heimsækir hugbúnaðarfyrirtækið Calidris og ræðir við stjórnendur þess og starfsmenn. Calidris framleiðir hugbúnað sem gerir flugfélögum kleift að eyða ógildum bókunum og bæta þannig sætanýtingu. Kerfið er nú notað af allmörgum stórum flugfélögum víða um heim. Mynd
|
08.03.2009 |
Forseti opnar sýninguna Æskan og Jarðarsáttmálinn en hún fjallar um sjálfbæra þróun á heimsvísu, mátt einstaklingsins til breytinga á umhverfi sínu og þjóðfélagi. Sýningin er í Ráðhúsi Reykjavíkur og verður sérstök leiðsögn um hana fyrir skólanemendur. Í ávarpi sínu fjallaði forseti um hættuna af loftslagsbreytingum, nýja sýn á sjálfbæra þróun og hvernig breytingar á sérhverju sviði mannlífsins geta skilað árangri, öll bærum við sameiginlega ábyrgð á framtíð Jarðarinnar.
|
09.03.2009 |
Forseti tekur á móti framkvæmdastjórum Farfuglafélaga í ýmsum löndum, Hosteling International, sem halda þing sitt á Íslandi. Þingið er skipulagt af Bandalagi íslenskra farfugla en samtökunum er ætlað að stuðla að ferðalögum sem auka þekkingu fólks á umhverfinu, umhyggju fyrir náttúrunni og virðingu fyrir menningarlegum gildum.
|
09.03.2009 |
Forseti heimsækir Fellaskóla í Breiðholti, kynnir sér starfsemi skólans, ræðir við nemendur og kennara, kemur við í kennslustofum og tekur þátt í samkomu allra nemenda skólans þar sem flutt voru tónlistaratriði, forseti flutti ávarp og svaraði fyrirspurnum. Í Fellaskóla eru nemendur af meira en 40 þjóðernum og tala þeir margvísleg tungumál. Skólinn glímir við það verkefni að fræða og þjálfa nemendur frá mörgum löndum, kenna þeim íslensku og stuðla að nýsköpun samfélagsins í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á uppruna íbúa. Forseti ávarpaði einnig fund kennara og fræddist um starf skólans og hvernig erfiðleikar í efnahagsmálum hafa áhrif á hugarfar nemenda og starf skólans.
|
10.03.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Víetnams á Íslandi hr. Vu Van Luu sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Sendiherrann ítrekaði boð til forseta um að heimsækja Víetnam og lagði áherslu á að aukin samvinna landanna gæti skapað góð tækifæri, einkum á sviði viðskipta og efnahagslífs. Mynd
|
10.03.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Sádi Arabíu á Íslandi dr. Abdulrahman Gdaia sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um heimsókn sendinefndar frá Sádi Arabíu til Íslands á síðasta ári og aukin tengsl landanna og möguleika á samvinnu á sviði orkumála, læknisrannsókna og vatnsútflutnings. Mynd
|
10.03.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Lettlands á Íslandi hr. Andris Sekacis sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samvinnu Eystrasaltsríkja og Norðurlanda á alþjóðlegum vettvangi og aukin tengsl Íslands og Lettlands á undanförnum árum, bæði á sviði viðskipta og alþjóðamála. Einnig var fjallað um áhrif hinnar alþjóðlegu efnahagskreppu á Lettland og Ísland og hvað læra má af þeirri reynslu og þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til í hvoru landi fyrir sig. Mynd
|
10.03.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Ísraels á Íslandi hr. Michael Eligal sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um þróun mála í Miðausturlöndum, samræður forseta Íslands og forseta Ísraels Simon Peres síðastliðið haust og möguleikana á að auka samvinnu landanna á sviði vísinda og tækni. Mynd
|
11.03.2009 |
Forseti tekur á móti hópi eldri borgara á Álftanesi, ræðir sögu Bessastaða að fornu og nýju.
|
11.03.2009 |
Forseti ræðir við fulltrúa andlegu samtakanna Brahma Kumaris og tekur á móti kveðjum og gjöfum frá leiðtoga þeirra Dadi Janki. Starfsemi samtakanna á Íslandi hefur eflst mjög á undanförnum árum. Forseti átti á sínum tíma fund með Dadi Janki á Bessastöðum.
|
12.03.2009 |
Á samkomu sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í tilefni af afmæli rannsóknastofnunarinnar Rannsókna og greiningar var forseta veitt sérstök viðurkenning fyrir stuðning við vísindastarf og rannsóknir í þágu ungs fólks.
|
12.03.2009 |
Forseti heimsækir hönnunarfyrirtækið Syrusson sem hannað hefur fjölbreytt húsgögn, bæði fyrir heimli, stofnanir og fyrirtæki sem og hina nýju Guðríðarkirkju í Grafarholti. Öll húsgögnin eru smíðuð á Íslandi og var rætt um möguleika íslenskrar hönnunar og húsgagnafyrirtækja á að koma sér á framfæri. Mynd
|
12.03.2009 |
Forseti heimsækir fyrirtækið Kaldara Green Energy og kynnir sér hönnun fyrirtækisins á litlum jarðhitavirkjunum sem hentað geta vel við þróun jarðhitanýtingar bæði á Íslandi og víða um heim. Verið er að smíða fyrsta rafalinn í slíka virkjun í Bangalore á Indlandi og er áformað að hann verði tekinn í notkun við Hellisheiðarvirkjun í haust. Fyrirtækið er að leggja grundvöll að hliðstæðum verkefnum í Kólumbíu, Alsír og víðar. Mynd
|
13.03.2009 |
Forseti sækir frumsýningu Nemendaleikhúss Listaháskóla Íslands á Þrettándakvöldi eftir William Shakespeare. Sýningin er útskriftarverkefni við Listaháskólann.
|
13.03.2009 |
Forseti tekur á móti fornleifafræðinemum við Háskóla Íslands, sem heimsóttu Bessastaði í vísindaferð á vegum félags síns Kuml. Forseti kynnti þeim þjóðminjar á Bessastöðum, ræddi um varðveislu fornleifa og minja en nemendurnir skoðuðu síðan Bessastaði, einkum fornleifakjallarann sem sýnir merki um byggð á Bessastöðum, meðal annars konungsgarðinn á fyrri öldum.
|
13.03.2009 |
Forseti á fund með Steve Rochlin og fulltrúum lagadeildar Háskólans í Reykjavík og fulltrúum íslenskra fyrirtækja sem skipa stjórn Eþikos, rannsóknaseturs við HR. Rætt var um hvernig fyrirtæki geta byggt upp traust og samkeppnishæfni á grundvelli samfélagslegrar ábyrgðar og alþjóðlegan samanburð ríkja á þessu sviði en rannsóknir Rochlins hafa sýnt að Ísland er meðal þeirra ríkja sem mestum árangri hafa náð. Rætt var um áhrif hinnar alþjóðlegu efnahagskreppu á viðhorf til markaðar og samfélags, þróun mála í Bandaríkjunum og árangur Íslendinga á sviði sjálfbærrar nýtingar orku- og sjávarauðlinda.
|
14.03.2009 |
Forseti sækir sýningu Leikfélags Rangæinga í Njálsbúð sem sett er upp í tilefni af þrjátíu ára starfsafmæli leikfélagsins.
|
14.03.2009 |
Forseti opnar sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands þar sem sýnt er úrval fréttamynda frá liðnu ári og sérstök sýning er til heiðurs Jim Smart.
|
16.03.2009 |
Forseti heimsækir upplýsingatæknifyrirtækið Skýrr, ræðir við stjórnendur fyrirtækisins um helstu verksvið þess, þróun á undanförnum árum, þjónustu við opinberar stofnanir og fyrirtæki og framtíðarmöguleika innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Forseti flutti ávarp á hádegisfundi starfsmanna og heimsótti ýmsar deildir fyrirtækisins. Myndir
|
17.03.2009 |
Forseti er viðstaddur lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er í Hafnarborg í Hafnarfirði þar sem nemendur úr sjöundu bekkjum í öllum grunnskólum í Hafnarfirði og á Álftanesi lesa úr verkum Brynhildar Þórarinsdóttur og Arnar Arnarsonar. Auk þess verða kynnt úrslit í smásagnasamkeppni 8.-10. bekkja grunnskóla Hafnarfjarðar.
|
17.03.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Norður-Kóreu á Íslandi hr. Ri Hui Choi sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um þróun mála á Kóreuskaga, sambúð ríkjanna og friðaráætlanir sem og áhuga Norður-Kóreu á að senda nemendur í Sjávarútvegs- og Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktir eru á Íslandi. Mynd
|
18.03.2009 |
Forseti á fund með Ásbirni Óttarssyni forseta bæjarstjórnar, Kristni Jónassyni bæjarstjóra og fleiri forsvars- og framkvæmdamönnum í Snæfellsbæ. Rætt var um þróun nýrra atvinnutækifæra í héraðinu, samstarf sveitarfélaga á Snæfellsnesi, nýtingu hinnar fjölþættu náttúru á Snæfellsnesi og á Breiðafirði í þágu alþjóðlegrar rannsóknastarfsemi sem og þekkingartengda ferðaþjónustu. Myndir.
|
18.03.2009 |
Forseti heimsækir Sjóminjasafnið á Hellissandi, ræðir við Skúla Alexandersson forsvarsmann þess og tekur við bókagjöf frá safninu. Búið er að reisa nýja álmu til viðbótar við núverandi húsakost safnsins þar sem m.a. er ætlunin að varðveita einn elsta sexæring sem til er í landinu, upphaflega smíðaðan á fyrri hluta 19. aldar. Myndir.
|
18.03.2009 |
Forseti ræðir við forsvarsmenn nýrrar vatnsverksmiðju sem verið er að reisa á Rifi en hún mun nýta drykkjarvatn sem upprunnið er við Snæfellsjökul. Áformað er að selja neysluvatn til margra landa, ýmist í flöskum eða gámum.
|
18.03.2009 |
Forseti heimsækir Þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi, skoðar líkan af fyrirhugaðri byggingu miðstöðvarinnar og ræðir við Guðbjörgu Gunnarsdóttur þjóðgarðsvörð um þjóðgarðinn og ferðamannastefnu héraðsins. Mynd
|
18.03.2009 |
Forseti heimsækir samkomu eldri borgara í Ólafsvík sem reglulega hittast í félagsheimilinu Klifi, fræðist um fjölþætta starfsemi á vegum eldri borgara, hlýðir á tónlistaratriði og flytur ávarp. Myndir
|
18.03.2009 |
Forseti heimsækir Átthagastofuna í Ólafsvík þar sem Margrét B. Björnsdóttir kynnir fyrirhugaða starfsemi í húsnæði sem áður hýsti járnsmiðju en ætlunin er að átthagastofan stuðli að margvíslegum sameiginlegum verkefnum og frumkvæði íbúa á ýmsum sviðum.
|
18.03.2009 |
Forseti heimsækir Vör, sjávarrannsóknasetur í Ólafsvík, sem helgað er rannsóknum á lífríki Breiðafjarðar og ræðir við starfsmenn sem meðal annars kynna forseta rannsóknir á beitukóngi í Breiðafirði. Mynd
|
18.03.2009 |
Forseti heimsækir starfsstöð Fiskmarkaðar Íslands í Ólafsvík sem miðlað hefur sjávarfangi milli kaupenda og seljenda í tæp tuttugu ár. Páll Ingólfsson kynnti starfsemi fyrirtækisins sem hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og nýtir fullkomið uppboðskerfi í starfsemi sinni. Fiskmarkaðurinn starfar á ýmsum stöðum á landinu. Mynd
|
18.03.2009 |
Forseti heimsækir Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík í fylgd bæjarstjóra Snæfellsbæjar Kristins Jónassonar og bæjarfulltrúa, og svarar spurningum nemenda skólans á samkomu þeirra og kennara. Myndir
|
18.03.2009 |
Forseti heimsækir Eyrbyggju - Sögumiðstöð í Grundarfirði, skoðar sýningar, gamla muni sem meðal annars tengjast útgerð og gömlum lífsháttum og kynnir sér ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar sem veitir einstæða sýn á mannlíf, fjölskyldur og atvinnuhætti í Grundarfirði í meira en hálfa öld. Ingi Hans Jónsson forstöðumaður Sögumiðstöðvarinnar tók á móti forseta. Mynd
|
18.03.2009 |
Forseti heimsækir dvalarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði, ræðir við starfsfólk og dvalargesti, eldri borgara í Grundarfirði og nágrenni.
|
18.03.2009 |
Forseti heimsækir sjávarútvegsfyrirtækið Guðmund Runólfsson hf. í Grundarfirði, ræðir við stjórnendur, heilsar upp á starfsfólk; fjallað var um stöðu sjávarútvegsfyrirtækja í kjölfar efnahagskreppunnar, alþjóðlega eftirspurn eftir sjávarafurðum og aðlögunarhæfni íslensks sjávarútvegs. Guðmundur Runólfsson, stofnandi fyrirtækisins, tók þátt í viðræðum við forseta en fyrirtækið hefur starfað í rúm 60 ár í útgerð, fiskverkun og netagerð. Myndir
|
18.03.2009 |
Forseti heimsækir grunnskóla Grundarfjarðar, kynnir sér starfsemi skólans, á fund með stjórnendum og kennurum og flytur ávarp á samkomu með nemendum og svarar fyrirspurnum þeirra. Myndir
|
18.03.2009 |
Forseti heimsækir leikskólann Sólvelli í Grundarfirði og ræðir við starfsmenn og börn í fylgd með forsvarsmönnum sveitarfélagsins. Mynd
|
18.03.2009 |
Forseti á fund með Sigríði Finsen forseta bæjarstjórnar Grundarfjarðar, Guðmundi Inga Gunnlaugssyni bæjarstjóra, bæjarfulltrúum og embættismönnum bæjarins þar sem fjallað er um viðfangsefni sveitarfélagsins, vandamál og framtíðarhorfur í ljósi efnahagserfiðleika á landsvísu.
|
19.03.2009 |
Forseti sækir tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem haldnir voru til heiðurs Atla Heimi Sveinssyni tónskáldi í tilefni af sjötíu ára afmæli hans. Flutt voru þrjú verk eftir Atla Heimi, meðal annars sinfónía sem samin var í fyrra.
|
19.03.2009 |
Forseti heimsækir rannsóknar- og þróunarfyrirtækið Mentis Cura sem hefur sérhæft sig í notkun heilarita við greiningu á ýmsum heilasjúkdómum, m.a. Alzheimer. Fyrirtækið hlaut nýlega Nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs. Sú tækni sem fyrirtækið hefur þróað getur styrkt mjög greiningu og meðferð þessara sjúkdóma en rannsóknirnar hafa meðal annars verið í samvinnu við minnismóttöku Landspítalans, rannsóknarstofu Landspítalans í öldrunarfræðum og BUGL. Mynd.
|
20.03.2009 |
Forseti sækir frumsýningu á heimildamynd um framgöngu íslenska landsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum en myndin ber heitið Gott silfur gulli betra.
|
20.03.2009 |
Forseti hittir hóp menntaskólanema frá Alaska sem eru í heimsókn á Íslandi en forseti hitti hópinn í heimsókn sinni til Alaska síðastliðið haust. Nemendurnir eru meðal annars að kynna sér umhverfisvæna orku, loftslagsbreytingar og þróun íslensks samfélags.
|
20.03.2009 |
Forseti á fund með fulltrúum íslenskra aðila og erlendum samstarfsmönnum þeirra um nýja tækni sem felur í sér verulegan orkusparnað skipa og er dæmi um margvíslega nýsköpun í orkumálum á Íslandi.
|
20.03.2009 |
Forseti á fund með Lassi Heininen prófessor, Þorsteini Gunnarssyni rektor Háskólans á Akureyri og Gúðrún Rósu Þorsteinsdóttur starfsmanni Rannsóknarþings Norðursins um árangurinn af þinginu sem haldið var í Alaska síðastliðið haust og skipulagningu þess næsta sem haldið verður í Noregi árið 2010, en undirbúningsfundir verða haldnir síðar á þessu ári. Milli þinga starfa fimm samstarfshópar sem meðal annars fjalla um hagkerfi norðurslóða, orkumál, nýjar siglingaleiðir, loftslagsbreytingar og öryggismál.
|
21.03.2009 |
Forseti heimsækir Waldorfskólann í Lækjarbotnum á sérstakri kynningu um skólastarfið sem byggt er á því að efla vitsmunalegan, tilfinningalegan og líkamlegan þroska nemenda með fjölbreyttum kennsluháttum. Nemendum gefst kostur á að komast í nána snertingu við náttúruna sem umlykur Lækjarbotna, lifa með hrynjanda árstíðanna og upplifa náttúruöflin. Forseti ræddi við kennara, nemendur og foreldra um starfshætti skólans.
|
24.03.2009 |
Forseti á fund með Halldóri B. Runólfssyni forstöðumanni Listasafns Íslands og Christian Schoen forstöðumanni Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Center for Icelandic Art, um kynningu á íslenskri samtímalist en meðal annars er fyrirhuguð útgáfa bókar um það efni í tengslum við alþjóðlegar listsýningar síðar á þessu ári.
|
24.03.2009 |
Forseti á fund með formanni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Ólafi Rafnssyni og Líney Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ um væntanlegt þing sambandsins, smáþjóðaleikana sem haldnir verða í sumar og væntanlega vetrarólympíuleika í Kanada. Einnig var rætt um þjálfun yngstu flokka íþróttafélaganna, æskulýðsstarf, mikilvægi þess að efla framlag sjálfboðaliða og þátttöku fjölskyldna í íþróttastarfi barna og unglinga.
|
24.03.2009 |
Forseti á fund með forsvarsmönnum ÓB-ráðgjafar um foreldrafræðslu sem einkum er miðuð við það þegar foreldrar eiga sitt fyrsta barn í vændum. Fræðslan er byggð á alþjóðlegum rannsóknum og hefur verið skipulögð meðal annars í samvinnu við Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ. Námskeiðin bera heitið "Barnið komið heim".
|
24.03.2009 |
Forseti heimsækir upplýsingatæknifyrirtækið TrackWell sem þróar kerfi sem annast eftirlit með fiskveiðum og umferð og fleiri þáttum. Kerfin hafa verið notuð á Íslandi um árabil og eru nú m.a. notuð til að fylgjast með flutningabifreiðum í Bandaríkjunum og fiskveiðum á Maldíveyjum. Rætt var um hvernig nýta mætti sóknarfæri íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja á alþjóðavísu, einkum í ljósi þess hlutverks sem Ísland hefur gegnt sem þróunarmiðstöð slíkra kerfa. Mynd
|
25.03.2009 |
Forseti heimsækir Síldarminjasafnið og ræðir við Örlyg Kristfinnsson safnstjóra ásamt bæjarráðsmönnum um þróun safnsins og ný sóknarfæri í menningartengdri ferðaþjónustu. Myndir.
|
25.03.2009 |
Forseti heimsækir Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar, ræðir við lækna og annað starfsfólk og drekkur síðdegiskaffi með vistmönnum. Myndir
|
25.03.2009 |
Forseti heimsækir sjávarútvegsfyrirtækið Ramma, skoðar þar nýja rækjuverksmiðju sem tekur til starfa á næstu vikum og kynnir sér ýmis lækningaefni sem framleidd eru úr rækjuskel. Mynd.
|
25.03.2009 |
Forseti kynnir sér nýja ferðaþjónustu sem verið er að byggja upp í Siglufirði á vegum nýs fyrirtækis, Rauðku. Það vinnur að því að gera upp ýmis eldri hús staðarins og byggja upp þjónustusvæði í kringum smábátahöfnina, sem og að gera ýmis vannýtt íbúðarhús staðarins að gistirými fyrir fjölskyldur. Mynd.
|
25.03.2009 |
Forseti heimsækir Skálarhlíð, dvalarheimili aldraðra í Siglufirði, snæðir hádegisverð með eldri borgurum og ræðir við þá um þær breytingar sem orðið hafa í atvinnuháttum og búsetu í Siglufirði á undanförnum áratugum. Myndir.
|
25.03.2009 |
Forseti heimsækir Sparisjóð Siglufjarðar og á fund með stjórnendum sparisjóðsins og stöðu hans og þjónustu við byggðarlagið og skoðar síðan fjarvinnsluver sem rekið hefur verið á vegum sparisjóðsins um árabil en þar vinna um 30 starfsmenn við upplýsingaþjónustu í þágu lífeyrissjóða. Myndir.
|
25.03.2009 |
Forseti heimsækir leikskólann Leikskála í Siglufirði þar sem Kristín María Karlsdóttir leikskólastjóri tók ásamt börnum og starfsmönnum á móti forseta sem skoðaði skólann og kynnti sér starfsemi hans. Myndir.
|
25.03.2009 |
Forseti heimsækir Grunnskóla Siglufjarðar ásamt Þóri Þórissyni bæjarstjóra og bæjarfulltrúum Fjallabyggðar. Jónína Magnúsdóttir skólastjóri stjórnaði samkomu með nemendum í leikfimisal skólans þar sem nemendur sungu og forseti flutti ávarp og svaraði fyrirspurnum nemenda. Myndir.
|
25.03.2009 |
Forseti á fund með bæjarráði Fjallabyggðar í Þjóðlagasetrinu í Siglufirði. Rætt var um atvinnumál bæjarins, uppbyggingu safna og menningartengdrar ferðaþjónustu. Mynd.
|
26.03.2009 |
Forseti heimsækir verkstæði Skiltagerðarinnar í Ólafsfirði sem sérhæfir sig í skiltagerð, steinsmíði og líkkistusmíði fyrir markað sunnanlands og víðar. Mynd
|
26.03.2009 |
Forseti heimsækir Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra í Ólafsfirði, ræðir við heimilisfólk og starfsmenn og skoðar húsakynni. Myndir
|
26.03.2009 |
Forseti skoðar vinnuaðstöðu netagerðarinnar Kristbjargar sem um árabil hefur þjónað fiskveiðiflota Norðlendinga og annarra. Mynd
|
26.03.2009 |
Forseti heimsækir fyrirtæki Sigurjóns Magnússonar sem sérhæft hefur sig í að smíða sjúkrabíla og brunabíla og annast nú að stórum hluta byggingu slíkra bifreiða sem notaðar eru í landinu. Myndir
|
26.03.2009 |
Forseti sækir samkomu nemenda í Grunnskóla Ólafsfjarðar sem haldin er í Tjarnarborg, menningarhúsi Fjallabyggðar. Nemendur fluttu tónlistaratriði, forseti ávarpaði þvínæst nemendur og svaraði fjölda fyrirspurna. Myndir
|
26.03.2009 |
Forseti heimsækir leikskólann Leikhóla í Ólafsfirði, kynnir sér starfsemi hans og ræðir við börn og starfsfólk. Myndir
|
26.03.2009 |
Forseti á fund með bæjarfulltrúum Fjallabyggðar í Ólafsfirði um ýmis verkefni bæjarfélagsins í Ólafsfirði en áður hafði forseti rætt við bæjarráðsmenn Fjallabyggðar í Siglufirði. Myndir
|
26.03.2009 |
Forseti á hádegisverðarfund með forsvarsmönnum fiskvinnslufyrirtækja í Dalvíkurbyggð þar sem þeir kynntu starfsemi og stöðu sinna fyrirtækja sem öll eru traust þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífi og sækja fram á mörgum sviðum. Á hádegisverðarfundinum voru fulltrúar Ektafisks, Fiskverkunar Dagmanns, Norðurstrandar, O. Jakobssonar og Samherja, sem allir gerðu grein fyrir sinni starfsemi. Hádegisverðurinn var eldaður af Júlíusi Júlíussyni sem er framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Myndir
|
26.03.2009 |
Forseti heimsækir fiskvinnslu Samherja á Dalvík sem um áraraðir hefur verið í fremstu röð sjávarútvegsfyrirtækja í landinu, skoðar framleiðsluhætti og ræðir við forsvarsmenn fyrirtækisins um trausta stöðu þeirra á ýmsum mörkuðum og vaxandi framleiðslu. Mynd
|
26.03.2009 |
Forseti á fund með starfsmönnum iðnaðarfyrirtækisins Sæplasts sem nú starfar víða um heim undir samheitinu Promens en hefur verið burðarás í atvinnulífi á Dalvík í aldarfjórðung. Að loknum samræðufundi með starfsfólki skoðaði forseti framleiðslusali fyrirtækisins. Myndir
|
26.03.2009 |
Forseti heimsækir Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík og á samræðustund með vistmönnum og starfsfólki. Myndir
|
26.03.2009 |
Forseti skoðar Menningarhúsið á Dalvík sem verið hefur í byggingu og áformað er að opna síðar á þessu ári. Þar verður vegleg aðstaða fyrir tónleika og samkomur auk þess sem bókasafn byggðarlagsins verður þar til húsa. Sparisjóður Svarfdæla gefur byggðarlaginu húsið. Myndir
|
26.03.2009 |
Forseti ræðir við stjórnendur Sparisjóðs Svarfdæla, Jónas Pétursson sparisjóðsstjóra og Jóhann Antonsson stjórnarformann um stöðu sparisjóðsins í kjölfar bankahrunsins, þróun sparisjóðakerfisins í landinu og mikilvægi sparisjóðsins fyrir atvinnulíf og menningu við Eyjafjörð.
|
26.03.2009 |
Forseti heimsækir Fiskmiðlunina Sölku og ræðir við forystukonur fyrirtækisins um útflutning á skreið til Níegríu en fyrirtækið hefur verið burðarás í slíkum útflutningi um langt skeið. Mynd
|
26.03.2009 |
Forseti á fund með bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar Svanfríði Jónasdóttur og fulltrúum í bæjarráði Dalvíkurbyggðar þar sem rætt var um stöðu bæjarins, uppbyggingu og atvinnumál og hvort og á hvern hátt erfiðleikar í efnahagsmálum hafa áhrif á atvinnustig og lífskjör bæjarbúa. Myndir
|
26.03.2009 |
Forseti heimsækir leikskólann Krílakot á Dalvík og kynnir sér starfsemi skólans. Myndir
|
26.03.2009 |
Forseti heimsækir Grunnskóla Dalvíkurbyggðar, ávarpar nemendur, svarar fyrirspurnum á sérstakri samkomu og kynnir sér starfsemi skólans. Myndir
|
26.03.2009 |
Forseti er verndari landssöfnunar Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga, og í sérstöku fylgiblaði með Fréttablaðinu er birt ávarp forseta. Það ber heitið Samstaða hjálpar sjúkum.
|
27.03.2009 |
Forseti flytur ávarp á ársfundi ÍSOR, Íslenskra orkurannsókna, og fjallar ávarp forseta um þau tækifæri sem þekkingarauður Íslendinga skapar á tímum þegar brýnt er að sporna við loftslagsbreytingum með nýskipan í orkubúskap veraldar. Ávarp.
|
27.03.2009 |
Forseti heimsækir húsgagnafyrirtækið Á. Guðmundsson sem í meira en hálfa öld hefur framleitt húsgögn fyrir skóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra. Húsgögnin eru hönnuð af íslenskum arkitektum og hefur fyrirtækið um langt skeið verið öflugasti aðilinn á þessum vettvangi. Myndir
|
27.03.2009 |
Forseti tekur á móti hópi skiptanema frá mörgum þjóðlöndum sem dvalið hafa á Íslandi á vegum AFS. Rætt var um þá lærdóma sem draga má af kynnum af Íslandi og íslenskri menningu.
|
28.03.2009 |
Forseti tekur þátt í sérstakri dagskrá á Stöð 2 í tilefni af landssöfnun Hjartaheilla en forseti er verndari söfnunarinnar. Fjármunum sem safnast verður varið til að efla tækjakost Landspítala Háskólasjúkrahúss. Ávarp forseta.
|
28.03.2009 |
Forseti flytur ávarp á hátíðarsamkomu í Þjóðmenningarhúsi í tilefni af aldarafmæli hússins og skoðar sýningar sem opnaðar voru af þessu tilefni. Ávarp forseta.
|
28.03.2009 |
Forseti flytur ávarp á samkomu Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík þegar tekin er í notkun ný viðbygging og afhendir jafnframt Sigurði Magnússyni viðurkenningu sem fyrsta heiðursfélaga Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík.
|
28.03.2009 |
Forseti sækir opnun á sýningu Ólafs Elíassonar Limbóland og frumsýningu í Borgarleikhúsinu á nýju leikriti, Þú ert hér, en báðir þessir listviðburðir glíma við að túlka þá atburði sem orðið hafa á undanförnum mánuðum.
|
29.03.2009 |
Forseti tekur á móti forystumönnum HönnunarMars og erlendum gestum, fræðimönnum og fjölmiðlamönnum sem fjallað hafa um þróun hönnunar og tækifæri á því sviði á fjölmörgum viðburðum sem Hönnunarmiðstöð hefur skipulagt að undanförnu.
|
Apríl
|
03.04.2009 |
Forseti flytur ávarp á ráðstefnu Landgræðslu ríkisins og Háskólafélags Suðurlands um landgræðslu og evrópskt fræðasamstarf, gróðurvernd og endurheimt landgæða. Ráðstefnan var haldin í Frægarði, rannsóknasetri Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Á ráðstefnunni afhjúpaði forseti skilti í tilefni af opnun rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands í Frægarði. Ávarp
|
06.04.2009 |
Forseti á fund með Þorsteini Gunnarssyni arkitekt sem vann að endurgerð Bessastaða á sínum tíma og Þór Magnússyni fyrrverandi þjóðminjaverði um Bessastaðakirkju, gerð hennar á fyrri tíð og hugsanlegar lagfæringar.
|
06.04.2009 |
Forseti sendir forseta Ítalíu samúðarkveðju vegna mikilla jarðskjálfta í Abruzzo. Fréttatilkynning.
|
07.04.2009 |
Forseti sækir frumsýningu á heimildakvikmyndinni Draumalandið sem byggð er á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2006.
|
07.04.2009 |
Forseti á fund með sendiherra Kína á Íslandi Zhang Keyuan um samstarf landanna á ýmsum sviðum sem og þróun efnahagsmála í Kína og á heimsvísu.
|
07.04.2009 |
Forseti tekur á móti hópi erlendra stúdenta við Háskóla Íslands sem leggja stund á nám í íslensku og ræðir við þá um sögu og menningu þjóðarinnar.
|
15.04.2009 |
Forseti á fund með Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra og Roger Croft, sérfræðingi í landnýtingu og þjóðgörðum, um þær auðlindir sem Ísland býr yfir og hvernig hægt er að nýta þær á sjálfbæran og arðbæran hátt á komandi tímum, meðal annars á grundvelli heildarskipulags á nýtingu náttúruauðlinda. Í slíku verkefni þarf að taka mið af breyttum áherslum í veröldinni gagnvart landgæðum og náttúruauðlindum.
|
15.04.2009 |
Forseti kynnir sér nýsköpunarstarfsemi sem fram fer í eldra húsnæði í miðborg Reykjavíkur sem breytt hefur verið á vegum Smugunnar í aðsetur fyrir tónlistarfólk, myndlistarfólk, ljósmyndara, hugmyndasmiði, vefhönnuði og fleiri aðila. Myndir.
|
15.04.2009 |
Forseti heimsækir Marimo sem sérhæfir sig í þróun upplýsingatækni á ýmsum sviðum og ræðir möguleika upplýsingatækninnar á Íslandi, hvernig hún hefur á jákvæðan hátt brugðist við þeim tækifærum sem skapast hafa þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífi. Mynd.
|
16.04.2009 |
Forseti heimsækir Norðurál á Grundartanga, kynnir sér framleiðslu fyrirtækisins, á fund með stjórnendum þess og ávarpar starfsfólk í matsal ásamt því að svara fyrirspurnum. Myndir.
|
17.04.2009 |
Forseti tekur á móti starfsmönnum Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins sem heimsækja Bessastaði og ræðir um áhrifin af efnahagserfiðleikum undanfarinna mánaða.
|
17.04.2009 |
Forseti er viðstaddur setningu íþróttaþings ÍSÍ og flytur ávarp. Ávarp forseta.
|
20.04.2009 |
Viðtal við forset birtist í skólablaði Menntaskólas í Reykjavík. Viðtalið
|
20.04.2009 |
Forseti flytur ávarp í hljóðútgáfu bókar MND félagsins Björt framtíð Íslands en í henni skrifa ýmsir um vanda íslenskrar þjóðar og tækifæri á komandi tímum. Ávarp forseta ber heitið Sagan veitir sóknarkraft.
|
22.04.2009 |
Forseti tekur á móti nýrri bók Guðrúnar G. Bergmann sem ber heitið Konur geta breytt heiminum með nýjum lífsstíl en í bókinni er lögð áhersla á fjölmargar leiðir í daglegu lífi til að styrkja sjálfbæra þróun og sjálfbæra lífshætti. Fyrirhugað er að bókin komi út í Bandaríkjunum og fleiri löndum síðar á þessu ári.
|
22.04.2009 |
Forseti afhendir útflutningsverðlaun við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin hlaut Vaki fiskeldiskerfi.
|
23.04.2009 |
Forseti afhendir Íslensku þýðingarverðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Verðlaunin hlaut Hjörleifur Sveinbjörnsson fyrir þýðingu sína á kínverskum bókmenntum í bókinni Apakóngurinn á silkiveginum. Í kjölfarið var undirritaður samningur um réttindi til útgáfu á verkum Halldórs Laxness milli Forlagsins og fulltrúa erfingja Halldórs Laxness.
|
23.04.2009 |
Forseti sækir skátamessu á sumardaginn fyrsta í Hallgrímskirkju og tekur í kjölfarið þátt í skátakaffi í tilefni dagsins.
|
24.04.2009 |
Forseti sækir lokahátíð Þjóðleiks sem haldin er á Egilsstöðum en Þjóðleikur er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og skóla á Austurlandi, allt frá Borgarfirði eystra og Vopnafirði til Hornafjarðar. Nemendur fluttu þrjú ný íslensk leikrit sem samin hafa verð af Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, Sigtryggi Magnasyni og Bjarna Jónssyni sérstaklega fyrir Þjóðleik. Í upphafi var farin skrúðganga allra þátttakenda frá Valaskjálf að hinni nýju menningarmiðstöð sem sett hefur verið á fót í gamla sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þjóðleikur er nýjung í samstarfi Þjóðleikhússins við skóla og byggðarlög á landsbyggðinni.
|
24.04.2009 |
Forseti á fund með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Carol van Voorst sem nú lætur af störfum. Rætt var um samband landanna í nútíð og framtíð, vaxandi áherslur á nýtingu hreinnar orku og samvinnu háskóla og vísindasamfélags.
|
27.04.2009 |
Forseti á fund með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þar sem rætt var um úrslit alþingiskosninganna og viðræður Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. Á blaðamannafundi áréttaði forseti að minnihlutastjórnin sem Jóhönnu Sigurðardóttur hefði verið falið að mynda í lok janúar hefði nú hlotið stuðning meirihluta alþingis og þjóðarinnar. Því væri stjórnskipulega ekkert því til fyrirstöðu að hún sæti áfram sem fullburðug ríkisstjórn. Flokkarnir gætu því tekið sér þann tíma sem þyrfti fyrir þær viðræður sem forsætisráðherra fjallaði um á fundi sínum með forseta. Myndir.
|
28.04.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Ómans á Íslandi hr. Khalifa bin Ali Al-Harthy sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um aukna samvinnu Íslands við ríki í Miðausturlöndum, einkum smærri ríki, meðal annars á sviði orkumála, og möguleika á að þróa samvinnu Íslands og Ómans á því sviði svo og varðandi nýtingu sjávarauðlinda. Mynd
|
28.04.2009 |
Forseti á fund með sendiherra Filippseyja á Íslandi frú Elizabeth Pineda Buensuceso sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um vaxandi samvinnu landanna, meðal annars á sviði jarðhita og nýtingu hreinnar orku sem og fjölþætt framlag fólks af filippeyskum ættum til íslensks samfélags. Mynd
|
28.04.2009 |
Forseti á fund með sendiherra Afgangistans á Ísland i hr. Jawed Ludin sem senn lætur af störfum. Rætt var um þróun mála í landinu og þátttöku Íslendinga og Norðurlanda í ýmsum verkefnum í Afganistan.
|
29.04.2009 |
Forseti heimsækir skútuna Southern Star og ræðir við áhöfn hennar um siglingar skútunnar umhverfis Norður-Ameríku og yfir Atlantshafið í því skyni að kanna og kynna þær breytingar sem eru að verða á norðursvæðum og hafinu vegna loftslagsbreytinga, sem fram koma í bráðnun hafíss.
|
Maí
|
01.05.2009 |
Forseti á fund með kvikmyndaleikstjóranum David Lynch sem heimsækir Ísland til að kynna áhrif innhverfrar íhugunar á einstaklinga og samfélög en hann byggir á viðtækri reynslu og þátttöku milljóna manna víða um heim.
|
02.05.2009 |
Forseti flytur ávarp á ráðstefnu um Pál Lýðsson, bóndann, félagsmálamanninn og fræðimanninn sem haldin er á Selfossi til að fjalla um merkan feril Páls Lýðssonar sem lést af slysförum árið 2008. Ávarp forseta.
|
03.05.2009 |
Forseti heimsækir æfingu hjá yngstu flokkum Breiðabliks í knattspyrnuhúsinu Fífunni, fylgist með æfingum og ræðir við þátttakendur, þjálfara og foreldra um víðtækt starf sem fram fer á vegum íþróttafélagsins. Myndir
|
04.05.2009 |
Forseti á fund með Harrith Wickgrema, bandarískum ferðamálafrömuði, og fulltrúum iðnaðarráðuneytis og íslenskra ferðaþjónustuaðila um skipulagningu ferða til Íslands þar sem áhersla er lögð á að kynna í senn náttúru og nýtingu hreinnar orku.
|
04.05.2009 |
Forseti á fund með Hreini Haraldssyni vegamálastjóra og Jónasi Snæbjörnssyni verkfræðingi um fyrirhugaða vegagerð á Álftanesi en umræður hafa verið um vegarstæðið að undanförnu.
|
05.05.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Egyptalands hr. Tamer Abdel-Aziz Abdalla Khalil sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um þróun mála í Miðausturlöndum og framlag Egyptalands til friðarumleitana bæði milli Palestínumanna innbyrðis og Palestínumanna og Ísraela. Einnig var rætt um nýjar áherslur í afvopnunarmálum í ljósi stefnu Obama Bandaríkjaforseta um að útrýma öllum kjarnorkuvopnum en Egyptaland hefur í áratugi gegnt mikilvægu hlutverki í fjölþjóðaviðræðum um það efni, einkum í ljósi hættu á kjarnorkukapphlaupi í Miðausturlöndum.
|
05.05.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Beníns frú Arlette Claudine Kpèdétin Dagnon Vignikin sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um möguleika á auknum samskiptum landanna, einkum á sviði sjávarútvegs og tækniþróunar. Stjórnvöld í Benín hafa mikinn áhuga á að nýta sjávarauðlindir landsins á arðbæran og skipulegan hátt og nýta þá reynslu sem fengist hefur í samvinnu Íslands og Nígeríu, nágrannalands Beníns.
|
05.05.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Mongólíu hr. Bulgaa Altangerel sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um nýtingu jarðhita í Mongólíu en nokkrir sérfræðingar frá landinu hafa hlotið þjálfun í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Breytingar á orkukerfinu eru mikilvægur þáttur í þróun landsins. Einnig var rætt um reynsluna af sambúð Mongólíu við nágranna sína Kína og Rússland.
|
06.05.2009 |
Forseti tekur á móti þátttakendum í norrænni ráðstefnu um málefni blindra og sjónskertra en flestir þátttakendur eru kennarar og starfsþjálfarar sem stuðla að því að blindir og sjónskertir geti stundað atvinnu og notið menningar og daglegs lífs.
|
06.05.2009 |
Forseti á fund með forystumönnum hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi um starfsemi félagsins, nýtingu beitar á Bessastaðanesi og varðveislu náttúrunnar á nesinu.
|
07.05.2009 |
Forseti tekur á móti hópi fræðslustjóra sinfóníuhljómsveita frá nokkrum evrópskum borgum og ræðir um íslenskt tónlistarlíf og menningu.
|
07.05.2009 |
Forseti er viðstaddur setningu Kópavogsdaga og opnun á sýningu Baltasars ,,Mýtur og táknmyndir" í Gerðarsafni.
|
07.05.2009 |
Forseti á fund með fulltrúum söluaðila íslenskra sjávarafurða í Bandaríkjunum um ný tækifæri sem myndast með því að nýta upplýsingatækni á þann hátt að veita neytendum meiri upplýsingar um uppruna framleiðslunnar.
|
07.05.2009 |
Forseti ræðir við blaðamann Bændablaðsins um íslenskan landbúnað, fæðuöryggi þjóðarinnar, hlutverk landbúnaðarins í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og þátt landbúnaðarins í að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Viðtalið mun birtast í Bændablaðinu í næstu viku.
|
10.05.2009 |
Á ríkisráðsfundum sem haldnir voru á Bessastöðum tók ný ríkisstjórn, annað ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur, við af fyrri ríkisstjórn, fyrsta ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Mynd frá ríkisráðsfundi nýrrar ríkisstjórnar.
|
10.05.2009 |
Forseti sækir messu í Kirkju Óháða safnaðarins í tilefni af fimmtíu ára afmæli kirkjunnar.
|
12.05.2009 |
Forseti heimsækir Íþróttamiðstöðina í Laugardal og íþróttaaðstöðu Þróttar og kynnir sér þjálfun æskufólks í frjálsum íþróttum og fimleikum sem þar fer fram.
|
12.05.2009 |
Forseti heimsækir Íslenska getspá og Íslenskar getraunir en meginhluta tekna þeirra er varið í þágu íþróttastarfs í landinu.
|
12.05.2009 |
Forseti heimsækir höfuðstöðvar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og á fund með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra og öðrum stjórnendum um starfsemi sambandsins og íþróttafélaga vítt um land.
|
12.05.2009 |
Forseti áritar minningarumslög sem send verða hvaðanæva úr heiminum til að votta fórnarlömbum jarðskjálftanna í Kína og fjölskyldum þeirra samúð og virðingu en um þessar mundir er ár liðið frá jarðskjálftunum í Kína.
|
12.05.2009 |
Forseti á fund með sóknarnefnd og prestum um málefni Bessakirkju, nýtingu hennar og viðhald.
|
13.05.2009 |
Forseti á fund með fulltrúum verslunarkeðjunnar Waitrose í Bretlandi og íslenskra útflytjenda um sölu á íslenskum sjávarafurðum í Bretlandi, trausta markaðsstöðu þeirra og hvernig hægt er að nýta upplýsingatækni til að koma til móts við óskir neytenda um að fá að vita meira um uppruna matvæla.
|
14.05.2009 |
Bændablaðið birtir viðtal við forseta um landbúnað, fæðuöryggi og framtíðarhorfur Íslendinga. Sjá viðtalið.
|
15.05.2009 |
Forseti er viðstaddur setningu Listahátíðar á Kjarvalsstöðum og skoðar sýningar sem opnaðar eru á málverkum Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthíasdóttur og sýningu á íslenskri hönnun. Forseti er verndari Listahátíðar.
|
15.05.2009 |
Forseti setur Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Alþingi kemur nú saman í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Ræða forseta.
|
15.05.2009 |
Ræða forseta "Iceland: A laboratory for green driving" er flutt á ráðstefnu sem haldin er í Stavanger í Noregi. Ráðstefnan ber heitið EVS 24 - Towards Zero Emission og sækja hana sérfræðingar og vísindamenn og forystumenn í atvinnulífi og þjóðmálum. Vegna setningar Alþingis gat forseti ekki sótt ráðstefnuna og var ræðan því lesin á ráðstefnunni. Ræða forseta.
|
16.05.2009 |
Forseti sendir Jóhönnu Guðrúnu, höfundum og flytjendum íslenska lagsins hamingjuóskir frá sér og Dorrit. Í kveðjunni sagði forseti einnig að íslenska þjóðin samfagnaði þeim innilega og væri afar stolt af árangri þeirra.
|
17.05.2009 |
Forseti sækir hátíðarmessu í tilefni af 50 ára vígsluafmæli Borgarneskirkju. Biskup Íslands predikaði og séra Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur þjónaði ásamt prestum úr Borgarfirði.
|
17.05.2009 |
Forseti tekur á móti fulltrúum úr stjórnum íþróttafélaga fatlaðra á Norðurlöndum sem þingað hafa á Íslandi. Starfsemi þeirra hefur vaxið mjög á undanförnum áratugum og önnur norræn sambönd íhuga nú að fylgja fordæmi Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi og verða beinir aðilar að Special Olympics, alþjóðahreyfingu um íþróttir seinfærra og þroskaheftra.
|
17.05.2009 |
Forseti á fund með saksóknara Alþjóðaglæpadómstólsins Luis Moreno-Ocampo um verkefni dómstólsins og þörf á nýju alþjóðlegu regluverki um fjármálastarfsemi og efnahagslíf, hvernig hin alþjóðlega fjármálakreppa hefði varpað nýju ljósi á slíka þörf og hvernig reynsla Íslands gæti nýst í umræðum um slíkar breytingar.
|
18.05.2009 |
Forseti á viðræður við utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og sendimenn hans frá Abu Dhabi um samstarf landanna, nýtingu hreinnar orku, framlag íslenskra vísindamanna til þróunar Masdarverkefnisins og tillögur Sameinuðu furstadæmanna um að höfuðstöðvar nýrrar alþjóðlegrar stofnunar í orkumálum verði í Abu Dhabi.
|
18.05.2009 |
Forseti á fund með dr. Sultan Al-Jaber og sendimönnum frá Abu Dhabi um byggingu Masdarborgar en henni er ætlað að vera fyrsta borg veraldar sem grundvölluð er á lögmálum um hreina orku og umhverfisvæna lífshætti. Íslenskir sérfræðingar í nýtingu jarðhita hafa tekið þátt í þróun borgarinnar. Forseti hefur átt samstarf við forystumenn Masdarborgar, tekið þátt í heimsráðstefnu um hreina orku sem skipulögð var í tengslum við Masdar og á einnig sæti í dómnefnd um alþjóðleg orkuverðlaun sem ætlað er líkt og Masdarborg að stuðla að auknu hlutfalli hreinnar orku í veröldinni.
|
19.05.2009 |
Forseti tekur þátt í símafundi stjórnar Special Olympics þar sem rætt var um árangurinn af heimsleikunum í vetraríþróttum í Idaho í febrúar og starfsemi samstakanna víða um heim á komandi mánuðum og misserum er Special Olympics mun halda fjölda svæðismóta og landsmóta. Einnig var rætt um rekstur samtakanna og það að tekist hefur að tryggja tekjur þeirra þrátt fyrir efnahagslega erfiðleika víða í veröldinni. Vefur Special Olympics.
|
19.05.2009 |
Forseti tekur á móti hópi nemenda og kennara frá Grunnskóla Hofsóss og ræðir við þá um sögu Bessastaða og forsetaembættið.
|
20.05.2009 |
Forseti tekur á móti starfsmönnum félagsmálaráðuneytisins og samgönguráðuneytisins og ræðir við þá um sögu Bessastaða.
|
21.05.2009 |
Forseti sækir vorsýningu fimleikadeildar Ármanns þar sem iðkendur úr yngri aldursflokkum sýndu árangur vetrarstarfsins ásamt Jóhönnu Rakel Jónasdóttur sem varð Norðurlandameistari í fimleikum og blönduðum fimleikahópi sem varð í öðru sæti á Norðurlandamóti.
|
22.05.2009 |
Forseti sækir sýningu á færeysku óperunni Í Óðamansgarði sem sýnd er í tengslum við Listahátíð en óperan er samvinnuverkefni þjóðleikhúsanna á Íslandi og í Færeyjum.
|
23.05.2009 |
Forseti sækir sýningu á nýrri íslenskri óperu sem gerð er eftir sögunni Hel sem Sigurðar Nordal samdi á yngri árum. Óperan er á vegum leikhópsins hr. Níels og samdi Sigurður Sævarsson tónlistina. Flutingur óperunnar er liður í Listahátíð í Reykjavík.
|
23.05.2009 |
Forseti sækir þrenna tónleika í röðinni Stofutónleikar Listahátíðar sem haldnir eru á heimilum tónlistarmanna vítt og breitt um borgina.
|
23.05.2009 |
Forseti ræðir við bandaríska fræðimanninn og kvikmyndagerðarmanninn Charles H. Ferguson sem vinnur að gerð hemildamyndar um hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Ferguson hlaut sérstök verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni árið 2007 fyrir heimildamynd sína um Íraksstríðið en sú mynd var líka tilnefnd til Óskarsverðlauna. Ferguson hefur einnig gefið út bækur um viðskiptalíf og efnahagsmál. Heimildamyndin sem hann vinnur nú að er gerð á vegum Sony Pictures Classics.
|
24.05.2009 |
Forseti tekur á móti þátttakendum í alþjóðlegum sumarbúðum barna, en hópar frá Íslandi fara til nokkurra landa í Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu.
|
24.05.2009 |
Forseti sækir Íslandsmót Special Olympics í knattspyrnu sem fram fór á KR svæðinu. Sex lið tóku þátt í mótinu og afhenti forseti verðlaun í lok þess. Mótið er liður í samvinnu Special Olympics á Íslandi og eldri knattspyrnufélaga í landinu, þar á meðal KR, en Special Olympics starfa innan Íþróttasambands fatlaðra. Myndir
|
25.05.2009 |
Forseti tekur við hljóðbókinni Björt framtíð sem gefin er út á vegum og til styrktar MND félaginu. Í bókinni eru hugleiðingar fjölda Íslendinga um framtíð þjóðarinnar og ávarp forseta. Í útgáfuathöfninni fluttu Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins og forseti ávörp.
|
26.05.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Frakklands á Íslandi frú Caroline Dumas sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um traust samband þjóðanna, víðtæk tengsl í menningu og vísindum, vaxandi áhuga á norðurslóðum og hvernig fylgjast má með loftslagsbreytingum. Þá var einnig rætt um þróun Evrópumála.
|
26.05.2009 |
Forseti tekur á móti kennurum frá Bretlandi og Spáni ásamt íslenskum samstarfsmönnum þeirra en hópurinn vinnur að verkefni í umhverfisfræðslu.
|
27.05.2009 |
Forseti tekur á móti fjölda listamanna sem fram koma á Listahátíð í Reykjavík sem og stjórnendum hátíðarinnar, starfsfólki og stuðningsaðilum. Forseti er verndari hátíðarinnar.
|
27.05.2009 |
Forseti sækir samkomu MS félagsins sem haldin er í tilefni af alþjóðlega MS deginum. Forseti flutti ávarp í upphafi dagskrárinnar og fjallaði um framlag MS félagsins til að auka skilning þjóðarinnar á þessum erfiða sjúkdómi og efla stuðning við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Alþjóðlega MS deginum er ætlað að styrkja baráttu hliðstæðra félaga og stuðla að aukinni alþjóðlegri samvinnu í rannsóknum til að stöðva framgang MS sjúkdómsins og áhrif hans.
|
28.05.2009 |
Forseti afhenti Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Verðlaunin hlutu: Í flokki skóla, Norðlingaskóli í Reykjavík. Mynd. Í flokki kennara, Þorvaldur Jónasson myndmennta- og skriftakennari. Mynd. Í flokki ungra kennara, Sylvía Pétursdóttir. Mynd. Í flokki námsefnishöfunda, Helgi Grímsson skólastjóri. Mynd. Ítarlegar greinargerðir um framlag verðlaunahafa fylgdu verðlaununum og er þær að finna við nöfn hvers verðlaunahafa. Myndir frá athöfninni. Fréttatilkynning.
|
28.05.2009 |
Forseti tekur þátt í útskrift fyrstu nemendanna úr flutningaskóla Samskipa sem fyrirtækið stofnaði í fyrra til að efla starfsmenntun og auka þjálfun starfsmanna sinna. Athöfnin fór fram í glæsilegum höfuðstöðvum Samskipa og flutti forseti ávarp þar sem hann lagði áherslu á mikilvægi samfelldrar menntunar og hvatti fyrirtæki til að fylgja í þessum efnum fordæmi Samskipa. Myndir
|
28.05.2009 |
Forseti heimsækir Múlalund og tekur þátt í hátíðahöldum í tilefni af 50 ára afmæli Múlalundar sem stofnaður var af SÍBS til að auðvelda fötluðu fólki að hasla sér völl á vinnumarkaði. Forseti fluti ávarp þar sem hann rifjaði upp viðhorfið til berklaveikinnar fyrir háflri öld og ræddi hinn mikla árangur sem Múlalundur hefði náð, ekki aðeins sem fyrirtæki heldur líka í að breyta viðhorfi samfélagsins til þess hvað einstaklingar geta gert og hverju samtakamáttur getur áorkað. Myndir
|
29.05.2009 |
Forseti afhenti tilnefningar til leikhúsverðlauna Grímunnar. Athöfnin fór fram í Borgarleikhúsinu. Forseti flutti stutt ávarp. Verðlaunin verða afhent á hátíðarsamkomu í Borgarleikhúsinu 16. júní. Forseti er verndari Grímunnar.
|
29.05.2009 |
Forseti er viðstaddur setningu norrænar frímerkjasýningar NORDIU2009 en það er í fimmta sinn sem hún er haldin á Íslandi. Á sýningunni eru fjölmörg afar merk söfn íslenskra frímerkja allt frá fyrstu útgáfum þeirra. Forseti skrifar ávarp í sýningarskrá. Ávarpið á íslensku. Ávarpið á ensku.
|
30.05.2009 |
Forseti á fund með Wang Ronghua, fyrrum sendiherra Kína á Íslandi, um margvísleg tækifæri til að auka samvinnu Íslands og Kína á sviðum menningar, vísinda og viðskipta.
|
30.05.2009 |
Forseti sækir húslestra á heimilum rithöfundanna Lindu Vilhjálmsdóttur og Þórarins Eldjárn. Röð húslestra á heimilum skálda og rithöfunda er liður í Listahátið í Reykjavík.
|
Júní
|
01.06.2009 |
Forsetahjónin sækja Smáþjóðaleikana á Kýpur. Sjá fréttatilkynningu.
|
03.06.2009 |
Forseti heimsækir íslenskt íþróttafólk á Smáþjóðaleikunum sem haldnir eru á Kýpur og fylgist með keppni þeirra m.a. í sundi, fimleikum, siglingum, blaki, júdó og tennis. Rúmlega 170 íslenskir þátttakendur eru á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í þessari viku.
|
04.06.2009 |
Forseti á fund með Dimitris Christofias forseta Kýpur. Á fundinum var rætt um samvinnu smárra þjóða í Evrópu, árangur Kýpur og Íslands við nýtingu hreinnar orku og hugsanlega lausn á langvarandi deilum um skiptingu eyjarinnar en forseti Kýpur lýsti ítarlega tilraunum sínum til að ná samkomulagi við forystusveit tyrkneska minnihlutans sem skapað gæti grundvöll að nýju stjórnskipulagi á Kýpur og tryggt friðsamlega sambúð allra eyjarbúa. Þá fjallaði forsetinn einnig um reynslu Kýpur og annarra smárra þjóða af aðild að Evrópusambandinu. Fréttatilkynning. Myndir.
|
11.06.2009 |
Forseti tekur á móti starfsmönnum Stofnunar Árna Magnússonar sem kynna sér sögu Álftaness og Bessastaða.
|
12.06.2009 |
Forseti sækir hátíðarsýningu Freyvangsleikhússins í Þjóðleikhúsinu á rokksöngleiknum Vínlandi eftir Helga Þórsson. Sýningin var valin athyglisverðasta áhugamannaleiksýning ársins en venja er að slíkri sýningu sé boðið í Þjóðleikhúsið á sérstaka hátíðarsýningu.
|
12.06.2009 |
Forseti á fund með Wallace lávarði, fyrrum prófessor í alþjóðamálum og núverandi talsmanni Frjálslynda flokksins í lávarðadeild breska þingsins. Fundinn sat einnig Alyson Bailes kennari við Háskóla Íslands. Wallace lávarður hélt fyrirlestur um Evrópusambandið á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
|
12.06.2009 |
Forseti á fund með framkvæmdastjóra Íslensku menntaverðlaunanna Guðbrandi Stíg Ágústssyni þar sem rætt var um skipun nýrra manna í dómnefndir verðlaunanna en tveir nefndarmenn ganga nú úr hvorri dómnefnd samkvæmt reglugerð verðlaunanna.
|
12.06.2009 |
Forseti tekur á mót hópi nemenda RES Orkuskólans. Þeir eru frá fjórtán þjóðlöndum og hafa stundað nám í RES skólanum á Akureyri. Skólinn sem er alþjóðlegur orkuskóli var stofnaður til að fjalla um nýtingu ýmissa tegunda af hreinum orkugjöfum. Nemendur lýstu almennri ánægju með námið í skólanum og hvernig það getur nýst í heimalöndum þeirra.
|
12.06.2009 |
Forseti flytur ávarp um skipalestir, Arctic Convoys, í síðari heimsstyrjöldinni . Ávarpið verður í upphafi mynddisks, DVD, um ráðstefnu sem haldin var á Íslandi 2008 þar sem fjallað var um hina merku sögu þessara skipalesta.
|
13.06.2009 |
Forseti afhenti styrki sem veittir voru úr háskólasjóði KEA til ýmissa rannsóknarverkefna og fræðistarfa. Athöfnin fór fram í húsakynnum Háskólans á Akureyri að lokinni háskólahátíð. Í upphafi flutti forseti ávarp þar sem hann m.a. þakkaði Þorsteini Gunnarssyni rektor fyrir farsælt samstarf og forystu hans í málefnum háskólans, en Þorsteinn hefur verið helsti hvatamaður að þátttöku skólans í alþjóðlegu samstarfi í rannsóknum á norðurslóðum. Myndir
|
13.06.2009 |
Forseti er viðstaddur útskriftarhátíð Háskólans á Akureyri en það var síðasta háskólahátíð Þorsteins Gunnarssonar sem rektors því hann lætur senn af störfum eftir fimmtán ára rektorsferil. Mynd
|
15.06.2009 |
Forseti á fund með sendiherra Kanada á Íslandi Anna Blauveldt sem senn lætur af störfum. Rætt var um aukin samskipti landanna á undanförum árum, vaxandi mikilvægi norðurslóða og styrk samfélags fólks af íslenskum ættum í Kanada.
|
15.06.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Kýpur á Íslandi hr. George C. Kasoulides sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um samvinnu smárra ríkja í Evrópu og nýlega heimsókn forseta Íslands til Kýpur þar sem hann var viðstaddur Smáþjóðaleikana og átti fundi með forseta Kýpur og öðrum ráðamönnum. Áhugi er á að auka samvinnu landanna á sviði hreinnar orku en ýmsum athyglisverðum aðferðum hefur verið beitt á Kýpur til að auka hlutdeild hreinnar orku í orkubúskap landsins.
|
15.06.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Spánar á Íslandi hr. Santiago Salas Collantes sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um samvinnu landanna, mikilvægi sjávarútvegs, aukinn áhuga á spænsku og spænskri menningu sem og viðhorf Spánverja til þróunar Evrópusambandsins.
|
16.06.2009 |
Forseti afhendir Helga Tómassyni heiðursverðlaun Grímunnar fyrir afrek hans á sviði danslistar. Afhendingin fór fram á hátíðarkvöldi Grímunnar í Borgarleikhúsinu.
|
16.06.2009 |
Forseti á fund með Andrési Arnalds fagmálastjóra Landgræðslu ríkisins og Luca Montanarella yfirmanni Joint Research Center hjá Evrópuráðinu um reynslu Íslendinga í landgræðslu, hvernig samvinna við bændur hefur skilað miklum árangri og hvernig hin ýmsu lönd í Evrópu geta nýtt sér reynslu Íslendinga til að auka árangur landgræðslu. Einnig var fjallað um mikilvægi þess að aðgerðir í landgræðslumálum og endurheimt landgæða yrðu liður í alþjóðlegu samkomulagi um aðgerðir í loftlagsmálum sem rædd verða á fundinum í Kaupmannahöfn í desember.
|
16.06.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Hondúras á Íslandi frú Iliana Waleska Pastor Melghem sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um möguleika á nýtingu jarðhita í Miðameríku, þjálfun sem veitt er í Jarðhitaháskóla Sameinuðu þjóðanna og Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna sem fram fer á Íslandi sem og hvernig reynslan af samvinnu Norðurlanda getur nýst ríkjum í Miðameríku til að auka og styrkja samvinnu sín á milli. Mynd
|
16.06.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Kasakstans á Íslandi hr. Kairat Abusseitov sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um áhuga Kasakstans á að þróa aukin tengsl við Ísland, sækja í reynslusjóð á sviði nýtingar á hreinni orku og kanna möguleika á flugsamgöngum og viðskiptum með sjávarafurðir. Mynd
|
16.06.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Eistlands á Íslandi hr. Arti Hilpus sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um samvinnu Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna, samskipti Íslands og Eistlands á undanförnum árum og nauðsyn þess að styrkja þau í framtíðinni. Einnig var fjallað um reynslu Eistlands af aðildinni að Evrópusambandinu og sambúð Eista við Rússland. Mynd
|
16.06.2009 |
Forseti á fund með sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi Percy Westerlund sem senn lætur af störfum. Rætt var um þróun Evrópusambandsins á undanförnum árum, viðhorf til aðildar nýrra ríkja, reynslu sendiherrans innan Evrópusambandsins og ýmis vandamál sem kunna að koma upp í hugsanlegum samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins.
|
16.06.2009 |
Forseti á fund með fráfarandi sendiherra Síles á Íslandi hr. Roberto Alonso-Budge sem senn lætur af störfum. Rætt var um möguleika á sviði orkumála og þróun í sjávarútvegi sem og áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu á ýmis ríki og reynslu Síles á fyrri tímum af bankakreppum.
|
17.06.2009 |
Forseti tekur á móti sveit erlendra sendiherra sem taka þátt í hátíðarhöldum þjóðhátíðardagsins og hafa komið til landsins sérstaklega af því tilefni.
|
17.06.2009 |
Forseti sæmir tíu Íslendinga fálkaorðunni við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Fréttatilkynning. Mynd
|
17.06.2009 |
Forseti tekur þátt í hátíðarhöldum á Austurvelli, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að styttu Jóns Sigurðssonar og sækir guðþjónustu í Dómkirkjunni.
|
18.06.2009 |
Forseti ræðir við unga menn sem stjórna þætti á nýrri útvarpssöð Garðabæjar.
|
18.06.2009 |
Forseti kveður sendiherra Austurríkis á Íslandi sem senn lætur af störfum. Rætt var um góð samskipti landanna, reynslu ýmissa ríkja af aðild að Evrópusambandinu og nýjar höfuðstöðvar fyrir alþjóðlega orkustofnun.
|
18.06.2009 |
Forseti á fund með Hauki Arnþórssyni og fleiri sérfræðingum í upplýsingatækni um hugmyndir þeirra varðandi nýja áfanga í þróun upplýsingasamfélagsins þar sem möguleikar nýrrar nettækni væru nýttir á ábyrgan og heildstæðan hátt.
|
18.06.2009 |
Forseti á fund með Eben Moglen sérfræðingi í frjálsum og opnum hugbúnaði og fulltrúum áhugamanna um aukna notkun hans á Íslandi. Moglen sem verið hefur ráðgjafi fjölmargra fyrirtækja og stofnana víða um heim telur að Ísland sé kjörinn vettvangur til að þróa frjálsan aðgang að hugbúnaði en slíkar breytingar myndu einnig spara þjóðarbúinu gríðarlega fjármuni.
|
18.06.2009 |
Forseti sækir ráðstefnu sem haldin er í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur um nýtingu jarðhita á heimsvísu og alþjóðlega samvinnu á sviði rannsókna, m.a. hlutverk jarðhitaráðs Evrópu í þessu sambandi.
|
18.06.2009 |
Forseti á fund með indverska jöklafaranum Satyabrata Dam, Þorsteini Þorsteinssyni jöklafræðingi og Dagfinni Sveinbjörnssyni þar sem rætt var um samvinnu íslenskra og indverskra jöklafræðinga, meðal annars á Kolahoi í Kasmír, Chota Shigri í Himachal Pradesh og East Rathong í Sikkim. Forseti hafði frumkvæði um þetta rannsóknarsamstarf.
|
19.06.2009 |
Forseti kynnir sér starfsemi Asiaq stofnunarinnar í Nuuk sem stundar skipulegar mælingar á veðurfari og vatnsbúskap á Grænlandi. Slíkar upplýsingar eru lagðar til grundvallar við skipulagningu byggða og framvkvæmda og veita yfirsýn yfir veðurfar og vatnsbúskap hins víðáttumikla lands. Myndir.
|
19.06.2009 |
Forseti heimsækir Náttúrufræðistofnun Grænlands í Nuuk og kynnir sér víðtækar rannsóknir sem fram fara á hafinu, sjávarís, jöklum og dýralífi. Grænlenskir vísindamenn hafa á undanförnum árum þróað ýmis rannsóknarverkefni sem sýna áhrif og hraða loftslagsbreytinga og hvaða breytingar þær hafa í för með sér. Slíkar rannsóknir eru mikilvægar fyrir alþjóðlega þekkingu og geta orðið grundvöllur að nauðsynlegum ákvörðunum í loftslagsmálum. Jafnframt var rætt um mikilvægi samstarfs þjóða á norðurslóðum á sviði rannsókna og vísinda. Myndir.
|
20.06.2009 |
Forseti er viðstaddur opnun sýningarinnar Greenland Expo - Business and Investment Potential sem haldin er til að kynna möguleika Grænlendinga til að styrkja efnahagslíf sitt og útflutning á komandi árum, víðtækar auðlindir landsins og þau tækifæri sem felast í nýrri tækni. Að lokinni setningarathöfn skoðaði forseti sýninguna í fylgd borgarstjóra Nuuk. Myndir.
|
20.06.2009 |
Forseti horfir á landsleik Íslands og Grænlands í handbolta sem fram fór í Nuuk. Leiknum lauk með jafntefli en hann fór fram daginn áður en hátíðarhöld vegna hins nýja sjálfstæðisáfanga hefjast í Grænlandi. Myndir.
|
21.06.2009 |
Forseti tekur þátt í fjölsóttum hátíðarhöldum í höfuðborg Grænlands Nuuk í tilefni af gildistöku nýrra sjálfstjórnarlaga sem færa Grænlendingum aukið vald í eigin málum. Hátíðarhöldin hófust á gamla hafnarsvæðinu þar sem elstu byggingar bæjarins mynduðu fagra umgjörð um hina virðulegu athöfn. Borgarstjórinn í Nuuk og forsætisráðherra Grænlandsstjórnar fluttu ræður. Athöfnina sóttu þúsundir Grænlendinga og auk þess fjölmargir erlendir gestir auk dönsku konungsfjölskyldunnar. Síðan var gengið til guðþjónustu og að henni lokinni var athöfn í þinghúsinu þar sem forseti grænlenska þingsins og forsætisráðherra Dana fluttu ræður og Margrét Danadrottning afhenti sjálfstjórnarlögin. Að loknum hádegisverði átti forseti ásamt öðrum fulltrúum Íslands stuttan fund með forsætisráðherra Grænlands. Í gær sátu forsetahjónin ásamt öðrum erlendum gestum kvöldverð í boði grænlenska þingsins en viðburðum dagsins lýkur með hátíðarkvöldverði í tilefni af þessum sögulegu tímamótum. Myndir.
|
22.06.2009 |
Forseti á fund með forystumönnum alþjóðlegrar vatnsaflsráðstefnu sem haldin er á Íslandi næstu daga. Alþjóðasamtökin International Hydropower Association efna til ráðstefnunnar en hana sækja forystumenn og sérfræðingar víða að úr veröldinni. Ráðstefnan hefst miðvikudaginn 24. júní en daginn áður verður fundur í ráðgjafaráði samtakanna og mun forseti ávarpa þann fund.
|
23.06.2009 |
Forseti á fund með prófessor Kuang Shangfu forseta rannsóknarstofnunar í Kína sem fjallar um vatnsbúskap og orkumál landsins. Rætt var um reynslu Íslendinga af virkjun vatnsafls og breytingar á orkukerfi landsins á síðustu öld frá olíu og kolum til hreinna orkugjafa. Kuang Shangfu sækir alþjóðaráðstefnu um vatnsorku sem haldin er í Reykjavík.
|
23.06.2009 |
Forseti tekur á móti fulltrúum á alþjóðlegri ráðstefnu um þróun stærðfræðikennslu sem haldin var á Íslandi með þátttöku stærðfræðinga, kennara og sérfræðinga víða að úr veröldinni.
|
23.06.2009 |
Forseti flytur ávarp á fundi alþjóðlegs ráðgjafaráðs um nýtingu vatnsafls sem kemur saman í aðdraganda alþjóðlegrar vatnsaflsráðstefnu sem samtökin International Hydropower Association efna til í Reykjavík. Í ráðgjafaráðinu sitja fulltrúar stofnana og fyrirtækja víða að úr veröldinni ásamt sérfræðingum og vísindamönnum. Að loknu ávarpi tekur forseti þátt í fundi ráðsins. Ávarp forseta.
|
24.06.2009 |
Forseti tekur á móti hópi ungra athafnamanna frá Bandaríkjunum sem starfa innan samtakanna Young Presidents Organization. Í lok fundarhalda sinna á Íslandi færa þeir Íþróttasambandi fatlaðra sérstakan styrk í móttöku á Bessastöðum.
|
24.06.2009 |
Forseti á fund með sendiherra Kína Zhang Keyuan sem senn lætur af störfum. Rætt var um vaxandi samstarf Kína og Íslands á undanförnum árum, áform Kína um að nýta í vaxandi mæli hreina orku, og mikilvægi jarðhitaþekkingar sem Ísland hefur þróað. Einnig var rætt um framlag Íslands á sviði upplýsingatækni og starfsþjálfunar, meðal ananrs flugþjálfun. Loks var rætt var um árangur af heimsóknum forseta til Kína á undanförnum árum og viðræðum hans við forseta Kína Kína Hu Jintao.
|
24.06.2009 |
Forseti sækir opnunarfund alþjóðlegrar ráðstefnu um vatnsorku sem haldin er í Reykjavík á vegum International Hydropower Association. Ráðstefnuna sækja forystumenn orkufyrirtækja, sérfræðingar, vísindamenn, fulltrúar almannasamtaka og ýmsir aðrir, víða að úr veröldinni.
|
25.06.2009 |
Forseti á fund með forystumönnum kínverskra orkufyrirtækja og orkustofnana en þeir taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um nýtingu vatnsafls sem haldin er á Íslandi. Rætt var um reynslu Íslendinga og Kínverja af nýtingu vatnsafls, hugsanlega tæknilega samvinnu og framtíðarhlutverk vatnsafls í breytingum á orkubúskap Kínverja og veraldarinnar.
|
25.06.2009 |
Forseti sæmir Hr. Kanji Ohashi aðalræðismann Íslands í Kyoto riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf hans í þágu Íslands og íslenskra hagsmuna.
|
25.06.2009 |
Forseti tekur á móti hópi ungmenna frá samfélögum fólks af íslenskum ættum í Kanada og Bandaríkjunum sem dvelja á Íslandi á vegum Snorraverkefnisins en það er samstarf sem stuðlar að auknum tengslum við yngri kynslóðir Vesturíslendinga. Verkefnið hefur skilað miklum árangri á undanförnum árum.
|
25.06.2009 |
Forseti á fund með sendiherra Hollands hr. Ronald van Roeden sem senn lætur af störfum. Rætt var um farsælt samstarf landanna á undanförnum áratugum. Erfiðleika við að leysa vandamál sem upp komu í kjölfar bankahrunsins sem og þróun Evrópusambandsins á komandi árum en sendiherrann verður á næstunni sérlegur ráðgjafi forsætisráðherra Hollands í Evrópumálum.
|
25.06.2009 |
Forseti á fund með bandaríska prófessornum Michael Porter sem er meðal fremstu sérfræðinga heims í samkeppnishæfni þjóða og hefur í áratugi verið meðal virtustu kennara Harvard Business School. Rætt var um þróun Íslands á undanförnum árum og áratugum, afleiðingar bankahrunsins og hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu, tækifæri Íslands á fjölmörgum sviðum á komandi árum, bæði vegna fjölmargra auðlinda og hæfileika og þekkingar, ríkulegs mannauðs.
|
26.06.2009 |
Forseti flytur ávarp við setningu landsþings Kvenfélagasambands Íslands sem haldið er í Stykkishólmi. Setningin fór fram í Vatnasafninu. Ræða forseta.
|
26.06.2009 |
Forseti heimsækir nýstofnað Eldfjallasafn í Stykkishólmi sem myndað er á grundvelli safns dr. Haraldar Sigurðssonar jarðfræðings. Áformað er að safnið verði grundvöllur fræðslu um náttúru Snæfellsness og eldfjöll á Íslandi og víðar í veröldinni. Vefur safnsins.
|
26.06.2009 |
Forseti sækir lokaathöfn alþjóðlegrar ráðstefnu um nýtingu vatnsafls sem haldin er á vegum International Hydropower Association og flytur ávarp í hátíðarkvöldverði.
|
27.06.2009 |
Forseti sækir hátíð sem haldin er á Borg í Grímsnesi og flytur ávarp á málþingi um borgarskáldið Tómas Guðmundsson sem ættaður var frá Efri-Brú í Grímsnesi. Einnig skoðar forseti handverkssýningu með verkum karla og kvenna úr héraðinu, skoðar myndasýningu sem helguð er skáldinu og sveitinni hans. Hollvinir Grímsness skipuleggja hátíðina. Ávarp forseta.
|
Júlí
|
01.07.2009 |
Forseti á fund með prófessor Balbir B. Bhasin sem kennt hefur Asíufræði við Háskólann í Reykjavík. Rætt var um þróun einstakra landa í Asíu, vaxandi áhuga íslenskra stúdenta á að fræðast um þessa heimsálfu og þá lærdóma sem hann dregur af dvöl sinni á Íslandi. Fundinn sátu einnig nokkrir nemendur Háskólans í Reykjavík.
|
01.07.2009 |
Forseti tekur á móti fyrstu eintökum af nýrri myndabók um Ísland. Kristján Ingi Einarsson hefur tekið myndirnar og textinn er eftir Ara Trausta Guðmundsson rithöfund og jarðfræðing. Bókin ber heitið Kjarni Íslands - The Essence of Iceland og kemur út á nokkrum tungumálum. Forseti skrifar formála að bókinni. Formáli forseta.
|
03.07.2009 |
Forseti tekur á móti sendiherra Kína á Íslandi Zhang Keyuan ásamt starfsfólki sendiráðsins en sendiherrann lætur nú formlega af störfum á Íslandi þar eð hann mun taka við annarri ábyrgðarstöðu innan kínversku utanríkisþjónustunnar.
|
03.07.2009 |
Forseti ræðir við fulltrúa japanska fisksölufyrirtækisins Daito Gyorui og íslenska samstarfsaðila þess um aukin samskipti á sviði viðskipta með sjávarafurðir. Einnig var rætt um þróun markaðar bæði í Japan og annars staðar í veröldinni fyrir sjávarafurðir á komandi árum.
|
06.07.2009 |
Forseti og forsetafrú taka þátt í hátíðarhöldum í Litháen í tilefni þess að 1000 ár eru frá upphafi þjóðarinnar. Forseti Litháens bauð forseta Íslands að taka þátt í hátíðarhöldunum en einnig eru viðstaddir aðrir þjóðhöfðingjar Norðurlanda, þjóðhöfðingjar Eystrasaltslanda, Póllands og Úkraínu auk ýmissa annarra forystumanna. Fréttatilkynning. Ávarp forseta. Myndir.
|
07.07.2009 |
Forseti ræðir við þáttagerðarmenn frá lettneska sjónvarpinu (rás 1) um náttúru Íslands, aðdráttarafl ýmissa staða fyrir ferðamenn, samspil jökla og eldfjalla og annað sem vekur athygli erlendra gesta á íslenskri náttúru og íslensku þjóðlífi. Viðtalið verður sýnt í þættinum Nordic Style hjá sjónvarpsstöðinni.
|
07.07.2009 |
Forseti á fundi með Valdas Adamkus forseta Litháens og nýkjörnum forseta landsins frú Dalia Grybauskaitë sem tekur við embætti næstkomandi sunnudag. Fréttatilkynning. Myndir.
|
08.07.2009 |
Forseti á fund með Bjarna Bjarnasyni stjórnarmanni í International Hydropower Association en samtökin héldu nýlega alþjóðlega ráðstefnu um nýtingu vatnsorku á Íslandi. Ráðstefnan þótti mjög árangursrík og ýmsar tillögur hafa komið fram um hvernig hún getur nýst sem grundvöllur að stefnumótun og framkvæmdum á þessu sviði. Forseti var verndari ráðstefnunnar og rætt var um frekara framlag hans á þessum vettvangi.
|
09.07.2009 |
Forseti tekur á móti hópi einstæðra mæðra sem tekið hafa þátt í námskeiðum og fræðslu á vegum Námsflokkanna og Reykjavíkurborgar. Námskeiðunum er ætlað að auðvelda mæðrunum aðgang að öðru námi og styrkja stöðu þeirra í samfélaginu.
|
10.07.2009 |
Forseti er viðstaddur setningu landsmóts UMFÍ á Akureyri en hundrað ár eru liðin frá því fyrsta landsmótið var haldið. Landsmótið nú er það fjölmennasta frá upphafi og fer að hluta til fram á nýjum íþróttaleikvangi á Akureyri sem vígður er af þessu tilefni. Ávarp forseta.
|
11.07.2009 |
Forseti fylgist með ýmsum keppnisgreinum á landsmóti UMFÍ á Akureyri: frjálsum íþróttum, siglingum, dansi, dráttarvélaakstri, bocciakeppni fatlaðra og fleiru. Þá sótti forseti ráðstefnu ungs forystufólks í æskulýðs- og íþróttasamtökum í Evrópu þar sem fjallað var um skipulag landsmóta og héraðsmóta; forseti ávarpaði ráðstefnuna og svaraði fyrirspurnum. Einnig sat forseti hádegisverð með forystu UMFÍ og landsmótsnefndum þar sem rætt var um skipulag og undirbúning landsmóta bæði þessa móts á Akureyri og næsta landsmóts sem verður á Selfossi 2013.
|
11.07.2009 |
Forseti sækir opnun sýningar í Listasafninu á Akureyri. Sýningin ber heitið Kreppumálararnir og er helguð verkum eftir Gunnlaug Scheving, Jón Engilberts, Snorra Arinbjarnar og Þorvald Skúlason.
|
14.07.2009 |
Forseti ræðir við tvo hópa nemenda í RES Orkuskólanum sem sækja námskeið í nýtingu hreinnar orku. Annar hópurinn kemur víða að úr Bandaríkjunum og hinn frá fjölmörgum öðrum löndum. Á námskeiðunum er fjallað um reynslu Íslendingu af nýtingu jarðhita og vatnsorku sem og reynslu annarra þjóða af öðrum tegundum hreinnar orku. RES Orkuskólinn á Akureyri var stofnaður fyrir fáeinum árum og nýtur nú þegar víðtækrar alþjóðlegrar viðurkenningar. Heimasíða skólans.
|
16.07.2009 |
Forseti sótti lokahátíð Skapandi sumarhópa Hins hússins þar sem flutt var úrval af verkefnum sumarsins, tónlist, gjörningar og leikin atriði. Verkefnin bera samheitið Vængjasláttur.
|
16.07.2009 |
Forseti heimsækir Klúbbinn Geysi sem sinnir atvinnumálum, námskeiðum og starfsþjálfun einstaklinga sem þurfa sérstaka þjónustu. Klúbburinn hefur náð miklum árangri á undanförnum árum og aðstoðað fjölda fólks við að finna fótfestu í lífinu. Innan hans er lögð sérstök áhersla á að efla hæfileika og styrk einstaklinga.
|
20.07.2009 |
Forseti tekur við boði um að vera viðstaddur opinbera vígslu á Garðarshólma á Húsavík 25. júlí 2011. Sendiherra Svíþjóðar, Madelene Ströje-Wilkens tók við sams konar boði til Karls Gústavs Svíakonungs en hann og forseti Íslands eru verndarar verkefnisins. Garðarshólma er ætlað að vera sögu- og fræðslumiðstöð þar sem m.a. verður lögð áhersla á sameiginlegan menningararf Íslendinga og Svía og fjallað verður um samspil gróðureyðingar, loftslagsbreytinga og annarra umhverfisþátta. Garðarshólmi er kenndur við sænska víkinginn Garðar Svavarsson sem kom til Húsavíkur í kringum 870 og nefndi landið Garðarshólma. Forseti átti einnig viðræður við forsvarsmenn Garðarshólma verkefnisins.
|
20.07.2009 |
Forseti er viðstaddur setningu Sænskra daga á Húsavík sem tengjast Mærudögum, hátíð byggðarlagsins. Fjölbreytt dagskrá setur svip á þessa daga. Forseti flutti ávarp við setninguna þar sem hann fagnaði hinum fjölmörgu byggðahátíðum sem haldnar eru í öllum landshlutum og sýna mikinn þrótt og samstöðu íbúanna.
|
23.07.2009 |
Forseti ræðir við bandaríska vísindamanninn dr. Scott Tinker sem vinnur að gerð heimildarmyndar um orkuauðlindir varaldarinnar. Í viðtalinu við forseta var einkum rætt um árangur Íslands í nýtingu jarðhita og hvernig sú kunnátta, tækni og reynsla sem Íslendingar hafa aflað sér getur nýst öðrum þjóðum og stuðlað að breytingum í orkubúskap veraldarinnar. Heimildarmyndin er styrkt af bandarískum stjórnvöldum og verður sýnd víða um heim síðar á þessu ári.
|
25.07.2009 |
Forseti átti fund með Vygaudas Ušackas utanríkisráðherra Litháen þar sem rætt var um samvinnu landanna, þróun mála á norðurslóðum, samskiptin við Rússland sem og reynslu Litháen af samningum við Evrópusambandið og aðildarumsókn Íslands. Utanríkisráðherrann hafði fyrr um daginn afhent Alþingi samþykkt litháenska þingsins þar sem lýst er yfir stuðningi við aðildarumsókn Íslands og þakkaður stuðningur Íslendinga við sjálfstæðisbaráttu Litháen á sínum tíma. Mynd
|
26.07.2009 |
Forseti heimsækir alþjóðlegt skátamót RoverWay sem haldið er á Úlfljótsvatni. Mótið sækja um 3000 skátar aðallega frá Evrópulöndum. Forseti skoðaði kynningarbása skáta frá ýmsum löndum, ræddi við hópa sem ferðuðust um Ísland áður en komið var að Úlfljótsvatni. Þá ræddi forseti einnig við erlenda og íslenska forystumenn skátahreyfingarinnar. Mótið þykir í alla staði sérlega vel heppnað. Myndir
|
28.07.2009 |
Forseti á fund með fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur um rannsóknir á jarðhita í Djíbútí en unnið hefur verið að könnun á nýtingu hans í kjölfar heimsóknar forseta Djíbútís, Ismail Omar Guelleh, til Íslands í febrúar 2007.
|
29.07.2009 |
Forseti á fund með borgarstjóra Los Angeles, Antonio Villaraigosa, þar sem rætt var um áhrif fjármálakreppunnar á Íslandi og í Kaliforníu, mikilvægi þess að þróa ný orkukerfi sem byggjast á sjálfbærum orkulindum og hvað Kalifornía geti lært af nýtingu jarðhita á Íslandi, bæði hvað snertir tækni og samtengingu ólíkra orkugjafa.
|
31.07.2009 |
Forseti tekur þátt í setningarathöfn unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið er á Sauðárkróki. Áætlað er að milli 10 og 20.000 manns muni heimsækja landsmótið og þegar hafa hátt á annað þúsund ungmenni skráð sig í keppni.
|
31.07.2009 |
Forseti á fund með Stephan Benediktson, dóttursyni skáldsins Stephans G. Stephanssonar ásamt fjölskyldu hans sem heimsækir slóðir og átthaga skáldsins á Íslandi. Rætt var um hvernig best væri að efla bókmenntaarfleifð Stephans G. Stephanssonar og einnig sérstaka styrki fyrir íslenska listamenn, The Benediktson Fellowship for Icelandic Artists sem Stephan Benediktson og kona hans hafa stofnað til og felur í sér að íslenskum listamönnum er boðið að dvelja á Banff listamiðstöðinni í Kanada. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður var sá fyrsti sem hlaut slíkan styrk.
|
Ágúst
|
01.08.2009 |
Forseti kynnir sér ýmsa viðburði og fylgist með keppnisgreinum á unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið er á Sauðárkróki, svo sem keppni í glímu, frjálsum íþróttum, knattspyrnu, körfubollta, sundi og fleiri greinum svo og söngkeppni og listasmiðju sem fram fara á mótinu.
|
05.08.2009 |
Forseti er viðstaddur opnun menningarhússins Bergs á Dalvík og flytur ávarp. Menningarhúsið er gjöf Sparisjóðs Svardæla til íbúa héraðsins. Þar verður bókasafn byggðarlagsins sem og salarkynni fyrir tónleika, myndlistarsýningar og aðra menningarviðburði.
|
07.08.2009 |
Forseti sendi forseta Filippseyja Gloria Macapagal-Arroyo samúðarkveðju vegna andláts fyrrum forseta Filippseyja, Corazon Aquino. Í samúðarkveðjunni vék forseti að baráttu hennar fyrir lýðræði og framförum og nefndi þá virðingu sem hún hefði jafnan hlotið í filippínska samfélaginu á Íslandi.
|
08.08.2009 |
Forseti tekur þátt í Fiskideginum mikla á Dalvík þar sem fram fer fjölþætt dagskrá og fyrirtæki í sjávarútvegi bjóða gestum og gangandi að neyta afurða sinna.
|
09.08.2009 |
Forseti ræðir við hóp stjórnenda og eigenda japanskra og alþjóðlegra skipafélaga sem sérhæfa sig í rekstri skemmtiferðaskipa og alþjóðlegum vöruflutningum en þeir hafa dvalið a Íslandi að undanförnu til að kynna sér landið og náttúru þess.
|
11.08.2009 |
Forseti sendir Shriver fjölskyldunni samúðarkveðjur vegna andláts Eunice Kennedy Shriver en hún var stofnandi og helsti leiðtogi Special Olympics, heimshreyfingar í þágu þorskaheftra. Hreyfingin starfar nú í um 150 löndum. Íþróttaiðkan og þjálfun þroskaheftra hefur skilað gríðarlegum árangri fyrir miljónir einstaklinga í öllum heimsálfum. Forseti starfaði ásamt Eunice í alþjóðastjórn Special Olympics.
|
11.08.2009 |
Forseti ræðir við Guðrúnu Ögðu Hallgrímsdóttur um þróun stjórnmálafræðinnar á Íslandi, stöðu stjórnmálafræðinga og framlag þeirra til þjóðfélagsins. Viðtalinu verður útvarpað á Rás 1.
|
12.08.2009 |
Forseti tekur á móti fulltrúum á norrænu bændaþingi sem haldið er á Íslandi þar sem einkum er rætt um áhrif loftslagsbreytinga á fæðuframleiðslu, mikilvægi fæðuöryggis þjóða og aðra þætti landbúnaðar á komandi árum.
|
12.08.2009 |
Forseti ræðir við Þorstein Gunnarsson arkitekt, Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur verkefnisstjóra í Viðey og Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur safnstjóra læknaminjasafnsins í Nesstofu um varðveislu og nýtingu þessara sögufrægu húsa – Bessastaðastofu, Viðeyjarstofu og Nesstofu.
|
12.08.2009 |
Forseti ræðir við fréttamann ástralska ríkissjónvarpsins ABC um áhrif fjármálakreppunnar á íslenskt efnahagslíf, þá lærdóma sem draga má af hruni bankanna, viðbrögð Íslendinga og tækifæri þjóðarinnar á komandi árum í ljósi þeirra auðlinda sem landið býr yfir.
|
15.08.2009 |
Forseti sendir kveðju sem flutt er á sérstakri hátíðarsamkomu til heilla Walter J. Hickel níræðum, en hann hefur í áratugi verið einn fremsti forystumaður íbúa norðurslóða, var ríkisstjóri í Alaska, stofnandi Northern Forum sem eru samtök borga og héraða í fjölmörgum löndum norðurslóða og einnig um langt árabil einn helsti stjórnandi Norðurstofnunarinnar (Institute of the North) en höfuðstöðvar hennar eru í Alaska.
|
15.08.2009 |
Forseti á fund með Magnúsi Bjarnasyni stjórnanda Glacier Partners og Ross Beaty forstjóra Magma orkufyrirtækisins um möguleikana á nýtingu jarðhita víða um heim. Rætt var um hvernig jarðhiti gæti orðið einn af helstu orkugjöfum veraldar á komandi áratugum og hvernig tækniþekking Íslendinga getur nýst á þessum vettvangi. Slíkar breytingar á orkukerfum heimsins séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir ógnvænlegar breytingar á loftslaginu.
|
15.08.2009 |
Forseti ræðir við Sir Martin Sorell, forstjóra og aðaleiganda WPP, eins stærsta almannatengsla-, kynningar- og auglýsingafyrirtækis í veröldinni en starfsemi þess fer fram í rúmlega 100 löndum. Rætt var um hina alþjóðlegu fjármálakreppu, stöðu Íslands og tækifæri til endurreisnar og sóknar á komandi árum, sem og þá lærdóma sem draga má af hliðstæðum atburðum í öðrum löndum.
|
17.08.2009 |
Forseti setur þing fornleifafræðinga, sagnfræðinga, bókmenntafræðinga, náttúruvísindamanna og annarra fræðimanna þar sem fjallað er um margvísleg rannsóknarefni sem tengjast tímum víkinga einkum frá 8. öld til 11. aldar. Þingið sem ber heitið The Viking Congress er hið sextánda í röðinni en slík þing hafa verið haldin á Norðurlöndum og Bretlandseyjum í rúmlega hálfa öld. Síðdegis tekur forseti á móti þingfulltrúum á Bessastöðum. Ávarp forseta.
|
19.08.2009 |
Forseti á samræðufund með hópi erlendra forystumanna, sérfræðinga og stjórnenda, aðallega frá Banadríkjunum og Bretlandi, um hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Á fundinum var rætt um stöðu Íslands i kjölfar bankahrunsins, áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu og þau tækifæri og auðlindir sem endurreisn íslensks efnahagslífs getur byggst á. Hópurinn er hér í boði William McDonaugh, en hann er meðal helstu áhrifamanna í umhverfismálum í veröldinni. Auk hans tóku þátt í samræðunum m.a. stjórnendur umhverfismála í ríkisstjórn Kaliforníu og hjá WalMart verslunarsamsteypunni sem og Martin Sorell forstjóri hins alþjóðlega kynningar- og auglýsingafyrirtækis WPP.
|
28.08.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Kanada á Íslandi hr. Alan Bones sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um aukna samvinnu Íslands og Kanada á undanförnum árum og vaxandi viðurkenningu á því að norðurslóðir verði æ mikilvægari, einkum í ljósi orkuauðlinda sem þar er að finna og nýrra siglingaleiða sem kunna að opnast vegna loftslagsbreytinga. Einnig var fjallað um samfélag Vesturíslendinga í Kanada, hve vel hefur tekist að varðveita arfleifð landnemanna og rækta áhuga nýrra kynslóða á henni. Þátttakan í Snorraverkefninu á undanförnum árum sé til marks um það sem og listahátíðir ungs fólks sem efnt hefur verið til í Winnipeg. Að loknum fundinum var móttaka á Bessastöðum þar sem boðið var áhrifafólki úr atvinnulífi, menningu, þjóðmálum og öðrum sviðum sem sérstök tengsl hefur við Kanada. Mynd
|
28.08.2009 |
Forseti ræðir við sendiherra Danmerkur Leif Reimann sem senn lætur af störfum. Rætt var um aukin samskipti Íslands og Danmerkur á undanförnum árum, mikilvægi norðurslóða og nauðsyn þess að gera hinni merku sameiginlegu sögu landanna ítarlegri skil. Þá sæmdi forseti sendiherrann stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu með stjörnu vegna framlags hans til að styrkja tengsl þessara gömlu frændþjóða.
|
28.08.2009 |
Forseti ræðir við sendiherra Svíþjóðar Madeleine Ströje Wilkens sem senn lætur af störfum. Rætt var um árangursríka og vinsamlega samvinnu Svíþjóðar og Íslands, áformin um Garðarshólm á Húsavík þar sem sameiginleg saga og menning þjóðanna mun fá sérstakan sess. Þá sæmdi forseti sendiherrann stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu með stjörnu vegna framlags hennar til aukinna tengsla þessara gömlu frændþjóða.
|
29.08.2009 |
Forseti og forsetafrú leggja steina frá Bessastöðum í Vörðu til framtíðar sem fjórir ættliðir reistu á Hólmavík í tengslum við sýninguna Stefnumót á Ströndum. Myndir.
|
29.08.2009 |
Forseti flytur ávarp við upphaf atvinnu- og menningarsýningar á Hólmavík sem ber nafnið Stefnumót á Ströndum. Þar kynna fyrirtæki, félagasamtök, skólar, aðilar í ferðaþjónustu og margvísleg samtök heimamanna starfsemi sína og sýn á framtíðina. Í ávarpinu áréttaði forseti að samtakamáttur og bjartsýni Strandamanna gæti vísað þjóðinni veginn á tímum mikilla erfiðleika því löngum hefði Strandasýsla verið sá landshluti sem mest hefði átt á brattann að sækja. Ávarp forseta. Myndir.
|
29.08.2009 |
Forseti skoðar Þróunarsetrið á Hólmavík þar sem ýmis samtök, sérfræðingar og stofnanir hafa aðsetur en starfsemi þeirra allra miðar að því að skapa ný tækifæri á grundvelli náttúru, sögu og menningar Strandasýslu. Mynd.
|
29.08.2009 |
Forseti heimsækir Galdrasafnið á Hólmavík, skoðar sýninguna og ræðir við forystumenn þess um þróun setursins og rannsóknir á íslenskri þjóðtrú. Forsetafrú afhenti Galdrasafninu Menningarverðlaun landsbyggðarinnar Eyrarrósina á Bessastöðum fyrir nokkrum árum. Myndir.
|
31.08.2009 |
Forseti tekur á móti hópi þátttakenda í Snorri plús verkefninu en það er ætlað fólki af íslenskum ættum í Kanada og Bandaríkjunum sem heimsækja Ísland til að kynna sér slóðir forfeðra sinna, menningu og sögu. Verkefnið er bundið við fullorðið fólk og er framhald af Snorraverkefninu sem ætlað er ungmennum.
|
31.08.2009 |
Forseti tekur á móti fulltrúum söfnunarinnar www.kjosa.is. Um tíu þúsund Íslendingar hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands vegna Icesave-samninganna og ber söfnunin heitið "Í okkar hendur". Skorað er á forseta að synja lagafrumvarpinu staðfestingar svo fram geti farið þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.
|
September
|
02.09.2009 |
Forseti ákveður að staðfesta lög um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. með sérstakri áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis. Fréttatilkynning. Yfirlýsing forseta.
|
03.09.2009 |
Forseti tekur á móti hópi norrænna sveitarstjórnarmanna og sérfræðinga sem eru þátttakendur í samvinnu norrænna sveitarstjórna um ýmis verkefni á sviði líffræðilegs fjölbreytileika, einkum varðandi endurheimt náttúrugæða og varðveislu dýraríkis. Sveitarstjórnir á öllum Norðurlöndum taka þátt í þessum verkefnum og þau verða kynnt á heimsþingi um líffræðilegan fjölbreytileika sem haldið verður á næsta ári.
|
04.09.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Danmerkur á Íslandi, Søren Haslund, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um vaxandi samvinnu Íslands og Danmerkur, mikilvægi norðurslóða og árangur lananna á sviði hreinnar orku, jarðhita og vatnsorku á Íslandi og vindorku í Danmörku. Einnig var rætt um þróun Evrópumála, og sögu og menningu sem tengir þjóðirnar saman. Að lokinni afhendingu trúnaðarbréfs var móttaka fyrir áhrifafólk á ýmsum sviðum íslensks þjóðlífs sem sérstök tengsl hefur við Danmörku. Mynd.
|
04.09.2009 |
Forseti á fund með Roger Dawson, sérfræðingi í samningatækni, sem samið hefur fjölmörg rit og stjórnar The Power Negotiating Institute í Kaliforníu. Hann hefur sérhæft sig í samningum fulltrúa frá ólíkum menningarheimum og haldið fyrirlestra og námskeið víða um veröld.
|
06.09.2009 |
Forseti tekur á móti fjölmennri sveit vísindamanna, sérfræðinga og tæknifólks fra ýmsum þjóðlöndum sem taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um kolefnisbindingu, Carbon Storage and Sequestration, sem haldin verður í Hellisheiðarvirkjun næstu daga. Grundvöllur ráðstefnunnar er samstarf Háskóla Íslands, Columbia háskóla, háskólans í Toulouse og Orkuveitu Reykjavíkur sem stofnað var til fyrir nokkrum árum, meðal annars að frumkvæði forseta. Vefsíða samstarfsverkefnisins.
|
07.09.2009 |
Forseti á fund með Joseph Stiglitz, prófessor í hagfræði sem hlaut Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar og framlag til þróunar greinarinnar. Rætt var um fjármálakreppur víða um heim og viðbrögð við þeim, aðgerðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Íslandi sem frábrugðnar eru í ýmsu fyrri stefnu sjóðsins, tækifæri Íslendinga til að nýta margvíslegar auðlindir landsins, hæfni þjóðarinnar til að styrkja efnahagslífið á nýjan leik, eignarhald á þjóðarauðlindum og hvaða breytingar þurfi að gera á hinu alþjóðlega fjármálakerfi í ljósi þróunarinnar undanfarin misseri. Einnig var rætt um orðspor Íslands á alþjóðavettvangi og taldi prófessor Stiglitz að í ljósi þeirra aðgerða sem Íslendingar hefðu gripið til væri það mun betra en margir landsmenn héldu.
|
07.09.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, Anders Ljunggren, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um trausta samvinnu landanna, forsæti Svíþjóðar í Evrópusambandinu um þessar mundir, aðildarumsókn Íslands að sambandinu, þróun mála á norðurslóðum og sífellt mikilvægari samvinnu Norðurlanda. Einnig var rætt um áhrif fjármálakreppunnar á Íslandi og hvernig auðlindir landsins geti orðið grundvöllur uppbyggingar. Að lokinni afhendingu trúnaðarbréfs var móttaka fyrir áhrifafólk á ýmsum sviðum íslensks þjóðlífs sem sérstök tengsl hafa við Svíþjóð. Mynd
|
07.09.2009 |
Forseti flytur ræðu við opnun alþjóðlegrar ráðstefnu um kolefnisbindingu sem haldin er í Hellisheiðarvirkjun. Ráðstefnuna sækja vísindamenn og sérfræðingar frá mörgum löndum og er viðfangsefni hennar að ræða hvernig hægt er að binda kolefni og geyma það í jörðu eða neðansjávar og þar með draga verulega úr hættunni á loftslagsbreytingum á komandi áratugum. Mikilvægur þáttur í ráðstefnunni er kynning á CarbFix verkefninu sem unnið hefur verið að á Íslandi í samvinnu Háskóla Íslands, Columbia University, háskólans í Toulouse og Orkuveitu Reykjavíkur. Það verkefni spratt upp úr Global Roundtable of Climate Change sem forseti átti þátt í að koma á fyrir nokkrum árum og leiddi saman innan þeirra vébanda íslenska vísindamenn og bandarísku vísindamennina Wally Brocker og Klaus Lachner sem eru meðal þeirra fremstu í veröldinni á þessu sviði. Ræða forseta
|
08.09.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, János Herman, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um þá ákvörðun Alþingis að sækja um aðild að Evrópusambandinu og viðræðuferlið á næstu misserum. Þá var fjallað um aukið mikilvægi norðurslóða, bæði gagnvart orkuauðlindum og nýjum siglingaleiðum, mótun nýrrar sjávarútvegsstefnu innan Evrópusambandsins en stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki árið 2012. Þá var einnig fjallað um árangur Íslands í nýtingu hreinnar orku og nauðsyn ríkja í Evrópu á að virkja jarðhita og aðrar auðlindir til að geta náð markmiðum alþjóðlegra samninga um minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Mynd
|
08.09.2009 |
Forseti á fund með Steve Munson og öðrum fulltrúum jarðhita- og orkufyrirtækja í Texas sem sækja ráðstefnu á Íslandi um kolefnisbindingu. Rætt var um ný tækifæri í nýtingu hreinnar orku í Bandaríkjunum, möguleika á samvinnu við Íslendinga, kosti þess að reisa gagnaver á Íslandi og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu til að hraða breytingum á orkukerfum víða um heim til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.
|
09.09.2009 |
Forseti á fund með Wally Broecker, prófessor við Columbia háskóla, þar sem rætt var um rannsóknir á loftslagsbreytingum og alþjóðlega samvinnu um losun kolefnis úr andrúmsloftinu og verulegan árangur ráðstefnunnar sem verið hefur á Íslandi undanfarna daga.
|
10.09.2009 |
Forseti flytur opnunarræðu á ráðstefnu um heimskautarétt sem haldin er í Háskólanum á Akureyri en hana sækja vísindamenn og sérfræðingar frá ýmsum löndum. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar er að ræða þörfina á alþjóðlegum samningum, lögum og reglugerðum sem móta munu athafnir á norðurslóðum á komandi áratugum, einkum í ljósi loftslagsbreytinga og bráðnunar íss.
|
10.09.2009 |
Forseti á fund með stjórnarmönnum Rannsóknarþings norðursins um dagskrá fyrirhugaðs þings í Noregi á næsta ári og helstu áherslur í samstarfi vísindamanna og forystufólks í þjóðmálum og héraðsstjórnum innan vébanda Rannsónarþingsins.
|
10.09.2009 |
Forseti á fund með Mead Treadwell, formanni norðurskautsrannóknanefndar Bandaríkjanna (US Arctic Research Commission) en hann hefur um árabil verið einn helsti áhrifamaður í Alaska varðandi samvinnu vísindamanna og forystumanna á norðurslóðum. Rætt var um þær breytingar sem eru að verða á afstöðu stjórnvalda í Bandaríkjunum, þróun Norðurheimskautsráðsins og þær áherslur sem Íslendingar hafa lagt á þessu sviði. Treadwell tekur þátt í fræðaþingi um heimskautasvæðin sem haldið verður á Akureyri næstu daga.
|
10.09.2009 |
Forseti á fund með prófessor Klaus Lachner, einum fremsta vísindamanni heims á sviði kolefnisbindingar, um árangur hinnar alþjóðlegu ráðstefnu sem staðið hefur á Íslandi undanfarna daga, CarbFix verkefnið sem unnið er að í Hellisheiðarvirkjun með samvinnu íslenskra, bandarískra og franskra vísindamanna og hvernig hægt væri á næstu árum að ná verulegum árangri við að binda kolefni úr andrúmsloftinu. Prófessor Lachner telur að rannsóknir sem verið hafa á Íslandi á undanförnum árum gætu verið verulegt frmalag í þessu skyni.
|
11.09.2009 |
Forseti tekur á móti rithöfundum sem sækja Bókmenntahátíð í Reykjavík og aðstandendum hátíðarinnar.
|
11.09.2009 |
Forseti tekur á móti Kostas Mallios, sem færir forseta að gjöf safn ljósmynda sem teknar voru í heimsókn þekktra erlendra ljósmyndara til Íslands 2008 en sú ferð var skipulögð af og í boði Microsoft fyrirtækisins. Markmið hennar var að sýna Ísland í nýju ljósi og beina sjónum ólíkra ljósmyndara að landinu.
|
12.09.2009 |
Forseti tekur á móti kór frá grænlenska bænum Qaqortoq en kórinn heimsækir Ísland um þessar mundir. Hann syngur á Bessastöðum og trommudansari leikur listir sínar. Einnig er boðið ýmsum Grænlendingum á Íslandi og öðrum sem taka þátt í samvinnu landanna.
|
14.09.2009 |
Forseti tekur á móti fulltrúum í Alþjóðaráði hjúkrunarfræðinga sem halda samráðsfund á Íslandi og ræðir um þróun heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
|
14.09.2009 |
Forseti flytur setningarræðu á þriðju alþjóðlegu ráðstefnunni um nýjar orkulausnir í samgöngum, Driving Sustainability. Þingið sækja fulltrúar frá ýmsum löndum, sérfræðingar og vísindamenn, forystumenn borgarmála og borgarskipulags, fulltrúar orkufyrirtækja og bílaframleiðenda. Ráðstefnan er í ár studd af ráðherraráði Norðurlandaráðs og tengist meðal annars formennsku Íslands í ráðinu.
|
15.09.2009 |
Forseti tekur á móti hópi spænskra og íslenskra menntaskólanema úr Menntaskólanum í Kópavogi og menntaskóla í Bilbao á Spáni en nemendurnir hafa tekið þátt í sameiginlegum námskeiðum og gagnkvæmum heimsóknum á undanförnum tveimur árum. Hafa þeir meðal annars heimsótt Galdrasafnið á Ströndum þar sem Baskar komu mjög við sögu og kynnt sér íslensk-baskneska orðabók sem samin var fyrir nokkrum öldum.
|
15.09.2009 |
Forseti á fund með indverska hönnuðinum Sulbha Khanna, kennurum úr Garðabæ og Hafnarfirði og fulltrúum Hönnunarsafns Íslands en Khanna er staddur á Íslandi til að halda námskeið um aðferðir til að þroska hönnunarhæfileika barna, meðal annars með því að nýta hversdagsleg hráefni og hvetja til einfaldra lausna.
|
15.09.2009 |
Forseti á fund með forystumönnum japanska fyrirtækisins Mitsubishi sem sækja alþjóðlega ráðstefnu um umhverfisvænar samgöngur sem haldin er í Reykjavík. Rætt var um fjölþætt samstarf Mitsubishi við Ísland sem byggt yrði á aðkomu þeirra í áratugi að jarðvarmavirkjunum á Íslandi og næði til notkunar rafmagnsbíla og annarra verkefna sem tengjast sjálfbærri orkunýtingu. Lýstu þeir mikilli ánægju með hvernig samstarfið við Ísland væri sífellt að verða víðtækara og mörg áhugaverð tækifæri yrðu á komandi árum.
|
15.09.2009 |
Forseti ræðir við bandaríska blaðamanninn Jim Motavalli um möguleika Íslands til að vera þróunarstöð fyrir græna umferð, hvernig hægt er að nýta hreina orku sem framleidd er á Íslandi til að auðvelda breytingar á notkun bensínbíla til umhverfisvænna bifreiða, svo sem rafmagnsbifreiða. Einnig var rætt um samstarfið við Mitsubishi og aukið framboð á rafmagnsbílum í Indlandi og Kína og hvernig breyta mætti lögum og reglum til að auðvelda slíka grundvallarbreytingu í orkunotkun þjóðarinnar. Um leið gæti Ísland sýnt öðrum hvernig hægt er að þróa umhverfisvæna umferð á komandi árum.
|
15.09.2009 |
Forseti ræðir við pólskan sjónvarpsmann um áhrif hljómsveitarstjórans Bohdan Wodiczko á íslenskt tónlistarlíf, einkum Sinfóníuhljómsveit Íslands, en Wodiczko var stjórnandi hennar fyrir um 40 árum og hafði mikil áhrif á mótun hljómsveitarinnar og þroska íslenskra tónskálda. Verið er að gera heimildarmynd um líf og störf Bohdan Wodiczko, bæði í Póllandi og á Íslandi.
|
16.09.2009 |
Forseti flytur ávarp í upphafi stofnfundar hagsmunasamtaka í þágu barna og unglinga með tal- og málþroskafrávik. Í ávarpi sínu fjallaði forseti um mikilvægt framlag fjölmargra stuðningssamtaka sem orðið hafa til á undanförnum árum og nauðsyn þess að efla skilning samfélagsins á því hvernig hægt er með þjálfun og auknum rannsóknum að aðstoða þá sem glíma við fötlun eða sértæk vandamál.
|
16.09.2009 |
Forseti tekur á móti hópi grænlenskra skólabarna frá fimm byggðarlögum á Grænlandi sem eru í heimsókn á Íslandi, meðal annars til að læra sund.
|
16.09.2009 |
Forseti á fund með forystumönnum Rauða krossins um hjálparstarf samtakanna á Íslandi, aðstoð við atvinnulausa og aðra þjóðfélagshópa sem og sérstakt átak til að afla sjálfboðaliða sem fram fer um miðjan október.
|
17.09.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Kína á Íslandi, Su Ge, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um hvernig samvinna Íslands og Kína hefur stóraukist á undanförnum árum í kjölfar opinberrar heimsóknar þáverandi forseta Kína Jiang Zemin til Íslands og heimsókna forseta Íslands til Kína á undanförnum árum þar sem hann hefur átt árangursríkar viðræður við forseta Kína Hu Jintao. Þá var lögð áhersla á að þróa áfram nýtingu jarðhita í Kína til að byggja hitaveitur í ýmsum borgum. Einnig var rætt um aðra þætti samvinnu í orkumálum sem og umsvif fjölmargra íslenskra fyrirtækja í Kína; samvinnu á ýmsum sviðum vísinda og tækni svo sem varðandi viðvaranir vegna jarðskjálfta og möguleika á að mennta kínverska flugmenn og flugumferðarstjóra á Íslandi. Mynd
|
17.09.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Hollands á Íslandi, Richard van Rijssen, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um langa sögu samskipta Íslands og Hollands, sem verið hefðu mikil og náin í gegnum aldirnar, sem og þann vanda sem Icesave málið hefur skapað í samskiptum þjóðanna að undanförnu. Fram kom eindreginn vilji til að leysa málið á farsælan hátt og leggja þannig grundvöll að því að löndin geti heils hugar unnið að því að efla samvinnu sína varðandi þróun Evrópu og málefni norðurslóða. Mynd
|
17.09.2009 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Rúmeníu á Íslandi, hr. Alexandru Victor Micula, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um árangurinn af opinberri heimsókn forseta til Rúmeníu haustið 2007 og hve árangursrík starfsemi íslenskra fyrirtækja sem starfað hafa í Rúmeníu hefur verið en þau hafa haldið áfram að eflast þrátt fyrir hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Þessi fyrirtæki starfa á ýmsum sviðum og meðal þeirra er ein stærsta prentsmiðja í Evrópu. Einnig var rætt um samvinnu Íslands og Rúmeníu á vettvangi Evrópumála og innan Atlantshafsbandalagsins. Mynd
|
17.09.2009 |
Forseti flytur ræðu í upphafi stjórnarþings Alþjóða orkuráðsins, World Energy Council. Ráðið er heildarsamtök orkufyrirtækja og orkustofnana á öllum sviðum orkuframleiðslu og er einn mikilvægasti samstarfsvettvangur heims á þessu sviði. Fyrsti dagur stjórnarþingsins er helgaður kynningu á Íslandi, nýtingu orkulinda og framtíðarsýn. Ræða forseta.
|
18.09.2009 |
Forseti afhendir viðurkenningar Lagnafélags Íslands í hátíðlegri athöfn í húsakynnum Grunnskólans á Ísafirði. Viðurkenningar hlutu ýmis fyrirtæki og framkvæmdaaðilar sem unnið hafa að lagnaverki í nýju skólahúsi Grunnskólans þar. Þá veitti forseti einnig Kristjáni Gunnarssyni vélvirkjameistara og Sveini Torfa Sveinssyni verkfræðingi sérstaka viðurkenningu Lagnafélags Íslands fyrir merkt ævistarf á þessu sviði.
|
18.09.2009 |
Forseti á fund ásamt bæjarstjóra Ísafjarðar með fulltrúum ýmissa atvinnugreina, svo sem ferðaþjónustu, iðnaðar og sjávarútvegs um stöðu atvinnulífs á Vestfjörðum og framtíðarhorfur, m.a. um hina miklu aukningu í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og mikinn árangur í þorskeldi.
|
18.09.2009 |
Forseti stýrir ríkisráðsfundi þar sem staðfest eru ýmis lög og aðrar stjórnvaldsákvarðanir.
|
19.09.2009 |
Forseti sækir hátíðarkvöldverð sem haldinn er í lok stjórnarþings Alþjóða orkuráðsins og flytur stutt ávarp. Stjórnarþingið hafa setið áhrifamenn í orkumálum víða að í veröldinni, meðal annars stjórnendur og fulltrúar ýmissa stærstu fyrirtækja á þessum vettvangi.
|
19.09.2009 |
Forseti flytur ávarp og afhendir verðlaun á lokahátíð Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda en nokkur þúsund nemendur í meira en 60 grunnskólum tóku þátt í keppninni. Verðlaunin voru veitt í fimm flokkum: landbúnaður, orka og umhverfi, sjávarútvegur, hugbúnaður, slysavarnir og í almennum flokki.
|
19.09.2009 |
Forseti á fund með dr. Rajendra K. Pachauri, formann loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, IPCC, þar sem rætt var um nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum, framlag íslenskra vísindamanna og tæknigreina til rannsókna og aðgerða víða um heim og hvernig hægt er að efla samstarf Íslands og annarra landa á þessum vettvangi. Í kjölfarið ræddu forseti og dr. Pachauri við íslenska vísindamenn sem unnið hafa að kolefnisbindingu og rannsóknum á jöklum. Að því loknu flutti dr. Pachauri fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands í boði skólans og svaraði fyrirspurnum. Þá sat dr. Pachauri hádegisverð á Bessastöðum með nokkrum fulltrúum þingflokka og íslenskum vísindamönnum og ræddi þvínæst við fjölmiðla. Fréttatilkynning.
|
20.09.2009 |
Forseti afhendir verðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar sem haldin er í Reykjavík. Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn á Bessastöðum að viðstöddu forystufólki úr íslenskri kvikmyndagerð sem og erlendum þátttakendum í kvikmyndahátíðinni. Verðlaunin hlaut leikstjórinn Milos Forman sem hlotið hefur Óskarsverðlaun fyrir myndir sínar.
|
21.09.2009 |
Forseti sendir samúðarkveðjur til forseta Póllands, Lech Kaczyn'ski, vegna hins hræðilega námuslyss sem varð í Slésíu. Samhugur Íslendinga, einkum þúsundanna af pólskum ættum sem búa á Íslandi, er með pólsku þjóðinni á þessum sorgartímum.
|
21.09.2009 |
Forseti heldur til Bandaríkjanna; sjá nánar í fréttatilkynningu.
|
22.09.2009 |
Forseti situr kvöldverð til heiðurs Steven Chu, nýjum orkumálaráðherra Bandaríkjanna og Nóbelsverðlaunahafa í eðlisfræði. Kvöldverðurinn var haldinn á vegum Stofnunar Sameinuðu þjóðanna, United Nations Foundation, og sátu hann ýmsir forystumenn í umhverfis- og orkumálum og áhrifafólk í umræðum um loftslagsbreytingar, svo sem dr. Pachauri sem nýlega flutti fyrirlestur á Íslandi, og Gro Hartlem Brundtland fyrrum forsætisráðherra Noregs sem nú er sérlegur sendimaður framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum. Einnig voru viðstaddir ýmsir aðrir forystumenn Sameinuðu þjóðanna, m.a. Helen Clark fyrrum forsætisráðherra Nýja Sjálands sem nýlega var skipuð framkvæmdastjóri Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Auk þess sóttu kvöldverðinn forystumenn ýmissa almannasamtaka og stjórnendur fyrirtækja.
|
22.09.2009 |
Forseti er viðstaddur setningarathöfn Heimsþings Clintons, fyrrum Bandaríkjaforseta, þar sem Barack Obama flutti setningarræðu. Í aðdraganda athafnarinnar átti forseti Íslands samræður við fjölda þjóðarleiðtoga og annarra áhrifamanna og komu fram hjá þeim mjög vinsamleg viðhorf í garð Íslendinga og bjartsýni á að þjóðin næði sér fljótt á strik á ný.
|
22.09.2009 |
Forseti á fund í New York með hópi bandarískra hagfræðinga og sérfræðinga í alþjóðlegum fjármálamörkuðum þar sem rætt var um þróun mála á Íslandi, stöðu landsins og framtíðarhorfur, um samskiptin við AGS og þá lærdóma sem draga megi af reynslu Íslendinga við endurskoðun laga og regluverks sem gildir um hina alþjóðlegu fjármálamarkaði. Einnig var rætt um þá hugmynd að Ísland gæti á næstu misserum orðið vettvangur fyrir samræður hagfræðinga, sérfræðinga, ýmissa fræðimanna og áhrifafólks í alþjóðlegum fjármálum um þær breytingar sem þarf að hrinda í framkvæmd til að draga úr líkum á að slíkar kreppur endurtaki sig. Fundurinn var boðaður að frumkvæði Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafa í hagrfæði sem nýlega kom til Íslands. Myndir.
|
23.09.2009 |
Forseti flytur ávarp ásamt Joseph Biden varaforseta Bandaríkjanna í fjölmennum kvöldverði sem haldinn var í hátíðarsal bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington. Þar var árangri Íslands á vettvangi hreinnar orku fagnað sérstaklega og forseti ræddi hvernig tæknikunnátta Íslendinga gæti nýst öðrum þjóðum. Í samtali við forseta sagði Biden varaforseti Bandaríkjanna að hann og Obama forseti hefðu nýlega rætt árangur Íslendinga á þessu sviði og þá lærdóma sem af honum mætti draga. Kvöldverðinn sóttu um 300 leiðtogar í bandarísku atvinnulífi og orkumálum, forystumenn verkalýðssamtaka og stjórnendur háskóla og sérfræðistofnana.
|
23.09.2009 |
Forseti á fund í New York með forseta Póllands Lech Kaczyn'ski þar sem forseti þakkaði Pólverjum fyrir einstaka vinsemd og stuðning við Ísland á tímum efnahagslegra erfiðleika. Ákvörðun Pólverja um lán til Íslendinga án nokkurra skilyrða hefði verið einstakur vinargreiði. Þá var rætt um áhuga forseta Póllands á að koma í opinbera heimsókn til Íslands. Forseti Póllands lýsti áhrifum efnahagskreppunnar á Pólverja og hvernig þeim hefði tekist að verjast henni enda bankakerfið ekki mjög alþjóðavætt þegar hún skall á. Þá var einnig fjallað um viðhorf Pólverja til stækkunar Evrópusambandsins. Fundinn sátu einnig Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og embættismenn landanna.
|
23.09.2009 |
Forseti á fund í New York með Václav Klaus forseta Tékklands sem lengi hefur verið áhugamaður um íslensk málefni enda kom hann fyrst til landsins sem fjármálaráðherra fyrir um tuttugu árum. Rætt var um erfiðleika Íslands á undanförnum misserum, horfur á að hagkerfið næði sér á strik á nýjaleik, samskiptin við AGS sem og endurskoðun á ýmsum þeim alþjóðastofnunum sem settar voru á laggirnar á grundvelli valdahlutfalla í veröldinni eftir síðari heimsstyrjöldina. Einnig var vikið að málefnum Evrópusambandsins en Václav Klaus hefur lengi gagnrýnt ýmsa þætti í störfum þess og stefnu. Fundinn sátu einnig Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og embættismenn landanna. Mynd.
|
23.09.2009 |
Forseti á í New York fund með Tarja Halonen forseta Finnlands þar sem rætt var um stöðu mála á Íslandi og þann styrk sem landið sækir í auðlindir sínar og mannafla. Einnig var rætt um samskipti við AGS, samvinnu Norðurlanda og þróun mála á Evrópuvettvangi. Fundinn sátu einnig Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og embættismenn landanna. Mynd.
|
23.09.2009 |
Forseti ræðir við útvarpsstöðina Bloomberg News í morgunþætti stöðvarinnar og var einnig í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar Bloomberg Television. Í báðum þáttunum var fjallað ítarlega um stöðu Íslands og líkur á endurreisn hagkerfisins, tækifæri til nýrrar sókar á grundvelli ríkra auðlinda landsins, samskiptin við AGS og lærdóma sem Ísland, Bandaríkin og önnur lönd geta dregið af hinni alþjóðlegu fjármálakreppu. Þá var forseti í gær í ítarlegu viðtali við sjónvarp- og netmiðilinn Forbes þar sem fjallað var um sama efni en auk þess rætt um nýtingu endurnýjanlegrar orku, hættur á loftslagsbreytingum og hvernig fordæmi Íslands, tæknikunnátta og önnur þekking á vettvangi jarðhitanýtingar getur nýst Bandaríkjunum við breytingar á orkubúskap landsins.
|
24.09.2009 |
Forseti er viðstaddur opnun á nýju skrifstofuhúsnæði sendiráðs Íslands í Washington, klippir ásamt sendiherranum Hjálmari W. Hannessyni á borða í tilefni opnunarinnar og flytur ávarp. Í ávarpi sínu áréttaði forseti mikilvægi samvinnu við Bandaríkin á komandi árum og áratugum. Nýir þættir væru óðum að verða grunnstoðir í slíkri samvinnu, einkum nýting hreinnar orku, vísindi, tækni og rannsóknir og málefni norðurslóða sem og baráttan gegn loftslagsbreytingum. Viðstaddir opnunina voru háttsettir embættismenn frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, margir erlendir sendiherrar í borginni, Íslendingar sem búsettir eru í Bandaríkjunum og aðrir sem tengsl hafa við landið.
|
24.09.2009 |
Forseti tekur þátt í umræðum á leiðtogafundi um orkumál sem haldinn er í Washington en hann sækja leiðtogar í atvinnulífi og orkumálum, forystumenn verkalýðsfélaga, háskóla og rannsóknarstofnana. Með forseta í umræðum voru Ted Turner stofnandi CNN, Tim Wirth stjórnandi Stofnunar Sameinuðu þjóðanna (United Nations Foundation) og Dan E. Arvizu hjá Rannsóknarstofu um græna orku (Renewable Energy Laboratory) í Bandaríkjunum. Forseti lýsti hvernig breytingar hefðu orðið á orkukerfi Íslendinga, þann fjárhagslega ávinning sem þjóðin öll hefði notið af þeim breytingum, meðal ananrs í krafti sparnaðar af innflutningi á olíu sem og hvernig framleiðsla á hreinni orku hefði skapað samvinnu við fjölmörg erlend fyrirtæki, háskóla og rannsóknarstofnanir. Rætt var um hvernig Bandaríkin gætu lært af reynslu Íslendinga og annarra þjóða og hvernig hægt væri að hrinda í framkvæmd grundvallarbreytingum á orkukerfi Bandaríkjanna en þær væru nauðsynlegar ef Bandaríkin ætluðu að halda sessi sínum í efnahagslífi veraldarinnar. Vakið hefur athygli hve miklar breytingar í átt að hreinni orku eru að verða í Kína og skapar þð nýjan grundvöll í hinni alþjóðlegu umræðu. Upptaka frá pallborðsumræðum á fundinum.
|
24.09.2009 |
Forseti á fund með Tom Harkin öldungadeildarþingmanni í Washington þar sem rætt var um aukið samstarf Bandaríkjanna og Íslands á sviði hreinnar orku og tækni sem getur nýst í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Harkin hefur lengi verið baráttumaður fyrir nýrri sýn á loftslagsbreytingar og orkumál og sér fjölmörg tækifæri í auknu samstarfi Bandaríkjanna við Ísland. Hann hefur nýlega tekið við formennsku í heilbrigðisnefnd öldungadeildarinnar sem Edward Kennedy gegndi um árabil. Harkin telur einnig mikilvægt að Bandaríkjamenn nýti sér reynslu Íslendinga og Norðurlandaþjóða í uppbyggingu heilbrigðiskerfis þar sem tryggð sé heilbrigðisþjónusta fyrir alla án tillits til tekna og þjóðfélagsstéttar. Þá átti forseti einnig fund með Lisa Murkowski öldungadeildarþingmanni um aukið samstarf á norðurslóðum, þau tengsl sem myndast hafa milli Alaska og Íslands á undanförnum árum og nauðsyn þess að vísindamenn, sérfræðingar og forystufólk í löndunum sem liggja að norðurskautinu efli samstarf sitt.
|
25.09.2009 |
Forseti flytur lokaræðuna á málþingi Louise Blouin stofnunarinnar um þörfina á nýrri forystu á alþjóðavettvangi. Forseti fjallaði um þá lærdóma sem draga má af reynslu Íslendinga og samspil alþjóðlegrar fjármálakreppu, þarfarinnar á grænni orkubyltingu og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Að lokinni ræðunni sat forseti fyrir svörum hjá Michael Oreskes, ritstjóra Associated Press, þar sem forseti svaraði fjölmörgum spurningum um Ísland og þróunina á alþjóðavettvangi. Vefur stofnunarinnar.
|
25.09.2009 |
Forseti tekur þátt í umræðum á Heimsþingi Clintons, Clinton Global Inititative, um þá lærdóma sem draga má af fjármálakreppunni, ábyrgð markaðsafla gagnvart samfélagi og umhverfi, nýjar reglur sem þurfa að gilda bæði í einstökum löndum og á alþjóðavettvangi og stöðu hins fátækari hluta heims sem að mestu hefur verið utan við það fjármálakerfi sem hefur verið ráðandi á undanförnum árum. Upptökur frá þinginu, þar á meðal af ræðu forseta Íslands.
|
26.09.2009 |
Forseti afhendir Forsetamerki skátahreyfingarinnar við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju. Merkið er veitt fyrir sérstakan árangur í skátastarfi og hlutu það að þessu sinni tuttugu og tveir skátar frá Akranesi, Akureyri, Grundarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Að lokinni athöfn var merkishöfum og fjölskyldum þeirra ásamt forystumönnum skátahreyfingarinnar boðið að þiggja kaffi í Bessastaðastofu.
|
28.09.2009 |
Forseti sækir kynningu á Forvarnardeginum sem fram fór í Háteigsskóla. Auk forseta fluttu ávörp borgarstjórinn í Reykjavík Hanna Bima Kristjánsdóttir, forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson, formaður UMFÍ Helga Guðjónsdóttir, Margrét Tómasdóttir skátahöfðingi, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir aðstoðarforstjóri Actavis. Auk þess voru nemendur og starfsmenn úr Háteigsskóla viðstaddir fundinn og tók skólastjórinn Ásgeir Beinteinsson fyrstur til máls. Forvarnardagurinn fer fram í grunnskólum landsins næstkomandi miðvikudag 30. september. Þar verður sýnt myndband sem flutt var á kynningunni og tillögum og hugmyndum nemenda sem fram koma á deginum verður safnað í heilsteypta greinargerð. Vefsíða Forvarnardagsins.
|
29.09.2009 |
Forseti á fund með Birni Halldórssyni framkvæmdastjóra Sorpu og Einari Vilhjálmssyni markaðsstjóra Metans um framleiðslu á metaneldsneyti á Íslandi og möguleika á að nýta það á þúsundir bifreiða á næstu árum. Slík breyting væri mjög í þágu umhverfisverndar, gjaldeyrissparnaðar og bætts fjárhags heimilanna.
|
30.09.2009 |
Forseti heimsækir á Forvarnardaginn þrjá skóla á Suðurlandi, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla á Selfossi og Grunnskóla Stokkseyrar og Eyrarbakka. Forseti ræddi við nemendur um megináherslur Forvarnardagsins en rannsóknir á undanförnum árum hafa sýnt hvað skilar mestum árangri. Í öllum skólunum tóku nemendur og kennarar á móti forseta fyrir utan skólann og auk þess að ræða um Forvarnardaginn kynnti hann sér kennsluhætti og nýjungar með heimsóknum í kennslustofur. Vefsíða Forvarnardagsins.
|
Október
|
01.10.2009 |
Forseti ræðir við írska sjónvarpsmanninn Max Doyle um hrun bankanna og efnahagskreppuna á Íslandi, viðbrögð þjóðarinnar og grundvöll að endurreisn efnahagslífsins meðal annars í krafti auðlinda, tækni og þekkingar. Þá var rætt um hvaða lærdóma Írland og önnur lönd geta dregið af atburðunum á Íslandi og viðbrögðum við þeim og nauðsyn þess að endurgera á traustan hátt það fjármálakerfi sem þjóðir heims starfa innan.
|
01.10.2009 |
Forseti setur Alþingi. Ræða forseta.
|
01.10.2009 |
Forseti stýrir ríkisráðsfundi á Bessastöðum.
|
01.10.2009 |
Forseti flytur opnunarræðu á norrænni ráðstefnu um sættir og samninga, Nordisk Forum for Megling og Konflikthåntering. Ráðstefnuna sækja fulltrúar frá ýmsum löndum auk Norðurlanda, dómarar, lögfræðingar, félagsráðgjafar, prestar og ýmsir aðrir. Samtökin Sátt skipuleggja ráðstefnuna í samvinnu við stjórn NFM. Ræða forseta
|
02.10.2009 |
Forseti flytur ávarp við opnun írskrar menningarhátíðar í Kópavogi og opnar um leið þrjár sýningar í Gerðarsafni. Tvær þeirra eru frá Þjóðminjasafni Írlands og eru á annari þeirra skinnbátar frá vesturströnd Írlands sem notaðir voru til forna og á hinni veggspjöld frá þriðja fjórðungi síðustu aldar sem ætlað var að laða gesti til þekktra írskra ferðamannastaða. Þriðja sýningin er frá Listasafni Írlands og sýnir grafísk verk listamanna frá ýmsum löndum sem sækja innblástur í nokkur öndvegisverk myndlistar á Írlandi. Ávarp forseta.
|
03.10.2009 |
Forseti sækir fund Félags áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla sem haldinn var í Bessastaðakirkju. Þar voru flutt erindi um stjarnmælingar í Lambhúsum við Bessastaði og veðurathuganir Rasmus Lievog fyrir rúmum 200 árum. Í upphafi flutti forseti stutt ávarp. Þessar stjörnuathuganir og veðurathuganir á fyrri öldum voru liður í alþjóðlegri starfsemi undir forystu Dana og hafa vakið mikla athygli fræðimanna bæði þá og síðar og meðal annars verið notaðar af Geimferðastofnun Bandaríkjanna.
|
05.10.2009 |
Forseti sendir samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar til Susilo Bambang Yudhoyono forseta Indónesíu vegna hamfaranna og hörmunganna sem jarðskjálftarnir í Padang hafa haft í för með sér. Hundruð manna hafa látið lífið og gríðarlegur fjöldi fjölskyldna glímir við afleiðingar jarðskjálftanna. Fréttatilkynning.
|
07.10.2009 |
Forseti á fund með rektor Háskólans í Bergen, Sigmund Grønmo og prófessor Stein Kuhnle um rannsóknir háskólans á vettvangi norðurslóða, bæði varðandi loftslagsbreytingar, stjórnkerfi, mannréttindi og alþjóðlega samvinnu. Rætt var um samstarf Háskólans í Bergen við Rannsóknarþing norðursins en halda á þing þess í Noregi á næsta ári.
|
07.10.2009 |
Forseti flytur opnunarræðu á alþjóðlegu fræðaþingi sem haldið er af Háskólanum í Bergen í Noregi. Fræðaþingið fjallar um framtíð norðurslóða, aukið mikilvægi þeirra á komandi árum og nauðsyn víðtækra rannsókna og stefnumótunar með sérstakri áherslu á tækifæri og hlutverk Norðurlanda. Fréttatilkynning. Ræða forseta.
|
09.10.2009 |
Forseti tekur á móti hópi fólks sem sinnir forvarnarstarfi í nokkrum löndum Evrópu, Rúmeníu, Litháen, Lettlandi og Noregi, ásamt fulltrúum Rannsókna og greiningar við Háskólann í Reykjavík. Rætt var um rannsóknir í þágu forvarnarstarfs sem fram hafa farið á Íslandi og víða í Evrópu innan ramma Youth in Europe verkefnisins. Þá var fjallað um reynsluna af Forvarnardeginum sem haldinn hefur verið fjórum sinnum hér á landi og hvernig borgir og héruð í öðrum löndum gætu hagnýtt sér þá reynslu.
|
10.10.2009 |
Forseti er viðstaddur setningu þings UMFÍ sem fram fer í Reykjanesbæ og flytur ávarp. Í upphafi þingsins var sérstaklega fagnað glæsilegum mótum sem haldin voru á liðnu sumri, bæði landsmótinu á Akureyri og unglingalandsmótinu á Sauðárkróki sem og öðrum mikilvægum þáttum í starfsemi UMFÍ. Ávarp forseta.
|
14.10.2009 |
Forseti tekur á móti og ræðir við fulltrúa á alþjóðlegu þingi um geðheilsu, interRAI Mental Health Conference. Þingið sækja læknar, sérfræðingar og rannsakendur víða að úr veröldinni, auk íslenskra sérfræðinga og annarra starfsmanna í geðheilsumálum.
|
14.10.2009 |
Forseti á fund með sendinefnd sænska þingsins, Riksdagen, sem heimsækir Ísland til að kynna sér stöðu efnahagsmála, lærdómana sem draga má af bankahruninu og framtíðarhorfur í efnahagslífi landsins. Á fundinum röktu sænsku þingmennirnir reynslu Svía af bankakreppunni fyrir tæpum tuttugu árum og hvaða lærdóma þeir hefðu dregið af henni sem og breytingar sem gerðar hefðu verið í kjölfarið. Sendinefndin er undir forystu Per Westerberg forseta sænska þingsins og mun hún auk funda með alþingismönnum hitta ráðherra að máli.
|
14.10.2009 |
Forseti birtir hvatningu í blaði Rauða krossins í tilefni af kynningardögum Rauða krossins þar sem meðal annars er leitað eftir aukinni þátttöku sjálfboðaliða í mikilvægu starfi Rauða krossins á Íslandi. Hvatning forseta.
|
14.10.2009 |
Forseti á fund með lögmanni Færeyja Kaj Leo Johannesen sem heimsækir Ísland. Forseti þakkaði Færeyingum fyrir stuðning í kjölfar bankahrunsins og síðan var rætt um nauðsyn á aukinni samvinnu þjóðanna á komandi árum og áratugum, með hliðsjón af vaxandi vægi norðurslóða, stjórn fiskveiða, nýjum siglingaleiðum og nýtingu orkulinda. Einnig var rætt um samstarf á sviði menntunar og rannsókna og hina sameiginlegu sögu og vináttu Færeyinga og Íslendinga.
|
15.10.2009 |
Forseti tekur þátt í kynningarviku Rauða krossins sem einkum miðar að ölflun sjálfboðaliða. Forseti heimsækir samhæfingar- og stjórnstöð Almannavarna og kynnir sér einnig starfsemi neyðarnefndar Suðurnesjadeildar Rauða krossins og aðstöðu hennar á Keflavíkurflugvelli en Suðurnesjadeildin er meðal þeirra deilda á landinu sem oftast eru kallaðar út og neyðarvarnaskipulag hennar er fyrirmynd að skipulagi Rauðakrossdeilda á öllu landinu.
|
16.10.2009 |
Forseti heimsækir Rauðakrosshúsið í Reykjavík þar sem fram fer margvísleg starfsemi í þágu þeirra sem glíma við erfiðleika og ýmis vandamál. Mikill fjöldi námskeiða er haldinn í húsinu og þar fer fram víðtæk kynningarstarfsemi og fræðsla. Þá heimsótti forseti höfuðstöðvar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og kynntist starfi neyðarnefndar og viðbragðshóps Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Heimsóknirnar voru liður í sérstakri kynningarviku Rauða krossins.
|
16.10.2009 |
Forseti heimsækir Rauðakrossdeildina í Hveragerði og er heimsóknin liður í kynningardögum Rauða krossins sem einkum miða að öflun nýrra sjálfboðaliða. Í heimsókninni fór fram kynning á fjölþættri starfsemi Rauðakrossdeildarinnar auk þess sem farið var yfir þá lærdóma sem dregnir hafa verið af hjálparstarfinu þegar jarðskjálftar urðu við Hveragerði árið 2008. Þá var rætt um sjálfboðaliðaverkefni sem beinast að því að rjúfa félagslega einangrun fólks, aðstoða þá sem eru í atvinnuleit og fangaverkefni Rauðakrossdeildarinnar á Litla-Hrauni. Auk forseta heimsóttu Anna Stefánsdóttir formaður Rauða krossins og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri deildina í Hveragerði. Þau snæddu ásamt forseta hádegisverð með sjálfboðaliðum Hveragerðisdeildarinnar og forystufólki þar sem meðal annars var rætt um reynsluna af sjálfboðaliðastarfi.
|
17.10.2009 |
Forseti setur Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi sem er eitt viðamesta alþjóðlega sundmót sem haldið hefur verið á Íslandi og er liður í starfi heimshreyfingar íþróttasambanda fatlaðra. Auk forseta Íslands var alþjóðaforseti IPC viðstaddur setningarathöfnina en mikill fjöldi fatlaðra íþróttamanna víða að úr Evrópu tekur þátt í mótinu.
|
17.10.2009 |
Forseti flytur ávarp á sérstakri hátíðarathöfn í Svartsengi í tilefni þess að hafin er bygging verksmiðju sem nýtir koltvísýring til að framleiða metanól. Fyrirtækið Carbon Recycling International, sem er samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila, mun byggja verksmiðjuna sem mun marka þáttaskil í endurnýtingu kolefnis og baráttu þjóða heims við loftslagsbreytingar. Í ávarpi sínu gat forseti þess að forystuöfl í fjölmörgum löndum, svo sem Bandaríkjunum, Kína, Indlandi og Miðausturlöndum, fylgdust náið með þessu verkefni. Það væri líka dæmi um hvað íslenskir vísinda- og tæknimenn gætu áorkað í samstarfi við erlenda kunnáttumenn. Verksmiðjan við Svartsengi gæti ásamt kolefnisbindingunni við Hellisheiðarvirkjun orðið mikilvægt framlag Íslendinga til breytingar á orkukerfum heimsins.
|
19.10.2009 |
Forseti á fund með Bernharði Pálssyni prófessor í Bandaríkjuum og stjórnanda stofnunar um kerfislíffræði, Center for Systems Biology, við Háskóla Íslands um þróun líftækni í tengslum við orkunýtingu og orkuframleiðslu meðal annars á grundvelli tenginga við íslensk jarðvarmaver. Bernharð Pálsson hefur um áratugi unnið að rannsóknum í líftækni í Bandaríkjunum og viða um heim.
|
20.10.2009 |
Forseti ræðir við Þórarin Einarsson, áhugamann um þróun hins alþjóðlega fjármálakerfis, um greiningu á orsökum þess vanda sem Ísland og önnur lönd hafa glímt við og um hvort fjármálakreppur kunni að endurtaka sig í framtíðinni.
|
20.10.2009 |
Forseti ræðir við Árna Matthíasson blaðamann um áhrif netvæðingar á fjölmiðla, einkum prentmiðla, bæði hér heima og erlendis. Einnig var rætt um reynsluna af heimasíðu forsetaembættisins.
|
20.10.2009 |
Forseti á fund með Birni Zoëga, forstjóra Landspítala-Háskólasjúkrahúss, um heilbrigðismál.
|
20.10.2009 |
Forseti á fund með Hákoni Gunnarssyni og Davíð Stefánssyni um kortlagningu svonefnds orkugeira á Íslandi í samræmi við alþjóðlega aðferðafræði sem kennd er við Michael Porter, prófessor við Harvardháskóla. Þar verða dregnar saman upplýsingar um alla þá aðila sem vinna að orkumálum á Íslandi, bæði vinnslu, sölu sem og nýsköpun og tækniþróun.
|
21.10.2009 |
Forseti ræðir við Guðmund Björnsson verkfræðing um nauðsyn ítarlegra gagnasafna um norðurslóðir. Slík þekking er grundvöllur umræðna um loftslagsbreytingar, orkunýtingu og siglingar, sem og lífskjör og hag íbúa norðurslóða.
|
21.10.2009 |
Forseti sækir hátíðardagskrá BSRB sem haldin er til heiðurs Ögmundi Jónassyni sem nú lætur af störfum sem formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja eftir um 20 ára feril.
|
21.10.2009 |
Forseti situr fyrir svörum í viðtalsþættinum Spjallið með Sölva sem sjónvarpað er kl. 20:00 í kvöld á Skjá einum.
|
22.10.2009 |
Forseti tekur á móti þátttakendum í MenntoMUN en það er ráðstefna menntaskólanema þar sem þátttakendur gegna hlutverki aðildarríkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og taka til meðferðar ýmis af þeim erfiðu úrlausnarefnum sem Öryggisráðið fjallar um. Staðan í Afganistan er verkefnið í ár. Forseti ræddi um þróun Sameinuðu þjóðanna og mikilvægi þeirra á komandi tímum.
|
22.10.2009 |
Forseti á fund með fulltrúum Marimo Software og Aska Energy um þróun gagnagrunna um hinar ólíku tegundir endurnýjanlegrar orku víða um heim en slíkir gagnagrunnar gætu orðið gott tæki til að efla slíka orkunýtingu víða um veröld.
|
22.10.2009 |
Forseti ræðir við Halldór Jörgensson framkvæmdastjóra Microsoft á Íslandi um þróun íslensks hugbúnaðariðnaðar og möguleika hans á alþjóðavísu, hvernig auka megi samstarf og efla kynningu á þeim lausnum sem þróaðar hafa verið á Íslandi.
|
23.10.2009 |
Forseti á fund með sveitarstjórn Dalabyggðar í Búðardal þar sem rætt var um atvinnumál í byggðarlaginu, þörf fyrir meira húsnæði og nýtingu náttúru og söguslóða til að efla ferðaþjónustu í framtíðinni.
|
23.10.2009 |
Forseti heimsækir kúabúið á Erpsstöðum en þar er nýbyggt og vélvætt fjós, skoðar ísgerð búsins sem vakið hefur athygli á undanförnum mánuðum. Forseti ræðir við heimamenn og kynnir sér áform bændanna um frekari framleiðslu ýmissa mjólkurafurða á bænum. Myndir.
|
23.10.2009 |
Forseti er viðstaddur vígslu Guðrúnarlaugar sem er gerð í stíl við fornar laugar og hlaðin af Guðjóni Kristinssyni hleðslumeistara frá Dröngum. Að loknu ávarpi Gríms Atlasonar sveitarstjóra varpaði forseti steini í laugina og var það til staðfestingar á að hún væri þar með tekin í notkun. Myndir.
|
23.10.2009 |
Forseti heimsækir dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal, ræðir við heimilisfólk og drekkur síðdegiskaffi með því og starfsfólki. Myndir.
|
23.10.2009 |
Forseti flytur setningarræðu á málþingi ungra bænda þar sem rætt var um framtíð íslensks landbúnaðar, tækifæri á fjölmörgum sviðum og hvaða áhrif breytingar í fæðubúskap heimsbyggðarinnar, baráttan gegn loftslagsbreytingum og vaxandi áhersla á fæðuöryggi munu hafa á íslenskan landbúnað á komandi árum. Ræðumenn á málþinginu voru: Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands, Kristín Vala Ragnarsdóttir forstöðumaður umhverfis- og verkfræðisviðs HÍ, Ingibjörg Sigurðardóttir lektor við ferðamálabraut Háskólans á Hólum og Baldvin Jónsson verkefnisstjóri. Fundarstjóri var Ásmundur Einar Daðason alþingismaður. Að málþinginu loknu var haldinn stofnfundur samtaka ungra bænda. Ræða forseta.
|
23.10.2009 |
Forseti ræðir við sýslumanninn í Dalasýslu Áslaugu Þórarinsdóttur um störf sýsluskrifstofunnar, málefni íbúanna sem þar koma til meðferðar og hlutverk sýsluskrifstofunnar í ættleiðingarmálum en hún fer með þau, bæði á Íslandi og gagnvart umheiminum.
|
23.10.2009 |
Forseti heimsækir MS í Búðardal sem framleiðir hina landskunnu Dalaosta, ræðir við starfsfólk og borðar með því hádegisverð og skoðar síðan framleiðsludeildir m.a. nýjan vélakost og geymslu vegna ostagerðar.
|
23.10.2009 |
Forseti heimsækir Auðarskóla í Búðardal, ræðir við nemendur og kennara, skoðar kennslustofur og fylgist með kennslu sem og rokktónleikum sem haldnir voru í skólanum þar sem FM Belfast lék. Myndir.
|
24.10.2009 |
Forseti ræðir við sendinefnd bandarísks jarðhitafyrirtækis sem áhuga hefur á samvinnu við Íslendinga og rekstri gagnavera.
|
24.10.2009 |
Forseti hefur ákveðið að birta hér á heimasíðu forsetaembættisins átta af þeim sautján bréfum sem Rannsóknarnefnd Alþingis fékk send og koma þannig til móts við óskir og umræður í samfélaginu. Þessi bréf eru til manna sem látið hafa af embætti auk tveggja annarra einstaklinga. Hin bréfin níu eru öll til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti. Birting slíkra bréfa fáeinum misserum eða árum eftir að þau voru send væri algjör stefnubreyting í samskiptum Íslands við önnur ríki og ekki í samræmi við þær siðareglur sem gilda í samskiptum ríkja. Forseti telur að hann geti ekki einn og sér tekið ákvörðun um slíka stefnubreytingu. Hún yrði að vera niðurstaða af breiðu samkomulagi íslenskra stjórnvalda. Greinargerð og bréf.
|
28.10.2009 |
Forseti ræðir við bandaríska tónskáldið Gerald Shapiro og Guðmund Emilsson tónlistarmann um þróun íslenskrar tónlistar, flutning á verkum íslenskra tónskálda og samstarf á því sviði.
|
29.10.2009 |
Forseti ræðir við Gunnar Smára Egilsson og Helga Hermannsson um skipulag á þjóðfélagslegri samræðu og aðferðir sem hægt er að beita til að virkja sem flesta til þátttöku.
|
29.10.2009 |
Forseti tekur á móti hópi þátttakenda í Hringsjá sem skipuleggur náms- og starfsendurhæfingu fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Vefur Hringsjár.
|
30.10.2009 |
Forseti á fund með Halldóri B. Runólfssyni safnstjóra Listasafns Íslands um hvernig hægt sé að tryggja að sérsöfn einstaklinga og annarra séu varðveitt á Íslandi og samstarf opinberra aðila um það verkefni. Þá var rætt um hið merka safn Péturs Arasonar sem er stærsta safn um nútímalist á Íslandi og með merkari slíkum einkasöfnum í Evrópu.
|
31.10.2009 |
Forseti opnar sýningu á verkum Svavars Guðnasonar sem haldin er í Listasafni Íslands í tilefni af því að á þessu ári eru hundrað ár liðin frá fæðingu listamannsins. Ávarp forseta.
|
Nóvember
|
03.11.2009 |
Forseti á fund með Kristínu Völu Ragnarsdóttur sviðsstjóra náttúruvísinda- og verkfræðisviðs Háskóla Íslands um nýjar áherslur í jarðvegsrannsóknum, einkum í tengslum við baráttuna gegn loftslagsbreytingum, sem og vísindasamvinnu Íslands og annarra landa.
|
03.11.2009 |
Forseti á fund með Árna Gunnarssyni um heilsuþorp á Flúðum, möguleika á að tengja saman heitar lindir og heilbrigðisþjónustu.
|
03.11.2009 |
Forseti birtir hugleiðingu í þemaheftinu Árið 1918 sem Námsgagnastofnun gefur út. Hugleiðingin ber heitið Reynslusjóður og veganesti. Þemaheftið er ætlað unglingastigi í skólum landsins og fylgja því kennsluleiðbeiningar frá Námsgagnastofnun. Hugleiðing.
|
04.11.2009 |
Forseti afhendir verðlaun á hátíð Íslensku markaðsverðlaunanna 2009. Markaðsmaður ársins var valinn Hermann Guðmundsson forstjóri N1. Markaðsfyrirtæki ársins var valið Nova, en auk þess voru tilnefnd CCP, N1 og Vodafone. Forseti flutti ávarp við athöfnina þar sem hann áréttaði nauðsyn þess að haldið væri til haga þeim fjölþætta árangri sem einkenndi nú fyrirtæki í fjölmörgum greinum og í öllum landshlutum. Mikilvægt væri að missa ekki sjónar á hinu jákvæða og árangursríka um leið og menn gerðu sér grein fyrir erfiðleikum og vanda bæði þjóðarbús og heimila.
|
05.11.2009 |
Forseti flytur opnunarræðu á alþjóðlegri ráðstefnu læknanema þar sem fjallað er um mikilvægi vatns og áhrif vatnsskorts á útbreiðslu ýmissa sjúkdóma. Á ráðstefnunni er einnig fjallað um jafningjafræðslu læknanema sem og skipulagningu og framkvæmd sjálfboðastarfs.
|
05.11.2009 |
Forseti afhendir verðlaun JC hreyfingarinnar sem bera heitið Framúrskarandi ungir Íslendingar. Verðlaunin eru veitt þeim sem skarað hafa fram úr á ýmsum sviðum og hlutu þau í ár Guðjón Már Guðjónsson fyrir frumkvöðlastarf á sviði viðskipta og tækni og Páll Óskar Hjálmtýsson fyrir störf á sviði tónlistar og menningar og Völundur Snær Völundarson fyrir kynningu á íslenskum matarhefðum og frumkvæði í matargerð þar sem íslensk náttúra og hráefni eru fléttuð saman.
|
05.11.2009 |
Forseti ræðir við sendinefnd frá International Finance Corporation, alþjóðlegum fjárfestingasjóði sem er hluti af Alþjóðabankanum (World Bank Group), og fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur um nýtingu jarðhita í Djíbútí en alþjóðlegur áhugi er á því verkefni enda gæti það orðið til þess að Djíbútí verði fyrsta land Afríku sem fyrst og fremst byggir efnahagslíf sitt á hreinni orku.
|
06.11.2009 |
Forseti tekur þátt í söfnun Landsbjargar en hún fer fram til styrktar slysavörnum og björgunarstarfi í landinu.
|
07.11.2009 |
Forseti á fund með sendiherra Indlands Sivaraman Swaminathan og sendinefnd frá Thermax tækni- og orkufyrirtækinu á Indlandi ásamt fulltrúum Reykjavik Geothermal um jarðhitaverkefni á Indlandi og möguleika landsins til að nýta sér þá tækni og reynslu sem þróuð hefur verið á Íslandi.
|
07.11.2009 |
Forseti afhendir verðlaun þeim grunnskólanemendum sem sigruðu í ratleik Forvarnardagsins en hann fór fram í grunnskólum landsins í lok september. Sigurvegararnir koma frá Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík, Grunnskóla Bolungarvíkur og Nesskóla í Neskaupstað. Myndir
|
10.11.2009 |
Forseti á fund með fulltrúum Alþjóða vatnsorkusambandsins (International Hydropower Association) og Alþjóða jarðhitasambandsins (International Geothermal Association) um samstarf alþjóðlegra samtaka á sviði hreinnar orku en þau hafa verið að efla tengsl sín innan vébanda International Renewable Energy Alliance, REN. Rætt var um hvernig slíkt samtarf getur stuðlað að aukinni hlutdeild hreinnar orku í orkubúskap einstakra landa og heimshluta, og orðið öflugt framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Alþjóða vatnsorkusambandið hélt þing sitt á Íslandi síðastliðið sumar.
|
11.11.2009 |
Forseti á fund með Guðna A. Jóhannessyni orkumálastjóra og samstarfsmönnum hans um verkefni á sviði orkumála, nýtingu jarðhita, Drekasvæðið og ráðstefnu um orkumál sem haldin verður í Bandaríkjunum á næstunni.
|
11.11.2009 |
Forseti ræðir við séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest sem færði forseta að gjöf nýja minningabók sína, sem ber heitið Hjartsláttur.
|
11.11.2009 |
Forseti tekur á móti hópi nemenda í stjórnmálafræði við Menntaskóla Borgarfjarðar og ræðir við þá um stjórnskipun Íslands, verkefni forsetaembættisins og þróun lýðræðis.
|
12.11.2009 |
Forseti sækir styrktartónleika BUGL, Barna- og unglingageðdeildar LHS, sem fram fóru í Grafarvogskirkju. Tónleikarnir voru skipulagðir af Lionsklúbbunum Fjörgyn og Fold. Fjölmargir tónlistarmenn komu fram til styrktar BUGL. Lionshreyfingin hefur á undanförnum árum styrkt starf Barna- og unglingageðdeildarinnar með slíkum tónleikum.
|
12.11.2009 |
Forseti á fund með Guðmundi Björnssyni verkfræðingi um þróun gagnabanka um norðurslóðir. Slíkir gagnabankar hafa verið settir saman um einstök lönd og héruð og eru mikilvæg tæki við ákvarðanatöku og skipulega nýtingu landkosta og auðlinda. Verkefnið gæti orðið samvinnuverkefni sérfræðistofnana á norðurslóðum.
|
12.11.2009 |
Forseti á fund með Halldóri Þórarinssyni um opnun sérstaks síldarminjasafns í Finnlandi sem helgað yrði mikilvægi síldarinnar í lífsháttum og matargerð Finna, einkum með tilliti til þess hve íslensk síld hefur skipað ríkulegan sess í Finnlandi.
|
12.11.2009 |
Forseti ræðir við áhugamenn um upplýsta umræðu um tækifæri Íslendinga á komandi árum og þátttöku innlendra og erlendra sérfræðinga í slíkri samræðu.
|
12.11.2009 |
Forseti ræðir við fulltrúa indverska fyrirtækisins Reva og íslenska fyrirtækisins Northern Light sem gert hafa samning um innflutning á 100 rafmagnsbílum til Íslands. Á fundinum var einnig sendiherra Indlands á Íslandi Sivaraman Swaminathan. Rætt var um samvinnu landanna á þessu sviði en hún gæti auðveldað Íslandi að verða meðal fyrstu landa í veröldinni með bílaumferð knúna á vistvænan hátt.
|
13.11.2009 |
Forseti á fund með bandaríska Nóbelsverðlaunahafanum dr. Louis Ignarro og Jóni Óttari Ragnarssyni um þróun heilbrigðismála, mikilvægi breyttra neysluvenja og hreyfingar fyrir bætta lýðheilsu þjóða, árangur sem samtök almennings hafa náð á Íslandi í baráttunni við fjölmarga sjúkdóma, meðal annars berkla, hjartasjúkdóma og krabbamein. Þá var og rætt um breytingar á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og kosti hins norræna módels í heilbrigðismálum.
|
14.11.2009 |
Forseti sækir afmælishátíð Indlandsvinafélagsins. Í ávarpi sínu ræddi forseti um þá þróun sem orðið hefur í samskiptum Íslands og Indlands frá upphafsárum félagsins til okkar daga, kynni sín af Indlandi og þau áhrif sem návígi við indverska menningu og þjóðlíf getur skapað. Í lokin vék forseti að vaxandi áhrifum Indlands á heimsvísu.
|
15.11.2009 |
Forseti sækir tískusýningu fataiðnaðardeildar Tækniskólans sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardal. Sýningin er liður í Unglist, listahátíð ungs fólks, sem staðið hefur yfir undanfarna daga. Fjöldi ungra hönnuða sýndi verk sín.
|
16.11.2009 |
Forseti á fund með Gissuri Guðmundssyni, forseta Heimssamtaka matreiðslumeistara, World Association of Chefs Societies og stjórnarmanninum Helga Einarssyni. Íslendingar voru kosnir til forystu í þessum heimssamtökum á liðnu ári og kynntu þeir forseta árangurinn af störfum þeirra, sem meðal annars felur í sér víðtæka kynningu á íslenskri matargerðarlist, hráefni og kunnáttu íslenskra matreiðslumanna. Gissur Guðmundsson verður forseti samtakanna næstu árin og skipar ásamt öðrum Íslendingum stjórn þeirra.
|
21.11.2009 |
Forseti á fund í Abu Dhabi með Helene Pelosse, framkvæmdastjóra IRENA, Alþjóðastofnunar um endurnýjanlega orku. Fjallað var um reynslu og þekkingu á nýtingu hreinnar orku sem Íslendingar geta látið öðrum þjóðum í té. Þá var einnig rætt um þróun hinnar nýju stofnunar og samstarf hennar við alþjóðleg samtök hinna ýmsu greina hreinnar orku sem eru vatnsorka, jarðhitaorka, vindorka, sólarorka og lífræn orka.
|
21.11.2009 |
Forseti hittir tvo íslenska nema sem stunda framhaldsnám við hinn nýstofnaða Masdar háskóla en hann var settur var á fót í samvinnu við bandaríska háskólann MIT. Allur náms- og dvalarkostnaður íslensku stúdentanna er greiddur af Masdar sem bauð forseta Íslands á liðnu ári að hlutast til um að íslenskir námsmenn kæmu til háskólanáms í Abu Dhabi. Nú hefur verið ákveðið að bjóði fleiri Íslendingum að stunda nám við Masdar háskólann.
|
22.11.2009 |
Forseti á fund með sveit íslenskra sérfræðinga sem starfa að jarðhitaverkefni í Abu Dhabi á vegum ráðgjafafyrirtækisins Reykjavik Geothermal. Fyrirtækið vinnur nú að undirbúningi borana eftir jarðhita á borgarsvæðinu, en ætlunin er að nýta jarðhita til að knýja loftkælingu borgarinnar.
|
22.11.2009 |
Forseti ræðir við dr. Pachauri, formann Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC, í tengslum við dómnefndarfund í Abu Dhabi. Rætt var um samstarfsverkefni íslenska vísindasamfélagsins og TERI stofnunarinnar á Indlandi, m.a. rannsóknir á jöklum í Himalajafjöllum og hugsanlega nýtingu jarðhita á Indlandi. Áformað er að efna til sérstakra málþinga um þessi efni.
|
22.11.2009 |
Forseti situr fund dómnefndar Zayed orkuverðlaunanna (Zayed Future Energy Prize) en þau eru meðal veglegustu verðlauna veraldar, veitt fyrir nýjungar og forystu á vettvangi hreinnar orku. Fundurinn er haldinn í Abu Dhabi enda eru verðlaunin kennd við fyrrum leiðtoga landsins. Þau verða afhent á Heimsþingi um orkumál framtíðar (World Future Energy Summit) sem haldið verður í Abu Dhabi dagana 18.-21. janúar næstkomandi.
|
23.11.2009 |
Forseti á fund með þjóðarleiðtoga Abu Dhabi sem lýsir sérstakri ánægju með störf íslenskra sérfræðinga, verkfræðinga og vísindamanna þar í landi. Miklar vonir séu bundnar við jarðhitaboranir í hinni nýju Masdarborg en árangur þeirra skipti sköpum fyrir vistvænan grundvöll hennar. Í viðræðunum var áréttuð nauðsyn þess að komið væri til móts við kröfur ungrar kynslóðar um sívaxandi áherslu á vernd umhverfisins. Abu Dhabi hefði ríkan vilja til efla samstarf sitt við Ísland á sviði umhverfismála, vistvænnar orku og vísinda- og tækniþekkingar. Myndir frá ferð forseta til Abu Dhabi.
|
23.11.2009 |
Forseti ræðir við starfsmenn íslensku verkfræðistofunnar Eflu en verkfræðingar og tæknifræðingar á hennar vegum vinna nú við byggingu nýs álvers í Abu Dhabi, EMAL, sem verður meðal stærstu álvera heims. Eflumenn nýta sér á þessum vettvangi reynslu og þekkingu sem þeir hafa aflað sér á Íslandi á undanförnum árum.
|
23.11.2009 |
Forseti heimsækir byggingarsvæði hinnar væntanlegu Masdarborgar sem ætlað er að verða fyrsta mengunarlausa borg veraldar. Útblástur koltvísýrings verður enginn og allur úrgangur endurunninn. Forseti skoðaði fyrirhugað borsvæði þar sem búið er að reisa undirstöður borsins en áformað er að hefja boranir í leit að jarðhita í næsta mánuði. Að sögn fulltrúa Reykjavik Geothermal verða þetta fyrstu jarðhitaboranirnar í þessum heimshluta. Einnig skoðaði forseti rannsóknar- og háskólabyggingar sem eru að rísa á svæðinu en hinir íslensku námsmenn við Masdarháskólann munu taka til starfa í þessum byggingum snemma á næsta ári
|
25.11.2009 |
Forseti á fund með fulltrúum alþjóðasamtaka um endurnýjanlega orku, IREA, um aukið starf samtakanna á alþjóðavettvangi en í heimsókn forseta til Abu Dhabi var meðal annars rætt um samvinnu samtakanna við hina nýju IRENA stofnun sem og við Masdar, bæði í tengslum við heimsþingið World Future Energy Summit sem haldið er í Abu Dhabi og háskólann og rannsóknarstofnanir sem settar verða á fót í hinni nýju Masdarborg.
|
27.11.2009 |
Forseti afhendir Starfsmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn í húsakynnum BSRB. Verðlaunin eru á vegum Starfsmenntaráðs. Verðlaunin hlutu, í flokki fyrirtækja Securitas, í flokki skóla og fræðsluaðila Iðan fræðslusetur og í flokki félagssamtaka Stjórnvísi. Forseti flutti ávarp við athöfnina og lagði áherslu á aukið mikilvægi starfsmenntunar, bæði nú þegar glímt er við vaxandi atvinnuleysi og eins á komandi árum og áratugum þegar flestar starfsgreinar munu taka miklum stakkaskiptum.
|
27.11.2009 |
Forseti á fund með sendiherra Ástralíu á Íslandi, frú Sharyn Minahan, sem senn lætur af störfum. Rætt var um aukna samvinnu Íslands og Ástralíu á sviði jarðhitanýtingar en nýr samningur um það efni skapar grundvöll fyrir margvísleg verkefni. Einnig var fjallað um reynslu Íslendinga af landgræðslu og baráttu við auðnir landsins en Ástralir glíma við hliðstæð vandamál. Mikil breyting hefur orðið á viðhorfi Ástrala til baráttunnar við loftslagsbreytingar en sú ríkisstjórn sem komst til valda í kjölfar siðustu þingkosninga í landinu hefur gert baráttuna gegn loftslagsbreytingum og nýtingu hreinnar orku að forgangsverkefni.
|
28.11.2009 |
Forseti flytur ávarp á afmælisfundi Þjóðræknisfélags Íslendinga sem haldinn er í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Þjóðræknisfélagið hefur sinnt samskiptum við fólk af íslenskum ættum í Bandaríkjunum og Kanada og fluttu sendimenn þessara ríkja á Íslandi sérstakar kveðjur á samkomunni. Atli Ásmundsson ræðismaður í Winnipeg lýsti fjölþættu starfi sem fram fer í Kanada og flutt var dagskrá í minningu Stephans G. Stephanssonar auk þess sem Gísli Pálsson prófessor flutti erindi um mannfræði Vesturíslendinga. Einnig gerði Caleum Vatnsdal grein fyrir listahátíð ungs fólks Núna Now sem undanfarin ár hefur leitt saman ungt listafólk af íslenskum ættum bæði frá Íslandi og Vesturheimi.
|
30.11.2009 |
Forseti sækir fyrirlestur Helga Björnssonar prófessors og tekur við eintaki af nýju og veglegu riti hans um jökla á Íslandi. Í stuttum ávarpsorðum lét forseti í ljósi þá ósk að ritið kæmi fljótlega út á ensku eða öðrum alþjóðlegum málum svo heimurinn hefði greiðan aðgang að þessari merku samantekt á rannsóknum íslenskra vísindamanna á undanförnum áratugum.
|
30.11.2009 |
Forseti á fund með Sturlu Sigurjónssyni sem senn tekur við starfi sendiherra Íslands í Danmörku. Rætt var um samvinnu landanna og ýmis verkefni sem tengjast sameiginlegri menningu og sögu sem og samskipti Íslands við þau lönd önnur sem tilheyra umdæmi sendiherrans.
|
30.11.2009 |
Forseti ræðir við Frey Eyjólfsson dagskrárgerðarmann á Morgunvakt Ríkisútvarpsins. Viðtalið verður flutt 1. desember og fjallar um eðli fullveldis, stöðu þjóðarinnar og framtíðarhorfur. Frétt um viðtalið á vef RÚV. Hljóðupptaka á vef RÚV.
|
Desember
|
01.12.2009 |
Forseti heldur móttöku til heiðurs Alþingi í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember.
|
01.12.2009 |
Forseti tekur á móti forystusveit stúdenta og stjórnendum háskólanna í landinu í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember.
|
01.12.2009 |
Forseti flytur ávarp á hátíð stúdenta við Háskóla Íslands á fullveldisdaginn 1. desember.
|
03.12.2009 |
Forseti afhendir Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins í Salnum í Kópavogi. Verðlaunin eru veitt einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og samtökum sem lagt hafa mikið af mörkum í þágu fatlaðra og velferðarmála, þjálfunar og endurhæfingar öryrkja. Forseti flutti stutt ávarp við athöfnina þar sem hann þakkaði Öryrkjabandalaginu fyrir ötula baráttu þess á undanförnum árum og fagnaði víðtækri samstöðu meðal þjóðarinnar um að varðveita velferðarþjónustuna þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífi.
|
06.12.2009 |
Forseti á fund í Vínarborg með Kandeh K. Yumkella, framkvæmdastjóra UNIDO, Iðnþróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum var rætt um árangur og þekkingu Íslendinga á sviði hreinnar orkunýtingar, hvernig sú tækni og reynsla getur nýst þróunarríkjunum í baráttu þeirra við fátækt og fyrir efnahagslegum framförum. Yumkella bauð forseta að sækja þing UNIDO í Vínarborg.
|
07.12.2009 |
Forseti flytur ræðu við setningu þings Iðnþróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNIDO, sem haldið er í Vínarborg. Kandeh K. Yumkella framkvæmdastjóri UNIDO bauð forseta Íslands að sækja þingið og kynna árangur og þekkingu Íslendinga á sviði hreinnar orkunýtingar, hvernig sú tækni og reynsla getur nýst þróunarríkjunum í baráttu þeirra við fátækt og fyrir efnahagslegum framförum. Þingið sækja fulltrúar um 170 ríkja, meðal annars forsætisráðherrar Keníu og Tansaníu, en í þeim löndum eru verulegar jarðhitaauðlindir, sem og ráðherrar margra annarra ríkja, stjórnendur ríkjabandalaga í Afríku og Asíu og fulltrúar ýmissa alþjóðastofnana. Fréttatilkynning. Ræða forseta. Myndir
|
08.12.2009 |
Forseti sækir jólatónleika Hvítasunnukirkjunar Fíladelfíu en á hverju ári eru tónleikarnir liður í fjársöfnun í þágu samhjálpar.
|
09.12.2009 |
Kveikt er á jólatrjám við Bessastaðastofu með þátttöku barna úr Krakkakoti, Holtakoti og Álftanesskóla. Mynd
|
10.12.2009 |
Forseti heimsækir Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Wooster Ohio (Ohio Agricultural Research and Development Center). Stofnunin er hluti af Ohioháskóla, fjölmennasta háskóla Bandaríkjanna. Forseti átti viðræður við prófessora og vísindamenn stofnunarinnar og skoðaði hið víðfeðma athafnasvæði hennar þar sem fram fara margvíslegar gróður- og búskaparrannsóknir. Forseti flutti einnig fyrirlestur í boði rannsóknarstofnunarinnar og háskólans. Fyrirlesturinn bar heitið Soil as the New Soldier in Fighting Climate Change: Iceland’s Lessons for World Sustainability og sóttu hann um 500 vísindamenn, rannsakendur og stúdentar. Í fyrirlestrinum fjallaði forseti um loftslagsbreytingar, bráðnun jökla og árangur af landgræðslu og gróðurvernd á Íslandi, svo og hvaða lærdóma hún felur í sér fyrir aðrar þjóðir. Fyrirlestur forseta.
|
10.12.2009 |
Forseti situr samræðukvöldverð með ýmsum forystumönnum The Ohio State University í Columbus þar sem rætt er um framtíð háskóla í alþjóðasamfélaginu og hlutverk þeirra í glímu þjóða við aðkallandi vanda, loftslagsbreytingar, góðureyðingu og fleira.
|
11.12.2009 |
Forseti flytur fyrirlestur í boði Alþjóðaráðs Columbusborgar (Columbus Council of World Affairs) og fjallaði hann um loftslagsbreytingar, nýtingu hreinnar orku, reynslu Íslendinga og möguleika Bandaríkjanna til að virkja jarðhita. Fyrirlesturinn bar heitið The Future of Climate Change: Economic Growth through Energy Transformation og sótti hann mikill fjöldi áhrifamanna úr fræðasamfélagi og viðskiptalífi Ohio. Fyrirlestur forseta.
|
13.12.2009 |
Ríkisháskólinn í Ohio, fjölmennasti háskóli Bandaríkjanna, gerir forseta að heiðursdoktor við hátíðlega athöfn í Columbus. Honum er veittur þessi heiður fyrir framlag hans til alþjóðasamfélagsins og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum, fyrir að efla samstarf vísindamanna og fræðastofnana á vettvangi umhverfismála og nýtingar náttúruauðlinda og stuðla þannig að launsum á brýnum vandamálum veraldar. Athöfnin fór fram á hátíðarsamkomu háskólans og sóttu hana um fimmtán þúsund manns: prófessorar, kennarar og starfslið háskólans, útskriftarnemendur og fjölskyldur þeirra. Myndir.
|
15.12.2009 |
Forseti tekur við bókinni Ræktun fólks og foldar sem fjallar um ævisögu Runólfs Sveinssonar sandgræðslustjóra og konu hans Valgerðar Halldórsdóttur en í bókinni er að finna ítarlega lýsingu á baráttunni fyrir landgræðslu, fræðilegum rannsóknum og breyttum búskaparháttum. Höfundur bókarinnar er Friðrik G. Olgeirsson sem einnig skrifaði bókina Sáðmenn sandanna um sögu landgræðslu á Íslandi. Myndir
|
16.12.2009 |
Forseti á fund með Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara um þróun tónlistarlífs, eflingu söngmennta og framtíðarverkefni en Kristján hefur undanfarið kennt efnilegum íslenskum söngvurum.
|
16.12.2009 |
Forseti á fund með Kristínu Árnadóttur sem senn tekur við starfi sendiherra Íslands í Kína um samvinnu landanna og margvísleg samstarfsverkefni.
|
17.12.2009 |
Forseti ræðir við Jakob Möller, sérfræðing í mannréttindamálum, um afmælisrit til heiðurs prófessor Guðmundi Alfreðssyni sem lengi hefur verið í forystu mannréttindarannsókna á alþjóðavettvangi.
|
17.12.2009 |
Forseti ræðir við fulltrúa Brahma Kumaris um starfsemi hreyfingarinnar á Íslandi og á Indlandi en hún hefur um árabil rekið öfluga starfsemi á Íslandi.
|
18.12.2009 |
Forseti er viðstaddur úthlutun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins en verðlaunin hlaut í ár Linda Vilhjálmsdóttir skáld.
|
19.12.2009 |
Forseti á fund með Dagfinni Sveinbjörnssyni um rannsóknarverkefni á Indlandi, sem einkum tengjast vatnabúskap, jöklum og jarðvegsþróun í Himalajafjöllum.
|
21.12.2009 |
Forseti á fund með fulltrúum ýmissa íslenskra arkitektastofa um hvernig reynsla við hönnun húsa, hverfa og bæja á Íslandi á undanförnum áratugum getur nýst í öðrum löndum, einkum með tilliti til húsagerðar þar sem byggt er á nýtingu hreinnar orku og þar sem taka þarf tillit til síbreytilegra veðurskilyrða.
|
21.12.2009 |
Forseti á fund með Kristínu Árnadóttur sem senn tekur við embætti sendiherra Íslands í ýmsum löndum í Asíu, svo sem Víetnam, Suður-Kóreu, Taílandi, svo og í Ástralíu. Rætt var um samskpti Íslands við þessi ríki og margvísleg samstarfsverkefni.
|
22.12.2009 |
Forseti á fund með Guðmundi Björnssyni og Kristni Guðmundssyni, stjórnendum Samsýnar, um kortlagningu norðurslóða, landkosta, auðlinda og náttúrueinkenna en Samsýn hefur sérhæft sig í kortlagningu slíkra landkosta.
|
29.12.2009 |
Forseti er viðstaddur afhendingu verðlauna úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright en athöfnin fór fram í Þjóðminjasafninu. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Höskuldur Þráinsson fyrir rannsóknir sínar í málvísindum og á íslenskri tungu. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag í vísindum.
|
31.12.2009 |
Forseti staðfestir á ríkisráðsfundi ýmis lög og stjórnarathafnir sem afgreidd höfðu verið utan ríkisráðs. Þá lýsti forseti yfir, þegar fjármálaráðherra gerði tillögu um staðfestingu svonefndra Icesavelaga, að hann myndi ekki taka afstöðu til tillögunnar á þessum fundi þar eð aðeins um hálfur sólarhringur væri liðinn frá því Alþingi samþykkti málið og gefin hefðu verið fyrirheit um að forseti tæki við undirskriftum sem safnað hefur verið að undanförnu. Þá hefði forseti einnig hlýtt á ummæli alþingismanna við afgreiðslu málsins.
|