Veftré Print page English

Ýmsir atburðir úr dagskrá forseta


Hér birtist skrá yfir ýmsa atburði í dagskrá forseta en auk þeirra sem hér eru nefndir er fjöldi annarra þátta sem ekki eru tilgreindir,  t.d. fundir með ráðherrum og embættismönnum, fulltrúum fyrirtækja og samtaka og fjölmörgum einstaklingum með margvísleg erindi og erlendum gestum sem til Íslands koma. Þá sækir forsetinn jafnframt fjölda menningarviðburða sem ekki eru raktir hér, s.s. leiksýningar, myndlistarsýningar, tónleika og aðra mannfagnaði.

Árið 2000



Janúar
01.01.2000   Nýársávarp forseta Íslands.Ensk þýðing

01.01.2000   11 Íslendingar sæmdir hinni íslensku fálkaorðu á Bessastöðum. Fréttatilkynning

01.01.2000   Nýársmóttaka forseta Íslands á Bessastöðum

04.01.2000 Jólatrésfagnaður á Bessastöðum
06.01.2000   Kristnihátíð: messa í Seltjarnarneskirkju

06.01.2000   Fundur með Árna Gunnarssyni og írskum rithöfundi á Bessastöðum

18.01.2000  

Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf:

sendiherra Slóvakíu, hr. Andrej Sokolik;

sendiherra Namibíu, hr. Wilbard Manique Shihepo

18.01.2000   Fundur með sendiherra Japans, hr. Tadakiyo Nomura

20.01.2000   Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaun námsmanna á Bessastöðum

21.01.2000   Fundur með Þorsteini Gunnarssyni, rektor Háskólans á Akureyri, um stjórnarfund NRF í Osló

26.01.2000   Fundur á Bessastöðum með sr. Kristni Ágústi Friðfinnssyni sóknarpresti, í Sandvíkurprestakalli

27.01.2000   Forseti heimsækir Hjúkrunarheimilið Eir

28.01.2000   Setningarávarp forseta á ráðstefnunni „Þekking – Stjórnun - Árangur”

28.01.2000   Móttaka á Bessastöðum í tilefni af upphafi menningarborgarárs í Reykjavík

29.01.2000   Forseti opnar formlega vísindavefinn „Vísindi í lífinu” í Odda, Háskóla Íslands

30.01.2000   Hátíðarkvöldverður forsætisráðherra fyrir Kristnihátíðarnefnd í Ráðherrabústaðnum

Febrúar

03.02.2000   Fundur með forsvarsmönnum flugfélagsins Atlanta á Bessastöðum

06.02.2000   Félag íslenskra leikskólakennara 50 ára. Hátíðarsamkoma í Borgarleikhúsinu

07.02.2000   Viðtal við kanadískan blaðamann, Sonya Procenko, á Bessastöðum

07.02.2000   Viðtal við blaðamann frá European Business Report á Bessastöðum

07.02.2000   Fundur með ræðismanni Íslands í Minneapolis, Erni Arnar, á Bessastöðum

07.02.2000   Forseti Íslands afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 1999 á Bessastöðum

08.02.2000   Sendiherra Frakklands, hr. Louis Bardollet, afhendir trúnaðarbréf

08.02.2000   Fundur með séra Geir Waage vegna fyrirhugaðrar Reykholtshátíðar

09.02.2000   Fundur með Árni Johnsen alþingismanni vegna fyrirhugaðra hátíðarhalda í Vestmannaeyjum

10.02.2000   Blaðamaður frá hollenska dagblaðinu „Nederlands Dagblad”, Herman Veenhof, tekur viðtal við forseta á Bessastöðum

10.02.2000   Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og leikari til fundar við forseta á Bessastaði

11.02.2000   Hátíðarkvöldverður á Bessastöðum til heiðurs ríkisstjórn Íslands og erlendum sendiherrum

12.02.2000   Afmælishátíð í Smáranum í Kópavogi á hálfrar aldar afmæli Íþróttafélagsins Breiðabliks. Forseti opnar sögusýningu félagsins með ávarpi

12.02.2000   Forseti opnar sögusýningu í Gerðubergi í tilefni af 40 ára afmæli Félags heyrnalausra

13.02.2000   Forseti viðstaddur athöfn er Örn Arnar afhendir Stofnun Árna Magnússonar Edduhandrit að gjöf

15.02.2000   Fundur með Guðmundi Emilssyni hljómsveitarstjóra á Bessastöðum

15.02.2000  

Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf:

sendiherra Slóveníu, hr. Andrej Logar;

sendiherra Bangladesh, hr. Mozurul Alam;

sendiherra Austurríkis, dr. Helmut Wessely

15.02.2000   Barnabörn Jóhannesar Guðmundssonar afhenda forseta mynd af minnisvarða í Dýrafirði

16.02.2000   Ræðismaður Sevilla á Spáni, Manuel Coronil og frú Ásdís Coronil, eiga fund með forseta á Bessastöðum

16.02.2000   Fundur með forsvarsmanni Pallas Athena Thor verkefnisins, Jóhanni Kristjánssyni á Bessastöðum

18.02.2000   Hátíðarkvöldverður á Bessastöðum til heiðurs íslenskum embættismönnum

19.02.2000   Vígsla íþróttahallarinnar á Reykjanesi

21.02.2000   David Wilson, ræðismaður í Manchester, hittir forseta á Bessastöðum

22.02.2000   Fundur með Guðmundi Emilssyni, Atla Heimi Sveinssyni, Steinari Berg og Friðþjófi Sigurðssyni á Bessastöðum

25.02.2000   Forseti viðstaddur setningu ráðstefnu á Hótel Loftleiðum í tilefni af 20 ára afmæli Umhyggju

25.02.2000   Hátíðarkvöldverður í boði Alþingis á Hótel Sögu

26.02.2000   Liðsmenn verkefnisins Pallas Athena Thor koma til Bessastaða

29.02.2000   Útsýnisflug yfir gossvæðið í Heklu

Mars
01.03.2000   Fundur með formanni Útflutningsráðs, Páli Sigurjónssyni

01.03.2000   Forseti flytur ávarp við opnun sýningarinnar „Stefnumót við íslenska sagnahefð” í Þjóðarbókhlöðu

03.03.2000   Dr. Danzon, svæðisstjóri WHO í Evrópu, heilbrigðisráðherra og landbúnaðarráðherra sitja hádegisverð á Bessastöðum

04.03.2000   Forseti flytur ávarp við vígslu Hestamiðstöðvar Íshesta að Sörlaskeiði.

04.03.2000   Forseti situr ráðstefnu Samtaka mannræktar í Smáraskóla: „Getur skólinn gert nemendur bæði góða og fróða?”

05.03.2000   Forseti viðstaddur alþjóðlegt frjálsíþróttamót í Laugardalshöll

05.03.2000   Ræða forseta við messu á Kristnihátíð í íþróttahúsinu við Varmá í Mosfellsbæ

09.03.2000   Fundur með sendiherra Finnlands, Tom Söderman, á Bessastöðum

09.03.2000   Fundur með Ólafi K. Ólafssyni, sýslumanni í Stykkishólmi

09.03.2000   Námsmenn frá Franklin College í Sviss hitta forseta á Bessastöðum

10.03.2000   Heimsókn í höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar

17.03.2000   Fundur með Bjarna Stefánssyni sýslumanni á Hólmavík

21.03.2000   Upplestrarkeppni grunnskóla Hafnarfjarðar og Álftanesskóla í Hafnarborg

24.03.2000   Setningarávarp forseta á þingi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Vetraríþróttahátíð á Akureyri

25.03.2000   Ávarp forseta við vígslu Skautahallar á Akureyri

28.03.2000   Forseti heimsækir Námsgagnastofnun

31.03.2000   Forseti heimsækir höfuðstöðvar Krabbameinsfélagsins

31.03.2000   Forseti heimsækir Blóðbankann og afhendir viðurkenningarskjöl

Apríl
02.04.2000   Ræða forseta á Kristnihátíð í Reykjanesbæ

03.04.2000   Fundur forseta með Sigurði Helgasyni og Steini Loga Björnssyni frá Flugleiðum og Skúla Mogensen frá Oz

03.04.2000   Fundur með forsvarsmönnum Landssambands fatlaðra

04.04.2000   Fundur með Sveini Einarssyni og Hörpu Björnsdóttur frá Listahátíð í Reykjavík

04.04.2000  

Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf:

sendiherra Jórdaníu, hr. Timoor Daghistani;

sendiherra Malasíu, hr Dato' Syeed Sultan bin Seni Pakir;

sendiherra Japans, Toshiaki Tanabe

04.04.2000   Kvöldverður til heiðurs Nitin Desai, varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna

05.04.2000   Fréttamenn frá ríkissjónvarpinu í St. Pierre et Miquelon taka viðtal við forseta á Bessastöðum

06.04-07.04.2000   Opinber heimsókn forseta í Rangárvallasýslu

06.04.2000   Sýslumaður Rangæinga, Friðjón Guðröðarson, og héraðsráðsmenn tóku á móti forseta og fylgdarliði á sýslumörkum. Heimsókn í leikskólann Örk á Hvolsvelli og Hvolsskóla þar sem Unnar Þór Böðvarsson skólastjóri, nemendur og starfsfólk kynntu starfsemi skólans. Í Sláturfélagi Suðurlands tók Steinþór Skúlason á móti forseta. Þaðan var haldið í Sögusetrið þar sem Arthúr Björgvin Bollason kynnti Njálusýningu og starfsemi setursins. Frá Hvolsvelli var haldið að Skógum og Byggðasafnið skoðað undir leiðsögn Þórðar Tómassonar safnvarðar og Sverris Magnússonar. Hjónin Ólafur Eggertsson og Guðný Jónína Valberg tóku á móti forseta og fylgdarliði að Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og sögðu frá fjölþættum búskap sínum. Í Teigi tóku Jens Jóhannsson og Auður Ágústsdóttir á móti forseta og kynntu sauðfjárræktun sína. Séra Önundur Björnsson tók á móti forseta og fylgdarliði að Breiðabólsstað í Fljótshlíð og sagði frá kirkjunni. Þaðan var haldið aftur til Hvolsvallar og dvalarheimilið Kirkjuhvoll heimsótt

07.04.2000   Fyrsti viðkomustaður var Oddi á Rangárvöllum þar sem séra Sigurður Jónsson leiddi gesti til kirkju og stýrði bænastund. Frá Odda lá leiðin í Oddhól þar sem Sigurbjörn Bárðarson og Fríða Steinarsdóttir kynntu hrossabúskap sinn og knapar sýndu listir sínar í reiðhöll. Á Hellu var fyrst haldið í leikskólann Heklukot og þaðan í grunnskólann þar sem Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri sýndi skólann ásamt nemendum og öðru starfsfólki. Að Laugalandi í Holtum var heimsóttur leikskóli og síðan Laugalandsskóli þar sem snæddur var hádegisverður með nemendum og starfsfólki. Í Þykkvabæ var kartöfluverksmiðjan heimsótt og síðan haldið aftur til Hellu. Þar sýndi Einar Brynjólfsson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar, aðstöðu og kynnti starfsemi sveitarinnar ásamt öðrum meðlimum hennar. Ragnar Pálsson framkvæmdastjóri kynnti starfsemi Glerverkmiðjunnar Samverks og síðan var haldið að Gunnarsholti á Rangárvöllum. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og annað starfsfólk kynnti starfsemi landgræðslunnar og sýndi fræverkunarstöð. Frá Gunnarsholti var enn haldið til Hellu og dvalarheimilið Lundur heimsótt. Opinberri heimsókn forseta til Rangárvallasýslu lauk með fjölskylduhátíð í Íþróttahúsinu á Hellu þar sem forseti flutti ávarp og afhenti Hvatningu til ungra Íslendinga

08.04.2000   Forseti afhendir dróttskátum Forsetamerki í Bessastaðakirkju. Kaffi að lokinni athöfn í Bessastaðastofu

10.04.2000   Opnun ljósmyndasýningar í Þjóðarbókhlöðu í tilefni af 60 ára afmæli utanríkisþjónustunnar

10.04.2000   Forseti viðstaddur opnunarhátíð íshokkímóts í Skautahöllinni í Laugardal

11.04.2000   Fundur með sendiherra Írlands, James Sharkey

11.04.2000   Sendiherra Finnlands, Timo H. Koponen, afhendir trúnaðarbréf

12.04.2000   Ársfundur RANNÍS á Hótel Loftleiðum

13.04.2000   Fundur með Ragnari G. Nordahl

13.04.2000   Ávarp forseta í samkomu Össurar hf. í tilefni af kaupum á bandaríska fyrirtækinu Flex-Foot.

14.04.2000   Forseti flytur opnunarávarp Chihuly-glerlistasýningar sem er til minningar um frú Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur á Kjarvalsstöðum

15.-16.04.2000   Forseti í Danmörku

15.04.2000   Hátíðarhöld í tilefni af sextugsafmæli Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Hátíðarsýning í Konunglega leikhúsinu

16.04.2000   Hátíðarhöld í Kaupmannahöfn í tilefni af afmæli drottningar. Hátíðarkvöldverður í Amalienborgarhöll

17.04.-18.04.2000   Forseti í Luxemborg

17.04.2000   Kurteisisheimsókn til Stórhertogans í Luxemborg

18.04.2000   Forseti flytur ávarp við opnun Kaupþing Bank í Luxemborg

19.04.2000   Forseti við formlega opnun Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu

20.04.2000   Hátíðarsamkoma í Þjóðleikhúsinu í tilefni af hálfrar aldar afmæli hússins

20.04.2000   Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu formlega tekið í notkun

20.04.2000   Forseti við Skátamessu í Hallgrímskirkju á sumardeginum fyrsta

25.04.2000   Forseti afhendir umhverfisviðurkenningu Landverndar í Iðnó

26.04.-07.05.2000   Forseti í Bandaríkjunum

26.04.2000   Forseti kemur til Washington. Fundur með Tom Harkin öldungardeildarþingmanni.

27.04.2000   Morgunverðarfundur með Charles Cobb fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Formleg opnun sýningarinnar „Vikings: The North Atlantic Saga” í Náttúruvísindasafni Smithsonian þjóðarsafnsins, en allir þjóðhöfðingjar Norðurlanda eru verndarar sýningarinnar. Auk forseta Íslands eru viðstaddir opnunina Tarja Halonen forseti Finnlands, Haraldur V Noregskonungur, Victoria krónprinsessa Svíþjóðar og Joachim Danaprins. Hádegisverður í Smithsonian kastalanum. Forseti á fundi með öldungardeildarþingmönnum í þinghúsinu. Hátíðarmóttaka í Smithsonian safninu í tilefni af opnun víkingasýningarinnar

28.04.2000   Heimsókn í höfuðstöðvar Special Olympics og fundur með Eunice Kennedy-Shriver, Timothy Shriver og Sargent Shriver ásamt öðrum forystumönnum samtakanna. Hádegisverður í Hvíta húsinu í boði William Clinton, forseta Bandaríkjanna, og frú Hillary Rodham Clinton

Maí
01.05.2000   Fundur forseta og John Mroz frá EastWest Institute í New York. Viðtal við forseta í útvarpsþættinum „The World” á BBC stöðinni.

02.05.2000   Fundur með Susan Beresford hjá Ford Foundation. Hádegisverðarfundur með Ólafi Jóhanni Ólafssyni og Walter Isacsson, ritstjóra Time Magazine. Fundur með Vartan Gregorian hjá Carnegie Corporation. Móttaka á vegum EastWest stofnunarinnar og hátíðarkvöldverður í kjölfarið

03.05.2000   Forseti fer frá New York til Los Angeles. Kvöldverður ræðismannshjónanna Sigurjóns Sighvatssonar og Sigríðar Þórisdóttur til heiðurs forseta Íslands

04.05.2000   Heimsókn á ritstjórn Los Angeles Times. Heimsókn í höfuðstöðvar Palomar Pictures þar sem Sigurjón Sighvatsson tók á móti forseta og kvikmyndaver Warner Brothers þar sem Ólafur Jóhann Ólafsson var leiðsögumaður. Forseti og fylgdarlið heimsóttu einnig veitingastaðinn Northwood Restaurant ásamt Magnúsi Gústafssyni, framkvæmdastjóra Coldwater Seafood Corporation sem veitti staðnum viðurkenningu fyrir framreiðslu á íslenskum sjávarafurðum. Opnun íslenskrar kvikmyndahátíðar í Egyptian Theater, en fyrsta mynd hátíðarinnar var Englar alheimsins eftir Friðrik Þór Friðriksson og Einar Má Guðmundsson. Í kjölfarið buðu íslensku ræðismannshjónin til móttöku

05.05.2000   Hádegisverðarfundur í Íslensk-ameríska verslunarráðinu. Ávarp. Forseti viðstaddur undirritun á viðskiptasamningi milli X-18 og New York Transit. Heimsókn í verslanir sem kynna og selja íslenska iðnaðar- og matvælaframleiðslu

06.05.2000   Íslendingahátíð í California Lutheran University Park þar sem Hafdís Stefánsdóttir, forseti Íslendingafélagsins í Los Angeles, tók á móti forseta og fylgdarliði. Íslenskir listamenn fluttu fjölþætta dagskrá

07.05.2000   Heimferð forseta frá Bandaríkjunum

09.05.2000   Fundur með sendiherra Chile, hr. Manuel Atria Rawlings

09.05.2000   Fundur með Svavari Gestssyni sendiherra

09.05.2000   Forseti í viðtal við Bob Edwards, umsjónarmann Morning Edition á National Public Radio í Bandaríkjunum

11.05.-12.05.2000   Forseti Póllands, Aleksander Kwasniewski, í opinberri heimsókn á Íslandi. Dagskrá

11.05.2000   Opinber móttökuathöfn á Bessastöðum. Fundur forseta Íslands og forseta Póllands. Blaðamannafundur forsetanna. Heimsókn í Alþingi, fundur með fulltrúum stjórnmálaflokka í utanríkismálanefnd. Ávarp Halldórs Blöndal forseta þingsins. Viðskiptastefna í Húsi verslunarinnar. Dagskrá í Höfða. Heimsókn í Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Hátíðarkvöldverður forseta Íslands til heiðurs forseta Póllands. Ávarp forseta Íslands. Ávarpið á pólsku
12.05.2000   Heimsókn í Granda. Fundur forseta Póllands og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Heimsókn í Listasafn Íslands. Ferð til Þingvalla: gróðursetning í Vinaskógi, gengið niður Almannagjá, hádegisverður forsætisráðherra til heiðurs forseta Póllands, dagskrá á Nesjavöllum. Fyrirlestur forseta Póllands í boði Háskóla Íslands. Móttaka forseta Póllands á Hótel Sögu. Opinberri heimsókn lýkur

13.05.2000   Nýsköpunarkeppni grunnskólanema. Forseti Íslands afhendir verðlaun í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi

13.05.2000   Fundur forseta og Brian Black

15.05.2000   Fundur forseta og Friðjóns Þórðarsonar, fyrrverandi ráðherra

16.05.2000   Afhending Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum

16.05.2000   Fundur með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Raymond Kendall, aðalritara Interpol

18.05.2000   Fundur forseta og Jay Witzel, forseta Radisson-SAS hótelkeðjunnar

19.05.2000   Fundur í Kiwanishúsinu með heimsforseta Kiwanishreyfingarinnar, Eyjólfi Sigurðssyni

19.05.2000   Ávarp forseta á hátíð í Perlunni í tilefni af 70 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi

26.-27.05.2000   Opinber heimsókn konungs Jórdaníu, Abdullah II og Rania drottningar . Dagskrá

26.05.2000   Opinber móttökuathöfn á Bessastöðum. Fundur Jórdaníukonungs og forseta Íslands. Blaðamannafundur. Heimsókn í höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar. Kynningarfundur með sendiherrum erlendra ríkja á Hótel Sögu. Hátíðarkvöldverður forseta Íslands til heiðurs jórdönsku konungshjónunum. Ávarp forseta

27.05.2000   Kynning á starfsemi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Heimsókn í Bláa lónið. Brottför konungshjóna.

28.05.-29.05.2000   Forseti Íslands í Kanada

28.05.2000   Haldið til University of Alberta. Fyrirlestur forseta: The North: New Challenges for Creative Research. Spurningar og svör. Móttaka í Alumni House í háskólanum

29.05.2000   Dagskrá í háskólanum. Heimsóknir í einstakar deildir. Fyrirlestur forseta fyrir alþjóðlega nemendur skólans: „Iceland and the Role of Small States in the 21st Century”. Heimferð forseta

Júní
03.06.2000   Forseti viðstaddur opnun Geysisstofu í Haukadal

04.06.2000   Norræn öldrunarfræðiráðstefna sett í Húsnæði Vatnsveitunnar, Gvendarbrunnum. Ávarp

04.06.2000   Sjómannadagurinn á Akureyri. Ávarp forseta

05.06.2000   Fundur með sendiherra Egyptalands

05.06.2000   Fundur með Vigni Jóhannssyni, formanni Sambands íslenskra myndlistarmanna

09.06.2000   Fundur með varaforsætisráðherra Kína, Ding Guangen, á Bessastöðum

09.06.2000   Fundur með Guðmundi Alfreðssyni

10.06.2000   Forseti ávarpar málþing barna um heimspeki í Háskólabíói

11.06.2000   Ræða forseta á Kristnihátíð í Odda á Rangárvöllum

14.06.2000   Fundur með Omar S. Kittmitto frá Palestinian General Delegation á Bessastöðum

14.06.2000   Fundur með biskup Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni

14.06.2000   Forseti við setningu norrænnar tryggingaráðstefnu í Háskólabíói

15.06.2000   Forseti hittir erlenda blaðamenn sem eru í heimsókn á Íslandi á vegum RÚV

16.06.2000   Fundur með Benedikte Thorsteinsson frá Grænlandi á Bessastöðum

16.06.2000   Einar Þorsteinsson, forstjóri Íslandspósts, afhendir forseta fyrsta íslenska myntbréfið á Bessastöðum

16.06.2000   Fundur með John Maddison, fráfarandi sendiherra Evrópusambandsins á Bessastöðum

16.06.2000   Setningarávarp forseta á Borgfirðingahátíð á Hótel Borgarnesi

17.06.2000   Þjóðhátíðardagur Íslendinga. Athöfn á Austurvelli. Guðsþjónusta í Dómkirkjunni

17.06.2000   14 Íslendingar sæmdir hinni íslensku fálkaorðu á Bessastöðum, fréttatilkynning

17.06.2000   Forseti flytur hátíðarræðu á þjóðhátíðarsamkomu á Hrafnseyri við Arnarfjörð

18.06.2000   Setning þings norrænna augnlækna í Borgarleikhúsinu

18.06.2000   Vígsla Grafarvogskirkju

19.06.2000   Fundur með Jóhannesi Kristjánssyni frá Pallas-Athena-Thor

20.06.2000   Fundur með Karl-Heinz Hornhues prófessor frá Þýskalandi

21.06.2000   Setningarávarp forseta á Leiklistarhátíð Bandalags íslenskra leikfélaga á Akureyri

21.06.2000   Forseti hittir kínverska ríkissaksóknarann

22.06.2000   Setning norræns rannsóknarþings sjúkraþjálfara á Grand Hóteli. Forsetinn er verndari þingsins og viðstaddur setninguna

25.06.2000   Ávarp forseta á hátíð undir Jökli að Laugabrekku við afhjúpun listaverksins „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku”

26.06-27.06.2000   Forseti Íslands í Belgíu

26.06.2000   Fyrirlestur forseta í höfuðstöðvum OECD: Challenges for the Social Sciences in the New Millennium. Umræður og fyrirspurnir

30.06.2000   Prestastefnan. Móttaka á Bessastöðum

30.06.2000   Sendiherra Grikklands, hr. John Boukaouris, afhendir trúnaðarbréf

30.06.2000   Fundur með sendiherra Tyrklands, hr. Osman Taney Korutürk. Fundur með sendiherra Kúveit

30.06.2000   Ríkisráðsfundur á Bessastöðum

Júlí
01.07.2000   Sendinefnd frá Páfagarði á fund með forseta á Bessastöðum

02.07.2000   Kristnihátíð á Þingvöllum og hátíðarfundur Alþingis. Ræða forseta. Ensk þýðing

03.07.2000   Formleg opnun sýningar frá Utah í Bandaríkjunum í Vesturfarasetrinu á Hofsósi

04.07.2000   Um 100 Vestur-Íslendingar frá Utah hitta forseta á Bessastöðum

04.07.2000   Setningarávarp forseta á Landsmóti íslenskra hestamanna og þátttaka í hópreið umhverfis Rauðavatn

04.07.2000   Forseti viðstaddur vígslu á kapellu í kirkju Jesú Krists

05.07.2000   Dr. José Ramos Horta, Nóbelsverðlaunahafi frá Austur-Timor, á fund með forseta á Bessastöðum

05.07.2000   Forseti hittir þátttakendur í Snorraverkefninu á Bessastöðum (ungmenni frá Kanada og Bandaríkjunum)

06.07.2000   Fundur á Bessastöðum með P.B. Martin kaþólskum presti og Jónasi Þórissyni frá Hjálparstarfi kirkjunnar

06.07.2000   Forseti hittir norræna ráðstefnugesti á ráðstefnu UFN samtaka norrænna félagsmiðstöðva á Bessastöðum

10.07.2000   Forseti afhendir styrki fyrir hönd Skógarsjóðsins á Bessastöðum

10.07.2000   Prófessor Bernd Henningsen frá Þýskalandi hittir forseta á Bessastöðum

11.07.-12.07.2000   Opinber heimsókn í Strandasýslu. Dagskrá

11.07.2000   Strandasýsla. Móttaka við sýslumörk á Holtavörðuheiði. Komið við í símstöðinni í Brú, endurbætur á Riis-húsi á Borðeyri skoðaðar, heimsókn í grunnskólann á Borðeyri og í kirkjuna á Prestbakka. Kaupfélagið á Óspakseyri skoðað, hrútasýning á bænum Húsavík. Grunnskólinn á Hólmavík heimsóttur, stutt athöfn í Hólmavíkurkirkju, öldrunardeild heilbrigðisstofnunar Hólmavíkur skoðuð og nýbygging lögreglu- og slökkvistöðvar heimsótt. Galdrasýningin á Hólmavík skoðuð. Fjölskyldusamkoma í félagsheimilinu á Hólmavík. Ávarp forseta. Hvatning til ungra Íslendinga
12.07.2000   Morgunstund í kirkjunni á Stað. Grunnskólinn á Drangsnesi heimsóttur og myndlistarsýning Iðunnar Ágústsdóttur og Lúkasar Kárasonar skoðuð. Gvendarlaug að Laugarhóli skoðuð og stutt áning í Kaldbaksvík. Í Djúpuvík var gengið um gömlu síldarverksmiðjuna og boðið upp á kaffi á Hótel Djúpavík. Komið við á Gjögri. Í Árnesi voru skoðaðar kirkjurnar og handverkshúsið og minjasafnið heimsótt. Komið við í Krossneslaug. Fjölskyldusamkoma í samkomuhúsinu í Árnesi. Ávarp forseta. Hvatning til ungra Íslendinga

14.07.2000   Ávarp forseta á stofnfundi PATH

14.07.-18.07.2000   Forseti Íslands á Grænlandi

14.07.2000   Forseti heldur frá Reykjavík til Narsarsuaq á Grænlandi. Gisting í skipi Danadrottningar, Dannebrog. Móttaka Danadrottningar í Dannebrog

15.07.2000   Siglt frá Narsarsuaq til Qassiarsuk. Koma víkingaskipsins Íslendings. Ávarp borgarstjóra Narsaq. Formleg opnun víkingadaga. Ávarp forseta Íslands. Ræðan á dönsku. Ræðan á ensku. Afhjúpun styttu Leifs heppna, gjafar Leif Eriksson International Foundation í Seattle í Bandaríkjunum. Sigling til Narsarsuaq

16.07.2000   Haldið til Qassiarsuk. Vígsla á bæ Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkju. Sigling til Narsarsuaq. Hátíðarkvöldverður Jonathans Motzfeldt, formanns grænlensku heimastjórnarinnar, til heiðurs dönsku konungshjónunum og forseta Íslands. Ræða forseta Íslands. Ræðan á dönsku. Ræðan á ensku

17.07.2000   Hátíðarhöld vegna 1000 ára afmælis kristni á Grænlandi haldin í Igaliku (Brattahlíð). Guðsþjónusta. Skoðunarferðir. Heimferð forseta til Íslands

18.07.2000   Fundur með Dr. Christoph Zöpel, varautanríkisráðherra Þýskalands, á Bessastöðum

19.07.2000   Fundur með fulltrúum Eiríksstaðanefndar, Sigurði Rúnari Friðjónssyni, Friðjóni Þórðarsyni og Einari Mathiesen á Bessastöðum

19.07.2000   Barnakór frá Lúxemborg hittir forseta á Bessastöðum

19.07.2000   Cornelio Sommaruga, fv. framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins, sæmdur stórriddarakrossi með stjörnu

22.07.2000   Forseti flytur ávarp hátíð í tilefni af 50 ára afmæli Húsavíkurkaupstaðar

23.07.2000   Setningarhátíð vímuvarnaverkefnisins Loftskipið á svæði Stjörnunnar í Garðabæ. Forseti verndari verkefnisins og flytur ávarp

24.07.2000   Áhöfn danska konungsskipsins Dannebrog til Bessastaða

24.07.2000   Jón Sigurður Guðmundsson ræðismaður Íslands í Kentucky í Bandaríkjunum hittir forseta á Bessastöðum

25.07.2000   Fundur með Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra Akureyrar

28.07.-31.07.2000   Haraldur V Noregskonungur og Sonia drottning í heimsókn á Íslandi

28.07.2000   Norsku konungshjónin koma til Íslands. Hátíðarkvöldverður forseta Íslands til heiðurs norsku konungshjónunum. Ávarp. Norsk þýðing

29.07.2000   Heimsókn í Þjóðmenningarhúsið. Leiðsögn um sýningar í höndum Gísla Sigurðssonar. Ferð í Borgarfjörð, leiðsögumaður Vésteinn Ólason forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Hádegisverður í Bifröst. Í Reykholti tóku Geir Waage sóknarprestur og Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, á móti gestum. Formleg vígsla Snorrastofu í Reykholti og dagskrá í kirkju. Ræða forseta. Norsk þýðing. Leiksýning frá Moster í Noregi. Gönguferð um Reykholtsstað. Kvöldverður Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra til heiðurs hinum konunglegu gestum og forseta Íslands. Brottför frá Reykholti. Heimsókn að Borg á Mýrum og leiðsögn Hlyns Árnasonar sóknarprests.

30.07.2000   Brottför frá Reykjavík til Vestmannaeyja. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri og Árni Johnsen alþingismaður tóku á móti gestum ásamt öðrum forystumönnum Vestmannaeyinga. Ökuferð um nýja hraunið. Hádegisverður í boði bæjarstjórnar. Haldið að stafkirkjunni nýju á Skansinum. Vígsla kirkjunnar. Útihátíð. Sigling með hina konunglegu gesti og forseta umhverfis Heimaey og til úteyja. Brottför til Reykjavíkur.

31.07.2000   Norsku konungshjónin halda heimleiðis

Ágúst
01.08.2000   Embættistaka forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar. Athöfn í Dómkirkjunni, gengið yfir í Alþingishúsið þar sem embættistakan fer fram. Innsetningarræða forseta Íslands. Ensk þýðing

02.08.2000   Setning ráðstefnu norrænu tæknifrjóvgunarsamtakanna í Ráðhúsinu

03.08-09.08.2000   Opinber heimsókn forseta Íslands til Kanada

03.08.2000   Forseti kemur til Winnipeg í Kanada

04.08.2000   Kynningarfundur vegna útgáfu bókar Guðjóns Arngrímssonar um Nýja Ísland á ensku. Opinber móttökuathöfn við þinghús Manitobafylkis í Winnipeg. Ávörp Adrienne Clarkson landstjóra og forseta Íslands. Heimsókn í þinghúsið. Fundur forseta og landstjóra Kanada. Forseti leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar við þinghúsið. Karlakór Reykjavíkur syngur. Fundur forseta og Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba. Hádegisverður forsætisráðherra Manitoba til heiðurs forseta Íslands. Hringborðsumræður í höfuðstöðvum Aikins, MacAulay og Thorvaldson lögfræðistofunnar um varðveislu íslenskrar menningararfleifðar í Kanada. Fundur forseta og Peter M. Liba, ríkisstjóra Manitoba. Forseti sæmir Vestur-Íslendinga hinni íslensku fálkaorðu. Hátíðarkvöldverður landstjóra Kanada til heiðurs forseta Íslands. Ræða forseta Íslands. Frönsk þýðing

05.08.2000   Brottför áleiðis til Vancouver. Hádegisverður Garde B. Gardom, ríkisstjóra British Columbia, til heiðurs forseta Íslands. Heimsókn í Cypress Provincial Park. Fundur forseta og David Anderson, umhverfisráðherra Kanada. Kvöldverður umhverfisráðherra til heiðurs forseta Íslands.

06.08.2000   Sigling um Vancouver höfnina. Hringborðsumræður um varðveislu íslenskrar menningararfleifðar í Kanada. Heimsókn í Iceland House. Forseti vígir Icelandic Settlers Garden. Brottför til Winnipeg.

07.08.2000   Brottför frá Winnipeg til Gimli. Heimsókn í Betel elliheimilið. Hádegisverður helgaður Fjallkonunni. Heimsókn á hátíðarslóðir í Gimli. Opinber dagskrá við upphaf Íslendingadagsins. Ræða forseta Íslands. Heimsókn til Willow Point. Brottför frá Gimli til Winnipeg.

08.08.2000   Brottför frá Winnipeg til Halifax. Heimsókn í höfuðstöðvar Icelandair í Halifax. Heimsókn í Pier 21 (landtökuskrifstofur). Kynning á Íslendingafélaginu í Nova Scotia. Kvöldverður Bernard J. Boudreau, forseta þingsins, til heiðurs forseta Íslands. Ræða forseta Íslands.

09.08.2000   Heimsókn í Bedford Institute of Oceanography í Dartmouth. Fundur með ritstjórn Halifax Chronicle Herald. Heimsókn í Halifax Citadel. Fundur með Gordon Balser ráðherra efnahagslegrar þróunar í Kanada. Hádegisverður Gordon Balser, ráðherra til heiðurs forseta Íslands. Fundur með ferðamálaráði Nova Scotia. Heimsókn í Ocean Nutrition miðstöðina. Kvöldverður Walter Fitzgerald, borgarstjóra í Halifax, til heiðurs forseta Íslands. Ræða forseta Íslands. Heimför forseta frá Kanada.

11.08.2000   Hádegisverðarfundur með Catherine Bigalow kvikmyndaleikstjóra og Sigurjóni Sighvatssyni kvikmyndaframleiðanda

12.08.2000   Vígsluhátíð bæjar Eiríks rauða á Eiríksstöðum í Haukadal. Afhjúpun styttu Nínu Sæmundsson af Leifi heppna. Ávarp

15.08.2000   Fundur með Þorsteini Gunnarssyni rektor, Þórleifi Stefáni Björnssyni og Jóni Hauki Ingimundarsyni frá Háskólanum á Akureyri um Northern Research Forum

17.08.2000   Fundur með alþjóðaforseta Lionshreyfingarinnar og yfirmanni íslensku Lionshreyfingarinnar

21.08.2000   Setning ráðstefnu um heimskautasvæðin á Mars í Háskólabíói

23.08.2000   Um 60 breskir unglingar sem eru á ferð um Ísland hitta forseta á Bessastöðum

24.08.2000   40 blaðamenn staddir á Íslandi á vegum Ford Motors eiga fund með forseta á Bessastöðum

25.08.2000   Kórinn Raddir Evrópu, kórstjórar og Arvo Pärt tónskáld hitta forseta á Bessastöðum

25.08.2000   Ráðstefnugestur á norrænni ráðstefnu formanna löggiltra endurskoðenda hitta forseta á Bessastöðum

25.08.2000   Símafundur með Hahn forsætisráðherra í Nova Scotia

26.08.2000   Ávarp forseta við vígslu Minjasafns og Flugminjasafns Egils Ólafssonar að Hnjóti í Örlygshöfn

28.08.2000   Mærsk MacKinney Möller athafnamaður, Ove Hornby formaður Chastine og AP Möller sjóðsins og Lars-Erik Brenöe frá AP Möller eiga fund með forseta á Bessastöðum

29.08.-01.09.2000   Forseti Íslands í Hannover og Cuxhaven í Þýskalandi

29.08.2000   Forseti kemur á sýningarsvæði EXPO 2000 í Hannover. Ferðakynning Flugleiða og Bláa lónsins í skála Íslands. Kvöldverður sendiherra Íslands í Þýskalandi til heiðurs forseta Íslands

30.08.2000   Þjóðardagur Íslendinga í heimssýningunni EXPO 2000. Forseti flytur ávarp á þýsku. Ávarp á íslensku Heimsókn að þýska skálanum. Heimsókn í íslenska skálann. Hádegisverður í boði heilbrigðisráðherra Þýskalands, frú Fischer. Brottför af sýningarsvæði að Ráðhúsi Hannover þar sem borgarstjóri Hannover tekur á móti forseta og fylgdarliði. Sýning Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki. Kvöldverður menntamálaráðherra Björns Bjarnasonar til heiðurs íslenskum listamönnum.

31.08.2000   Gengið um sýningarsvæðið. Málþing íslenskra orkufyrirtækja í íslenska skálanum.



September
01.09.2000   Flogið til Cuxhaven. Fundur með borgarstjóra Cuxhaven, Helmut Heyne. Heimsókn til DFFU (Deutsche Fischfang Union) sem er í eigu Samherja. Finnbogi Baldvinsson framkvæmdastjóri kynnir starfsemi félagsins. Baldur Guðnason framkvæmdastjóri Samskipa í Þýskalandi kynnir starfsemi félagsins. Hádegisverður í boði borgarstjóra Cuxhaven. Skoðunarferð um borgina

02.09.2000   Fundur á Bessastöðum með Li Peng, forseta kínverska þingsins

02.09.2000   Þátttakendur í ráðstefnu Stofnunar Sigurðar Nordals um miðlun menningararfs hitta forseta á Bessastöðum

03.09.2000   Fundur á Bessastöðum með Wolfgang Thierse, forseta neðri deildar þýska þingsins

03.09.-05.09.2000   Opinber heimsókn Valdas Adamkus, forseta Litháens. Dagskrá

03.09.2000   Opinber móttökuathöfn á Bessastöðum. Hátíðarkvöldverður forseta Íslands á Bessastöðum til heiðurs forseta. Ávarp forseta. Litháensk þýðing

04.09.2000   Fundur forseta Litháens og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Brottför frá Reykjavík til Selfoss. Heimsókn í Fjölbrautaskólann á Selfossi. Kynning á starfsemi jarðskjálftadeildar Háskóla Íslands. Heimsókn í Mjólkurbú Flóamanna. Ferð að Geysi, Gullfossi og Þingvöllum. Gróðursetning í Vinalundi. Kvöldverður forsætisráðherra Davíðs Oddssonar til heiðurs forseta Litháens

05.09.2000   Viðskiptaráðstefna í Húsi verslunarinnar á vegum Verslunarráðs. Myndlistarsýning á Kjarvalsstöðum. Opnun litháísk sýningar í Þjóðarbókhlöðunni. Brottför forseta Litháens

05.09.2000   Fundur með Klaus Bühler, forseta Vestur Evrópuþingsins

05.09.2000   Fundur með Robert Bell, aðstoðarframkvæmdastjóra NATO

06.09.2000   Danskir nemendur á ferð um Ísland koma til Bessastaða

06.09.2000   Fundur með Robinson aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins

07.09.2000   Jonathan Motzfeldt, landstjóri Grænlands, afhendir forseta náhvalstönn að gjöf frá landstjórn Grænlands

08.09.2000   Bjarni Tryggvason geimfari frá Kanada hittir forseta

12.09.2000   Þátttakendur í Bókmenntahátíðinni í Reykjavík koma til Bessastaða

16.09.2000   Opnun sýningar á fornum Íslandskortum í Þjóðarbókhlöðu. Ávarp forseta. Ensk þýðing

17.09.2000   Hámessa í Kristskirkju. Afhjúpun minnisvarða á Landakotstúni

18.09.2000   Norrænir kaþólskir biskupar hitta forseta á Bessastöðum

18.09.2000   Madam Wu, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, á fund með forseta á Bessastöðum

19.-21.09.2000   Opinber heimsókn forseta Finnlands, Tarja Halonen, til Íslands

19.09.2000   Opinber móttökuathöfn á Bessastöðum. Heimsókn í Alþingi. Hátíðarkvöldverður forseta Íslands á Bessastöðum til heiðurs forseta Finnlands. Ávarp forseta Íslands. Finnsk þýðing

20.09.2000   Fundur forseta Finnlands og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Ferð til Þingvalla. Gróðursetning í Vinalundi. Gengið niður Almannagjá. Hádegisverður í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum í boði forsætisráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tekur á móti forseta Finnlands í Höfða. Dagskrá í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á menningarborgunum Reykjavík og Helsinki. Móttaka forseta Finnlands til heiðurs forseta Íslands

21.09.2000   Ferð til Akureyrar. Heimsókn í Háskólann á Akureyri. Fyrirlestur forseta Finnlands. Kynning á Útgerðarfélagi Akureyringa og Samherja. Hádegisverður bæjarstjórnar til heiðurs forseta Finnlands. Samkoma í íþróttahöllinni. Heimferð forseta Finnlands

22.09.2000   Forseti afhendir safnaverðlaun. Ávarp. Félagar í Félagi íslenskra safnamanna koma til Bessastaða

24.09.2000   Dagur flogaveikra í húsakynnum Íshesta í Hafnarfirði

26.09.2000   Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf:
sendiherra Botswana, frú Naomi Ellen Majinda, 
Sendiherra Egyptalands, frú Nermin Aly Mounir Mourad

26.09.2000   Fundur með Þorsteini Gunnarssyni rektor Háskólans á Akureyri og Lassi Heininen frá Northern Research Forum

27.09.2000   Greemur Hillman frá N-Dakota hittir forseta á Bessastöðum

28.09.2000   Fundur með Þórólfi Þórlindssyni prófessor

29.09.2000   Fundur með Þorfinni Ómarssyni framkvæmdastjóra

30.09.2000   Hádegisverðarfundur með íslenskum og erlendum kvikmyndaleikstjórum

Október
02.10.2000   Forseti setur Alþingi Íslendinga. Ávarp

03.10.-04.10.2000   Opinber heimsókn forseta í Snæfells- og Hnappadalssýslur

03.10.2000   Opinber móttökuathöfn á sýslumörkum við Hítará. Morgunkaffi á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Heimsókn í Laugagerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi. Forseti kynnir sér skólastarf, gengur í stofur og spjallar við nemendur. Dagskrá í höndum nemenda. Forseti afhendir Hvatningu til ungra Íslendinga. Smalahundasýning að Dalsmynni. Heimsókn í Snæfellsbæ, móttaka í Lýsuhólsskóla. Dagskrá í höndum nemenda. Kynning á Björgunarskólanum á Gufuskálum. Heimsókn í Grunnskólann á Hellissandi. Dagskrá í höndum nemenda. Ávarp. Í Ólafsvík er leikskólinn Krílakot heimsóttur, gengið um fiskmarkað Breiðafjarðar og sýning nemenda um nytjafiska skoðuð. Fjölskylduhátíð í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Ávarp. Forseti afhendir Hvatningu til ungra Íslendinga.

04.10.2000   Móttaka í Grundarfjarðarkirkju í Eyrarsveit, morgunbæn í kirkjunni og forseti les guðspjall dagsins. Heimsókn í Fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. og ísverksmiðju Snæís í Grundarfirði. Heimsókn í Grunnskóla Eyrarsveitar, dagskrá í höndum nemenda. Heimsókn í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit, kynning á hákarlaverkun Hildibrandar Bjarnasonar og kirkjan skoðuð. Frá Stykkishólmi er siglt í bát Sæferða um Breiðafjörðinn. Síðdegis er heimsókn í Grunnskóla Stykkishólms, dagskrá í umsjá nemenda. Heimsókn í St. Fransiskuspítalann, komið við í klaustrinu og kynning á starfsemi sjúkrahússins. Rækjuvinnsla Sigurðar Ágústssonar ehf skoðuð og Íþróttamiðstöðin í Stykkishólmi. Fjölskylduhátíð í félagsheimili Stykkishólms. Ávarp. Forseti afhendir Hvatningu til ungra Íslendinga.

05.10.2000   Fundur með sendiherra Austurríkis, dr. Helmut Wessely

05.10.2000   Forseti flytur setningarávarp á alþjóðlegri ráðstefnu um hafís við Ísland

06.10.2000   Upphafsráðstefna verkefnisins Hið gullna jafnvægi á hótel Sögu. Forseti er verndari verkefnisins

07.10.2000   Vígsla merkis Landsbjargar hjá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu

08.10.2000   Móttaka fyrir prófessora og kennara í félagsvísindum vegna 30 ára afmælis námsbrautarinnar við Háskóla Íslands

08.10.2000   Forseti situr málþing í tilefni af 30 ára afmæli námsbrautar í almennum þjóðfélagsfræðum við Háskóla Íslands

10.10.2000   Fundur með Róberti Guðfinnssyni, stjórnarformanni SH

10.10.2000   Fundur með Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði

11.10.2000   Tölvuráðstefna AGORA í Laugardalshöllinni. Forseti verndari ráðstefnunnar og setur hana

12.10.2000   Ráðstefna um málefni nýbúa. Ávarp. Ávarpið á íslensku

13.10.2000   Móttaka á Bessastöðum til heiðurs ólympíuförunum

10.22.2000   Hinn íslenski þekkingardagur á vegum Félags viðskipta- og hagfræðinga á hótel Sögu. Forseti afhendir Þekkingarverðlaunin

16.-22.10.2000   Forseti Íslands í Bandaríkjunum

16.10.2000   Forseti heimsækir Lamont-Doherty Earth Observatory, Columbia háskólanum, í boði Dr. John Mutter forstjóra. Kynning á starfsemi stofnunarinnar með hliðsjón af rannsóknum á hafstraumum í Norður-Atlantshafi

17.10.2000   Heimsókn í Scandinavia House í New York. Vígsla hússins í Victor Borge salnum. Hádegisverður til heiðurs höfuðstyrktaraðilum Scandinavia House. Dagskrá í Scandinavia House.

18.10.2000   Morgunverðarfundur í íslensku aðalræðisskrifstofunni. Kynning Magnús Bjarnason, Einar Gúsvafsson og Pétur Óskarsson. Forseti opnar sýningu Páls Stefánssonar í American Museum of Natural History. Forseti heldur ræðu í hátíðarkvöldverði í tilefni af opnun Scandinavia House á Grand Hyatt hótelinu

19.10.2000   Kynning á nýjum tölvuleik frá OZ fyrirtækinu. Forseti og frú Dorrit Moussaieff taka á móti gestum um borð í víkingaskipinu Íslendingi. Sigling um Hudsonflóa. Kvöldverður í American Museum of Natural History í tilefni af opnun víkingasýningar Smithsonian stofnunarinnar. Ávarp forseta Íslands

23.10.2000   Fundur með fulltrúum Lionshreyfingarinnar

25.10.2000   Vistmenna á sambýli fatlaðra í Borgarnesi hitta forseta á Bessastöðum

25.10.2000   Fundur með Hrannari Péturssyni frá Íslenska álfélaginu og Gunnari J. Friðrikssyni vegna Íslensku bjartýnisverðlaunanna

28.10-3.11.2000   Opinber heimsókn forseta Íslands til Indlands

28.10.2000   Garðveisla íslenska ræðismannsins í Dehli til heiðurs forseta Íslands og íslenskum gestum

29.10.2000   Kvöldverður ræðismanns Íslands í Dehli

30.10.2000   Opinber móttökuathöfn í garði forsetahallarinnar. Rashtrapati Bhavan. Blómsveigur lagður á leiði Mahatma Gandhi. Fundir með utanríkisráðherra Indlands og forsætisráðherra Indlands. Síðdegis er fundur með fulltrúum íslenskra hjálparstofnana sem starfa í Indlandi. Setning íslenskrar kvikmyndahátíðar í Dehli. Fundur með varaforseta Indlands og forseta Indlands. Hátíðarkvöldverður forseta Indlands til heiðurs forseta Íslands. Ávarp forseta Íslands

31.10.2000   Fundur með ráðherra fátæktar á Indlandi. Fundur með Sonia Gandhi, leiðtoga Congressflokksins. Fundur með forseta Indlands. Umræðufundir með indverskum og íslenskum viðskiptaaðilum. Heimsókn í Taj Mahal. Flogið til Mumbai

Nóvember
01.11.2000   Morgunverðarfundur í boði ræðismanns Íslands í Bombay. Heimsókn á barnaheimili munaðarlausra barna. Viðskiptaráðstefna. Heimsókn í tölvuskóla fyrir fátæk ungmenni. Setning íslenskrar kvikmyndahátíðar. Kvöldverður héraðsstjóra Mumbai til heiðurs forseta Íslands

02.11.2000   Elephanta hellarnir skoðaðir. Brottför frá Indlandi

04.11.2000   Setningarræða forseta á fyrsta þingi „Northern Research Forum” á Akureyri

06.11.2000   Lokafundur og umræður „Northern Research Forum” á Bessastöðum

06.11.2000   Hádegisverður til heiðurs forsætisnefnd Norðurlandaráðs á Bessastöðum. Ávarp flutt á norsku. Ræðan á íslensku

07.11.2000   Fundur með Asgeir Brekke, Oran Young og Robin Fisher um University of the Arctic

09.11.2000   Fundur Dr. Sunita Gandhi með forseta v/ The Counsel for for Global Education

09.11.2000   Fundur með Ólafi Ragnarssyni og Halldóri Guðmundssyni

10.11.2000   Forseti afhendir Þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga

11.11.2000   Setning 10. sambandsþings Íþróttasambands fatlaðra á hótel Sögu

14.11.2000   Forseti viðstaddur útför Ingiríðar drottningarmóður í Kaupmannahöfn

23.11.2000   Fundur með Margréti Guðmundsdóttur frá félaginu Íslensk grafík

23.11.2000   Fundur með sendiherra Bretlands, hr. James Rae McCulloch

24.11.2000   Flugbjörgunarsveitin 50 ára. Hátíðarsamkoma í Björgunarmiðstöð Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg

25.11.2000   Opnunarhátíð verkefnisins Kynslóðir mætast 2000 í Miðbæjarbarnaskólanum

25.11.2000   Forseti tekur þátt í afhendingu styrkja úr söfnun Rauðu fjaðrarinnar í Norræna húsinu

27.11.2000   Forseti afhendir Starfsmenntaverðlaun 2000

28.11.2000  

Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:

sendiherra Venesúela, frú Lourdes Molinos;

sendiherra Mexíco, hr. Marcelo Vargas y Campos

29.11.2000   Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Ungverjalands, dr. Gabor Iklódý;
sendiherra Argentínu, dr. Orlando R. Rabagliati;
sendiherra Evrópusambandsins, dr. Gerhard Sabathil
29.11.2000   Forseti Íslands afhendir Íslensku bjartsýnisverðlaunin í Listasafni Reykjavíkur

29.11.2000   Fundur með sendiherra Palestínu ásamt Sveini Rúnari Haukssyni

29.11.2000   Fundur með sendiherra Tailands, hr. Apiphong Jayanama

Desember
01.12.2000   Hátíðardagskrá Stúdentaráðs Háskóla Íslands í Hátíðarsal Háskóla Íslands

01.12.2000   Móttaka á Bessastöðum til heiðurs Stúdentaráði Háskóla Íslands

01.12.2000   Kvöldverður á Bessastöðum til heiðurs Alþingi

03.12.2000   Alþjóðlegur dagur fatlaðra. Forseti afhendir verðlaunin "Múrbrjótinn" á Hótel Holti

07.11.2000   Fundur með Valgeiri Þorvaldssyni frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi

07.12.2000   Fundur með Guðlaugi og Guðrúnu Bergmann

08.12.2000   Fundur með yfirborgarstjóra Cuxhaven, Helmut Heyne, ásamt Rolf Peters, formanni Íslandsvinafélagsins í Cuxhaven, Jürgen Donner, varaformanni, Wolf Rüdiger Dick ræðismanni og Jörn Pietsche, fréttamanni frá norður-þýska útvarpinu

08.12.2000   Norma Guttormsson, fv. forseti The Icelandic Canadian Club of British Columbia hittir forseta

11.12.2000   Haraldur Örn Ólafsson á fund með forseta

12.12.2000   Humphrey Hawksley frá BBC Worlds Affairs tekur viðtal við forseta

12.12.2000   Börn úr leikskóla og grunnskóla Álftaness kveikja á jólatrjám á Bessastöðum. Jólasveinar, söngur

15.12.2000   Fundur með dr. Marie-Claire King

18.12.2000   Kínverskir sjónvarpsmenn frá Hong Kong taka viðtal við forseta

19.12.2000   Fundur með Boga Pálssyni, formanni Bílgreinasambandsins

27.12.2000   Forvarnaverkefni Blindrafélagsins, afhending hlífðargleraugna á Bessastöðum

28.12.2000   Kjör íþróttamanns ársins á hótel Loftleiðum

28.12.2000   Veiting heiðursverðlauna Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright í Norræna húsinu

29.12.2000   Fundur með Garðari Sverrissyni, formanni Öryrkjabandalagsins, Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni og stjórn ÖBÍ

31.12.2000   Rithöfundarverðlaun Ríkisútvarpsins afhent í Útvarpshúsinu

31.12.2000   Ríkisráðsfundur á Bessastöðum