Janúar |
01.01.2002 |
Nýársávarp forseta Íslands. Ensk þýðing
|
01.01.2002 |
12 Íslendingar sæmdir hinni íslensku fálkaorðu á Bessastöðum. Fréttatilkynning
|
01.01.2002 |
Nýársmóttaka forseta Íslands
|
03.01.2002 |
Fundur með Gunnari Kvaran
|
03.01.2002 |
Fundur með Guðmundi Eiríkssyni sendiherra
|
04.01.2002 |
Jólatrésfagnaður á Bessastöðum |
05.01.2002 |
Heimsókn á Reykjalund
|
05.01.2002 |
Forseti situr hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara
|
10.01.-12.01.2002 |
Forseti Íslands á Englandi
|
10.01.2002 |
Forseti viðstaddur sýningu á kvikmyndinni Englum alheimsins eftir Friðrik Þór Friðriksson á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Bretlandi
|
11.01.2002 |
Forseti gestur á stjórnarfundi Bresk-íslenska verslunarráðsins í sendiráðinu í London. Heimsókn í Heritable bankann í Lundúnum
|
17.01.2002 |
Arkitektar koma til Bessastaða
|
18.01.2002 |
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður Stúdentaráðs, til fundar við forseta
|
18.01.2002 |
Heimsókn á kínverska viðskiptakynningu í Laugardalshöll
|
19.91.2002 |
Fulltrúar á Norðurlandaþingi Lionshreyfingarinnar koma til Bessastaða
|
21.01.2002 |
Blaðamannafundur vegna Þjóðarátaks stúdenta
|
22.01.2002 |
Forseti afhendir námsmönnum Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands á Bessastöðum
|
24.01.2002 |
Fundur með Gerald Skinner, sendiherra Kanada
|
25.01.2002 |
Fundur með Þorsteini Gunnarssyni, rektor Háskólans á Akureyri
|
28.01.2002 |
Forseti afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin 2001 á Bessastöðum
|
30.01.2002 |
Fundur með Auði Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðingi
|
Febrúar |
02.02.2002 |
Brautskráning frá Háskóla Íslands
|
02.02.2002 |
Fundur með viðskiptaráðherra Kína
|
04.02.2002 |
Íslenska landsliðið í handknattleik, móttaka í Smáralind. Ávarp
|
05.02.2002 |
Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðarinnar kynnir, forseta dagskrá komandi hátíðar
|
07.02.2002 |
Íslenski þekkingardagurinn. Forseti afhendir Þekkingarverðlaun FVH í Háskólanum í Reykjavík
|
08.02.2002 |
Þorkell Þorkelsson ljósmyndari kynnir forseta hugmyndir sínar um ljósmyndabók um þriðja heiminn.
|
08.02.2002 |
Erlendir ferðafrömuðir koma til Bessastaða í fylgd íslenskra starfsbræðra
|
10.02.2002 |
Íslensku tónlistarverðlaunin afhent í Borgarleikhúsinu. Forseti heiðursgestur og afhendir heiðursverðlaun
|
12.02.2002 |
Fundur á Bessastöðum með skipuleggjendum V-dagsins og Teri Hatcher leikkonu
|
13.02.2002 |
Gunnar Harðarson og Guðbjörg Benjamínsdóttir eiga fund með forseta um málefni Sólveigar Erlu, dóttur Benjamíns Eiríkssonar og Veru Hertsch
|
14.02.2002 |
V-dagurinn í Borgarleikhúsinu
|
14.02.2002 |
Sendiherra Spánar, hr. Eduardo Garrigues, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum
|
15.02.2002 |
Forseti heimsækir Íslenska erfðagreiningu í nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins
|
15.02.2002 |
Fundur með ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis, Sverri Hauki Gunnlaugssyni
|
15.02.2002 |
Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf:
sendiherra El Salvador, hr. Byron Fernando Larios Lopez;
sendiherra Lesotho, hr. Thekiso Khati
|
15.02.2002 |
Fundur með sendiherra Rússlands
|
22.02.2002 |
Grunnskólabörn frá Hveragerði koma til Bessastaða
|
26.02.2002 |
Heimsókn nemenda í Meðferðar- og skólaheimilinu Háholti í Skagafirði til Bessastaða
|
27.02.2002 |
Franskir menntaskólanemendur hitta forseta á Bessastöðum
|
28.02.2002 |
Málþing Samtaka iðnaðarins: "Construct North 2002". Forseti verndari þingsins og flytur ávarp
|
Mars |
01.03.2002 |
Þorgeir Ástvaldsson tekur viðtal við forseta á útvarpsstöðinni Bylgjunni
|
01.03.2002 |
Forseti afhendir verðlaun í smásagna- og ljóðakeppni Æskunnar og RÚV á Bessastöðum
|
02.03.2002 |
Landssöfnun Geðhjálpar ýtt úr vör. Forseti verndari söfnunarinnar
|
02.03.2002 |
Ríkisráðsfundur á Bessastöðum
|
02.03.2002 |
Forseti flytur ávarp á 50 ára afmælishátíð Styrktarfélags fatlaðra og lamaðra í Grensáskirkju
|
03.03.2002 |
Setning Búnaðarþings á Hótel Sögu
|
07.03.2002 |
Ávarp forseta í hófi á aldarafmæli Sögufélags
|
07.03.2002 |
Forseti afhendir Auði Laxness, Sturlu Böðvarssyni og Tryggva Tryggvasyni fyrstadagsfrímerki tileinkað 100 ára afmæli Halldórs Kiljan Laxness á Bessastöðum
|
07.03.2002 |
Forseti flytur ávarp á árshátíð Félags stjórnmálafræðinema
|
08.03.2002 |
Hjörtur Einarsson, formaður undirbúningsnefndar Landsmóts hestamanna, til fundar við forseta vegna þátttöku Önnu Bretaprinsessu
|
09.03.2002 |
Ávarp forseta á opnun ljósmyndasýningar Blaðaljósmyndarafélags Íslands og Ljósmyndarafélags Íslands í Gerðarsafni
|
13.03.2002 |
Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Ísraels, frú Liora Herzl,
sendiherra Malavi, hr. Bright McBin Msaka,
sendiherra Hollands, hr. Diederik Ader
|
14.03.2002 |
Iðnnemar koma til Bessastaða
|
15.03.2002 |
Hátíðarkvöldverður á Bessastöðum til heiðurs ríkisstjórn Íslands og erlendum sendiherrum sem búsettir eru á Íslandi
|
16.03.2002 |
Hátíðarkvöldverður á Bessastöðum fyrir embættismenn
|
16.03.2002 |
Formleg afhending 1. byggingaráfanga Búmanna í Bessastaðahreppi
|
18.03.2002 |
Fundur með Omar S. Kittmitto, forstöðumanni aðalsendinefndar Palestínu í Noregi og á Íslandi
|
19.03.2002 |
Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Saudi-Arabíu, hr. Badr Ibn Othman Bakhsh;
sendiherra Alsír, frú Farida Aiouaze;
sendiherra Vietnam, hr. Vu Quang Diem
|
20.03.2002 |
Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar grunnskóla Hafnarfjarðar og Álftaness í Hafnarborg
|
21.03.2002 |
Erlendir háskólastúdentar á vegum SÓKRATES hitta forseta á Bessastöðum
|
22.03.2002 |
Afmælishátíð SÍF
|
25.03.2002 |
Fundur með Þráni Eggertssyni prófessor
|
26.03.2002 |
Rússneskir dagskrárgerðarmenn taka viðtal við forseta vegna fyrirhugaðrar opinberrar heimsóknar hans til Rússlands
|
27.03.2002 |
Fundur með Einari Benediktssyni sendiherra
|
27.03.2002 |
Hádegisverður til heiðurs Davíð Gíslason frá Manitoba í Kanada
|
28.03.2002 |
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og karlakórsins Heimis í Íþróttahöllinni á Akureyri
|
Apríl |
04.04.2002 |
Sendiherra Rússlands, hr. Alexander Rannikh, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum
|
04.04.2002 |
Nemendur úr Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki hitta forseta á Bessastöðum
|
05.04.2002 |
Fundur með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra
|
08.04.2002 |
Fundur með Birgittu Dahl, forseta sænska þingsins
|
10.04.2002 |
Heimsókn í meðferðarheimilið Byrgið
|
10.04.2002 |
Kvöldverður á Bessastöðum til heiðurs Þórunni og Vladimir Ashkenazy píanóleikara og hljómsveitarstjóra
|
11.04.2002 |
Fundur með Alexander Rannikh, sendiherra Rússlands
|
12.04.2002 |
Fundur með Valgeiri Þorvaldssyni frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi
|
15.04.2002 |
Temaþing Norðurlandaráðs: "Framtíð lýðræðis: Norðurlönd árið 2020". Fyrirlestur fluttur á norsku; fyrirlesturinn á íslensku; ensk þýðing
|
17.04.2002 |
Forseti viðstaddur ferðamálastefnu Flugleiða (Icelandair) í Kaupmannahöfn
|
17.04.2002 |
Kvöldverður Helga Ágústssonar sendiherra í Kaupmannahöfn til heiðurs forseta og utanríkisráðherra
|
18.-24.04.2002 |
Opinber heimsókn forseta Íslands til Rússlands. Í fylgdarliði forseta m.a. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og frú Sigurjóna Sigurðardóttir, Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, auk embættismanna frá skrifstofu forseta og utanríkisráðuneyti
|
18.04.2002 |
Opinber móttökuathöfn á Sheremetevo flugvellinu í Moskvu við upphaf opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Rússlands. Itar-Tass fréttastofan tekur viðtal við forseta. Hátíðarsýning á Yevgeny Onegin í Bolshoi leikhúsinu
|
19.04.2002 |
Forseti leggur blómsveig að minnisvarða óþekkta hermannsins. Fundir forseta Íslands og forseta Rússlands, Vladimir Putin, ásamt utanríkisráðherrum landanna og sendinefnd. Blaðamannafundur forseta Íslands og forseta Rússlands. Fundur með forseta rússneska þjóðþingsins, Dúmunnar. Kynningarfundur Samskipa og rússneskra samstarfsaðila. Opnun á skrifstofu Marel í Moskvu. Kynningarfundur Icelandair og rússneskra samstarfsaðila þeirra í Moskvu. Fundur forseta Íslands ásamt sendinefnd og Mikhail Kasyanov, forsætisráðherra Rússlands. Hátíðarkvöldverður forseta Rússlands í Kreml. Ræða forseta flutt á íslensku; rússnesk þýðing; ensk þýðing
|
20.04.2002 |
Heimsókn í höfuðstöðvar Izvestia. Fundur með fréttamönnum. Heimsókn í Frelsarakirkjuna. Fundur með Luzhkov, borgarstjóra Moskvu. Hádegisverður Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til heiðurs forseta Íslands. Fundur með Alexei II, patríarka rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Fundur Icelandic Freezing Plant (SH) með rússneskum samstarfsaðilum. Móttaka sendiherra Íslands í Rússlandi í sendiherrabústaðnum. Forseti sæmir Belu Petrovnu Karamzina and Olgu Smirnitskaya riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
|
21.04.2002 |
Forseti og fylgdarlið halda frá Moskvu til Yamal-Nenets fylkisins í Síberíu. Móttökuathöfn í Salekhard. Fundur með Yuri V. Neyolov, fylkisstjóra sjálfstjórnarsvæðisins Yamal-Nenets. Forseti og fylgdarlið ásamt Yuri V. Neyolov fylkisstjóra heimsækja Vinnubúðir 501 (Gulag), þrælkunarbúðir frá tíma Sovétríkjanna. Athöfn til að minnast þeirra fjölmörgu fórnarlamba ógnarstjórnar sem þar létu lífið. Heimsókn í nýja félagsmiðstöð ungs fólks í Salekhard. Blaðamannafundur forseta, utanríkisráðherra og fylkisstjóra Yamal-Nenets. Viðhafnarmóttaka fylkistjóra Yamal-Nenets til heiðurs forseta Íslands
|
22.04.2002 |
Forseti og fylgdarlið halda frá Yamal-Nenets til Pétursborgar. Forseti leggur blómsveig að minnisvarða um fórnarlömb umsáturs nasista um Pétursborg (Leníngrad) í seinni heimsstyrjöldinni. Heimsókn í höfuðstöðvar Bravo fyrirtækisins. Fundur með Vladimir Yakovlev, borgarstjóra Pétursborgar. Kynningarfundur Samskipa og rússneskra samstarfsaðila. Móttaka ræðismanns Íslands í Pétursborg, Björgólfs Thors Björgólfssonar, til heiðurs forseta Íslands
|
23.04.2002 |
Heimsókn í háskólann í Pétursborg. Fyrirlestur forseta Íslands fluttur á ensku. Rússnesk þýðing. Forseti sæmir Valery Pavlovich Berkov prófessor riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri undirritar samstarfssamning HA og háskólans í Pétursborg. Forseti flytur opnunarávarp á sýningu í háskólanum í Pétursborg sem helguð er ævi og störfum Halldórs Laxness í tilefni af aldarafmæli skáldsins á þessu ári. Heimsókn í Tsarskoe Selo, sumarhöll Katrínar miklu, í Pétursborg. Viðhafnarkvöldverður til heiðurs forseta Íslands
|
24.04.2002 |
Forseti og fylgdarlið halda áleiðis til Novgorod, Hólmgarðs. Fundur forseta og Mikhail Prussak fylkisstjóra. Heimsókn í háskólann í Novgorod. Fyrirlestur forseta Íslands fluttur á ensku. Rússnesk þýðing. Forseti svarar fyrirspurnum. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, undirritar samstarfssamning HA og háskólans í Novgorod. Hádegisverður Mikhail Prussak fylkisstjóra til heiðurs forseta Íslands. Heimsókn í Sögusafn Novgorod og kynning á margvíslegum minjum tengdum veru norrænna manna í borginni
|
25.04.2002 |
Opinberri heimsókn forseta Íslands til Rússlands lýkur. Forseti og fylgdarlið halda heim til Íslands
|
26.04.2002 |
Dagur umhverfisins 2002 í Ráðhúsi Reykjavíkur
|
26.04.2002 |
Kvöldverður bandaríska sendiherrans til heiðurs forseta Íslands
|
27.04.2002 |
Forseti flytur setningarávarp á Íþróttaþingi ÍSÍ á Ásvöllum í Hafnarfirði
|
27.04.2002 |
Afhending forsetamerkis Bandalags íslenskra skáta í Bessastaðakirkju
|
27.04.2002 |
Forseti flytur ávarp við opnun rússneskrar listsýningar í Listasafni Íslands
|
29.04.2002 |
Lilja Árnadóttir og Bernard Wilkinson hitta forseta vegna söngferðar Fílharmoníukórsins til Rússlands
|
Maí |
02.05.2002 |
Forseti afhendir Útflutningsverðlaun forseta Íslands á Bessastöðum
|
03.05.2002 |
Forseti flytur setningarávarp á ráðstefnu á Tilraunastöðinni á Keldum og opnar nýja heimasíðu stöðvarinnar
|
03.05.2002 |
Dönsk skólabörn koma til Bessastaða
|
03.05.2002 |
Fundur með varaforseta rússnesku Dúmunnar, Pyotr Vasillievich Romanov, á Bessastöðum
|
03.05.2002 |
Forseti flytur ávarp við opnun Vestfjarðakynningar í Perlunni
|
03.05.2002 |
Sýningin "Íþróttir og tómstundir fyrir þig" að Varmá í Mosfellsbæ
|
04.05.2002 |
Forseti flytur ávarp á málþingi um bók Vals Ingimundarsonar, Uppgjör við umheiminn, og tekur þátt í umræðum
|
04.05.2002 |
Forseti viðstaddur lokahóf Hængsmótsins (Íþróttasambands fatlaðra á Akureyri) í Íþróttahöll Akureyrar
|
06.05.2002 |
Fundur með sendiherra Indónesíu
|
06.05.2002 |
Fundur með sendiherra Kína
|
06.05.2002 |
Heimsókn í Háskólann í Reykjavík. Fundur með yfirstjórn skólans. Forseti situr fyrir svörum á opnum umræðufundi með stúdentum og starfsfólki skólans. Þátttaka í Hádegisháskóla starfsmanna, forseti flytur stutt erindi um háskóla og hlutverk þeirra í framtíðinni, alþjóðlega þróun og hlut íslenskra háskóla
|
07.05.2002 |
Danskir skólanemar hitta forseta á Bessastöðum
|
07.05.2002 |
Chaplin prestur (archepriest) rétttrúnaðarkirkjunnar hittir forseta á Bessastöðum
|
08.05.2002 |
Fundur með Jóhanni Malmquist og Ólafi Daðasyni frá GoPro Landsteinum
|
10.05.2002 |
Njarðvíkurskóli 60 ára. Hátíðarsamkoma
|
10.05.2002 |
Móttaka á Bessastöðum í tilefni af setningu listahátíðar Reykjavíkur
|
11.05.2002 |
Setning Listahátíðar í Reykjavík í Borgarleikhúsinu. Forseti verndari hátíðarinnar
|
11.05.2002 |
Róðrarkeppni um Bessastaðabikarinn
|
16.05.2002 |
Fundur með utanríkisráðherra Úkraínu á Bessastöðum
|
17.05.2002 |
Forseti flytur setningarávarp á ráðstefnu um upplýsingatækni á vegum AcoTæknivals í Eldborg, ráðstefnusal Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi
|
17.05.2002 |
Kvöldverður til heiðurs Ásgeiri Péturssyni, fráfarandi formanni orðunefndar
|
20.-24.05.2002 |
Ferð forseta til Bandaríkjanna
|
20.05.2002 |
Forseti flytur fyrirlestur á ráðstefnunni "Tækifæri smárra ríkja á tímum alþjóðavæðingar, reynsla Íslands" í Kennedy School of Government í Harvard háskólanum í Boston. Fyrirlesturinn var fluttur á ensku. Fyrirlesturinn á íslensku. Fundur forseta og Dr. Lawrence Summers, rektors Harvardháskóla.
|
21.05.2002 |
Fundur forseta og dr. John Kenneth Galbraith hagfræðings
|
22.05.2002 |
Forseti sæmir Önnu Kisselgoff riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í Bókasafni Halldórs Laxness í Scandinavia House í New York
|
24.05.2002 |
Forseti viðstaddur skólaslit í Juiliard tónlistarskólanum í New York. Helgi Tómasson dansari og danshöfundur sæmdur heiðursdoktorsnafnbót
|
28.05.2002 |
Viðtal við forseta fyrir finnska ríkissjónvarpið
|
28.05.2002 |
Viðtal við hr. Liu frá kínverska ríkisblaðinu Peoples Daily
|
29.05.2002 |
Forseti flytur setningarávarp á Taugalækna- og hjúkrunarfræðingaþingi
|
29.05.2002 |
Móttaka á Bessastöðum fyrir alheimsstjórn Intercoiffure
|
29.05.2002 |
Erlendir og innlendir listamenn sem taka þátt í Listahátíð í Reykjavík hitta forseta á Bessastöðum
|
30.05.2002 |
Setningarávarp forseta á Íslenska söguþinginu í Ráðhúsi Reykjavíkur
|
30.05.2002 |
Börn frá alþjóðlegum sumarbúðum barna hitta forseta á Bessastöðum
|
31.05.2002 |
Þátttakendur á ráðstefnu um svefn og öndun (European Sleep Research Society) koma til Bessastaða
|
Júní |
01.06.2002 |
Fyrirlesarar og þátttakendur á norrænu þingi taugalækna og hjúkrunarfræðinga koma til Bessastaða
|
02.06.2002 |
Sjómannadagsmessa í Dómkirkjunni
|
04.06.2002 |
Setningarávarp á þingi European Sleep Research Society
|
05.06.2002 |
Heather Irish Bourne (barnabarn Stephans G. Stephanssonar skálds) hittir forseta á Bessastöðum
|
06.06.2002 |
Lassi Heininen frá háskólanum í Roveniemi, Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri, Niels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, og Þórleifur Stefán Björnsson eiga fund með forseta á Bessastöðum
|
06.06.2002 |
Hádegisverðarfundur á Bessastöðum með Andris Berzins, forætisráðherra Lettlands
|
07.06.2002 |
Setning þings Sjálfsbjargar
|
07.06.2002 |
Forseti sæmir Susanne Folmer Hansen frá Danmörku riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
|
07.06.2002 |
Þátttakendur í fjölþjóðlegri ráðstefnu Round Table hitta forseta á Bessastöðum
|
08.06.2002 |
Fundur með Roger D. Moe, þingmanni frá Minneapolis
|
09.06.2002 |
Forseti flytur setningarávarp á alþjóðlegu þingi í bráðalæknisfræðum
|
09.06.2002 |
Drengjakór Neskirkju syngur fyrir forseta á Bessastöðum við upphaf söngferðar sinnar til Danmerkur
|
11.06.2002 |
Fundur með Tim Arnasyni, formanni Íslendingadagsins í Winnipeg
|
13.-16.07.2002 |
Opinber heimsókn Jiang Zemin, forseta Alþýðulýðveldisins Kína. Dagskrá
|
13.06.2002 |
Móttökuathöfn á Keflavíkurflugvelli
|
14.06.2002 |
Fundur forseta Kína og forseta Íslands. Blaðamannafundur forseta Íslands. Fundur forseta Kína með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu. Hátíðarkvöldverður forseta Íslands til heiðurs Jiang Zemin forseta Kína. Ávarp flutt á íslensku. Ensk þýðing
|
15.06.2002 |
Forseti Kína og fylgdarlið heimsækja orkuverið á Nesjavöllum. Hádegisverður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og frú Ástríðar Thorarensen til heiðurs forseta Kína Jiang Zemin. Ferð að Gullfossi og Geysi
|
16.06.2002 |
Opinberri heimsókn forseta Kína lýkur
|
16.06.2002 |
Hópur erlendra stjórnmálafræðinga og háskólakennara koma til Bessastaða
|
17.06.2002 |
Þjóðhátíðardagur Íslendinga. Hátíðardagskrá á Austurvelli. Guðsþjónusta í Dómkirkjunni
|
17.06.2002 |
15 Íslendingar sæmdir hinni íslensku fálkaorðu á Bessastöðum. Fréttatilkynning
|
17.06.2002 |
Móttaka á Bessastöðum fyrir erlenda sendiherra
|
18.06.2002 |
Unglingar frá geðdeild Landspítala hitta forseta á Bessastöðum
|
18.06.2002 |
Fundur með norrænum barnalæknum
|
19.06.2002 |
Fundur með sendiherra Ungverjalands, hr. Gabor Iklódy
|
19.06.2002 |
Forseti flytur setningarávarp á 12. norrænu-baltnesku ráðstefnunni um heilbrigðistækni í Smáralind
|
19.06.2002 |
Sendiherra Úkraníu, hr. Ptro Sardachuk, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum
|
19.06.2002 |
Heimsókn frá Félagi eldri borgara á Suðurnesjum til Bessastaða
|
20.06.2002 |
Forseti flytur ávarp við opnun sýningar frá Norður-Dakóta í Bandaríkjunum á Hofsósi
|
21.06.2002 |
Fundur með Tcherkesov, sérlegum erindreka Valdimirs Putins Rússlandsforseta í Pétursborg, og Lopatnikov, fulltrúa rússneska utanríkisráðuneytisins í Pétursborg
|
22.06.2002 |
Forseti flytur ávarp við opnun Kjarvalsstofu á Borgarfirði eystri
|
24.06.2002 |
Kvöldverður til heiðurs Matsuura, framkvæmdastjóra UNESCO
|
25.06.2002 |
Kanadísk og bandarísk ungmenni sem þátt taka í Snorraverkefninu koma til Bessastaða
|
26.06.2002 |
55. þing norræna röntgenlækna haldið á Grand hóteli í Reykjavík. Forseti er verndari þingsins
|
26.06.2002 |
Blaðamenn frá Globus Vision taka viðtal við forseta
|
29.06.2002 |
Ávarp forseta við opnun Sögusafnsins í Perlunni
|
Júlí |
03.07.2002 |
Fundur með Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytisstjóra í umhverfisráðuneytinu, um Vinaskóg á Þingvöllum
|
03.07.2002 |
Fundur með Paul Skinner, yfirmanni Shell í Evrópu
|
04.-07.07.2002 |
Anna Bretaprinsessa heimsækir Ísland í boði forseta
|
04.07.2002 |
Kvöldverður til heiðurs Önnu Bretaprinsessu. Ávarp forseta
|
05.07.2002 |
Heimsókn Önnu prinsessu í Listasafn Íslands. Heimsókn í orkuverið á Nesjavöllum. Hádegisverður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og frú Ástríðar Thorarensen til heiðurs Önnu prinsessu. Ferð að Geysi og Gullfossi
|
05.07.2002 |
Fundur forseta og dr. Guðmundar Emilssonar
|
06.07.2002 |
Anna Bretaprinsessa og fylgdarlið halda norður í Skagafjörð til að sækja Landsmót hestamanna. Dagskrá að Hólum í Hjaltadal. Kynning á starfsemi skólans og íslenska hestinum. Komið á Landsmót hestamanna á Vindheimamelum. Setningarávarp forseta Íslands. Heimsókn að Glaumbæ í Skagafirði. Kvöldverður á Löngumýri til heiðurs Önnu prinsessu í boði Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra og frú Margrétar Hauksdóttur. Þátttaka í hópreið hestamanna á Landsmóti á Vindheimamelum
|
07.07.2002 |
Útreiðartúr frá Hólum í Hjaltadal. Brottför Önnu prinsessu frá Alexandersvelli á Sauðárkróki áleiðis til Bretlands
|
08.07.2002 |
Forseti sæmir sendiherra Svíþjóðar, Herman af Trolle, stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu
|
08.07.2002 |
Hádegisverðarfundur á Bessastöðum með forsætisráðherra Slóveníu, dr. Janez Dranovisek
|
29.07.2002 |
Arne Holm, ræðismaður í Bergen, sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
|
Ágúst |
07.08.2002 |
Fundur með Enomoto frá Japan
|
08.08.2002 |
Forseti flytur setningarávarp við opnun handverkssýningar að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit.
|
09.08.2002 |
Forseti sæmir Dr. Istvan Fluck frá Ungverjalandi riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
|
10.08.2002 |
Ávarp á málþingi Skáksambands Íslands um "einvígi aldarinnar" milli Borisar Spassky og Roberts Fischer
|
11.08.2002 |
Heimsókn í rússneska tundurspillinn Admiral Chabanenkó í Reykjarvíkurhöfn
|
11.08.2002 |
Móttaka á Bessastöðum í tilefni af hátíðarhöldum tengdum afmæli einvígis aldarinnar
|
11.-13.08.2002 |
Vaira Vike-Freiberga forseti Lettlands í opinberri heimsókn á Íslandi. Dagskrá
|
11.08.2002 |
Vaira Vike-Freiberga forseti Lettlands kemur til Íslands. Móttökuathöfn á Bessastöðum. Fundur forseta Íslands og forseta Lettlands. Blaðamannafundur forsetanna á Bessastöðum. Hádegisverður forseta Íslands til heiðurs forseta Lettlands. Fundur forseta Lettlands og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum. Forseti Lettlands flytur erindi í Þjóðmenningarhúsinu um "The Role of Small Nations in NATO". Hringborðsumræður með þátttöku stjórnmála- og fræðimanna. Heimsókn á handritasýningu í Stofnun Árna Magnússonar. Kvöldverður forseta Íslands til heiðurs Vaira Vike-Freiberga, forseta Lettlands. Ávarp flutt á íslensku. Lettnesk þýðing. Ensk þýðing
|
13.08.2002 |
Forsetar Íslands og Lettlands ávarpa viðskiptaþing skipulagt af Verslunarráði Íslands, Útflutningsráði og Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytis. Hádegisverður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og frú Ástríðar Thorarensen til heiðurs forseta Lettlands á Þingvöllum. Forseti Lettlands opnar sýningu á lettneskri málaralist í Kringlunni. Móttaka forseta Lettlands í anddyri Borgarleikhússins. Brottför forseta Lettlands frá Íslandi
|
14.08.2002 |
Fundur með Viktor Dobroskochneko, vísiaðmírál og næstráðanda rússneska Norðurflotans
|
14.08.2002 |
Fréttamenn frá BBC taka viðtal við forseta
|
14.08.2002 |
Fundur með Brian Cunat heimsforseta Kiwanis, á Bessastöðum
|
15.08.2002 |
Forseti flytur setningarávarp á ráðstefnu norrænna félagsfræðinga
|
15.08.2002 |
Fundur með forseta neðri deildar kanadíska þingsins
|
16.08.2002 |
Forseti flytur setningarávarp á norrænni ráðstefnu í fjölskyldumeðferð
|
19.08.2002 |
Fundur með forvígismönnum íþróttahreyfingarinnar, Ellerti Schram og Stefáni Konráðssyni
|
19.08.2002 |
Fundur með Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra
|
19.08.2002 |
Nand Lal Kemka, aðalræðismaður í Nýju Delhi á Indlandi, sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
|
20.08.2002 |
Forseti tekur á móti þýskri blásarasveit
|
20.08.2002 |
Fundur með Þórarni Tyrfingssyni lækni
|
24.08.2002 |
Ávarp forseta við opnun fræðslusetursins Nýheima á Höfn í Hornafirði
|
28.08.2002 |
50 ára afmæli Skýrr, útgáfa sögu fyrirtækisins og opnun viðbyggingar í Ármúla
|
30.08.2002 |
Móttaka á Bessastöðum fyrir norræna ráðstefnugesti á vegum Stúdentaráðs
|
September |
02.09.2002 |
Forseti flytur setningarávarp á nærrænni ráðstefnu um mannréttindi á Hótel Selfossi
|
02.09.2002 |
Fundur með sendiherra Ísrael, frú Lioru Herzl
|
03.09.2002 |
Fundur með alþjóðaforseta Lionshreyfingarinnar
|
03.09.2002 |
Fundur með Guðmundi Alfreðssyni, forstöðumanni Raoul Wallenberg stofnunarinnar í Svíþjóð
|
03.09.2002 |
Sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína, Jiang Zhengyun, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum
|
03.09.2002 |
Opnun nýrra höfuðstöðva Marels
|
04.09.2002 |
Opnun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar í Smáranum
|
04.09.2002 |
Pétur Halldórsson frá RÚVAK tekur viðtal við forseta fyrir þátt sinn um Norðurslóðir
|
04.09.2002 |
Grænlenskir sveitarstjórnarmenn koma til Bessastaða
|
04.09.2002 |
Fundur með séra Karli V. Matthíassyni alþingismanni
|
05.09.2002 |
Hádegisverðarfundur með Alexander Rannikh, sendiherra Rússlands
|
05.09.2002 |
Orri Vigfússon og hópur Grænlendinga koma til Bessastaða og kynna nýjan samning um verndun villtra laxastofna í Atlantshafi
|
06.09.2002 |
Forseti flytur ávarp við opnun Saltfisksseturs Íslands í Grindavík
|
09.09.2002 |
Fundur með forseta Búlgaríu, Georgi Parvanov, á Bessastöðum
|
09.09.2002 |
Fundur með Baldri Þórhallssyni lektor á Bessastöðum
|
11.09.2002 |
Viðtal við forseta í sjónvarpsþættinu Ísland í bítið á Stöð 2
|
11.09.2002 |
Bænastund í Fríkirkjunni í Reykjavík
|
11.09.2002 |
Fundur með forseta Alþjóðasambands Mormónakirkjunnar á Bessastöðum
|
11.09.2002 |
Viðtal við forseta á Útvarpi Sögu
|
11.09.2002 |
Sendiherra Svíþjóðar, hr. Bertil Jobeus, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum
|
13.09.2002 |
Forseti afhendir Starfsmenntaverðlaun 2002 í húsakynnum ASÍ
|
13.09.2002 |
Stjórn Verkstjórasambands Íslands afhendir forseta eintak af sögu sambandsins
|
14.09.2002 |
Forseti flytur opnunarávarp á sýningunni "Rembrandt og samtíðarmenn hans" í Listasafni Akureyrar
|
19.-20.09.2002 |
Ráðstefna Rannsóknarþings norðursins (Northern Research Forum) í Novgorod í Rússlandi Fréttatilkynning
|
19.09.2002 |
Fundur forseta og Mikhail Prussak, fylkisstjóra í Novgorod. Viðræður við embættismenn og forsvarsmenn háskólans í Novgorod
|
20.09.2002 |
Fyrirlestur forseta á ráðstefnu Rannsóknarþings norðursins "Northern Veche". Þátttaka í umræðum á ráðstefnunni
|
21.09.2002 |
Fundur forseta og Phan Van Khai forsætisráðherra Vietnam á Bessastöðum
|
23.09.2002 |
Kvöldverður á Bessastöðum til heiðurs Nastratenkó, formanni rússneska sjávarútvegsráðins
|
24.09.2002 |
Ríkisráðsfundur á Bessastöðum
|
24.09.2002 |
Forseti sæmir Magnus Eliasson frá Winnipeg riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
|
26.09.2002 |
Forseti flytur setningarávarp á ráðstefnu Nordnet 2002. Forseti verndari ráðstefnunnar
|
26.09.2002 |
Fundur með Mei Zhaorong, forseta Utanríkismálastofnunar Kínverska alþýðulýðveldisins, á Bessastöðum
|
27.09.2003 |
Forseti flytur setningarávarp á þingi Neytendasamtakanna.
|
27.09.2003 |
Vígsla Skála, nýbyggingar Alþingis
|
27.09.2002 |
Fulltrúar á þingi Neytendasamtakanna koma til Bessastaða
|
30.09.2002 |
Söfnunarátakið "Göngum til góðs" á vegum Rauða krossins. Forseti verndari átaksins. Fréttamannafundur forseta og forsvarsmanna Rauða krossins í höfuðstöðvum samtakanna
|
30.09.2002 |
Heimsókn kínverskrar sendinefndar á Bessastaði. Umræður um áliðnað
|
Október |
01.10.2002 |
Forseti setur Alþingi Íslendinga. Ávarp
|
02.10.2002 |
Hádegisverðarfundur með sendiherra Kanada, Gerald Skinner
|
02.10.2002 |
Fundur með forseta Rotary International
|
03.10.2002 |
Forseti flytur ávarp á alþjóðlegri ráðstefnu SÁÁ í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna og er verndari ráðstefnunnar
|
03.10.2002 |
Fulltrúar á ráðstefnu SÁÁ koma til Bessastaða. Forseti sæmir þrjá Bandaríkjamenn riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu: Sheila B. Blume geðlækni, Terence T. Gorski áfengisráðgjafa og John Wallace sálfræðing
|
04.10.2002 |
Fundur á Bessastöðum með sendiherra Luxembourgar
|
04.10.2002 |
Forseti tekur þátt í söfnun Rauða Kross Íslands, Göngum til góðs, í Kringlunni
|
05.10.2002 |
Fundur með Richard Alston, samgöngu-, upplýsingatækni- og menningarmálaráðherra Ástralíu
|
05.10.2002 |
Opnun handritasýningar í Þjóðmenningarhúsinu
|
07.10.2002 |
Norskir reglubræður Frímúrarareglunnar koma til Bessastaða
|
08.10.2002 |
Hádegisverðarfundur með Eiði Guðnasyni sendiherra
|
08.10.2002 |
Erlendir sendiherrar afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Quatar, hr. Nasser bin Hamad M. Al-Khalifa;
sendiherra Ghana, hr. Emmanuel Kwadwo Adu;
sendiherra Burkina Faso, frú Céline M. Yoda née Koknobo
|
09.10.2002 |
Fundur með Eyjólfi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Kiwanis í Evrópu
|
10.-12.10.2002 |
Forseti Íslands heimsækir Búlgaríu
|
11.10.2002 |
Fundur forseta Íslands og forseta Búlgaríu, Georgi Parvanov. Forsetar Íslands og Búlgaríu opna lyfjaverksmiðju Balkanpharma í Búlgaríu. Ávarp. Hátíðarkvöldverður Balkanpharma.
|
12.10.2002 |
Fundur forseta Íslands og forsætisráðherra Búlgaríu
|
13.10.2002 |
Móttaka á Bessastöðum fyrir ráðstefnugesti á samnorrænni ráðstefnu félagsfræðinga
|
14.-16.10.2002 |
Opinber heimsókn í Húnaþing. Dagskrá
|
14.10.2002 |
Heimsókn í Byggðasafnið á Reykjum, kirkjuna á Melstað, minnismerki Ásdísar á Bjargi skoðað, heimsókn í grunnskólann á Laugabakka og starfsemi hestamiðstöðvarinnar að Gauksmýri kynnt fyrir forseta. Heimsókn í Leikskólann á Hvammstanga, Ísprjón, Verslunarminjasafn Hvammstanga og starfsemin að Höfðabraut 6 skoðuð. Farið í Sparisjóð Húnaþings, Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga og íþróttamiðstöð Húnaþings. Fjölskylduhátíð í Félagsheimili Hvammstanga. Ávarp. Forseti afhendir hvatningu til ungra Íslendinga á Hvammstanga. Fréttatilkynning
|
15.10.2002 |
Morgunstund í Þingeyrarklausturkirkju. Á Skagaströnd heimsótti forseti Grunnskólann og leikskólann, Ístex, vefdeild, fiskvinnslufyrirtækið Norðurströnd og Rækjuvinnsluna. Hádegisverður í Kántrýbæ. Á Blönduósi heimsótti forseti grunnskólann og leikskólann, Heimilisiðnaðarsafnið, Sölufélag A-Hún., Hillebrandtshúsið og Heilbrigðisstofnunina. Kaffiveitingar í Hnitbjörg, félagsheimili eldri borgara. Fjölskylduhátíð var í félagsheimilinu á Blönduósi. Ávarp. Forseti afhendir hvatningu til ungra Íslendinga á Blönduósi. Fréttatilkynning
|
16. 10.2002 |
Heimsókn í Húnavallaskóla, Reiðhöllina á Blönduósi og á bænum Akri voru kynntar nýjar aðferðir við sauðfjárræktun. Hádegisverður í Flóðvangi og forseti kvaddur í Þórdísarlundi
|
18.10.2002 |
Ráðstefna um hnattvæðingu á vegum Háskóla Íslands
|
18.10.2002 |
Setning alþjóðaviku í Kópavogi
|
18.10.2002 |
Hjúkrunarfræðingar á Lungnadeild Landspítala koma til Bessastaða
|
19.10.2002 |
Hádegisverður fyrir þátttakendur í ráðstefnu Háskóla Íslands um stöðu og hlutverk smárra ríkja
|
19.10.2002 |
Þátttakendur í alþjóðlegri ráðstefnu um hnattvæðingu koma til Bessastaða
|
20.10.2002 |
Forseti afhendir verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í húsakynnum Kennaraháskóla Íslands
|
21.10.2002 |
Fundur með Niels Einarssyni og Jóni Hauki Ingimundarsyni frá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri
|
22.10.2002 |
Fundur forseta og Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis á Bessastöðum
|
22.10.2002 |
Börn úr Álftanesskóla og Grundarfjarðarskóla koma til Bessastaða
|
24.10.2002 |
Norskir ritstjórar hitta forseta á Bessastöðum
|
25.10.2002 |
Forseti afhendir markaðsverðlaun ÍMARK á Hótel Sögu
|
25.10.2002 |
Jón Marvin Jónsson, ræðismaður Íslands í Seattle, afhendir forseta eintak bókarinnar Heim og heiman á Bessastöðum
|
25.10.2002 |
Jón Ármann Héðinsson afhendir forseta skjal um fjall ársins, sem er Herðubreið
|
25.10.2002 |
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri 150 ára. Ávarp forseta
|
25.10.2002 |
Forseti flytur ávarp á hátíðarsamkomu Gídeonfélaga, KFUM, við Holtaveg
|
27.-30.10.2002 |
Ferð forseta til Finnlands í tilefni af 50 ára afmæli Norðurlandaráðs
|
28.10.2002 |
Forseti flytur fyrirlestur í háskólanum í Oulo í norðurhluta Finnlands: Partnership in the North-Russia, America and the Nordic Countries in the 21st Century. Fyrirlesturinn var fluttur á ensku
|
29.10.2002 |
Fundur með Martti Ahtisaari, fv. forseta Finnlands. Hádegisverðarfundur með forseta Finnlands, Tarja Halonen. Hátíðarsamkoma í tilefni af 50 ára afmæli Norðurlandaráðs í þinghúsinu að viðstöddum þjóðhöfðingjum Norðurlanda
|
30.10-2.11.2002 |
Ferð forseta til Bandaríkjanna
|
31.10.2002 |
Forseti Íslands í New York. Fundir með aðalframkvæmdastjóra Parliamentarians for Global Action, Stephen Heinz, forseta Rockefeller Brother Fund, og Vartan Gregorian, forseta Carnegie Corporation. Fundur forseta og Kofi Annan aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Fundur forseta og Nitin Desai framkvæmdastjóra efnahags- og félagslegra málefna hjá Sameinuðu þjóðunum. Fundur forseta og fulltrúa "Small Island Developing States" ríkjahópsins innan Sameinuðu þjóðanna
|
Nóvember |
01.-02.11.2002 |
Forseti Íslands í Dartmouth
|
01.11.2002 |
Fundur með Philip N. Cronenwett, forstöðumanni Stefansson safnsins, og frú Evelyn Stefansson Nef, ekkju Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar. Fundir með stjórnendum Dartmouth College.
|
02.11.2002 |
Opnun sýningarinnar "The Friendly Arctic" í háskólanum í Dartmouth. Forseti flytur fyrirlestur í háskólanum í Dartmouth, The Stefansson Memorial Lecture.
|
06.11.2002 |
Fundur á Bessastöðum með Wei Jianguo, aðstoðarutanríkisviðskiptaráðherra Kínverska alþýðulýðveldisins, til kynningar á boði kínverskra stjórnvalda um að hýsa heimssýninguna Expo í Shanghai borg árið 2008
|
06.11.2002 |
Erlendir sendiherrar afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Rúmeníu, hr. Vlad-Andrei Moga;
sendiherra Mósambík, hr. Eduardo José Baciao Koloma;
sendiherra Bangladesh, hr. Monzurul Alam
|
07.11.2002 |
Heimsókn í Kauphöllina, kynning á starfsemi hennar og nýjum húsakynnum
|
08.11.2002 |
Heimsókn í Listaháskóla Íslands; forseti kynnir sér starfsemi einstakra deilda skólans, skoðar húsakynni hans og situr fyrir svörum nemenda og kennara á málstofu á sal
|
10.11.2002 |
Edduverðlaunin afhent í Borgarleikhúsinu
|
11.11.2002 |
Verðlaunahafar og forsvarsmenn Edduverðlauna koma til Bessastaða
|
14.11.2002 |
Fundur með Davíð Gíslasyni frá Manitoba
|
14.11.2002 |
Fundur með Baldri Þórhallssyni lektor við Háskóla Íslands
|
16.11.2002 |
Ávarp á stofnfundi Regnbogabarna í Þjóðleikhúsinu
|
22.-25.11.2002 |
Ferð forseta til Minneapolis í Minnesota í tilefni af opnun sýningarinnar Vikings: The North Atlantic Saga í Vísindasafninu í Minneapolis. Fréttatilkynning
|
22.11.2002 |
Ávarp forseta við opnun Víkingasýningar Smithsonian stofnunarinnar (Vikings: The North Atlantic Saga) í Vísindasafninu í Minneapolis. Fundur forseta og Jesse Ventura, ríkisstjóra Minnesota. Heimsókn í Sænsk-amerísku stofnunina í Minneapolis þar sem er miðstöð fyrir félagsstarf á vegum Íslendinga í borginni. Heimsókn í Háskólann í Minnesota. Viðræður við kennara og stúdenta. Viðtöl við forseta: WCCO-AM, KELO útvarpsstöðin í Dakóta, KMSP-TV, KFGO-AM útvarpsstöðin, dagblaðið Star Tribune, St. Paul Pioneer Press, WCCO-TV, KARE-TV og TBDKSTP-TV
|
23.11.2002 |
Móttaka í Vísindasafninu í Minneapolis fyrir Íslendinga og fólk af íslensku bergi brotið í Minnesota. Forseti opnar Víkingasýningu Smithsonian safnsins í Vísindasafninu í Minneapolis fyrir almenningi
|
24.11.2002 |
Forseti gestur í morgunþætti WCCO-TV (CBS)
|
25.11.2002 |
Fundur forseta og Tim Pawlenty, kjörins ríkisstjóra (Governor Elect) Minnesota
|
26.11.2002 |
Fundur á Bessastöðum með Brad Horowitz, stjórnarformanni Tals og Western Wireless, Þórólfi Árnasyni, Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni og Barry Adelman lögmanni
|
27.11.2002 |
Fundur með sendiherra Suður-Afríku, hr. Happy Mahlangu
|
27.11.2002 |
Nemendur úr Iðnskólanum í Reykjavík koma til Bessastaða
|
27.11.2002 |
Forseta afhent fyrsta eintakið af ritröð Verkfræðingafélags Íslands: Frumherjar í verkfræði á Íslandi.
|
28.11.2002 |
Fundur með Nirði P. Njarðvík, prófessor við Háskóla Íslands
|
28.11.2002 |
Fundur með Bernharði Wilkinson og Lilju Árnadóttur
|
29.11.2002 |
Fundur með Curtis Olafson frá Norður-Dakota í Bandaríkjunum og öðrum leiðtogum Íslendingasamfélagsins þar
|
29.11.2002 |
Erlendir námsmenn í Kennaraháskóla Íslands koma til Bessastaða
|
Desember |
01.12.2002 |
Skátamessa í St. Jósefskirkjunni í Hafnarfirði
|
01.12.2002 |
Úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði í Þjóðmenningarhúsinu
|
01.12.2002 |
Hátíðarsamkoma stúdenta í Hátíðarsal Háskóla Íslands: "Frelsi og fullveldi á 21. öldinni"
|
01.12.2002 |
Móttaka á Bessastöðum til heiðurs Stúdentaráði Háskóla Íslands
|
01.12.2002 |
Kvöldverður á Bessastöðum til heiðurs Alþingi
|
02.-05.12.2002 |
Ferð forseta til Þýskalands í tilefni af hálfrar aldar afmæli stjórnmálasambands Íslands og Þýskalands. Fréttatilkynning
|
02.12.2002 |
Móttaka í Ráðhúsi Bonn til heiðurs forseta Íslands. Hátíðartónleikar í Beethoven tónlistarhúsinu í Bonn. Tónlist eftir Jón Leifs, Clöru Schumann, Fanny Mendelsohn og Josephine Lang, Flytjendur: Finnur Bjarnason tenór, Örn Magnússon píanóleikari og Hedayet Djeddikar píanóleikari. Á undan tónleikunum flytja borgarstjóri Bonn, Bärbel Dieckmann, og forseti ávörp. Heimsókn í Ráðhús Bonnborgar, fundur með Bärbel Dieckmann borgarstjóra
|
03.12.2002 |
Heimsókn í höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bonn. Viðræður við Dr. Axel Wüstenhagen, forstjóra UNIC, Hama Arba Diallo framkvæmdastjóra UNCCD, Günter Klein, framkvæmdastjóra ECEH og Joke Waller-Hunter framkvæmdastjóra UNFCC. Hádegisverður borgarstjóra Bonn til heiðurs forseta Íslands. Heimsókn í Adenauer safnið í Rhöndorf í fylgd Max Adenauer, sonar Konrads Adenauer. Heimsókn í Center for Advanced European Studies and Research (CAESAR) í Bonn. Opnunarávarp forseta á ljósmyndasýningu Einars Fals Ingólfssonar í Listasafni Bonn. Upplestur Arnalds Indriðasonar, Einars Más Guðmundssonar, Steinunnar Sigurðardóttur og Thors Vilhjálmssonar, og fyrirlestur Halldórs Guðmundssonar bókmenntafræðings í tilefni af aldarafmæli Halldórs Laxness. Ávarp forseta
|
04.12.2002 |
Heimsókn í bókasafn Háskólans í Köln. Kynning á íslenska sérsafninu "Sammlung Erkes". Forseti flytur ávarp í Borgarbókasafni Kölnar við opnun sýningar sem helguð er ævi og störfum Halldórs Laxness á aldarafmæli skáldsins. Borgarstjóri Kölnar, Josef Müller, flytur ávarp. Halldór Guðmundsson flytur fyrirlestur um Halldór Laxness. Heimsókn í Ráðhús Kölnar. Ávarp borgarstjórans, Fritz Schramma. Ávarp forseta Íslands. Fundur með forsætisráðherra Nordrhein Westfalen, Peer Steinbrück, í Düsseldorf. Fundur með forseta þings Nordrhein Westfalen, Ulrich Schmidt, í þinghúsinu. Viðræður við fulltrúa þingflokka. Fyrirlestur forseta við upphaf rannsóknardaga við háskólann í Bonn: Germany and the new North: A Partnership in the 21st Century?" Fyrirlesturinn var fluttur á ensku. Tónleikar sinfóníuhljómsveitar Bonnháskóla undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Á verkefnaskránni m.a. verk eftir Jón Nordal. Heimsókn í "Hús bókmenntanna" í Bonn
|
05.12.2002 |
Morgunverðarfundur í Bonn um fyrirhugaðan frumflutning á óperunni Gretti eftir Böðvar Guðmundsson og Þorkel Sigurbjörnsson á 54. Alþjóðahátíð ungra tónlistarmanna í Bayreuth í Þýskalandi í ágúst 2004
|
06.12.2002 |
Forseti flytur setningarávarp á þingi Evrópusambands Ólympíunefnda og Alþjóða Ólympíunefndarinnar á Grand Hotel í Reykjavík.
|
07.12.2002 |
Fulltrúar frá Evrópusambandi Ólympíunefnda og Alþjóða Ólympíunefndinni hitta forseta á Bessastöðum
|
09.12.2002 |
Fundur með Þorgeiri Pálssyni frá Icecon
|
09.12.2002 |
Sendiherra Bandaríkjanna, James I. Gadsden afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum
|
09.12.2002 |
Forseti afhendir Íslensku bjartsýnisverðlaunin
|
11.12.2002 |
Forseti sækir jólatónleika Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu í Reykjavík
|
11.12.2002 |
Fundur með fulltrúum Háskólans á Akureyri, Þorsteini Gunnarssyni rektor og Þórleifi St. Björnssyni, og forsvarsmönnum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Niels Einarssyni og Jóni Hauki Ingimundarsyni, um málefni Rannsóknarþings norðursins, Northern Research Forum
|
11.12.2002 |
Fundur með forsvarsmönnum Bílgreinasambandsins, Jónasi Steinarssyni framkvæmdastjóra, Ernu Gísladóttur formanni og Boga Pálssyni
|
13.12.2002 |
Forseti afhendir viðurkenningu úr Vísinda- og rannsóknarsjóði Fræðslunets Suðurlands á Hótel Selfossi
|
14.12.2002 |
Jólatónleikar í Skálholtskirkju
|
16.12.2002 |
Börn úr leikskóla og grunnskóla Álftaness tendra ljós á jólatrjám á Bessastöðum. Jólasveinar, söngur
|
17.12.2002 |
Fundur með Þórólfi Árnasyni, forstjóra Tals
|
19.12.2002 |
Kornelíus Sigmundsson sendiherra á fund með forseta
|
19.12.2002 |
Forseti heimsækir Mæðrastyrksnefnd og kynnir sér starfsemi hennar
|
27.12.2002 |
Veiting heiðursverðlauna úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright í Norræna húsinu
|
28.12.2002 |
Þorfinnur Ómarsson til fundar við forseta
|
30.12.2002 |
Fundur með Herman Salton á Bessastöðum
|
31.12.2002 |
Ríkisráðsfundur á Bessastöðum
|
31.12.2002 |
Úthlutun úr Rithöfundasjóði í húsakynnum Ríkisútvarpsins við Efstaleiti
|