Veftré Print page English

Ýmsir atburðir úr dagskrá forseta


Hér birtist skrá yfir ýmsa atburði í dagskrá forseta en auk þeirra sem hér eru nefndir er fjöldi annarra þátta sem ekki eru tilgreindir,  t.d. fundir með ráðherrum og embættismönnum, fulltrúum fyrirtækja og samtaka og fjölmörgum einstaklingum með margvísleg erindi og erlendum gestum sem til Íslands koma. Þá sækir forsetinn jafnframt fjölda menningarviðburða sem ekki eru raktir hér, s.s. leiksýningar, myndlistasýningar, tónleika og aðra mannfagnaði.


Árið 2006


Janúar

01.01.2006 Nýársmóttaka forseta Íslands á Bessastöðum.
01.01.2006 Orðuveiting á Bessastöðum. Fréttatilkynning Mynd.
01.01.2006 Nýársávarp forseta Íslands. Ensk þýðing.
03.01.2006 Forseti viðstaddur val á íþróttamanni ársins 2005 og flytur ávarp.
03.01.2006 Jólatrésfagnaður á Bessastöðum.
06.01.2006 Forseti er viðstaddur vígslu líkamsræktarstöðvar í Íþróttamiðstöðinni á Álftanesi.
06.01.2006 Forseti á fund með Ellert Schram, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, og Stefáni Konráðssyni, framkvæmdastjóra ÍSÍ.
06.01.2006 Forseti á fund með Bjarna Ármannssyni, forstjóra Íslandsbanka, um þróun viðskipta og verkefni í krafti alþjóðavæðingar.
06.01.2006 Forseti fundar með Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, um háskólamenntun, rannsóknir og alþjóðlegt samstarf á því sviði.
08.01.2006 Forseti efnir til kvöldverðar með starfsfólki embættisins á Bessastöðum til að kveðja Stefán Lárus Stefánsson, fyrrverandi forsetaritara, og þakka honum farsæl störf.
08.01.2006 Forseti er viðstaddur nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga sem Íþróttasamband fatlaðra efnir til í Sundlauginni í Laugardal.
09.01.2006 Forseti ræðir við fræðimenn úr Háskóla Íslands um fyrirhugaða ráðstefnu um framkvæmdir og samfélag.
09.01.2006 Forseti fundar með Haraldi Benediktssyni og Gunnari Guðmundssyni um þróun í íslenskum landbúnaði og fræðaþing landbúnaðarins.
10.01.2006 Forseti ræðir við fulltrúa starfshóps sem lagt hafa fram skýrslu um alþjóðlega rannsóknarstofnun á sviði jarðkerfisfræða á Ísafirði.
10.01.2006 Forseti flytur fyrirlestur um útrásina í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands. Fyrirlesturinn ber heiti Útrás: Uppruni - Einkenni - Framtíðarsýn. Icelandic Ventures, ensk þýðing.
13.01.2006 Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Eyrarrósin er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands hafa sett á stofn. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú og mun hún afhenda viðurkenninguna og verðlaunagripinn.
14.01.2006 Forseti tekur þátt í hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara sem haldinn er til að kynna nýjungar í íslenskri matargerð og styrkja íslenska matreiðslumenn á alþjóðvettvangi.
16.01.2006 Forseti fundar um útflutning á skyri og markaðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða.
16.01.2006 Forseti fundar um Íslensku menntaverðlaunin fyrir árið 2006 og tímasetningu tilnefninga og verðlaunaafhendingar.
18.01.2006 Forseti á fund með Ragnari Stefánssyni og Steinunni Jakobsdóttur um árangur af samvinnu við Indverja um varnir gegn jarðskjálftum sem byggðar eru á framlagi íslenskra vísindamanna.
18.01.2006 Forseti fundar með Wally Broecker prófessor og fleiri vísindamönnum, íslenskum og erlendum, um tilraunir til að binda koltvíoxíð djúpt í jörðu og draga þannig úr hættu á loftslagsbreytingum.
19.01.2006 Forseti skoðar sýningu á kínversku postulíni sem kemur til Íslands í framhaldi af heimsókn forseta til Kína.
19.01.2006 Forseti fundar um forvarnir í baráttunni gegn fíkniefnum og samstarf evrópskra borga á þeim vettvangi.
21.01.2006 Forseti fundar með forystumönnum félagasamtaka um baráttuna gegn fíkniefnum.
21.01.2006 Forseti tekur þátt í fagnaði í tilefni af 60 ára afmæli tannlæknadeildar Háskóla Íslands.
23.01.2006 Forseti fundar með verkefnisstjórn ECAD verkefnisins (European Cities Against Drugs) en það er forvarnarverkefni í tíu evrópskum borgum sem byggt er á íslenskum rannsóknum og íslenskri reynslu.
24.01.2006 Forseti ræðir við fréttamenn CNN sjónvarpsstöðvarinnar um íslenskt viðskiptalíf og árangur Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi.
25.01.2006 Forseti á fund með Gissuri Guðmundssyni, formanni Klúbbs matreiðslumeistara, um alþjóðasamstarf þeirra og kynningu á íslenskri matargerðarlist.
25.01.2006 Fundur forseta og Reynis Traustasonar ritstjóra um bók Reynis Skuggabörn og fíkniefnavandann.
25.01.2006 Forseti afhendir heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna 2005 í Þjóðleikhúsinu.
26.01.2006 Sendiherra Bandaríkjanna, frú Carol van Voorst, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum og í kjölfarið efnir forseti til móttöku. Mynd.
26.01.2006 Forseti á fund með forsvarsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur um jarðhitaframkvæmdir og möguleika á alþjóðavettvangi.
26.01.2006 Fundur forseta og sendiherra Ítalíu, hr. Uberto Pestalozza, sem er að ljúka störfum sem sendiherra gagnvart Íslandi.
27.01.2006 Forseti fundar með John Mroz, forstjóra East West Institute, um ýmsa þætti alþjóðamála, samskipti Evrópu, Kína og Indlands og verkefni stofnunarinnar.
28.01.2006 Forseti sækir árlegt þorrablót sem Kvenfélag Álftaness og Lionsklúbburinn á Álftanesi efna til.
30.01.2006 Forseti fundar með Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni Sambands íslenskra sveitafélaga, um forvarnir gegn fíkniefnavandanum.
31.01.2006 Sendiherra Kýpur, hr. Antonis Toumazis, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum Mynd.
31.01.2006 Sendiherra Indónesíu, frú Retno Lestari Priansari Marsudi, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum Mynd.
31.01.2006 Forsetahjón heimsækja Grundaskóla á Akranesi en hann fékk á liðnu ári Íslensku menntaverðlaunin í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi.

Febrúar

01.02.2006 Forseti fundar með fulltrúum FL Group um ferðamenn frá Kína og tekur við bréfi frá borgarstjóranum í Xianyang þar sem lýst er yfir stuðningi við ferðalög Kínverja til Íslands og einnig samvinnu á sviði jarðhita.
01.02.2006 Forseti á fund með áhugafólki um miðstöð sem aðstoðar fólk sem kemur úr meðferð vegna áfengisvanda og fíkniefnaneyslu við að ná fótfestu að nýju í daglegu lífi.
01.02.2006 Forseti fundar með forystumönnum Glímusambands Íslands um kynningu á íslensku glímunni og nýtingu hennar í þágu landkynningar og ferðaþjónustu.
02.02.2006 Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 eru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum og að henni lokinni er móttaka fyrir rithöfunda, fræðimenn og útgefendur.
02.02.2006 Forseti afhendir verðlaun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og verðlaun til viðskiptafræðings / hagfræðings ársins á Íslenska þekkingardeginum. Afhendingin fer fram á ráðstefnu FVH um stefnumótun.
02.02.2006 Forseti flytur fyrirlestur um framtíð íslensks landbúnaðar á Fræðaþingi landbúnaðarins.
03.02.2006 Forseti fundar með áhugamönnum um menningarsetur á Húsavík sem bæri heitið Garðarshólmi og byggt væri á arfleifð Garðars Svavarssonar landnámsmanns og fleiri þáttum úr sögu Íslendinga.
03.02.2006 Forseti situr hádegisverðarfund sendiherra ríkja Evrópusambandsins á Íslandi þar sem rætt er um útrás Íslendinga í vísindum, viðskiptum og menningu og ýmsa þætti alþjóðamála.
03.02.2006 Forseti á fund með félagsvísindamönnum og fulltrúum fjöldasamtaka og sveitarfélaga um árangursríkar forvarnir, byggðar á íslenskum rannsóknum, í baráttunni gegn fíkniefnum.
03.02.2006 Forseti ræðir við fréttamann Bloomberg News um íslenskt viðskiptalíf og framgöngu íslenskra athafnamanna á alþjóðagrundvelli.
04.02.2006 Forseti tekur á móti félögum í Lionsklúbbum í Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Reykjavík og af Akranesi í tilefni af 50 ára afmæli þriggja Lionsklúbba.
04.02.2006 Forseti sækir Myrka músíkdaga að Laugarborg við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit en dagarnir eru vettvangur nýrrar íslenskrar tónlistar.
04.02.2006 Forseti afhjúpar minnisvarða á Akureyri í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá stofnun Verkamannafélags Akureyrar, flytur ávarp og tekur þátt í hátíðarhöldum.
05.02.2006 Forseti ræðir við fréttamann BBC 4 (þáttarins Today) um útrás íslensks viðskiptalífs og framtíðarmöguleika Íslendinga á heimsmarkaði. Viðtalinu verður útvarpað 7. febrúar milli kl. 06:00 og 09:00.
12.02.2006 Forseti flytur setningarræðu á ráðstefnunni Myndir norðursins, "Images of the North", sem ReykjavíkurAkadaemían efnir til í tengslum við Vetrarhátíð. Ræðan var flutt á ensku.Myndir Norðursins íslensk þýðing.
23.02.2006 Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands á Bessastöðum.
23.02.2006 Forseti á fund með forystumönnum Lionshreyfingarinnar um þátttöku í heimsþingi hreyfingarinnar sem verður haldið í júlí á þessu ári í Bandaríkjunum.
23.02.2006 Forseti á fund með sendiherra Pakistan á Íslandi, hr. Shahbaz, en hann er nú að láta af störfum.
23.02.2006 Forseti tekur á móti hópi fólks frá Bandaríkjunum sem vinnur að því að kynna og selja íslenskar sjávarafurðir.
24.02.2006 Forseti tekur þátt í setningarathöfn Breiðholtshátíðar - menningarhátíð eldri borgara og situr málþing um félagsstarf og félagsþjónustu eldri borgara sem haldið er í Gerðubergi.
24.02.2006 Forseti tekur þátt í útskriftarhátíð Stóriðjuskólans og flytur ávarp við athöfnina.
25.02.2006 Forseti á fund með Anthony Williams borgarstjóra Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna og fylgdarliði hans en borgarstjórinn tekur þátt í "Food and Fun" þar sem áhersla er lögð á að kynna íslensk matvæli.
25.02.2006 Forseti er viðstaddur brautskráningu kandídata í Háskóla Íslands.
28.02.2006 Forseti fundar með fulltrúa iðnaðarmannafélaga um aukna viðurkenningu á iðnmenntun í landinu.
28.02.2006 Forseti fundar með fulltrúum Landverndar um ýmsa þætti umhverfisverndar.
28.02.2006 Forseti fundar með fulltrúa læknastúdenta um útgáfu fræðirits í líffærafræði.
28.02.2006 Forseti fundar með fulltrúa fyrirtækja um möguleika á viðskiptum í Rússlandi.

Mars

01.03.2006 Forseti tekur þátt í samkomu V-dagsins en hann er helgaður baráttu gegn ofbeldi á konum.
01.03.2006 Forseti hittir nýjan landstjóra Kanada, Michaélle Jean, sem kemur við á Íslandi á leið sinni yfir hafið. Meðal umræðuefna eru samskipti landanna og málefni Norðurslóða.
01.03.2006 Börn úr Álftanesskóla koma til Bessastaða til að ýta úr vör söfnun ABC barnahjálpar.
03.03.2006 Forseti afhendir samfélagsverðlaun Fréttablaðsins þegar verðlaunin eru veitt í fyrsta sinn. Verðlaunin hlýtur Forma, samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi.
04.03.2006 Fulltrúum úr Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur boðið til Bessastaða.
07.03.2006    Ríkisráðsfundur á Bessastöðum. Mynd.
10.03.2006 Fulltrúar frá Internetfyrirtækinu Google funda með forseta.
13.03.2006 Forseti á viðræður við fulltrúa frá Abu Dhabi um nýtingu jarðhita og aðgerðir í orkumálum, og hvernig draga megi úr hættu á loftslagsbreytingum og stuðla að þróun í öðrum heimsálfum.
14.03.2006 Fornleifafræðinemar við Háskóla Íslands heimsækja Bessastaði, ræða við forseta, skoða frágang fornminja á Bessastöðum og aðra sögulegar minjar á staðnum.
14.03.2006 Myndataka á Bessastöðum vegna heimildamyndar um sellóleikarann Erling Blöndal Bengtsson.
14.03.2006 Forseti tekur á móti hópi eldri borgara frá Mosfellsbæ.
15.03.2006 Forseti heimsækir tölvuleikjafyrirtækið CCP og kynnir sér starfsemi og framleiðslu fyrirtækisins og hugmyndir um markaðssókn erlendis.
15.03.2006 Forseti ræðir við fulltrúa frá Abu Dhabi um árangur af heimsókn þeirra til Íslands og ýmsar leiðir til að auka samvinnu í þágu sjálfbærrar orkunýtingar.
19.03.2006 Forseti Íslands situr afmælishátíð Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á Hótel Sögu og flytur hátíðarræðu. Ræða.
20.03.2006 Sendiherra Rúmeníu hr. Theodor Paleologu afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum. Mynd.
20.03.2006 AFS skiptinemar hitta forseta á Bessastöðum.
22.03.2006 Sendiherra Ítalíu frú Rosa Anna Coniglio afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum. Mynd.
22.03.2006 Sendiherra Marokkó hr. Yahidih Bouchaab afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum. Mynd.
23.03.2006 Forseti ræðir við fræðimenn frá Suður-Afríku um málefni Afríku, efnahagsþróun, baráttu við fátækt og sjúkdóma.
23.03.2006 Forseti fundar með fulltrúum jólasveinaverkefnisins í Dimmuborgum um nýja möguleika í ferðaþjónustu í Mývatnssveit.
24.03.2006 Forseti býður til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum fyrir ríkisstjórn, erlenda sendiherra, stjórnendur æðstu stofnana og forystumenn í þjóðmálum.
24.03.2006 Forseti á fund með Adam Okimbisa borgarstjóra Dar-es-Salaam borgar í Tansaníu þar sem einkum er rætt um baráttu gegn sjúkdómum og fátækt í Afríku.
24.03.2006 Forseti á fund með formanni og framkvæmdastjóra Rauða krossins um málefni Rauða krossins, hjálparstarf í Afríku og stuðning við starfsemina innanlands.
25.03.2006 Félagar úr Kvenfélaginu Lilju í Hvalfjarðarstrandarhreppi heimsækja Bessastaði í tilefni af 70 afmæli félagsins.
26.03.2006 Forseti viðstaddur útför Lennarts Meri fyrrum forseta Eistlands sem fram fer frá Karli kirkjunni í Tallinn, höfuðborg Eistlands.
27.03.2006 Forseti ræðir við John A. Quelch sem er prófessor í viðskiptafræðum við Harvard Business School um alþjóðlegt orðspor íslensks atvinnulífs og ýmsar aðgerðir til að styrkja það og bregðast við neikvæðri umfjöllun.
28.03.2006 Forseti er viðstaddur lokaáfanga Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði og veitir þátttakendum viðurkenningar, en þeir eru allir sigurvegarar úr skólum sínum í Hafnarfirði og á Álftanesi.
28.03.2006 Forseti á fund með frú Madeleine Ströje-Wilkens, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, um sóknarfæri byggð á sameiginlegum menningararfi Íslands og Svíþjóðar og væntanlega heimsókn Hans Blix til Íslands; einnig um Rannsóknarþing norðursins sem haldið verður í Svíþjóð og Finnlandi í október næstkomandi.
30.03.2006 Forseti er viðstaddur opnun sýningarinnar Matur 2006 og kynnir sér þá fjölþættu starfsemi sem þar er lýst
30.03.2006 Sendiherra Andorra hr. Pere Joan Tomás Soguero afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum. Mynd.

Apríl

01.04.2006 Forseti sækir 100 ára afmælismót Íslandsglímunnar í íþróttahúsi Síðuskóla á Akureyri og afhendir Freyjumenið.
01.04.2006 Forseti tekur þátt í ráðstefnunni Garðarshólmi: Saga, land, menning sem haldin er á Húsavík þar sem m.a. er fjallað um menningar- og fræðasetur á Húsavík og ný viðhorf til umhverfisverndar. Ávarp.
02.04.2006 Forseti opnar sýninguna Hans Christian Andersen - Lífheimur á Kjarvalsstöðum. Ávarp.
04.04.2006 Forseti ræðir við Michael Meacher þingmann og fyrrum umhverfisráðherra frá Bretlandi og forystumenn Neytendasamtakanna á Íslandi um erfðabreytt matvæli og ný viðhorf til neyslu landbúnaðarafurða. 
05.04.2006 Forseti tekur á móti skólastjórnendum en alþjóðasamtök þeirra ICP halda nú þing á Íslandi. Þátttakendur koma frá öllum heimsálfum.
05.04.2006 Forseti á fund með dr. Enrique del Acebo Ibánez, prófessor frá Argentínu um samvinnu á sviði menningar og vísinda.
05.04.2006 Forseti á fund með Orra Vigfússyni forystumanni Verndarsjóðs villtra laxastofna um alþjóðlegar aðgerðir á því sviði.
06.04.2006 Forseti fundar með dr. Tony Byrne og systur Kathleen Maguire og fulltrúum Regnbogabarna um tíðni og orsakir sjálfsvíga, reynslu annarra þjóða og hvernig hægt er að draga úr einelti. Forseti sækir svo um kvöldið fyrirlestur hinna erlendu sérfræðinga.
06.04.2006 Forseti fundar með Aðalsteini Baldurssyni formanni Verkalýðsfélags Húsavíkur um byggðamál, hagsmuni launafólks og íbúa Húsavíkur. 
06.04.2006 Forseti er viðstaddur opnun sýningar í Norræna húsinu um Dag Hammarskjöld fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
07.04.2006 Forseti fundar um undirbúning Global Roundtable on Climate Change (Samráðsþing um loftslagsbreytingar) sem haldið verður á Íslandi í júní næstkomandi og kynningu á rannsóknum íslenskra vísindamanna sem fram fer í tengslum við fundinn
07.04.2006 Forseti á fund með sendiherra Lesótó gagnvart Íslandi, dr. Thekiso Khati, sem nú lætur af störfum.
07.04.2006 Sendiherra Kenía, hr. Michael Kinyanjui, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum. Mynd.
07.04.2006 Forseti sækir fyrirlestur Hans Blix, fyrrverandi yfirmanns vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Háskóla Íslands og síðar um daginn tekur forseti á móti Hans Blix á Bessastöðum. 
07.04.2006 Forseti fundar um undirbúning Global Roundtable on Climate Change (Samráðsþing um loftslagsbreytingar) sem haldið verður á Íslandi í júní næstkomandi og kynningu á rannsóknum íslenskra vísindamanna sem fram fer í tengslum við fundinn.
08.04.2006 Forseti afhendir viðurkenningar að afloknu Model UN, en þar tekur ungt fólk að sér hlutverk fulltrúa ríkja á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, og tekur á móti þátttakendum á Bessastöðum
11.04.2006 Forseti á fund með George Reid, forseta skoska þingsins, og hópi skoskra þingmanna um aukin tengsl Íslands og Skotlands og hvernig hægt er að styrkja þau á ýmsum sviðum
12.04.2006 Forseti tekur þátt í hátíðardagskrá á Ásvöllum í Hafnarfirði í tilefni af 75 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Hauka.
19.04.2006 Forseti afhendir Útflutningsverðlaun forseta Íslands  á Bessastöðum. Verðlaunin hlýtur 3X-Stál á Ísafirði.
20.04.2006 Forseti tekur þátt í hátíðarhöldum vegna 60 ára afmælis Hveragerðis, opnar sýningu á verkum grunnskólabarna, sækir fjölskylduhátíð, flytur ræðu á hátíðarfundi bæjarstjórnar og situr hátíðarkvöldverð bæjarstjórnar.
20.04.2006 Forseti afhendir umhverfisverðlaun í Landbúnaðarháskólanum í Hveragerði.
20.04.2006 Forseti sækir skátamessu í Hallgrímskirkju sumardaginn fyrsta.
22.04.2006 Forseti tekur á móti keppendum í Íslandsglímunni, en nýverið var haldið upp á aldarafmæli hennar, ásamt forystumönnum Glímusambandsins og Glímukóngum frá fyrri tíð.
23.04.2006 Forseti afhendir þýðingarverðlaun Bandalags þýðenda og túlka á Gljúfrasteini 
25.04.2006 Fyrri dagur opinberrar heimsóknar forsetahjóna til Austur-Skaftafellssýslu. Dagskrá. Albert Eymundsson bæjarstjóri, Páll Björnsson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Austur-Skaftafellssýslu taka á móti forsetahjónunum. Þaðan er haldið að leikskólunum Lönguhólum og svo Krakkakoti þar sem leikskólastjórar, starfsfólk og leikskólabörn taka á móti forsetahjónum. Frá Krakkakoti er ekið að Ekrum, miðstöð félagsstarfs aldraðra, starfsemin er kynnt og kór aldraðra syngur tvö lög. Síðan er gengið að Heilbrigðisstofnun Suðausturlands og heilsa forsetahjón m.a. Sólveigu Pálsdóttur sem er elsti núlifandi Íslendingurinn, 108 ára. Frá Heilbrigðisstofnuninni er ekið að dagvist fatlaðra. Síðasti viðkomustaður fyrir hádegi er í Nýheimum og Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu, þar kynna skólameistari, kennarar og nemendur starfsemina og snæða forsetahjón hádegisverð með þeim. Eftir hádegi er heimsókn fyrst í Hafnarskóla, 4.-7. bekk og síðan Heppuskóla, 8.-10. bekk, heimsókn í fyrirtækið NorðurBragð og sjávarútvegsfyrirtækið Skinney-Þinganes. Þaðan fara forsetahjón í siglingu með lóðsbátnum Birni lóðs út í Hornafjarðarós og loks skoða forsetahjón Jöklasýninguna í fylgd menningarfulltrúa. Um kvöldið er fjölskylduhátíð í Íþróttahúsinu með fjölþættri dagskrá þar sem forseti ávarpar samkomuna og afhendir Hvatningu til ungra Íslendinga. Myndir.
26.04.2006 Síðari dagur opinberrar heimsóknar forsetahjóna til Austur-Skaftafellssýslu hefst með heimsókn að bænum Seljavöllum  en þar er kúabúskapur og kartöflurækt. Þá er haldið að Nýheimum þar sem forseti flytur setningarávarp á málþinginu „Skapandi greinar í ríki Vatnajökuls“. Síðan heimsækja forsetahjón Nesjaskóla og svo Sambýlið Hólabrekku. Síðan er ekið að bænum Smyrlabjörgum en þar er sauðfjárbúskapur og snæða gestir hádegisverð á bænum. Þaðan er farið í heimsókn í Hrollaugsstaðaskóla og svo að Hala í Suðursveit þar sem forsetahjón kynna sér starfsemi Þórbergsseturs. Þá er komið við á Jökulsárlóni og siglt um Lónið. Forsetahjón heimsækja bræðurna á Kvískerjum og síðan Grunnskólann í Hofgarði. Loks er farið í þjóðgarðinn í Skaftafelli. Opinberri heimsókn forsetahjóna til Austur-Skaftafellssýslu lýkur með kveðjukaffi í Hótel Skaftafelli. Myndir.
29.-30.04.2006 Forsetahjónin taka þátt í hátíðarhöldum í Stokkhólmi í tilefni af 60 ára afmæli Karls Gústafs Svíakonungs. Um gjöf forseta ÍslandsMyndir.

Maí

05.05.2006 Forseti á fund með Valery L. Salygin forstöðumanni rannsóknarstofnunar um orkumál sem starfar í Moskvu en viðfangsefni hennar er hvernig hægt er að fullnægja orkuþörf veraldar án þess að stofna umhverfinu í hættu og stuðla að alþjóðlegri samvinnu á sviði orkumála.
05.05.2006 Forseti opnar sýninguna Perlan Vestfirðir 2006. Ávarp.
05.05.2006 Forseti á fund á Bessastöðum um rannsóknir á sameiginlegri sögu Íslands og Danmerkur.
06.05.2006 Forseti er viðstaddur útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands í Listasafni Reykjavíkur.
06.05.2006 Forseti er viðstaddur sýningu á kvikmyndinni Eldur á ís sem fjallar um sögu íslensku mormónakirkjunnar í Utah. Sýningin fer fram í Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu í Garðabæ.
08.05.2006 Forseti tekur á móti hópi danskra kvenna úr Oddfellowhreyfingunni.
08.05.2006 Forseti á fund með nýkjörnum forseta ÍSÍ, Ólafi Rafnssyni, og Stefáni Konráðssyni, framkvæmdastjóra ÍSÍ, um starfsemi íþróttahreyfingarinnar og þátttöku forsetans í ýmsum verkefnum á þeim vettvangi.
08.05.2006 Forseti ræðir við fulltrúa náttúruverndarsamtaka um virkjanir og náttúruvernd, m.a. Kárahnjúkavirkjun
09.05.2006 Forseti tekur á móti sveit ræðismanna Íslands erlendis sem taka þátt í ræðismannaráðstefnu sem haldin er í Reykjavík.
10.05.2006 Forseti kynnir Rattan Lal sem heldur fyrirlestur í fyrirlestraröð forseta Íslands, Nýir straumar og fjallar fyrirlesturinn um umhverfismál, landnýtingu og landheilsu. Fréttatilkynning.
10.05.2006 Forseti á fund með fulltrúum Háskóla Íslands og Háskóla Akureyrar um þróun náms í Asíufræðum.
10.05.2006 Forseti sækir hátíð í Ísaksskóla í tilefni af 80 ára afmæli skólans.
11.05.2006 Forseti flytur ávarp á ráðstefnu um heilbrigðar samgöngur sem ber heitið „Látum hjólin snúast“. Að ráðstefnunni standa Lýðheilsustöð, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Landssamtök hjólreiðarmanna og Umhverfissvið Reykjavíkurborgar.
12.05.2006 Forseti er viðstaddur opnun landnámssýningar í Aðalstræti þar sem sjá má minjar frá árdögum Íslandsbyggðar.
12.05.2006 Forseti er viðstaddur atriði á opnunardegi Listahátíðar en forseti er verndari hátíðarinnar.
12.05.2006 Forseti leggur hornstein að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar.
13.05.2006 Forseti opnar sýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur í Galleríi Turpentine. Á sýningunni eru sýnd ýmis verk listakonunnar sem ekki hafa áður verið sýnd á Íslandi
13.05.2006 Forseti er viðstaddur opnun Landnámsseturs í Borgarnesi sem einkum er tileinkað sagnaarfi um Egil Skallagrímsson
14.05.2006 Forseti tekur þátt í afmælishátíð Ljósmyndarafélags Íslands sem haldin er í tilefni af 80 ára afmæli félagsins
15.05.2006 Forseti sæmir Jan Petter Röed riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir stuðning við uppbyggingu menningarseturs í Reykholti og sameiginlegan sagnaarf Íslendinga og Norðmanna
15.05.2006 Forseti á fund með skipuleggjendum friðartónleika
15.05.2006 Forseti ræðir við starfsmenn forvarnadags sem halda á næsta haust um áherslur dagsins 
17.05.2006 Nýr sendiherra Rússlands, hr. Viktor I. Tatarintsev, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum. Mynd.
17.05.2006 Forseti tekur á móti fjórða bekk nemenda í Grundaskóla á Akranesi en skólinn hlaut Íslensku menntaverðlaunin á liðnu ári.
17.05.2006 Forseti ræðir við blaðamann tímaritsins Gate to Iceland.
17.05.2006 Forseti kynnir sér starfsemi SÁÁ með viðræðum við sérfræðinga og stjórnendur SÁÁ og fer í vettvangsheimsókn á Vík og Vog. Sérstök áhersla lögð á fíknisjúkdóm meðal kvenna.
17.05.2006 Forseti tekur við fyrsta Álfinum en hann er tákn fyrir fjársöfnun til styrktar SÁÁ
19.05.2006 Forseti tekur í dag við umfangsmiklu listaverki sem grunnskólanemendur úr Álftanesskóla og frá Norður-Írlandi hafa sett upp norðan við heimreiðina að Bessastöðum. Verkið er afhent á árlegum Margæsadegi og verður til sýnis næstu tvær vikur.
20.05.2006 Forseti tekur á móti félögum í Kvenfélagi Akureyrarkirkju á Bessastöðum.
20.05.2006 Forseti tekur á móti indversku baráttukonunni Dadi Janki en hún er þekkt fyrir framlag sitt til friðarmála, mannúðar, mannréttinda og trúar.
21.05.2006 Forseti flytur ávarp við setningu Málþings Rauða krossins á Hótel Loftleiðum. Heiti málþingsins er "Hvar þrengir að?" en þar verða birtar niðurstöður úr landskönnunum um fátækt á Íslandi sem Rauði krossinn hefur látið gera. Ávarp.
21.05.2006 Forseti sækir hátíðarsamkomu Hvítasunnukirkjunnar í tilefni af 70 ára afmæli safnaðarins.
21.05.2006 Forseti sækir Menningarvöku Vestfirðingafélagsins og rekur minningarbrot að vestan.
22.05.2006 Forseti fer til Finnlands þar sem hann mun hitta Tarju Halonen forseta Finnlands, taka þátt í atburðum sem helgaðir eru sölu á íslenskri síld og halda ræður í boði finnsku kauphallarinnar og á viðskiptaráðstefnu sem KB banki efnir til. Fréttatilkynning. Myndir.
22.05.2006 Forseti á fund með dr. K. K. Birla en fjölskylda hans hefur í áratugi verið helsta forystuaflið í indversku atvinnulífi.
24.05.2006 Forseti heldur ræðu á hádegisverðarfundi í boði finnsku kauphallarinnar að viðstöddum ríflega 100 stjórnendum öflugra finnskra fyrirtækja.
24.05.2006 Forseti flutti ræðu á viðskiptaþingi sem Kaupþing efnir til í Helsinki. Fréttatilkynning.
25.05.2006 Forseti flytur ræðu á viðskiptaráðstefnu sem Útflutningsráð boðar til í Lancaster House í Lundúnum.
29.05.2006 Forseti tekur á móti rithöfundinum og kvenfrelsiskonunni Germaine Greer og efnir til viðræðna um jafnréttismál á okkar tímum.
30.05.2006 Forseti fundar með forseta Litháens, Valdas Adamkus, í Vilnius þar sem rætt er um samskipti landanna, þróunina í Eystrasaltsríkjunum, vaxandi umsvif íslenskra fyrirtækja, stöðuna innan Evrópusambandsins og samskiptin við Rússland.
30.05.2006 Forseti fer til Litháens þar sem hann mun eiga fund með forseta Litháens Valdas Adamkus, taka þátt í ársþingi samtaka evrópskra borga gegn fíkniefnum og kynna sér starfsemi íslenskra fyrirtækja. Fréttatilkynning.
31.05.2006 Forseti heimsækir skrifstofu Norðurlandaráðs í Vilnius og ræðir um starfsemi hennar í landinu og á ýmsum svæðum við Eystrasalt
31.05.2006 Forseti heimsækir ýmis íslensk fyrirtæki í Litháen á sviði verkfræðiþjónustu, upplýsingatækni, fjármálaþjónustu og fjárfestingaráðgjafar, lyfsölu, smásöluverslunar og á ýmsum öðrum sviðum

Júní

01.06.2006 Forseti tekur á móti tilkynningu í Ráðhúsi Vilnius um að hafin sé undirskriftasöfnun í Litháen til að þakka íslensku þjóðinni fyrir að hafa verið fyrst allra til að viðurkenna sjálfstæði Litháens. Mynd.
01.06.2006 Forseti viðstaddur undirritun yfirlýsingar í ráðhúsi Vilnius þar sem Oslóborg staðfestir þátttöku sína í verkefninu Ungmenni í Evrópu  - Markvisst forvarnarstarf.
01.06.2006 Forseti flytur setningarræðu á ársþingi evrópskra borga sem sameinast hafa í baráttunni gegn fíkniefnum. Fréttatilkynning. Myndir.
06.06.2006 Forseti sækir afmælistónleika Bubba Morthens 060606 og flytur ávarp í móttöku sem haldin er á undan tónleikunum.
06.06.2006 Sendiherra Írans, Abdol Reza Faraji Rad, afhendir trúnaðarbréf. Mynd.
06.06.2006 Sendiherra Bosníu og Hersegóvínu hr. Faik Uzunovic afhendir trúnaðarbréf. Mynd.
07.06.2006 Forseti afhendir Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Hjallaskóla í Kópavogi. Verðlaunin hlutu: Í flokki skóla, Ártúnsskóli. Mynd. Í flokki kennara, Sólveig Sveinsdóttir. Mynd. Í flokki ungra kennara, Íris Róbertsdóttir. Mynd. Í flokki námsefnishöfunda, Sólrún Harðardóttir. Mynd. Ítarlegar greinargerðir um framlag verðlaunahafa fylgdu verðlaununum og er þær að finna við nöfn hvers verðlaunahafa. Hópmynd.
07.06.2006 Forseti veitir Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Hjallaskóla í Kópavogi. Fréttatilkynning
07.06.2006 Forseti er viðstaddur þegar tilkynnt er hverjir eru tilnefndir til Íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar, en forseti er verndari verðlaunanna
07.06.2006 Forseti á fund með sendiherra Litháens, hr. Deividas Matulionis, sem lætur senn af störfum gagnvart Íslandi. Rætt var um árangursríka heimsókn forseta til Litháens í síðustu viku
08.06.2006 Forseti tekur á móti listunnendum og velunnurum frá The Museum of Modern Art (MoMA) í New York sem eru að kynna sér íslenska list
08.06.2006 Forseti á viðræður á Bessastöðum við forsætisráðherra Rússlands, Mikhail Y. Fradkov. Að þeim loknum ræða þeir við fréttamenn og svara fyrirspurnum
08.06.2006 Forseti á fund með George D. Butterfield, stjórnanda alþjóðlegs ferðaþjónustufyrirtækis í Kanada, um sérstakar ferðir til Íslands sem taka mið af áhuga gesta á sérstæðri náttúru, mannlífi og sögu
09.06.2006 Forseti tekur á móti börnum sem fara í alþjóðlegar sumarbúðir barna og foreldrum þeirra
10.06.2006 Forseti opnar sýninguna „Systurnar í Hólminum í 70 ár“ en hún er helguð starfi St. Franciskussystra í Stykkishólmi
11.06.2006 Forseti Íslands kynnir á blaðamannafundi Samráðsþing um loftslagsbreytingar. Fréttatilkynning. Upplýsingaskjal. 
11.06.2006 Forseti boðar til blaðamannafundar á Bessastöðum um samráðsþing um loftslagsbreytingar og umhverfismál. Fréttatilkynning
11.06.2006 Forseti tekur þátt í sjómannamessu í Dómkirkjunni
12.06.2006 Forseti setur samráðsþing um loftslagsbreytingar sem haldið er á Nordica hotel en þingið sækja tæplega 200 fulltrúar um hundrað stórfyrirtækja, háskóla og vísindastofnana víða að úr veröldinni, m.a. frá Bandaríkjunum, Evrópu, Indlandi og Kína.
13.06.2006 Forseti tekur þátt í undirritun samkomulags milli Háskóla Íslands og Jarðvísindastofnunar Columbia háskóla í Bandaríkjunum um víðtækt vísindasamstarf háskólanna. Undirritunin fer fram í tengslum við Samráðsþing um loftslagsbreytingar og er ávöxtur af heimsókn Wallace S. Broecker og annarra vísindamanna frá Columbia sem komu til Íslands í janúar í boði forseta.
13.06.2006 Forseti á fund með Vilas Muttemwar ráðherra nýrra orkugjafa á Indlandi um samstarf Íslands og Indlands á sviði orkumála og hvernig nýir orkugjafar og breytt tækni geta dregið úr hættu.
15.06.2006 Forseti á fund með Deng Pufang forseta Landssambands fatlaðra í Kína. Deng Pufang er sonur Deng Xiao Ping fyrrverandi leiðtoga Kína og helsta áhrifavalds á nútímaþróun í landinu. Lífshlaup Deng Pufang er mótað af örlagaríkum viðburðum í ævi föður hans, jafnt í menningarbyltingunni svokölluðu sem og síðar. Deng Pufang situr ásamt forseta Íslands í Alþjóðastjórn Special Olympics. Fréttatilkynning.
15.06.2006 Ríkisráðsfundur hefst á Bessastöðum kl. 12:00 og munu þá þrír ráðherrar láta af störfum. Að fundi loknum býður forseti til hádegisverðar. Á öðrum ríkisráðsfundi að hádegisverði loknum taka nýir ráðherrar við störfum. Mynd.
16.06.2006 Forseti er viðstaddur afhendingu Grímunnar, Íslensku leiklistarverðlaunanna og afhendir heiðursverðlaun Grímunnar á hátíðarsamkomu í Borgarleikhúsinu. Forseti er verndari Grímunnar. Verðlaunahafar 2006.
16.06.2006 Forseti tekur á móti forsetum æðstu dómstóla á Norðurlöndum en þeir funda nú á Íslandi
16.06.2006 Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf:
Sendiherra Panama frú Liliana Fernández Puentes. Mynd.
Sendiherra Möltu hr. Eric Gerada Azzopardi. Mynd.
Sendiherra Króatíu hr. Aleksandar Heina. Mynd.
Sendiherra Kúveit hr. Sami Mohammad Al-Sulaiman. Mynd.
16.06.2006 Sendiherra Ísrael, frú Miryam Shomrat, á fund með forseta
16.06.2006 Sendiherra Írlands, hr. James Brennan, fundar með forseta en hann lætur senn af störfum sem sendiherra gagnvart Íslandi.
16.06.2006 Sendiherra Ástralíu, hr. Richard Matthew Peek, fundar með forseta en hann lætur senn af störfum sem sendiherra gagnvart Íslandi.
17.06.2006 Forseti sækir landsleik Íslands og Svíþjóðar í handbolta.
17.06.2006 Forseti tekur á móti hópi erlendra sendiherra sem eru á Íslandi í tilefni af þjóðhátíðardeginum.
17.06.2006 Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sæmdi forseti Íslands í dag, 17. júní 2006 ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Fréttatilkynning.  Mynd.
17.06.2006 Forseti tekur þátt í hátíðarhöldum á Austurvelli, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og sækir guðsþjónustu í Dómkirkjunni
18.06.2006 Forseti afhendir Bessastaðabikar í róðrarkeppni Kayakklúbbsins Sviða á Álftanesi.
18.06.2006 Forseti afhendir á Bessastöðum verðlaun og viðurkenningar í myndasamkeppni Hróksins. Efniviðurinn var sóttur í skáklistina og eru þátttakendur börn á grunnskólaaldri.
18.06.2006 Grænlenskir sjónvarpsmenn taka viðtal við forseta  en verið er að gera sérstaka Íslandsþætti fyrir grænlenska sjónvarpið.
19.06.2006 Forseti tekur á móti þátttakendum í Snorraverkefninu en það eru ungmenni af vestur-íslenskum ættum frá Kanada og Bandaríkjunum sem dvelja á Íslandi til að kynnast landi og þjóð, menningu og arfleifð.
19.06.2006 Forseti setur alþjóðlega ráðstefnu jöklafræðinga, eldfjallafræðinga og annarra vísindamanna um samspil eldvirkni og jökla. Ráðstefnan er haldin á vegum Háskóla Íslands og ýmissa vísindafélaga.
20.06.2006 Forseti á fund með ráðuneytisstjóra indverska utanríkisráðuneytisins, frú Shashi U. Tripathi, um nýja áfanga í samstarfi landanna og fjölþættari samvinnu á komandi árum.
23.06.2006 Forseti afhjúpar í Hull verk til minningar um sjómenn á Íslandsmiðum undanfarnar aldir. Verkið er eftir Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara. Annað verk sömu ættar verður síðar afhjúpað í Vík í Mýrdal. Fréttatilkynning.
26.06.2006 Forseti á fund með fulltrúum Svenska Handelsbanken um breytingar í alþjóðlegri bankastarfsemi og íslenskt viðskiptalíf.
26.06.2006 Forseti á fund með fulltrúum fjölmargra japanskra fyrirtækja en viðskiptasendinefndin er á Íslandi til að kynna sér hvernig hægt er að styrkja tengsl landanna.
27.06.2006 Forseti ræðir við sendinefnd frá Qingdao frá Kína en forseti heimsótti héraðið í opinberri heimsókn sinni  til Kína árið 2005, m.a. um margvísleg samvinnuverkefni, einkum á sviði sjávarútvegs og jarðhita.
27.06.2006 Forseti ræðir við fulltrúa kínverska ráðgjafaþingsins sem eru í boði Alþingis um vaxandi samvinnu landanna og ýmis verkefni á næstu árum, m.a. að fram fari reglubundnar viðræður um þróun lýðræðis og mannréttinda.
28.06.2006 Forseti á fund með ræðismanni Íslands í Tokyo, Eyþóri Eyjólfssyni, um samskipti landanna og nýjar leiðir til að auka tengsl þjóðanna.
29.06.2006 Forseti á fund í New York með framkvæmdastjóra alþjóðlegu þingmannasamtakanna Parliamentarians for Global Action, Shazia Rafi en um 2000 þingmenn víða úr veröldinni eru félagar í samtökunum. Forseti var á sínum tíma alþjóðlegur forseti samtakanna. Meginviðfangsefni fundarins voru verkefni samtakanna á vettvangi lýðræðis og mannréttinda, efnahags og félagslegrar þróunar, einkum í Afríku.
29.06.2006 Forseti á fund í New York með vísindamönnunum Wallace Broecker og Klaus Lackner sem eru fulltrúar Columbia háskólans í skipulagningu tilraunaverkefnis á Íslandi um hvernig eyða megi koltvísýringi úr andrúmsloftinu í því skyni að draga úr hættunum á loftslagsbreytingum.

Júlí

03.07.2006 Forseti flytur aðalræðu á heimsþingi Lionshreyfingarinnar sem haldið er í Boston. Þingið sækja mörg þúsund fulltrúar úr öllum heimsálfum. Fréttatilkynning.
04.07.2006 George H.W. Bush fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kemur til Íslands í dag í boði forseta Íslands og snæðir kvöldverð á Bessastöðum. Hann mun næstu daga halda til laxveiða ásamt nokkrum vinum sínum í boði Orra Vigfússonar formanns Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), en forsetinn fyrrverandi hefur verið eindreginn stuðningsmaður slíkrar verndar.
05.07.2006 Forseti tekur á móti þátttakendum í sumarskóla Smáríkjaseturs við Háskóla Íslands og ræðir um stöðu og framtíð smáríkja, fjölgun þeirra á undanförnum áratugum og hvernig ný heimsmynd er þeim hliðholl.
05.07.2006 Forseti ræðir við Bjarna Tryggvason geimfara um hvernig geimrannsóknir geta varpað ljósi á framtíð jarðar, lífríki hennar, gróður, úthöf og mengun og hvernig þær geta lagt nýjan grundvöll að aðgerðum til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.
05.07.2006 Forseti ræðir við kanadíska sjónvarpsmenn um samskiptin við Íslendingabyggðir í Manitoba og hvernig sameiginleg arfleifð okkar og Vestur-Íslendinga hefur gengið í endurnýjun lífdaga á undanförnum árum. Einnig ræddi forseti um aukinn áhuga á að efla tengsl við fólk af íslenskum uppruna bæði í Kanada og Bandaríkjunum. 
06.07.2006 Fyrsti dagur opinberrar heimsóknar forseta Grikklands Karolos Papoulias til Íslands
Heimsóknin hefst með hátíðlegri móttökuathöfn á Bessastöðum, viðræðum forsetanna og fundi þeirra með blaðamönnum. Frá Bessastöðum halda forsetahjónin og fylgdarlið í Þjóðminjasafnið þar sem Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður kynnir þeim sýningar safnsins. Í hádeginu bjóða borgarstjóri Reykjavíkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og frú Guðrún Kristjánsdóttir forsetahjónum Grikklands og Íslands til hádegisverðar sem helgaður er reykvískum fyrirtækjum á alþjóðavettvangi og vaxandi samstarfi Grikklands og Íslands á viðskiptasviði. Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður flytur erindi í hádegisverðinum um sóknarfæri í evrópsku viðskiptalífi.

Eftir hádegi halda forsetahjónin og fylgdarlið áleiðis til Grindavíkur. Fyrsti áfangastaður þar er fyrirtækið Vísir en þar kynna Pétur Pálsson framkvæmdastjóri og starfsfólk fyrirtækisins verkun saltfisks, en Grikkland er mikilvægt markaðssvæði fyrir íslenskan saltfisk. Bæjarstjóri Grindavíkur Ólafur Örn Ólafsson tekur á móti gestum í Saltfisksetrinu og Óskar Sævarsson safnstjóri kynnir safnið. Frá Grindavík liggur leið gestanna í orkuver Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi þar sem Albert Albertsson aðstoðarframkvæmdastjóri segir frá fjölþættri starfsemi fyrirtækisins. Í Bláa lóninu tekur Magnea Guðmundsdóttir á móti gestum og kynnir starfsemina.

Að kvöldi dags sitja grísku forsetahjónin hátíðarkvöldverð á Bessastöðum í boði íslensku forsetahjónanna. Ræðan forseta Íslands. Grísk þýðing.  Dagskrá heimsóknarinnar.
07.07.2006 Annar dagur opinberrar heimsóknar forseta Grikklands Karolos Papoulias til Íslands
Dagskráin hefst með fundi forseta Grikklands og Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Í Þjóðmenningarhúsinu kynnir Vésteinn Ólason forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar handritasýninguna en þaðan verður haldið á Þingvöll. Eftir skoðunarferð sitja grísku forsetahjónin hádegisverð á Þingvöllum í boði forsætisráðherra og frú Ingu Jónu Þórðardóttur. Síðdegis halda grísku forsetahjónin og fylgdarlið að Gullfossi og Geysi en síðan býður sendiherra Grikklands á Íslandi til tónleika og móttöku til heiðurs forseta Grikklands
08.07.2006 Forseti opnar Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Í setrinu verður varpað ljósi á tónlistararf Íslendinga með margvíslegum hætti; myndböndum af fólki við kveðskap, hljóðfæraleik og söng. Þá verða hljóðfæri, handrit og myndir úr fórum sr. Bjarna Þorsteinssonar til sýnis
10.07.2006 Forsetahjónin sitja kvöldverð í Hvíta húsinu í boði George Bush forseta Bandaríkjanna og Lauru Bush forsetafrúar. Forseti átti einnig fundi með bandarískum þingmönnum og stjórnendum Special Olympics, m.a. um heimsleikana sem haldnir verða í Shanghai í Kína á næsta ári, en nokkrir kínverskir áhrifamenn sátu einnig kvöldverðinn. Myndir
12.07.2006 Forseti tekur á móti hópi breskra skútukarla sem siglt hafa til Íslands á 10 skútum í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá siglingu Dufferins lávarðar til Íslands. Lafði Dufferin, síðasti afkomandi Dufferins lávarðar, afhendir við þetta tækifæri forseta Íslands og íslensku þjóðinni sérstaka gjöf. Viðstaddir voru einnig félagar í Siglingasambandi Íslands.
12.07.2006 Forseti tekur á móti hópi frá Kvennasmiðjunni og fræðist um starfsemi hennar.
14.07.2006 Forseti á fund með sendinefnd japanskra þingmanna þar sem fjallað er um hvernig hægt er að efla samskipti landanna með auknum samræðum forystumanna þjóðanna og vaxandi samvinnu á sviði viðskipta, tækni og vísinda
16.07.2006 Forseti tekur á móti hópi evrópskra ungmenna sem heimsækja Ísland í tengslum við ungmennasamskipti Lionshreyfingarinnar
17.07.2006     Forseti ræðir við franskan fræðimann sem er að skrifa heimssögu skíðaiðkunar, allt frá fornum tímum, og íslenska gestgjafa hans
18.07.2006 Forseti ræðir við blaðamann Daily Telegraph um íslensk málefni og stöðu landsins í Evrópu
19.07.2006 Forseti á fund með Jóhanni Sigurðssyni um heildarútgáfu Íslendingasagna á Norðurlandamálum og hinn frábæra árangur sem náðist með útgáfunni á ensku árið 2000 og síðar
19.07.2006 Forseti á fund með formanni og framkvæmdastjóra Rauða krossins um starfsemi samtakanna, væntanlega fjársöfnun í september, hjálparaðgerðir í Afríku, málþingið um fátækt á Íslandi og aðra þætti í starfi Rauða krossins en forseti er verndari samtakanna
20.07.2006 Forseti ræðir við sendiherra Íslands á Indlandi um vaxandi samskipti landanna og ýmis verkefni sem setja svip á samvinnu þjóðanna
23.07.2006 Forseti sækir Skálholtshátíð og flytur ávarp á sérstakri dagskrá í Skálholtskirkju
24.07.2006 Forseti opnar Sænska daga, Mærudaga, og glerlistarsýningu á Húsavík en sýningin var gjöf til Íslendinga þegar Karl Gústaf konungur Svíþjóðar kom í opinbera heimsókn árið 2004. Ávarp
25.07.2006 Forseti á fund með hópi rússneskra geðlækna um aðgerðir á sviði geðheilbrigðismála, reynsluna á Íslandi og áherslur íslenska lyfjafyrirtækisins Actavis á framleiðslu geðlyfja. Einnig rætt um baráttuna gegn fíkniefnum, forvarnarátakið "Ungmenni í Evrópu - markvisst forvarnarstarf" sem fjöldi evrópskra borga tekur þátt í en forseti er verndari átaksins
25.07.2006 Forseti ræðir við blaðamann frá viðskiptaritinu Leader í Króatíu um íslenskt viðskiptalíf á alþjóðavettvangi og þá lærdóma sem draga má af þróun Íslands og Króatíu
25.07.2006 Forseti á fund með fulltrúum Whole Food verslunarkeðjunnar í Bandaríkjunum og Baldvini Jónssyni stjórnanda markaðsátaks um þann árangur sem náðst hefur í sölu á íslenskum landbúnaðarafurðum og öðrum íslenskum matvælum í Bandaríkjunum og möguleika sem eru á að auka söluna enn frekar
26.07.2006 Forseti á fund með sendiherra Kanada á Íslandi, Richard Têtu, sem senn lætur af störfum. Rætt um aukin tengsl landanna, nauðsyn á flugsamgöngum milli Íslands og Kanada, fríverslunarsamning og tækifæri ungra Íslendinga til að sækja framhaldsmenntun til Kanada
28.07.2006 Forseti á fund með Vladimir Kozlov um ýmis samstarfsverkefni í Rússlandi, samskipti Íslendinga og Rússa og framtíðarhorfur í Rússlandi
30.07.2006 Forseti sækir Reykholtshátíð þar sem fagnað er 10 ára vígsluafmæli Reykholtskirkju með hátíðarmessu og tónleikum á kirkjudegi
31.07.2006 Forseti á fund með Rudolf Schuster fyrrverandi forseta Slóvakíu um þróun alþjóðamála, breytingar í Austur-Evrópu, áhrif leiðtogafundar Reagans og Gorbachevs fyrir tuttugu árum og möguleika Íslands, sérstaklega Reykjavíkur á að vera miðstöð sáttastarfs í alþjóðamálum
31.07.2006 Forseti ræðir við blaða- og fréttamenn í tilefni af því að á morgun eru tíu ár frá embættistöku forseta

Ágúst

01.08.2006 Forseti ræðir við fréttamenn þáttarins Ísland í dag um tíu ára feril sinn í forsetaembætti og framtíðina.
01.08.2006 Forseti ræðir við blaðamann frá spænska blaðinu El País og breska blaðinu Observer um sköpunarkraftinn sem býr í íslensku þjóðfélagi, íslenska matargerð, tækifæri smárra ríkja og möguleika Íslendinga á fjölmörgum sviðum í nútímasamfélagi.
01.08.2006 Forseti á fund um jarðhitaverkefni á alþjóðavettvangi og möguleika íslenskra fyrirtækja til að nýta tækni, stjórnunarkunnáttu og aðra þekkingu sem Íslendingar hafa aflað sér á þessu sviði.
02.08.2006 Forseti ræðir við skipuleggjendur forvarnardagsins sem haldinn verður í haust, kynningarefni, þátttöku íþróttahreyfingarinnar og annarra fjöldasamtaka.
03.08.2006 Forseti ræðir við blaðamann frá norska blaðinu Dagens Næringsliv um íslenskt listalíf, menningu og sköpunarkraftinn sem býr í íslensku samfélagi.
03.08.2006 Forseti á viðræðufund um það hvernig safna má efniviði, viðtölum við þátttakendur í leiðtogafundi Reagans og Gorbachevs og sérfræðinga og kunnáttumenn í alþjóðamálum.
03.08.2006 Forseti á fund með rússneskri sendinefnd um alþjóðlega ráðstefnu til að minnast siglinga um norðurslóðir í síðari heimsstyrjöldinni, hlutverk Íslands á þeim sögulegu tímum og áhuga gamalla hermanna, skipshafna, fræðimanna og sérfræðinga á því að fjalla um þetta einstæða tímabil í sögu Evrópu .
04.08.2006 Forseti sækir Unglingalandsmót UMFÍ á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu og flytur ávarp við setningu þess. Forseti fylgist með keppni í ýmsum greinum og öðrum dagskrárliðum á þessari íþrótta- og fjölskylduhátíð.
08.08.2006 Sendiherra Hollands, hr. Diederik A.V.E. Ader, fundar með forseta en hann lætur senn af störfum sem sendiherra gagnvart Íslandi.
10.08.2006 Forseti á fund með forystu ÍSÍ, UMFÍ, skátahreyfingarinnar og öðrum aðilum sem eru að vinna að undirbúningi forvarnardagsins 28. september. 
11.08.2006 Forseti heimsækir Dalvík og tekur þátt í fiskisúpukvöldi þar sem heimili á Dalvík bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu.
11.08.2006 Forseti ræðir um leiðtogafund Reagans og Gorbachevs í Reykjavík fyrir tuttugu árum og áhrif hans á þróun heimsmála. Viðtalið er liður í sjónvarpsdagskrá
12.08.2006 Forseti ræðir við Simeon Saxe-Coburg fv. forsætisráðherra Búlgaríu um aukin samskipti landanna og tækifærin sem  samvinna á sviði viðskipta skapar í Mið-Evrópu.
12.08.2006 Forseti er heiðursgestur á Fiskideginum mikla á Dalvík, flytur ávarp á útisamkomu og tekur þátt í öðrum viðburðum dagsins.
13.08.2006 Forseti tekur þátt í Hólahátíð þar sem minnst er 900 ára afmælis biskupsstóls, sækir hátíðarguðsþjónustu í Hóladómkirkju og flytur ávarp á hátíðarsamkomu.
15.08.2006 Forseti ræðir við athafnamenn frá Mexíkó og íslenska samstarfsaðila þeirra um möguleika í þróun sjávarútvegs í Mexíkó.
15.08.2006 Forseti á fund með A.S. Sehgal starfsmanni á fyrrum ræðisskrifstofu í New Delhi á Indlandi.
16.08.2006 Forseti flytur ávarp við setningarathöfn norræns þings gigtarlækna, 31st Scandinavian Congress of Rheumatology.
16.08.2006 Forseti tekur á móti hópi forystumanna úr bandarísku þjóðlífi sem tengjast California Institute of Technology.
16.08.2006 Forseti á fund með sendiherra Rússlands Viktor I. Tatarintsev um ýmis sameiginleg verkefni á næstu árum, þróun mála á Norðurslóðum og alþjóðlega ráðstefnu til að minnast norðursiglinga í síðari heimsstyrjöldinni.
18.08.2006 Forseti tekur á móti hópi íslenskara sendikennara sem starfa erlendis og kennara sem annast íslenskukennslu fyrir útlendinga á Íslandi. Í hópnum eru einnig sérfræðingar í kennslu tungumála sem sitja ráðstefnu um íslenskukennslu fyrir útlendinga. 
18.08.2006 Forseti ræðir við bandaríska athafnamanninn Jesse Fink um fjárfestingar í nýrri tækni til að draga úr hættu á loftslagsbreytingum, þróun orkumála og nýjungar í upplýsingatækni.
19.08.2006 Forseti er viðstaddur undirritun samstarfssamnings milli Vilnius höfuðborgar Litháens og lyfjafyrirtækisins Actavis um þátttöku Vilnius í forvarnarverkefni evrópskra borga (ECAD) en Actavis er aðalstyrktaraðili verkefnisins og forseti er verndari þess.
19.08.2006 Undirritaður var á Bessastöðum vináttusamningur milli Reykjavíkur og Vilnius, höfuðborga Íslands og Litháens. Borgarstjórar undirrituðu yfirlýsinguna að viðstöddum forseta.
19.08.2006 Forseti tekur á móti undirskriftum ríflega 200 þúsund Litháa sem þakka Íslendingum fyrir viðurkenningu á sjálfstæði Litháens. Fréttatilkynning
20.08.2006 Forseti hittir athafnamenn frá Hvíta-Rússlandi og íslenska samstarfsaðila þeirra og ræðir möguleika á aukinni samvinnu á sviði viðskipta.
20.08.2006 Forseti hittir unga athafnamenn sem hafa áhuga á útflutningi á vatni.
21.08.2006 Forseti á fund með skipuleggjendum forvarnardags sem haldinn verður í lok september um áherslur við gerð kynningarefnis.
21.08.2006 Forseti á fund með alþjóðaforseta Lions, James Ross, og forystumönnum Lionshreyfingarinnar á Íslandi um verkefni hreyfingarinnar á alþjóðavettvangi og öfluga starfsemi hennar á Íslandi, aðstoð í þágu blindra og þátttöku í þróun Afríku og annarra heimshluta.
23.08.2006 Forseti afhendir Heimsverðlaun fyrir endurnýjanlega orku og er það í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Afhendingin fer fram á heimsþingi sem haldið er í Flórens á Ítalíu og sótt af um 800 fulltrúum frá 107 löndum. Heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku eru veitt því landi sem á undanförnum tveimur árum hefur náð mestum árangri við að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskap sínum. Fréttatilkynning. Ræða

September

06.09.2006 Forseti sækir landsleik Íslands og Danmerkur í knattspyrnu á Laugardalsvelli.
06.09.2006 Forseti ræðir við forstöðumann Alþjóðahúss um hlutskipti nýbúa í íslensku samfélagi, mikilvægi þess að auka skilning á framlagi þeirra, vinna gegn fordómum og stuðla að réttum skilningi almennings, fjölmiðla og stjórnvalda á þeim margbreytileika sem einkennir samfélag nýbúa á Íslandi.
07.09.2006 Forseti sækir frumsýningu á heimildarmynd um ævi og afrek Jóns Páls Sigmarssonar íþróttamanns.
07.09.2006 Forseti tekur á móti sendinefnd frá Japan og ræðir um aukin samskipti landanna á komandi árum, fjölgun japanskra ferðamanna og möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu.
07.09.2006 Forseti ræðir við Guðmund Pál Ólafsson náttúrufræðing um ritverk helguð íslenskri náttúru, rannsóknir á því sviði og umræðu sem fram hefur farið um virkjanir, einkum Kárahnjúkavirkjun. 
07.09.2006 Forseti ræðir við nýjan sendiherra Íslands í Kína, Gunnar Snorra Gunnarsson, um fjölþætt samskipti landanna, margvísleg verkefni á sviði viðskipta, vísinda og menningar og hve mikilvægt sé að Íslendingar nýti sér þau tækifæri sem bjóðast í Kína á næstu árum.
08.09.2006 Forseti tekur á móti hópi grænlenskra barna sem Kalak - vinafélag Íslands og Grænlands og skákfélagið Hrókurinn hefur boðið til Íslands en Hrókurinn hefur á áhrifaríkan hátt beitt sér fyrir eflingu skákiðkunar á Grænlandi.
08.09.2006 Forseti ræðir við sendiherra Svíþjóðar Madeleine Ströje-Wilkens um Garðarshólma, fræða- og menningarsetur á Húsavík en heimamenn hafa verið að þróa hugmyndir um starf þess. 
08.09.2006 Forseti ræðir við Oscar Temar forseta Frönsku Pólýnesíu sem staddur er á Íslandi. Viðræðurnar snerust um stöðu og tækifæri smáríkja í veröldinni, lærdóma sem draga má af árangri Íslendinga og hugsanlegt samstarf þjóðanna í framtíðinni. Forseti Frönsku Pólýnesíu ræddi einnig um hætturnar sem fylgt geta loftslagsbreytingum því hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar jökla í norðri getur valdið gríðarlegum erfiðleikum fyrir þjóð hans og íbúa annarra eyríkja í Kyrrahafinu.
09.09.2006 Forseti tekur þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs, heimsækir söfnunarstöðvar á Álftanesi, í Kópavogi og Reykjavík og tekur þátt í söfnun í Kringlunni. Eftir hádegi heldur forseti til Akureyrar og tekur þátt í söfnuninni á Glerártorgi, heimsækir söfnunarstöð Akureyrardeildar, ræðir við sjálfboðaliða og heimsækir Laut, athvarf Rauða krossins fyrir geðfatlaða.
11.09.2006 Forseti setur ráðstefnu um stærðfræðilegar lausnir, þróun vísinda og áhrif náttúrunnar á hugmyndir fræðimanna við lausn vandamála. Þátttakendur eru einkum tölvufræðingar, stærðfræðingar og vísindamenn víða að úr veröldinni. Ávarp
14.09.2006 Forseti sækir samkomu í Hallgrímskirkju þar sem skorað er á alla Íslendinga að segja stopp við banaslysum í umferðinni. Sams konar samkomur eru víða um land.
15.09.2006 Forseti sækir hátíðarkvöldverð í tilefni af 30 ára afmæli Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og flytur ávarp.
15.09.2006 Forseti boðar til blaðamannafundar á Bessastöðum til að kynna forvarnardaginn 28. september n.k. Fréttatilkynning. Myndir.
16.09.2006 Forseti sækir tónleika Nick Cave í Laugardalshöll.
16.09.2006 Forseti hittir bresku listamennina Sue Webster og Tim Nobel ásamt áhrifafólki úr íslensku listalífi.
16.09.2006 Forseti sækir sálumessu í Landakotskirkju í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá því að franska rannsóknarskipið Pourquoi-Pas? fórst við strendur Íslands.
17.09.2006 Forseti sækir hátíðarfund Félags aðstandenda Alzheimerssjúklinga sem haldinn er í tilefni af alþjóðadegi Alzheimerssjúklinga og flytur ávarp á samkomunni.
19.09.2006 Forseti hlaut verðlaun Loftslagsstofnununar í Washington, Climate Institute fyrir forystu hans á alþjóðavettvangi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir framlag íslensku þjóðarinnar við þróun og nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Verðlaunin bera heitið Global Environmental Leadership Award.
19.09.2006 Forseti fundar með Jeffrey Sachs aðalráðgjafa Kofi Annan í þróunarmálum og stjórnanda Þúsaldarverkefnis Sameinuðu þjóðanna og forstöðumanni Earth Institute við Columbia háskólann í New York. Fréttatilkynning.
21.09.2006 Forseti á fund með Al Gore fyrrum varaforseta Bandaríkjanna um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.
23.09.2006 Forseti á fund með fræðimönnunum og guðfræðingunum Raymond Helmick og Rodney Petersen um friðarstarf og aðgerðir í þágu sátta, m.a. byggt á reynslu þeirra og fræðirannsóknum við marga háskóla og hvernig Ísland geti tengst slíku starfi.
25.09.2006 Forseti setur ráðstefnuna Skipulag og ábyrgð íþrótta- og æskulýðshreyfinga sem er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Bandalags íslenskra skáta. Á ráðstefnunni er varpað ljósi á þá þætti sem hafa ber í huga í skipulögðu æskulýðs- og íþróttastarfi, sérstaklega þá þætti sem snúa að forvörnum og brottfalli unglinga úr íþrótta- og æskulýðsstarfi. Ráðstefnan er liður í undirbúningi Forvarnardagsins 28. september.
26.09.2006 Forseti tekur á móti hópi vísindamanna og sérfræðinga í heilbrigðismálum frá háskólanum í Minnesota í Bandaríkjunum.
26.09.2006 Forseti á fund með David Garman, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna, um nýjungar í orkumálum, samvinnu um nýtingu vetnis og aðrar nýjungar á sviði orkugjafa.
26.09.2006 Forseti flytur setningarávarp á ráðstefnu norrænu ASL/MND samtakanna þar sem fjallað er um sjúkdóminn, niðurstöður nýjustu rannsókna og bætta þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra.
27.09.2006 Forseti tekur á móti japönskum námsmönnum sem eru á Íslandi á vegum Menningar- og menntasamtaka Íslands og Japans.
27.09.2006 Sendiherra Tansaníu, dr. Ben Gwai Moses, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum. Mynd.
27.09.2006 Sendiherra Hollands, hr. Ronald van Roeden, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum. Mynd.
28.09.2006 Forseti opnar pólska menningarhátíð sem haldin er næstu daga. Á hátíðinni er margþætt dagskrá sem m.a. tengist hinu fjölmenna samfélagi Pólverja á Íslandi og öflugri menningarsamvinnu landanna um árabil. 
28.09.2006 Forseti heimsækir Heiðarskóla í Keflavík og Njarðvíkurskóla og fylgist með forvarnardeginum, ræðir við nemendur og kennara og fulltrúa íþrótta– og æskulýðshreyfinga og annarra aðila sem taka þátt í forvarnardeginum
29.09.2006 Nýr sendiherra Kanada, frú Anna Blauveldt, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum og ræðir við forseta um margvísleg verkefni sem tengjast samskiptum landanna. Að því loknu er móttaka fyrir ýmsa sem tengjast samskipum Íslands og Kanada. Mynd.
29.09.2006 Forseti hittir fulltrúa Háskólans á Akureyri sem kynna forseta áform um orkuskóla á Akureyri sem legði áherslu á alþjóðlega menntun og alþjóðlegar rannsóknir á sviði orkumála.
29.09.2006 Forseti sækir ráðstefnu sem haldin er í tilefni af 100 ára afmæli Símans og hlustar á Rudolph W. Giuliani fv. borgarstjóra New York og Andrew Zolli sem boðið var til landsins af þessu tilefni.
29.09.2006 Forseti hittir sendiherra Búlgaríu hr. Gancho Ganev sem er að láta af störfum gagnvart Íslandi og ræðir vaxandi samskipti landanna, fjárfestingar Íslendinga í Búlgaríu og góða samvinnu forseta landanna. 
30.09.2006 Forseti tekur á móti þátttakendum í ráðstefnunni MenntóMUN þar sem ungmenni á aldrinum 16 – 20 ára hafa kynnt sér starfsemi Sameinuðu þjóðanna.
30.09.2006 Forseti tekur þátt í dagskrá í tilefni af 40 ára afmæli Sjónvarpsins.
30.09.2006 Forseti afhendir í Bessastaðakirkju forsetamerki Bandalags íslenskra skáta en það er veitt fyrir sérstakan árangur í skátastarfi. Merkið hljóta þessu sinni 26 skátar.
30.09.2006 Forseti heimsækir smiðjur á landsmóti Samfés og kynnist fjölþættu ungmennastarfi sem fram fer á vegum samtakanna. Forseti heimsækir útivistarsmiðju, jafningafræðslu og kynnist umræðu um fordóma og fjölmenningu og leiklist.
30.09.2006 Forseti ræðir við Rudolph Giuliani fyrrum borgarstjóra New York en hann situr síðan ásamt konu sinni hádegisverð í boði forsetahjónanna.

Október

01.10.2006 Pólska ríkissjónvarpið tekur viðtal við forseta um stöðu Pólverja á Íslandi þátttöku þeirra í atvinnulífi og menningu og þær breytingar sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi.
02.10.2006 Forseti ræðir við Ehud Barak, fyrrum forsætisráðherra Ísraels, og snæðir síðan kvöldverð á Bessastöðum. Mynd.
02.10.2006 Forseti setur Alþingi að lokinni guðþjónustu í Dómkirkjunni. Ræða.
02.10.2006 Forseti ræðir við Michael Porter sérfræðing í samkeppnishæfi þjóða og fyrirtækja um stöðu Íslands í alþjóðlegu viðskiptalífi í upphafi 21. aldar og þau tækifæri sem Íslendingar geta nýtt sér.
03.10.2006 Forseti tekur á móti kvikmyndagerðarmönnum og fleiri gestum í tilefni af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Við þetta tækifæri afhendir hann kanadíska leikstjóranum Atom Egoyan verðlaun fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn hans.
03.10.2006 Forseti sæmir Dr. Assad Kotaite, fv. forseta fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, fálkaorðunni fyrir stuðning við íslenska hagsmuni í alþjóðaflugi og þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi í flugrekstri.
05.10.2006 Forseti sækir Rannsóknarþing Norðursins, Northern Research Forum, í Oulu í Finnlandi. Fréttatilkynning. 
06.10.2006 Forseti og íslenskir athafnamenn eiga fund með forseta Finnlands Tarja Halonen í finnsku forsetahöllinni. Fréttatilkynning  Myndir.
10.10.2006 Forseti ræðir við breska sagnfræðinginn Antony Beevor sem getið hefur sér heimsfrægðar fyrir einstök sagnfræðirit um síðari heimsstyrjöldina, bæði um Stalíngrad og Berlín, og hefur nýlega lokið við verk um spænsku borgarastyrjöldina.
10.10.2006 Forseti er viðstaddur opnun ljósmyndasýningar sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá leiðtogafundi Reagans og Gorbachevs.
10.10.2006 Forseti sendi árnaðaróskir til nýs forseta Toomas Hendrik Ilves en hann er þriðji forseti landsins. Hinir fyrri, Lennart Meri og Arnold Rüütel komu báðir í opinbera heimsókn til Íslands.
11.10.2006 Forseti sækir landsleik Íslands og Svíþjóðar í fótbolta á Laugardalsvelli.
11.10.2006 Forseti tekur við trúnaðarbréfi nýs sendiherra Mósambík, hr. Pedro Comissário Afonso, og á fund með honum. Mynd.
11.10.2006 Forseti tekur við trúnaðarbréfi nýs sendiherra Argentínu, hr. Juan Manuel Ortiz de Rozas, og á fund með honum. Mynd.
11.10.2006 Forseti tekur við nýrri bók sem gefin er út af MND félaginu til styrktar baráttu þess fyrir auknum réttindum MND sjúklinga. Fjölmörg skáld og myndlistamenn hafa lagt til efni til bókarinnar. Forseti ritaði ávarp í bókina. Mynd.
11.10.2006 Forseti heimsækir Fjölblendi ehf. til að kynna sér íslenska uppgötvun sem leiðir til sparnaðar í eldsneytisnotkun og minni mengunar af völdum véla og tækja en mikil umræða fer nú fram víða um heim um tækninýjungar sem nýst geta í baráttunni við loftslagsbreytingar. Mynd.
12.10.2006 Forseti kynnir Mikhail Gorbachev fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna á samkomu sem haldin er í Háskólabíói; á fund með honum á Bessastöðum og heldur kvöldverð honum til heiður. Mikhail Gorbachev er á Íslandi í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá hinum sögufræga leiðtogafundi hans og Ronalds Reagans forseta Bandaríkjanna.
13.10.2006 Forseti sækir opnun Sequences, alþjóðlegrar listahátíðar sem haldin er í Reykjavík. Þar er lögð áhersla á nútímalist en rúmlega 100 listamenn víða að úr veröldinni taka þátt í hátíðinni. Forsetafrú er verndari sýningarinnar.
13.10.2006 Forseti flytur ávarp við setningu alþjóðlegrar ráðstefnu um leiðtogafund Reagans og Gorbachevs sem efnt er til í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá leiðtogafundinum. Ráðstefnan er haldin á vegum Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni kynntu sagnfræðingar frá Bandaríkjunum og Rússlandi trúnaðarskjöl sem leynd hefur nýlega verið létt af þar sem meðal annars er lýst samræðum Reagans og Gorbachevs á leiðtogafundinum.
13.10.2006 Forseti á fund með forseta norska Stórþingsins, Thorbjørn Jagland. Fundinn sátu jafnframt Margit Tveiten, deildarstjóri á alþjóðsviði Stórþingsins, og Guttorm Vik, sendiherra Norðmanna á Íslandi. Á fundinum var meðal annars rætt um langa sögu samskipta þjóðanna, margvíslega samvinnu á alþjóðavettvangi og
vaxandi áhuga á málefnum norðurslóða, sem tengist hækkandi hitastigi af völdum gróðurhúsaáhrifa þar.
14.10.2006 Forseti opnar þrjár sýningar sem haldnar eru á Kanadískri menningarhátíð í Kópavogi. Sýningarnar eru helgaðar list Inúíta, myndlist Carls Beams og ljósmyndum Myrons Zabols og allar eru þær tengdar lífi og menningu frumbyggja í Vesturheimi. Ávarp
14.10.2006 Samráðsfundur um loftslagsbreytingar er haldinn á Bessastöðum fyrir hádegi og er hann liður í fundum Young Global Leaders á Íslandi og fjallar fyrst og fremst um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.
17.10.2006 Forseti er viðstaddur opnun nýrra höfuðstöðva Baugs í Bretlandi og flytur ávarp við athöfnina sem fram fer í Lundúnum. Höfuðstöðvarnar verða miðstöð allrar starfsemi fyrirtækisins á Bretlandseyjum.
19.10.2006 Forseti tekur á móti rússneskum ríkisstjórum, sem heimsækja landið til að kynna sér málefni tengd nýtingu jarðhita, fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða, félagslegri þjónustu og ferðamálum á Íslandi.

Ríkisstjórarnir eru Kamil Iskhakov, sérlegur fulltrúi Vladimirs Putin forseta Rússlands í austurhéruðum Rússlands, og Roman Abramovich ríkisstjóri í Chukotka í austanverðri Síberíu. Með þeim í för er sendinefnd embættismanna.

Kamil Iskhakov er einn af sjö sérstökum fulltrúum forseta Rússlands og skipaður yfir allmörg héruð í austanverðu Rússlandi. Þessir sérstöku fulltrúar Rússlandsforseta hafa yfirumsjón með efnahagslífi, félagslegum umbótum, atvinnulífi og þróun þessara héraða.
22.10.2006 Forseti Íslands í Ungverjalandi og tekur þátt í viðburðum til að minnast uppreisnarinnar í Ungverjalandi árið 1956 og baráttunnar fyrir frelsinu. Mynd.
25.10.2006 Forseti tekur við trúnaðarbréfi nýs sendiherra Malaví, dr. Francis Moto. Á fundi sínum ræddu þeir um starfsemi Rauða kross Íslands í Malaví en nýlega fór fram landsöfnun á Íslandi í þágu verkefna í Malaví. Einnig var rætt um þúsaldarþorpin sem hinn heimskunni hagfræðingur Jeffrey Sachs er að koma á fót í tíu ríkjum í Afríku en forseti Íslands hefur lagt því verkefni lið. Mynd.
25.10.2006 Forseti tekur við trúnaðarbréfi nýs sendiherra Bangladess, hr. Muhammad Azizul Haque og á fund með honum. Á fundinum var rætt um efnahagslega þróun í Bangladess og þann mikla árangur sem náðst hefur í lyfjaframleiðslu. Auk þess var rætt um hina merku starfsemi Muhammad Yunus sem nýlega hlaut friðarverðlaun Nóbels en framlag hans hefur komið milljónum fátækra að notum. Mynd.
25.10.2006 Forseti tekur við trúnaðarbréfi nýs sendiherra Serbíu, dr. Ninoslav Stojadinovic og á fund með honum. Á fundinum var rætt um aukna samvinnu landanna, serbneskra menningardaga sem haldnir eru á Íslandi og hve vel tókst til með íslenska menningardaga í Serbíu; einnig var rætt um áhuga íslenskra fyrirtækja á auknum fárfestingum í Serbíu. Mynd.
26.10.2006 Forseti flytur ávarp á stofnfundi Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins og hvetur til þess að varðskipið verði varðveitt. Það sé mikilvægur vitnisburður um sögu þorskastríðanna sem í raun hafi verið lokakaflinn í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Óðinn geti auk þess orðið mikilvæg viðbót við safnaflóru Íslendinga og ferðaþjónustu í höfuðborginni.
27.10.2006 Forseti afhendir markaðsverðlaun ÍMARK sem veitt eru fyrirtæki sem sérstaklega hefur skarað framúr að mati dómnefndar samtakanna. Verðlaunin voru veitt í sérstökum hádegisverði. Verðlaunin hlaut fyrirtækið Icelandair en einnig voru tilnefnd Glitnir og Kaffitár til verðlaunanna. Forseti veitti einnig verðlaunin Markaðsmaður ársins og þau hlutu hjónin Björn Kr. Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eigendur World Class.
27.10.2006 Forseti tekur á móti þátttakendum í IceMun en innan vébanda þess félags kynnast háskólanemendur starfsemi Sameinuðu þjóðanna og setja sig í spor einstakra aðildarríkja. Forseti ræðir við þátttakendur um mikilvægi Sameinuðu þjóðanna og aukið hlutverk þeirra á nýrri öld.
28.10.2006 Forseti sótti afmælishóf Samtaka íþróttafréttamanna sem haldið var í tilefni af 50 ára afmæli samtakanna. Forseti flutti ávarp og var sæmdur gullmerki félagsins fyrir stuðning sinn við íþróttir og starfsemi félagsins.
30.10.2006 Forseti ræðir við Alexander krónprins og Katarínu krónprinsessu af Serbíu sem eru hér í heimsókn til að kynnast möguleikum á samstarfi Íslendinga og Serba og ræða við fulltrúa fyrirtækja sem þegar hafa fjárfest í Serbíu. Einnig munu þau kynna sér Youth in Europe en á næstunni verður undirritaður samningur við Belgrað sem þá yrði fjórtánda borgin sem tekur þátt í því verkefni.
31.10.2006 Forseti á fund með Jesse Byock sem stjórnað hefur merkum fornleifarannsóknum í Mosfellsbæ þar sem komið hefur í ljós fjölþætt byggð frá landnámstíma. Horfur eru á að þetta verði meðal merkustu fornleifarannsókna í Evrópu frá þessum tíma.
31.10.2006 Forseti á fund með formanni og framkvæmdastjóra Rauða krossins um verkefni samtakanna í Malaví og Mósambík. Landssöfnunin Göngum til góðs var helguð þessum verkefnum og var forseti verndari hennar.
31.10.2006 Forseti á fund með fulltrúum fyrirtækisins Fjölblendis sem unnið hefur að uppfinningum sem dregið geta úr mengun af völdum smávéla og ökutækja. Takist vel til, geta þær orðið verulegt framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
31.10.2006 Forseti á fund með fulltrúum Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, Íslenskra orkurannsókna og Orkuveitu Reykjavíkur um möguleika á nýtingu jarðhita í Afríku.

Nóvember

02.11.2006 Forseti á fund með Alexander krónprins og Katarínu krónprinsessu af Serbíu til að ræða árangur af heimsókn þeirra til Íslands og hvernig hægt sé að auka samvinnu landanna á mörgum sviðum á næstu árum. Sérstaklega var rætt um aukna samvinnu á sviði jarðvarma og hugsanlega ráðstefnu sem haldin yrði í Belgrað um það efni.
02.11.2006 Forseti á fund með framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands um verkefni stofnunarinnar, sérstaklega í Afríku. Rætt var um þann árangur sem náðst hefur, hvernig hægt sé að tvinna saman viðleitni fyrirtækja til að draga úr útblæstri koltvísýrings og fjárhagslegan stuðning við landbúnað í Afríku.
02.11.2006 Forseti á fund með formanni og framkvæmdastjóra Ungmennafélags Íslands og verkefnastjóra hreyfingarinnar um forvarnarverkefnið "Flott án fíknar" sem félagið er að ýta úr vör. Verkefnið er hugsað sem framhald af forvarnardeginum.
02.11.2006 Söngsveitin Voces Thules afhendir forseta útgáfu á Þorlákstíðum en söngsveitin hefur unnið að því verkefni í rúman áratug. Þorlákstíðir eru mikilvægur hluti af menningararfi Íslendinga og flutti söngsveitin sýnishorn úr þeim á Bessastöðum.
03.11.2006 Forseti ýtir úr vör söfnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar en tilgangur hennar er að afla fjár til að styrkja björgunarstörf, þjálfun og fræðslu. Björgunarskólinn mun meðal annars njóta góðs af árangri þessarar söfnunar.
03.11.2006 Forseti heimsækir Orkustofnun og kynnir sér starfsemi hennar. Orkumálastjóri og forstjóri Íslenskra orkurannsókna kynna verkefni og framtíðarhorfur í rannsóknum á vegum stofnana sinna. Forseti skoðar starfsstöðvar Orkustofnunar og Íslenskra orkurannsókna í Orkugarði og kynnist nokkrum verkefnum sem þar eru unnin. Þá á forseti fund með starfsfólki Orkugarðs og tekur þátt í umræðum um orkunýtingu á nýrri öld og hættuna á loftslagsbreytingum.
04.11.2006 Forseti afhendir verðlaun í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda en hún er fimmtán ára um þessar mundir. Í ávarpi nefndi forseti hve ríkulega sköpunargáfu yngstu nemendurnir í skólum landsins sýndu í þessari keppni og mikilvægt væri að hlúa að sköpunarkraftinum með nýjum kynslóðum.
06.11.2006 Forseti ræðir við fulltrúa Samhjálpar en félagið skipuleggur daglegar matargjafir til fátæklinga og drykkjumanna í Reykjavík. Mikil fjölgun hefur orðið í þeim hópi sem leitar hjálpar hjá samtökunum.
06.11.2006 Forseti ræðir við fulltrúa Húsavíkur og verkefnisins Garðarshólma en því er ætlað að verða fræða- og menningarsetur sem helgað sé sameiginlegum arfi Svía og Íslendinga og einnig fjalla um meðferð mannsins á náttúrunni í aldanna rás og umhverfismál á nýrri öld.
10.11.2006 Forseti flytur ávarp á ráðstefnu í New York á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um málefni Special Olympics og fyrirhugaða heimsleika samtakanna í Shanghai í Kína haustið 2007. Sjá fréttatilkynningu. Myndir.
11.11.2006 Forseti sendir kveðju á afmælishátíð Landakotsskóla en 110 ár eru liðin frá stofnun hans. Kveðja.
12.11.2006 Flutt er ávarp frá forseta Íslands á málþingi sem haldið er í tilefni af aldarminningu Eysteins Jónssonar ráðherra og alþingismanns. Ávarp.
13.11.2006 Forseti situr stjórnarfund Special Olympics þar sem rætt er um alþjóðlega starfsemi samtakanna og undirbúning heimsleikanna sem verða í Shanghai í Kína í október á næsta ári.
17.11.2006 Forseti ræðir við Simon Anholt og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands um ímynd Íslands, um hvaða þættir það eru sem helst skýra árangur Íslendinga á undanförnum árum og á hvað beri að leggja áherslu í samskiptum við aðrar þjóðir.
17.11.2006 Forseti flytur ávarp á blaðamannafundi þar sem forvarnarverkefni UMFÍ Flott án fíknar er kynnt. Verkefnið er byggt á reynslu sem fengist hefur í nokkrum skólum og er framhald af þátttöku UMFÍ í Forvarnardeginum. Mynd.
17.11.2006 Forseti á fund með fulltrúum orkuskólans School for Renewable Energy Science en unnið er að stofnun hans með samstarfi við Háskólann á Akureyri. Skólanum er ætlað að vera alþjóðlegt menntasetur þar sem kennsla í nýtingu umhverfisvænna orkugjafa er byggð upp með þátttöku fræðimanna frá fjölmörgum löndum.
19.11.2006 Forseti afhendir heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar en athöfnin fór fram á Edduhátíðinni. Verðlaunin hlaut Magnús Scheving fyrir þróun Latabæjar.
21.11.2006 Forseti flytur ávarp í upphafi úrslitakeppni Skrekks en þar keppa sex grunnskólar til úrslita af þeim alls 27 skólum sem þátt tóku að þessu sinni. Úrslitakeppninni er sjónvarpað á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Ávarpið var tekið upp fyrirfram.
21.11.2006 Forseti afhendir heiðursverðlaun Myndstefs, myndhöfundasjóðs Íslands, við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands. Heiðursverðlaunin hlaut Valgerður Bergsdóttir fyrir steinda glugga í Reykholtskirkju, sýningarnar Teikn og hnit og AND-LIT í Gerðarsafni, sem og fyrir fjölþætt störf á sviði íslenskrar myndlistar. Innan vébanda Myndstefs eru á fjórtánda hundrað manns í sex aðildarfélögum
23.11.2006 Forseti sækir tónleika til styrktar Einstökum börnum en markmið þeirra er að hjálpa börnum sem eiga við langvarandi veikindi að stríða og fjölskyldum þeirra.
23.11.2006 Forseti ræðir við Peter Kuchenbuch ritstjóra iðnaðarmála hjá Financial Times í Þýskalandi um þróun íslensks viðskiptalífs á alþjóðavettvangi og hættuna á loftslagsbreytingum.
24.11.2006 Forseti tekur á móti erlendum skiptinemum sem dvelja hér á vegum Rotaryhreyfingarinnar. Nokkrir forystumenn Rotary á Íslandi fylgdu hópnum á fund forseta.
24.11.2006 Forseti afhendir Starfsmenntaverðlaun 2006 Starfsmenntráðs og Menntar en þau eru veitt fyrirtækjum, stofnunum, skólum og einstaklingum sem sérstaka rækt haf lagt við menntun starfsfólks.
Verðlaunahafar 2006 eru: í flokki fyrirtækja og félagasamtaka: Alcan fyrir Stóriðjuskólann; í flokki skóla og fræðslustofnana: Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og í opnum flokki: Björg Árnadóttir frumkvöðull í fullorðinsfræðslu.
24.11.2006 Forseti flytur ávarp á stofnfundi Samráðsvettvangs trúfélaga, lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni og samstarfsaðila þeirra á Íslandi en samráðsvettvanginum er ætlað að stuðla að auknum skilningi og gagnkvæmri virðingu ólíkra trúarhópa.
24.11.2006 Forseti ræðir við blaðamann The Guardian um útrás íslenskra fyrirtækja, möguleika þeirra á heimsmarkaði og hvernig helst er hægt að skýra þann árangur sem Íslendingar hafa náð.
24.11.2006 Forseti tekur á móti hópi félagsmálastjóra víða að af  landinu og ræðir um aðstoð við aldraða, sjúka og fátæka og hvernig best er að veita þeim þjónustu sem við erfiðleika glíma. Einnig rætt um áhrifin af vaxandi flutningi fólks til landsins.
25.11.2006 Forseti er viðstaddur opnun nýs húss SÁÁ sem verður miðstöð fyrir fjölskylduþjónustu, forvarnir og aðra þætti í starfsemi SÁÁ. Húsið hlaut nafnið Von. Forseti flutti ávarp á opnunarhátíðinni.
27.11.2006 Forseti tekur á móti og ræðir við stjórn norrænu kennarasamtakanna um gildi grunnskólans fyrir framfarasókn norrænna þjóða og  samkeppnishæfni á nýrri öld. Forseti lýsti Íslensku menntaverðlaununum og hve vel þeim hefði verið tekið.
29.11.2006 Forseti á fund með forsvarsmönnum Íþróttasambands fatlaðra um undirbúning að þátttöku í heimsleikum Special Olympics sem haldin verða í Shanghai á næsta ári, 2. - 11. október.

Desember

01.12.2006 Kvöldverður á Bessastöðum til heiðurs Alþingi.
01.12.2006 Forseti tekur á móti forystumönnum stúdenta við Háskóla Íslands, rektor, deildarforsetum og öðrum forystumönnum Háskóla Íslands.
01.12.2006 Forseti sækir fullveldisfagnað stúdenta í Háskóla Íslands þar sem rætt er um framtíð Háskóla Íslands og hvernig hann getur skipað sér í fremstu röð háskóla í veröldinni.
02.12.2006 Forseti sækir hátíðarfund sem haldinn er í tilefni af 190 ára afmæli Hins íslenska bókmenntafélags.
02.12.2006 Forseti á fund um fornleifar í Mosfellsbæ og möguleika á að nýta minjar frá landnámsöld í þágu ferðaþjónustu.
04.12.2006 Forseti á fund með bæjarstjóra Álftaness um framtíð skipulags á Álftanesi.
05.12.2006 Forseti afhendir Íslensku bjartsýnisverðlaunin við hátíðlega athöfn í Hafnarborg. Verðlaunin hlýtur Hörður Áskelsson tónlistarmaður. Alcan á Íslandi er bakhjarl verðlaunanna. Forseti Íslands er verndari Íslensku bjartsýnisverðlaunanna. 
05.12.2006 Forseti sækir jólatónleika í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu en tónleikarnir eru árlegur viðburður í starfsemi safnaðarins.
05.12.2006 Forseti á fund með Nick Campbell, sérfræðingi í loftslagsbreytingum og alþjóðlegum samningum, ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins um þróun umræðunnar um loftslagsbreytingar og áhrif stefnumótunar á þróun atvinnulífs, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi.
06.12.2006 Forseti tilkynnti á fundi á Húsavík að Karl XVI Gústaf konungur Svíþjóðar hefði samþykkt að vera ásamt forseta Íslands verndari Garðarshólma. Fréttatilkynning.
07.-8. 12.2006 Forseti situr samráðsþing um hreina orku í San Francisco sem haldinn á vegum fjárfestingasjóðsins Kleiner, Perkins, Caufield and Byers.
12.12.2006 Forseti mætir á fund hjá málfundafélaginu Faxa í Keflavík en það er elsta starfandi málfundafélagið á landinu. Umræðuefnið var þróun forsetaembættisins og verkefni sem forseti sinnir hérlendis og erlendis.
12.12.2006 Sendiherra Kólumbíu, hr. Alzate Donoso, afhendir forseta trúnaðarbréf á Bessastöðum. Á fundi þeirra var rætt um glímu Kólumbíu við framleiðendur eiturlyfja, samstarf ríkja í Mið- og Suður-Ameríku og um reynslu Kólumbíu af þátttöku í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en sendiherrann var meðal helstu fulltrúa Kólumbíu þegar landið átti sæti í Öryggisráðinu. Mynd.
12.12.2006 Sendiherra Gana, frú Maureen Abla Amematekpor afhendir forseta trúnaðarbréf á Bessastöðum. Á fundi þeirra var rætt um aukin samskipti Íslands við ríki Afríku og áhuga Gana á að kynnast reynslu Íslands í sjávarútvegi. Mynd.
13.12.2006 Forseti ræðir við Manfred Fischer blaðamann Die Welt og Welt am Sonntag um þróun íslensks viðskiptalífs, árangur íslenskra fyrirtækja á erlendum markaði, framtíðarhorfur í íslenskum efnahagsmálum og vísbendingar um loftslagsbreytingar.
13.12.2006 Börn úr Álftanesskóla og Krakkakoti á Álftanesi tendra ásamt forseta ljós á jólatré fyrir utan Bessastaði. Mynd.
15.12.2006 Forseti afhendir styrk úr vísinda- og fræðslusjóði Suðurlands. Athöfnin fer fram í Fjölbrautaskólanum á Selfossi.
16.12.2006 Forseti á fund með Illaríon biskupi í Vín sem er yfirmaður rétttrúnaðarsafnaðarins á Íslandi fyrir hönd patríarkans í Moskvu.
20.12.2006 Á Samráðsþingi um loftslagsbreytingar sem forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sótti í New York var í gær lögð lokahönd á ítarlega yfirlýsingu um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Í yfirlýsingunni eru raktar helstu niðurstöður vísindamanna um hættuna af völdum loftslagsbreytinga sem mannkyn stendur andspænis á næstu áratugum og lýst margvíslegum aðgerðum sem þjóðir heims, fyrirtæki og almenningur þurfa að sameinast um ef takast á að afstýra þeirri hrikalegu ógn sem við blasir.

Forseti Íslands átti ásamt hinum þekkta hagfræðingi Jeffrey D. Sachs frumkvæði að stofnun Samráðsþingins en það hefur starfað undanfarin tvö ár. Fundur þess á Íslandi í júní síðastliðnum var mikilvægur áfangi að endanlegu samkomulagi.

Mörg helstu stórfyrirtæki heims eiga aðild að Samráðsþinginu. Meðal þeirra eru fjármálastofnanirnar Goldman Sachs og JP Morgan, orkufyrirtæki á borð við Shell og BP, hátæknifyrirtæki eins og Google, álfyrirtækin Alcan og Alcoa, ásamt Toyota, General Electric og um 150 öðrum fyrirtækjum, stofnunum og samtökum víða að úr veröldinni. Margir heimsþekktir vísindamenn hafa einnig tekið þátt í störfum þingsins.

Í framhaldi af fundi þingsins á Íslandi hafa fulltrúar Háskóla Íslands, Reykjavíkurborgar, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur, Íslenskra orkurannsókna og Glitnis tekið þátt í störfum þess.
20.12.2006 Forseti Íslands sendi í dag hennar hátign Margréti Danadrottningu eftirfarandi samúðarkveðju: "Ég votta yðar hátign og dönsku þjóðinni einlæga samúð vegna hins sviplega fráfalls Jan Nordskov Larsen sjóliðsforingja sem drukknaði við björgunarstörf undan ströndum Íslands."
28.12.2006 Forseti er viðstaddur útnefningu íþróttamanns ársins og flytur ávarp í sjónvarpsútsendingu. Einnig eru heiðraðir þeir sem skarað hafa framúr í einstökum greinum íþrótta.
28.12.2006 Forseti er viðstaddur afhendingu verðlauna úr sjóði Ásu Wright.
28.12.2006 Forseti á fund með Alberti Jónssyni sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Mexíkó um samskipti við þessi lönd og hvernig þau geti þróast í framtíðinni, svo og um verkefni sem forseti hefur unnið að í tengslum við háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki í Bandaríkjunum.
28.12.2006 Forseti á fund með Guðmundi Eiríkssyni þjóðréttarfræðingi um starfsemi Friðarháskólans um víða veröld en höfuðstöðvar skólans eru á Kosta Ríka.
29.12.2006 Forseti afhendir verðlaun Aljóðahússins fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda og opnar nýja heimasíðu Alþjóðahússins.
29.12.2006 Forseti á fund með Halldóri Þorgeirssyni, sem gegnir forystustöðu hjá Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna og voru alþjóðlegir samningar og viðskipti með kolefnisheimildir meðal umræðuefna.
31.12.2006 Forseti er viðstaddur úthlutun úr rithöfundasjóði Ríkisrútvarpsins.
31.12.2006 Ríkisráðsfundur haldinn á Bessastöðum þar sem forseti staðfestir lög og önnur erindi sem afgreidd hafa verið utan ríkisráðsfundar.