Veftré Print page English

Ýmsir atburðir úr dagskrá forseta


Hér birtist skrá yfir ýmsa atburði í dagskrá forseta en auk þeirra sem hér eru nefndir er fjöldi annarra þátta sem ekki eru tilgreindir,  t.d. fundir með ráðherrum og embættismönnum, fulltrúum fyrirtækja og samtaka og fjölmörgum einstaklingum með margvísleg erindi og erlendum gestum sem til Íslands koma. Þá sækir forsetinn jafnframt fjölda menningarviðburða sem ekki eru raktir hér, s.s. leiksýningar, myndlistarsýningar, tónleika og aðra mannfagnaði.



Árið 2003



Janúar
01.01.2003   Nýársávarp forseta Íslands. Ensk þýðing
01.01.2003   16 Íslendingar sæmdir hinni íslensku fálkaorðu á Bessastöðum. Fréttatilkynning
01.01.2003   Nýársmóttaka forseta Íslands
02.01.2003   Fundur með Eiði Guðnasyni sendiherra
02.01.2003   Kjör íþróttamanns ársins 2002. Forseti flytur ávarp
03.01.2003   Björn Jónasson bókaútgefandi færir forseta eintak af enskri útgáfu Snorra-Eddu sem skreytt er fjölmörgum verkum myndlistarmanna
05.01.2003 Jólatrésfagnaður á Bessastöðum
06.01.2003   Forseti gestur í hádegisverðarfundi Rótarýklúbbsins Garða í Stjörnuheimilinu í Garðabæ
08.01.2003   Fundur með sendiherra Kanada, Gerald Skinner
10.01.2003   Halldór Þorgeirsson, formaður Þjóðarráðs Ba'haia á Íslandi, afhendir forseta ávarp til trúarleiðtoga heims um trúarfordóma
22.01.2003   Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaun námsmanna á Bessastöðum
22.01.2003   Hádegisverðarfundur með forseta og varaforseta ASÍ
23.01.2003   Fundur með sr. Jakobi Roland frá Landakotskirkju
23.01.2003   Afhending Íslensku tónlistarverðlaunanna í Borgarleikhúsinu. Forseti afhendir heiðursverðlaun
24.01.2003   Fundur með Ursulu Gwynne frá Newman´s Own, Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Ingvari Karlssyni, Gillian Holt, Þóri Þorvarðarsyni, Hauki Þórðarsyni, Evu Þengilsdóttur, Vilmundi Gíslasyni o.fl. á Bessastöðum
26.01.2003   Formleg opnun Barnaspítala Hringsins
29.01.2003   Fundur með Gerald Skinner, sendiherra Kanada
29.01.2003   Forseti Íslands og biskup Íslands veita viðtöku fyrsta bókamerki Kiwanis gegn sjálfsvígum við athöfn í Hafnarborg í Hafnarfirði
29. 01.2003   Forseti Íslands flytur ávarp og svarar fyrirspurnum í Lögbergi, Háskóla Íslands, á fyrsta fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Politicu, félags stjórnmálafræðinema í fundaröðinni Vettvangur dagsins
30.01.2003   Forseti afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin 2002 á Bessastöðum

Febrúar
02.02.2003   Írskir sjónvarpsmenn frá TV3 taka viðtal við forseta á Bessastöðum
03.02.2003   Fundur með Omar Sabri Kittmitto, yfirmanni aðalsendinefndar Palestínu í Noregi og á Íslandi
05.02.2003   Fundur með Dianne Buckner frá Venture í Kanada
05.02.2003   Fundur með Hendrik Dane, sendiherra Þýskalands
06.02.2003   Forseti afhendir Þekkingarbrunninn fyrir hönd Félags viðskipta- og hagfræðinga í Borgarleikhúsinu
07.02.2003   Hádegisverðarfundur með sendiherra Bandaríkjanna, James Irvin Gadsden
11.02.2003   Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Pakistan, hr. Shahbaz;
sendiherra Mongólíu, hr. Dalrain Davaasambuu;
sendiherra Grænhöfðaeyja, hr. Pires Olívio Melicio
13.02.2003   Fundur með Baldri Þórhallssyni stjórnarformanni og Ásthildi Bernharðsdóttur, forstöðumanni Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, um Rannsóknarsetur um smáríki
14.02.2003   V-dagurinn. Málþing í Hátíðarsal Háskóla Íslands
14.02.2003   Forseti situr þingveislu í boði Alþingis
17.02.2003   Hádegisverðarfundur með ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, Gunnari Snorra Gunnarssyni

Mars
07.03.2003   Fundur með Aivars Baumanis, sendiherra Lettlands
07.03.2003   Hátíðarkvöldverður á Bessastöðum til heiðurs ríkisstjórn Íslands og erlendum sendiherrum
10.03.2003   Fundur með Pétri Árnasyni og Sigrúnu Hvanndal um Vímulausa æsku
10.03.2003   Forseti afhendir verðlaun í smásagna- og ljóðakeppni Æskunnar og RÚV á Bessastöðum
11.03.2003   Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Kuwait, hr. Mohamad Ahmad Al-Mijrin Al-Roumi;
sendiherra Írlands, hr. James Brennan;
sendiherra Eistlands, hr. Peep Jahilo
13.03.2003   Mæðrastyrksnefnd afhendir viðurkenningar til einstaklinga og fyrirtækja fyrir stuðning við nefndina við athöfn á Bessastöðum í tilefni af 75 ára afmæli félagsins
13.03.2003   AFS nemendur frá 14 löndum hitta forseta á Bessastöðum
17.-18.03.2003   Opinber heimsókn til Ungverjalands. Í föruneyti forseta voru Páll Pétursson félagsmálaráðherra og embættismenn forsetaskrifstofu og utanríkisráðuneytis. Þá voru í fylgdarliðinu fulltrúar íslenskra fyrirtækja
17.03.2003   Fyrsti dagur opinberrar heimsóknar til Ungverjalands: Móttökuathöfn á Szent-György torginu í Búdapest. Fundur forseta Íslands og forseta Ungverjalands, Ferenc Mádl. Heimsókn í ungverska þjóðþingið. Fundur með forsætisráðherra Ungverjalands, Péter Medgyessy. Hátíðarkvöldverður forseta Ungverjalands, Ferenc Mádl, til heiðurs forseta Íslands. Ávarp forseta Íslands. Ungversk þýðing. Ensk þýðing
18.03.2003   Annar dagur opinberrar heimsóknar til Ungverjalands: Morgunverðarfundur með utanríkisráðherra Ungverjalands, László Kovács. Heimsókn í Þjóðarsafn Ungverjalands. Viðræður við fulltrúa utanríkismálanefndar þingsins. Heimsókn í Ógnarsafnið í Búdapest sem helgað er minningu fórnarlamba ógnarstjórna nasista. Viðræður við borgarstjóra Búdapest, Gábor Demszky. Fundur með fulltrúum íslenskra atvinnufyrirtækja og viðskipta- og samgöngumálaráðherra Ungverjalands. Móttaka forseta Íslands til heiðurs forseta Ungverjalands, Ferenc Mádl
19.-21.03. 2003   Opinber heimsókn til Slóveníu. Í föruneyti forseta voru Páll Pétursson félagsmálaráðherra og embættismenn forsetaskrifstofu og utanríkisráðuneytis. Þá voru í fylgdarliðinu fulltrúar íslenskra fyrirtækja
19.03.2003   Fyrsti dagur opinberrar heimsóknar til Slóveníu: Fundur með forseta Slóveníu, Dr. Janez Drnovšek. Blaðamannafundur forseta Íslands og forseta Slóveníu. Heimsókn í þjóðþing Slóveníu, fundur með forseta þingsins, Borut Pahor. Fundur með fulltrúum þingflokka. Fundur forseta og Anton Rop forsætisráðherra Slóveníu. Hádegisverður forsætisráðherra Slóveníu til heiðurs forseta Íslands. Frú Danica Simšic tekur á móti forseta í Ráðhúsi Ljubljana. Heimsókn í dómkirkju Ljubljana þar sem erkibiskupinn Dr. Franc Rode tekur á móti forseta. Slóvenskir fjölmiðlar eiga viðtöl við forseta. Hátíðarkvöldverður forseta Slóveníu til heiðurs forseta Íslands. Forseti flytur ávarp. Slóvensk þýðing. Ensk þýðing
20.03.2003   Annar dagur opinberrar heimsóknar til Slóveníu: Forseti flytur ræðu í Verslunarráði Slóveníu um viðskiptasamvinnu ríkjanna. Forseti flytur fyrirlestur í Háskólanum í Ljubljana um stöðu smáríkja í alþjóðlegu samfélagi og svarar fyrirspurnum fræðimanna og stúdenta. Heimsókn í rannsóknarstofnun á sviði félagsvísinda. Hádegisverður þingforseta til heiðurs forseta Íslands. Heimsókn til Bled og Mlino. Kvöldverður utanríkisráðherra Slóveníu, Dr. Dimitrij Rupel, til heiðurs forseta Íslands
21.03.2003   Lokadagur opinberrar heimsóknar til Slóveníu: Hádegisverður félagsmálaráðherra Slóveníu Vlado Dimovski, til heiðurs forseta Íslands. Brottför áleiðis til Íslands
23.03.2003   Messa guðfræðideildar Háskóla Íslands í Bessastaðakirkju og kirkjukaffi í Bessastaðastofu eftir messu
27.03.2003   Fundur forseta og Brent Heymond, ræðismanns Íslands í Utah
27.03.2003   Fundur forseta og Ruth Cristie á Bessastöðum
28.03.2003   Fundur forseta og Mikhail Prussak, héraðsstjóra í Novgorod, sem er í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra
28.03.2003   Fundur á Bessastöðum til að kynna forseta undirbúning að stofnun UNICEF á Íslandi. Ken Maskall, yfirmaður UNICEF í Genf, Wim Slootweg, fyrrverandi forstöðumaður skrifstofu UNICEF í Hollandi og fleiri
28.03.2003   Kvöldverður forseta Íslands til heiðurs Mikhail Prussak héraðsstjóra í Novgorod
29.03.2003   Forseti flytur ávarp við opnun sýningar í Listasafni Íslands á verkum Ásgríms Jónssonar, Georgs Guðna og Steinu Vasulka
29.03.2003   Kvöldverður forseta til heiðurs Vernon Smith, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði
31.03.2003   Fundur forseta og sendiherra Ástralíu

Apríl
01.04.2003   Fundur með Baldri Þórhallssyni lektor
02.04.2003   Yang Yuan Yuan flugmálaráðherra Kína hittir forseta á Bessastöðum
04.04.2003   Fundur með Petr Kypr, sendiherra Tékklands
04.04.2003   Sveinn Áki Lúðvíksson, Íþróttasambandi fatlaðra, á fund með forseta
04.04.2003   Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf:
sendiherra Kýpur, hr. Costas A. Papademas;
sendiherra Indónesíu, hr. Hatanto Reksodipoetro;
sendiherra Indlands, hr. Gopalkrishna Gandhi
07.04.2003   Menntaskólanemendur frá Svíþjóð hitta forseta á Bessastöðum
09.04.2003   Fundur með Þorsteini Gunnarssyni rektor Háskólans á Akureyri og Lassie Heininen frá háskólanum í Rovaniemi, Finnlandi
10.04.2003   Hádegisverður á Bessastöðum til heiðurs forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen. Forseti flytur ávarp á dönsku. Ávarpið á íslensku
10.04.2003   Blaðamaður sænska dagblaðsins Göteborgs Posten tekur viðtal við forseta
12.04.2003   Forseti flytur ávarp á 50 ára afmælishátíð Menntaskólans á Laugarvatni
13.04.2003   Fulltrúar á norrænni ráðstefnu á vegum Politica, félags stjórnmálafræðinema, hitta forseta á Bessastöðum
14.04.2003   Fundur með Anthony Rucgard O'Brien, sendiherra Írlands
15.04.2003   Hádegisverður kanadíska sendiherrans Geralds Skinner til heiðurs forseta Íslands
16.04.2003   Harpa Njálsdóttir og Stefán Ólafsson, forstöðumaður Borgarfræðaseturs, afhenda forseta eintak af bók Hörpu um fátækt á Íslandi
22.04.2003   Afhending Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum
23.-25.04. 2003   Forseti Íslands í Pétursborg í Rússlandi
24.04.2003   Forseti Íslands flytur fyrirlestur á ráðstefnu Northern Forum í Pétursborg og tekur þátt í umræðum. Fundur forseta og Alexanders Jakovlev, borgarstjóra í Pétursborg. Viðræður við ýmsa ríkisstjóra og héraðsstjóra sem sitja ráðstefnuna.
25.04.2003   Forseti tekur þátt í dagskrá á ráðstefnu Northern Forum. Fundur forseta og Irinu Matvienka, fylkisstjóra og núverandi borgarstjóra í Pétursborg. Viðræður við fulltrúa íslenskra fyrirtækja og fjárfesta í Rússlandi. Fundur með Walter J. Hickel, fyrrverandi ríkisstjóra Alaska og innanríkisráðherra Bandaríkjanna, og sendinefnd frá Alaska
29.04.-03.05. 2003   Heimsókn forseta Íslands til Berlínar og Mecklenburg-Vorpommern í Þýskalandi
29.04.2003   Koma til Berlínar. Kvöldverður Jóns Egils Egilssonar sendiherra til heiðurs forseta Íslands
30.04.2003   Heimsókn í Ráðhús Berlínar. Fundur forseta og Klaus Wowereit borgarstjóra. Farið að Parísartorgi og Brandenborgarhliði. Forseti flytur opnunarræðu á „Íslenskum viðskiptadögum“ í Sendiráðum Norðurlanda í Berlín og tekur þátt í umræðum. Viðskiptadagarnir skipulagðir af Þýsk-íslenska verslunarráðinu og Sendiráði Íslands í Þýskalandi.

Maí
01.05.2003   Dagskrá í Berlín, heimsókn til Schloss Reinsberg og Potsdam
02.05.2003   Fundur forseta Íslands og forseta Þýskalands, Johannesar Rau. Brottför til Greifswald í Mecklenburg-Vorpommern. Móttökuathöfn í Ráðhúsi Greifswald, fundur með varaforsætisráðherra Mecklenburg-Vorpommern, Wolfgang Methling og yfirborgarstjóra Greifswald, Arthur König. Heimsókn í Nordisches Institut í háskólanum í Greifswald. Forseti opnar sýningu um líf og störf Halldórs Laxness, „Halldór Laxness - Leben und Werk“, í bókasafni Háskólans í Greifswald. Kvöldverður forsætisráðherra Mecklenburg-Vorpommern til heiðurs forseta Íslands. Forseti flytur setningarávarp á menningarhátíðinni „Nordischer Klang“ í Theater Greifswald. Frumsýning á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Hafinu, á þýsku í Theater Greifswald
03.05.2003   Heimsókn í Pommerschen Landesmuseum. Forseti flytur opnunarávarp á sýningu þriggja íslenskra myndlistarmanna, Georgs Guðna, Helga Þorgils og Sigurðar Árna. Brottför áleiðis til Íslands
06.05.2003   Fundur forseta og Þórólfs Þórlindssonar prófessors
07.05.2003   Christopher Brown-Hume, blaðamaður á Financial Times, tekur viðtal við forseta
07.05.2003   Sendiherrar erlendra ríkja á Íslandi bjóða forseta til hádegisverðar
07.05.2003   Fundur forseta og Bent A. Koch, fyrrverandi ritstjóra í Danmörku
08.05.2003   Norrænir gestir samtakanna Heimilis og skóla hitta forseta á Bessastöðum
11.05.2003   Forseti sækir viðburði á Kirkjulistaviku á Akureyri
12.05.2003   Fundur forseta og Helmut Wessely, sendiherra Austurríkis á Íslandi
13.05.2003   Fundur forseta og Hendrik Dane, sendiherra Þýskalands á Íslandi
14.05.2003   Afmælisfagnaður í Borgarleikhúsi í tilefni af sextugsafmæli forseta Íslands
16.05.2003   Fundur forseta og Brian Tracy ráðgjafa
16.05.2003   Fundur forseta og Jack Welch, fyrrverandi forstjóra General Electric
16.05.2003   Móttaka til heiðurs Jack Welch, fyrrverandi forstjóra General Electric
19.05.2003   Klaus Susiluoto tekur blaðaviðtal við forseta
19.05.2003   Fundur forseta og Guðmundar Alfreðssonar, þjóðréttarfræðings og forstöðumanns Raoul Wallenberg mannréttindastofnunarinnar
19.05.2003   Forvígismenn brunavarna í Svíþjóð eiga fund með forseta
21.05.2003   Forseti flytur ávarp á dagskrá Áfengis- og vímuvarnarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur
22.05.2003   Fundur forseta og Magnúsar Jóhannessonar, ráðuneytisstjóra í umhverfisráðuneytinu
22.05.2003   Forseta afhent fyrsta eintak bókarinnar „Af hverju er himinninn blár?“ í Skólabæ við Suðurgötu
22.05.2003   Móttaka í tilefni af hálfrar aldar afmæli Neytendasamtakanna
22.05.2003   Ríkisráðsfundur á Bessastöðum
23.05.2003   Forseti situr Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar
23.05.2003   Forseti situr aðalfund Rauða krossins á Íslandi
23.05.2003   Móttaka til að minnast tengsla milli Íslands og Háskólans í Minneapolis og styrkja Sjóð Valdimars Björnssonar við skólann, að frumkvæði Arnar Arnar aðalræðismanns Íslands í Minneapolis og Einars Benediktssonar sendiherra
23.05.2003   Fundur forseta og Dr. Jakobs Gingin
23.05.2003   Forseti flytur ávarp við skólaslit í Listaháskóla Íslands
26.05.2003   Forseti setur Alþingi Íslendinga. Ávarp
27.-28.05.2003   Heimsókn forseta Íslands til Stokkhólms í Svíþjóð
27.05.2003   Fundur forseta og forsætisráðherra Svíþjóðar, Göran Persson. Blaðamannafundur í kjölfarið. Forseti flytur setningarávarp á ráðstefnu íslenskra orkufyrirtækja (ávarpið á íslensku) og situr ráðstefnuna. Kvöldverður Svavars Gestssonar sendiherra til heiðurs forseta Íslands
28.05.2003   Forseti situr morgunverðarfund Útflutningsráðs Íslands, „Health Technology Meets Innovative Iceland“ og flytur ávarp. Hádegisverður sænsku konungshjónanna til heiðurs íslensku forsetahjónunum. Forseti Íslands og Viktoria krónprinsessa Svíþjóðar taka þátt í fjölþættri dagskrá á Íslandsdeginum í Stokkhólmi. Brottför forseta áleiðis til Íslands

Júní
02.06.2003   Fundur forseta og Jeffrey Vallance prófessora frá Listaháskóla Umeå
02.06.2003   Börn úr Austurbæjarskóla koma til Bessastaða
02.06.2003   Móttaka fyrir forstjóra tryggingastofnana á Norðurlöndum
04.06.2003   Breska sjónvarpsstöðin BBC 1 tekur viðtal við forseta
04.06.2003   Forseti flytur setningarávarp á ráðstefnu norrænna lungnalækna í Ráðhúsi Reykjavíkur
05.06.2003   Framkvæmdastjórar norrænna þróunarsamvinnustofnana eiga fund með forseta
06.06.2003   Heimsókn hóps sendiráðsstarfsmanna frá Svíþjóð til Bessastaða
06.06.2003   Starfsfólk Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins hittir forseta á Bessastöðum
11.06.2003   Fundur með Lassi Heininen frá Finnlandi og Þorsteini Gunnarssyni, rektor Háskólans á Akureyri
12.06.2003   Jim Mills prófessor við University of Drew hittir forseta ásamt hópi nemenda
12.06.2003   Móttaka fyrir evrópska sjálfboðaliða í Afríku sem staddir eru á Íslandi og fólk ættað frá Afríku
13.06.2003   Forseti viðstaddur óperusýningu á Eiðum á Fljótsdalshéraði
14.06.2003   Heimsókn félaga í Félagi matvælafræðinga
14.06.2003   Hópur frá Bandaríkjunum undir forystu Omars Reed, ræðismanns Íslands í Arizona, kemur til Bessastaða
15.06.2003   Móttaka í tilefni af fundi norrænna kennara á eftirlaunum
15.06.2003   Móttaka fyrir íþróttahreyfingu fatlaðra vegna Special Olympics á Írlandi
16.06.2003   Skólabörn frá Litháen koma til Bessastaða
16.06.2003   Fundur forseta og Kjell Halvorsen, sendiherra Noregs á Íslandi
16.06.2003   Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf;
sendiherra Lúxembourg, hr. Jean-Louis Wolzfeld;
sendiherra Mexikó, hr. Hector Vasconcelos;
sendiherra Búlgaríu, hr. Gancho Ganev;
sendiherra Albaníu, hr. Shaban Murati
16.06.2003   Afhending Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna í Þjóðleikhúsinu. Forseti er verndari verðlaunanna og afhendir heiðursverðlaun. Ávarp forseta
17.06.2003   Þjóðhátíðardagur Íslendinga. Hátíðardagskrá á Austurvelli. Guðsþjónusta í Dómkirkjunni
17.06.2003   12 Íslendingar sæmdir hinni íslensku fálkaorðu á Bessastöðum. Fréttatilkynning
17.06.2003   Móttaka á Bessastöðum fyrir sendiherra erlendra ríkja
21.-23.06. 2003   Ferð forseta til Írlands á alþjóðaleika þroskaheftra (Special Olympics). Forseti viðstaddur opnunarhátíðina, fylgist með ýmsum viðburðum og hittir íslensku þátttakendurna á leikunum sem keppa í handbolta, fótbolta, boccia, borðtennis o.fl
22.06.2003   Annar dagur á Írlandi: Fylgst með viðburðum á alþjóðaleikunum. Fundur forseta og Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, í Dyflinni
23.06.2003   Þriðji dagur á Írlandi: Fundur með forseta Írlands, Mary McAleese, í forsetahöllinni. Haldið áleiðis heim til Íslands
26.06.2003   Fundur með Gábor Iklódy, sendiherra Ungverjalands
26.06.2003   Myndataka með forseta og börnum sem eru að fara til ýmissa landa í Evrópu á vegum sumarbúða barna
26.06.2003   Kvennadeild Rauða Kross Íslands hittir forseta á Bessastöðum
26.06.2003   Ungmenni frá Kanada og Bandaríkjunum sem taka þátt í Snorraverkefninu hitta forseta á Bessastöðum
28.06.2003   Bandarískir fjölmiðlamenn hitta forseta á Bessastöðum

Júlí
01.-3.7. 2003   Opinber heimsókn Johannesar Rau, forseta Þýskalands, til Íslands
01.07.2003   Fyrsti dagur opinberrar heimsóknar forseta Þýskalands, Johannesar Rau: Móttökuathöfn á Bessastöðum. Fundur forseta Þýskalands og Íslands og blaðamannafundur í kjölfarið. Afhjúpun minnismerkis í Hafnarfirði um fyrstu lútersku kirkjuna á Íslandi eftir þýska listamanninn Hartmut Wolf. Heimsókn á handritasýninguna í Þjóðmenningarhúsinu. Kynning á starfsemi vetnisfyrirtækisins NýOrku. Hátíðarkvöldverður í Perlunni til heiðurs forseta Þýskalands í boði forseta Íslands. Forseti flytur ávarp. Þýsk þýðing
02.07.2003   Seinni dagur opinberrar heimsóknar forseta Þýskalands, Johannesar Rau. Fundur forseta Þýskalands og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Heimsókn í hestabúgarðinn Dalland og orkuverið á Nesjavöllum. Hádegisverður forsætisráðherra til heiðurs forseta Þýskalands á Þingvöllum. Ferð að Gullfossi og Geysi. Tónleikar Kammersveitar Tübingen í Salnum undir stjórn Guðna A. Emilssonar. Móttaka forseta Þýskalands í Gerðarsafni
03.07.2003   Brottför forseta Þýskalands
03.07.2003   Stofnfundur Rannsóknarseturs um smáríki, Háskóla Íslands, í Háskólabíói. Fyrirlestur forseta Íslands
03.07.2003   Kvöldverður á Bessastöðum til heiðurs Lennart Meri, fyrrverandi forseta Eistlands, og öðrum erlendum gestum á ráðstefnu Rannsóknarseturs um smáríki
04.07.2003   Forseti kynnir sér starfsemina hjá Delta Pharmaco ásamt nefndarmönnum í Útflutningsverðlaunanefnd
05.07.2003   Forseti flytur ávarp á hátíðarhöldum í Vestmannaeyjum í tilefni af lokum eldgossins fyrir 30 árum
29.07.2003   Systir Maria Dolor hittir forseta á Bessastöðum

Ágúst
01.08.2003   Unglingamót UMFÍ á Ísafirði. Forseti flytur ávarp
05.08.2003   Þorlákur Kristinsson (Tolli) og Ari Trausti Guðmundsson afhenda forseta eintak bókar sinnar Yzt á útgáfuhátíð á Nordica hóteli
07.08.2003   Norrænir þjóðskjalaverðir hitta forseta á Bessastöðum
07.08.2003   Setning norræns þjóðskjalavarðaþings (Arkiven ut till folket) á Nordica hóteli. Forseti flytur ávarp á norsku. Ávarpið á íslensku
08.08.2003   Fundur með sendiherra Sviss, Gian Federico Pedotti
08.08.2003   Fundur forseta og Tayeb Rhafes, sjávarútvegsráðherra Marokkó
08.08.2003   Undirritun samstarfssamnings á Bessastöðum milli Brims og Derhem Group í Marokkó um samstarf á sviði sjávarútvegs að viðstöddum sjávarútvegsráðherrum Íslands og Marokkó
08.08.2003   Kvöldverður forseta til heiðurs Tayeb Rhafes, sjávarútvegsráðherra Marokkó
09.08.2003   Fundur með Frans Fischler, sjávarútvegsráðherra ESB og Gerard Sabatil sendiherra
13.08.2003   Forseti flytur setningarávarp á Norræna geðlæknaþinginu í Háskólabíói. Forseti er verndari þingsins
14.08.2003   Forseti flytur setningarávarp á Alþjóðlegri vísindaráðstefnu viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands
15.08.2003   Philip Cronenwett, bókasafnsfræðingur á bókasafni Vilhjálms Stefánssonar í Dartmouth háskólanum í Bandaríkjunum, sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
17.-20.08.2003   Ferð forseta til Alaska í boði Frank Murkowski ríkisstjóra. Með í för eru embættismenn forsetaskrifstofu og utanríkisráðuneytis auk fulltrúa íslenskra fyrirtækja og stofnana (Háskóla Akureyrar, Atlanta, Hnits, Íslandsbanka og SH)
17.08.2003   Fyrsti dagur í Alaska: Fundur forseta og Walter J. Hickel fyrrverandi ríkisstjóra Alaska og innanríkisráðherra Bandaríkjanna. Fundur með ríkisstjórn Alaska
18.08.2003   Annar dagur í Alaska: Forseti flytur erindi á alþjóðlegri ráðstefnu vísindamanna um málefni norðurslóða, nýtingu náttúruauðlinda og framtíðarhorfur (The Northern Commons: Lessons for the world – Lessons from the world, IASCP). Fundur með forystumönnum í stjórnkerfi Alaska og kynning á atvinnu- og menntamálum fylkisins. Fundur með blaðamönnum frá Alaska
19.08.2003   Þriðji dagur í Alaska. Forseti flytur fyrirlestur á málþingi Commonwealth North undir yfirskriftinni „Leadership in the North - the Challenge for Alaska“. Forseti tekur þátt í hringborðsumræðum um sjávarútvegsmál. Umræðufundur ungra stjórnmálamanna í Alaska. Fundir fulltrúa úr íslensku fjármála- og atvinnulífi með athafnamönnum og stjórnendum fyrirtækja í Alaska. Móttaka Fylkisþings Alaska til heiðurs forseta Íslands
21.-23.08. 2003   Heimsókn til Chukotka héraðs í Rússlandi í boði Romans Abramovitch ríkisstjóra. Með í för eru embættismenn forsetaskrifstofu og fulltrúar íslenskra stofnana og fyrirtækja (Háskóla Akureyrar, Atlanta, Hnits, Samskipa og SH)
21.08.2003   Fundur forseta og Romans Abramovitch ríkisstjóra. Fundur með embættismönnum Chukotka. Kynnisferð um Anadyr, heimsókn í fiskverkun, skóla og safn
22.08.2003   Annar dagur í Chukotka: Ferð til þorpsins Kanchalan, heimsókn í skóla og félagsmiðstöð. Heimsókn í tjaldbúðir hreindýrahirðingja. Viðræðufundir með þarlendum samstarfsaðilum íslenskra fyrirtækja
23.08.2003   Forseti Íslands og fylgdarlið halda áleiðis heim til Íslands
26.08.2003   Fundur forseta og Duncan Edmonds
27.08.2003   Viðtal við dægurmálaútvarp Rásar 2
28.08.2003   Forseti flytur setningarávarp á norsku á Norrænni barnaverndarráðstefnu. Ávarpið á íslensku
29.08.2003   Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf:
sendiherra Eþíópíu, hr. Berhanu Kebede;
sendiherra Þýskalands, hr. Johann Wenzl
30.08.2003   Forseti flytur opnunarávarp á höggmyndasýningunni „Meistarar formsins - Úr höggmyndasögu 20. aldar“ í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

September
01.09.2003   Paranjothiar yogameistari frá Indlandi hittir forseta á Bessastöðum
01.09.2003   Tal Finney aðstoðarmaður ríkisstjóra Kaliforníu hittir forseta á Bessastöðum
01.09.2003   Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf:
sendiherra Bosníu og Hersegóvínu, hr. Nudzeim Recica;
sendiherra Sri Lanka, hr. Vethody Kumaran Valsan;
sendiherra Namibíu, frú Panduleni-Kaino Shingenge;
sendiherra Kanada, hr. Richard Têtu
03.-10.09. 2003   Forsetahjón í einkaerindum í Ísrael. Fundur forseta Íslands og forseta Ísrael. Forseti átti jafnframt fundi með fulltrúum mannréttindasamtaka, friðarsamtaka, Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins meðan hann dvaldi í Ísrael. Þá sátu forsetahjón kvöldverðarboð með Shimon Peres fyrrverandi forsætisráðherra.
11.09.2003   Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Þórleifur Stefán Björnsson hitta forseta á Bessastöðum
11.09.2003   Þátttakendur á norrænni ráðstefnu um tæknigarða, „The Bridge over Troubled Water“, hitta forseta á Bessastöðum
12.09.2003   Viðtal við forseta á Útvarpi Sögu
12.09.2003   Forseti afhendir Starfsmenntaverðlaun 2003
12.09.2003   Erlendir og innlendir gestir á Bókmenntahátíð í Reykjavík hitta forseta á Bessastöðum
12.09.2003   Fulltrúar á þingi norrænna blaðaljósmyndara hitta forseta á Bessastöðum
13.09.2003   Forseti flytur opnunarávarp á yfirlitssýningu á verkum Júlíönu Sveinsdóttur í Listasafni Íslands
15.09.2003   Forseti flytur setningarávarp á ráðstefnu í tilefni af 25 ára afmæli Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna
15.09.2003   Forseti flytur ræðu á ráðstefnu Þróunarsamvinnustofnunar, „Rich and Poor Nations“. Ávarpið á íslensku
16.-19.09. 2003   Forseti Íslands í Washington
16.09.2003   Forseti flytur opnunarræðu á 25 ára afmælishátíð alþjóðasamtakanna Parliamentarians for Global Action í Washington og situr þing samtakanna
17.09.2003   Hádegisverður Ted Stevens öldungadeildarþingmanns til heiðurs forseta Íslands. Heimsókn í Brookings Institute og fundur með forstöðumanni stofnunarinnar, Strobe Talbott fyrrverandi ráðherra. Heimsókn í Heritage Foundation og fundur með sérfræðingum stofnunarinnar í málefnum Rússlands og Norðurslóða
18.09.2003   Fundir með embættismönnum og öldungadeildar- og fulltrúadeildarþingmönnum beggja flokka á þingi um málefni Norðurslóða, m.a. Don Young frá Alaska, Jim Leach frá Iowa, Lisu Murkowski frá Alaska, Hillary Rodham Clinton frá New York og Tom Harkin frá Iowa. Forseti situr hádegisverð í boði Evelyn Stefánsson Nef, ekkju Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar
20.09.2003   Nokkrir unglingar frá Esjberg í Danmörku, sem glíma við geðræn vandamál, koma til Bessastaða
25.09.2003   Fulltrúar á norrænni ráðstefnu á vegum Kaupþings hitta forseta á Bessastöðum
26.09.2003   Forseti flytur setningarávarp á þingi Félags um lýðheilsu
26.09.2003   Forseti flytur opnunarávarp á Atvinnuvegasýningu í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum á Akranesi
27.09.2003   Afhending Forsetamerkis dróttskáta í Bessastaðakirkju og móttaka í Bessastaðastofu
27.09.2003   Forsetahjón gestir í lokahófi Junior Chamber á Ísafirði
29.09.2003   Fundur með sendiherra Belgíu, hr. Carlos De Wever

Október
01.10.2003   Forseti setur Alþingi Íslendinga. Ávarp
01.10.2003   Stephen Benedictsson, ræðismaður Íslands í Alberta í Kanada og barnabarn Stephans G. Stephanssonar skálds, hittir forseta á Bessastöðum
02.10.2003   Forseti flytur setningarávarp á norrænni ráðstefnu stoðtækjafræðinga. Ávarpið á íslensku
02.10.2003   Fundur með þremur bandarískum þingmönnum
03.10.2003   Norræn ráðstefna bókmenntasafna og bókmenntastofnana í Norræna húsinu. Forseti flytur ávarp. Ávarpið á íslensku
03.10.2003   Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Malasíu, hr. Jasmi bin Mohd Yusoff;
sendiherra Möltu, hr. Carmel Aquilina;
sendiherra Noregs, hr. Guttorm Vik
05.10.2003   Afhending fyrstu vetnisvagna við Ráðhús Reykjavíkur, ökuferð í vetnisknúnum strætisvagni um miðbæinn
05.10.2003   Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaun grunnskólanna í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ
05.10.2003   Körfuboltaleikur í íþróttahúsi Keflavíkur til stuðnings „Einstökum börnum“
06.10.2003   Fundur með Jiang Zhingyun, sendiherra Kína á Íslandi
08.10.2003   Afhjúpun minnisvarða í Fossvogskirkjugarði til heiðurs látnum Bandaríkjamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Forseti flytur ávarp
08.10.2003   Fundur með John Stanton, stjórnarformanni Western Wireless Corp., og Brad Horwitz, stjórnarformanni WW International
08.10.2003   Fundur með Þorfinni Ómarssyni
09.10.2003   Fundur forseta og meðlima í US Arctic Research Commission sem heimsækja Ísland undir forystu Mead Treadwell frá Alaska
10. – 15. 10. 2003   Opinber heimsókn Adrienne Clarkson, landstjóra Kanada, til Íslands.
10.10.2003   Fyrsti dagur opinberrar heimsóknar landstjóra Kanada. Móttökuathöfn á Bessastöðum. Fundur forseta og landstjóra og blaðamannafundur í kjölfarið. Hátíðarkvöldverður forseta Íslands í Perlunni til heiðurs landstjóranum. Ávarp forseta. Ensk þýðing
11.10.2003   Annar dagur opinberrar heimsóknar landstjóra Kanada. Fundur landstjóra og starfandi forsætisráðherra Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Heimsókn í orkuverið á Nesjavöllum og starfsemi orkuveitunnar kynnt. Ekið til Þingvalla, komið við á Hakinu og gengið niður Almannagjá. Hádegisverður í boði starfandi forsætisráðherra Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Fundur í Hafrannsóknarstofnun Íslands um nýtingu sjávarauðlinda. Gengið um handritasýninguna í Þjóðmenningarhúsinu. Hringborðsumræður um orkumálefni með þátttöku íslenskra orkufyrirtækja, fundarstjóri er Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor og stjórnarformaður NýOrku. Hringferð um miðbæ Reykjavíkur í vetnisknúnum strætisvagni. Tónleikar kandadískra tónlistarmanna í Salnum í Kópavogi og móttaka landstjóra Kanada í Gerðarsafni
13.10.2003   Þriðji dagur opinberrar heimsóknar landstjóra Kanada. Ferð til Akureyrar. Dagskrá í Háskólanum á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Fyrirlestur landstjóra Kanada. Pallborðsumræður um menningu og stöðu þjóðfélaga á norðurslóðum. Hádegisverður Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra til heiðurs landstjóra Kanada. Kynning á starfsemi útgerðarfélaganna Samherja og Útgerðarfélags Akureyrar
14.10.2003   Fjórði dagur opinberrar heimsóknar landstjóra Kanada. Ferð til Mývatns, staldrað við á Goðafossi, gengið um Dimmuborgir og farið í Námaskarð. Kynning á starfi Rannsóknarsetursins við Mývatn. Hádegisverður í boði Halldórs Blöndal, forseta Alþingis
15.10.2003   Lokadagur opinberrar heimsóknar landstjóra Kanada. Fjölbreytt dagskrá á Vesturfarasetrinu á Hofsósi og pallborðsumræður í umsjá starfsmanna setursins. Heimsókn að Glaumbæ í Skagafirði. Dagskrá í höfuðstöðvum Íslenska álfélagsins, Alcan á Íslandi, í Straumsvík. Brottför landstjóra Kanada
15.10.2003   Forseti lýsir 15. október ár hvert helgaðan konum í dreifibýli með ávarpi
15.10.2003   Móttaka á Bessastöðum í tilefni af degi kvenna í dreifbýli
16.10.2003   Norræn frímerkjasýning, NORDIU 2003, á Kjarvalsstöðum. Forseti verndari sýningarinnar og flytur ávarp. Ávarpið á íslensku
18.10.2003   Bandarískir rithöfundar hitta forseta á Bessastöðum
18.10.2003   Hátíð Kærleiksboðbera vegna helgunar Móður Theresu í Seljakirkju.
19.10.2003   Heimsforseti Junior Chamber, Bruce Rector frá Bandaríkjunum, hittir forseta á Bessastöðum
21.10.2003   Fundir með samstarfsaðilum íslenskra fyrirtækja í Lundúnum. Heimsókn á sýningu Ólafs Elíassonar listamanns í Tate safninu
23.10.2003   Forseti flytur fyrirlestur á fjárfestastefnu í Kaupmannahöfn sem skipulögð er af Dansk-íslenska verslunarráðinu.
24.10.2003   Fundur með Hannele Pokka, landstjóra Lapplands
24.10.2003   Móttaka á Bessastöðum í tilefni af ráðstefnu Model UN og Degi Sameinuðu þjóðanna
24.10.2003   Fundur með stjórn Háskóla Norðurslóða (University of the Arctic)
25.10.2003   Fundur með Dr. Danica Purg rektor IEDC
25.10.2003   Fundur með Lassie Heininen frá Finnlandi
25.10.2003   Forseti sækir 50 ára afmælishátíð Sólvangs í Hafnarfirði
26.10.2003   Móttaka á Bessastöðum í tilefni af leiklistarhátíðinni „Margt smátt“ (félagar frá Dalvík, Freyvangi, Egilsstöðum, Reykjanesi, Reykjavík og fleiri stöðum)
27.10.2003   Afhending Íslensku bjartsýnisverðlaunanna í Hafnarborg í Hafnarfirði
28.10.2003   Fundur með Ara Trausta Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi
28.10.2003   Fundur með Runólfi Ágústssyni, rektor Háskólans á Bifröst
28.10.2003   Móttaka á Bessastöðum í tilefni af 30 ára afmæli KR-kvenna
30.10.2003   Fundur með Telmu Herzl Ingvarsdóttur listakonu
31.10.2003   Forseti flytur setningarávarp á ráðstefnu Félags talkennara og talmeinafræðinga
31.10.2003   Forseti afhendir Markaðsverðlaun ÍMARK á Hótel Sögu
31.10.2003   Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf:
sendiherra Kúbu, hr. Jorge Payret Zubiaur;
sendiherra Nikaragva, hr. Alvaro Montenegro Mallona;
sendiherra Kostaríka, hr. Rodolfo Guitérrez

Nóvember
01.11.2003   Félagar úr Oddfellow stúkunni á Ísafirði hitta forseta á Bessastöðum
01.11.2003   Setning sænsk-íslenskrar menningarviku í Þjóðmenningarhúsinu
02.11.2003   Fundur með John Kay
04.11.2003   Heimsókn í Kennaraháskóla Íslands. Fundur með háskólaráði og yfirstjórn skólans. Forseti situr fyrir svörum á opnum umræðufundi með stúdentum og starfsfólki skólans. Heimsókn í ýmsar deildir skólans, Menntasmiðju og Rannsóknastofnun KHÍ
04.11.2003   Mathieu Bouchard, varaforseti Corporate & Environmental Affairs, Alcan Primary Metal Group í Montreal, hittir forseta á Bessastöðum ásamt Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi
04.11.2003   Móttaka á Bessastöðum fyrir bæjarritara og skrifstofustjóra sveitafélaga landsins
04.11.2003   Linda Samúelsdóttir frá Tungu í Svínadal afhendir forsetahjónum útskorna stóla að gjöf
06.11.2003   Gísli Pálsson prófessor hittir forseta á Bessastöðum
07.11.2003   Fundur með sendinefnd frá Dartmouth College um samvinnu í málefnum norðurslóða á Bessastöðum
07.11.2003   Fundur með viðskipta- og embættismönnum frá Shandong héraði í Kína á Bessastöðum
10.11.2003   Bent Larsen stórmeistari sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
10.11.2003   Móttaka á Bessastöðum í tilefni af einvígi Friðriks Ólafssonar og Bents Larsen. Ávarp forseta
12.-13.11. 2003   Heimsókn forseta til New York
12.11.2003   Forseti flytur fyrirlestur á ráðstefnu Earth Institute (Columbia háskólanum) í New York um sjávarútvegsmál og næringarfræði (Global Fisheries Management and Human Nutrition) og tekur þátt í umræðum
13.11.2003   Forseti heimsækir Lamont Doherty Earth Observatory rannsóknarstöðina við Columbia háskólann. Hádegisverður til heiðurs forseta Íslands í Landkönnuðafélaginu (Explorers Club) í New York. Kynningarfundur Ferðamálaráðs undir stjórn Einars Gústavssonar
14.-17.11. 2003   Heimsókn forseta til Atlantaborgar í Georgíu í boði Emory háskólans og The Carter Center
14.11.2003   Fundur forseta Íslands og Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Forseti leggur blómsveig að minnisvarða um Martin Luther King. Fundur með Shirley Franklin borgarstjóra Atlantaborgar og heimsókn í höfuðstöðvar Claus M. Halle Instutute for Global Learning við Emory háskóla. Fundur forseta og James Wagner rektors Emory háskóla. Ræða forseta í kvöldverði Emory háskólans
15.11.2003   Heimsókn í höfuðstöðvar CNN, viðræður við forsvarsmenn stöðvarinnar og fréttastjórnendur. Viðtal við forseta í CNN International um orkumál og nýtingu vetnis á Íslandi og um málefni Norðurslóða. Fundur með deildarstjórum lækna- og hjúkrunardeildar Emory háskóla um samvinnu við íslenska aðila. Ávarp forseta í hátíðarkvöldverði
16.11.2003   Forseti sækir messu í kirkju blökkumanna í einu af fátækari hverfum Atlantaborgar og ávarpar söfnuðinn. Heimsókn í Alþjóðasetur Emory háskóla, umræðufundur með kennurum og nemendum
17.11.2003   Blaðaviðtöl við forseta. Forseti flytur opnunarfyrirlestur Alþjóðlegrar menntaviku við Emory háskólann og svarar fyrirspurnum. Brottför forseta frá Atlanta til New York
18.11.2003   Fundur með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.  Mynd. Heimsókn í Norræna húsið (Scandinavia House) í New York og fundur með stjórnendum þess. Fundur með Vartan Gregorian, forseta Carnegie stofnunarinnar
21.11.2003   Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Brasilíu, hr. Cesar de Faria Domingues Moreira;
sendiherra Tékklands, hr. Jaroslav Horák;
sendiherra Sviss, hr. Kurt Höchner;
sendiherra Japans, frú Fumiko Saiga
21.11.2003   Fundur með fulltrúum frá ferðaskrifstofunum Thomas Cook og Katla Travel á Bessastöðum
22.11.2003   Móttaka á Bessastöðum í tilefni af 50 ára afmæli Lúðrasveitar verkalýðsins
24.11.2003   Fundur forseta og James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi
24.11.2003   Chen Haosu, forseti Vináttusamtaka Íslands í Kína hittir, forseta á Bessastöðum
25.11.2003   Fundur með sendiherra Evrópusambandsins, dr. Gerhard Sabathil
25.11.2003   Fundur með Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi
26.11.2003   Esther Dyson hittir forseta ásamt Michael Nelson, yfirmanni stefnumótunar hjá IBM
27.11.2003   Forseti flytur ávarp á alþjóðlegri ráðstefnu Digital Reykjavík á Nordica hóteli
27.11.2003   Thor Thors, fyrrverandi bankastjóri, hittir forseta á Bessastöðum
27.11.2003   Heimsókn í ReykjavíkurAkademíuna í tilefni af því að bókasafn Dagsbrúnar færist í vörslu akademíunnar. Forseti flytur ávarp
28.11.2003   Viðtal við forseta í Verzlunarskólablaðið
30.11.2003   Forseti flytur ræðu á Aðventukvöldi í Dómkirkjunni

Desember
01.12.2003   Forseti tekur við fyrstu Kærleikskúlunni í Listasafni Reykjavíkur
01.12.2003   Úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði í Þjóðmenningarhúsinu
01.12.2003   Hátíðarsamkoma Stúdentaráðs Háskóla Íslands í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Yfirskrift hátíðarinnar „Fjölmiðlar og fullveldi“
01.12.2003   Móttaka á Bessastöðum til heiðurs Stúdentaráði Háskóla Íslands
01.12.2003   Kvöldverður á Bessastöðum til heiðurs Alþingi
03.12.2003   Forseti tekur við fyrsta eintaki af fræðsluriti Félags CP á Íslandi
04.12.2003   Fundur með sendiherra Chile, José Luis Balmaceda Serigós
05.12.2003   Háskólinn á Bifröst 85 ára. Afhjúpun minnisvarða um Jónas frá Hriflu. Forseti tekur fyrstu skóflustungu fyrir Rannsókna- og vísindasetur. Ávarp forseta
08.12.2003   Heimsókn til útgerðarfélagsins Samherja á Akureyri og Dalvík ásamt Útflutningsverðlaunanefndinni
09.12.2003   Börn úr Álftanesskóla tendra jólatré á Bessastöðum. Jólasveinar og söngur
12.12.2003   Fundur með Róbert Wessmann og Birni Aðalsteinssyni frá Pharmaco
12.12.2003   Forseti afhendir styrk úr Vísindasjóði Fræðslunets Suðurlands á Hótel Örk í Hveragerði
19.12.2003   Georgina Stefansson, barnabarn Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar, og Frank Thistle hitta forseta á Bessastöðum
30.12.2003   Forseti afhendir verðlaun Alþjóðahússins
31.12.2003   Ríkisráðsfundur á Bessastöðum
31.12.2003   Úthlutun úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins