Veftré Print page English

Ýmsir atburðir úr dagskrá forseta

 

Hér birtist skrá yfir ýmsa atburði í dagskrá forseta en auk þeirra sem hér eru nefndir er fjöldi annarra þátta sem ekki eru tilgreindir,  t.d. fundir með ráðherrum og embættismönnum, fulltrúum fyrirtækja og samtaka og fjölmörgum einstaklingum með margvísleg erindi og erlendum gestum sem til Íslands koma. Þá sækir forsetinn jafnframt fjölda menningarviðburða sem ekki eru raktir hér, s.s. leiksýningar, myndlistasýningar, tónleika og aðra mannfagnaði.



Árið 2004

 

Janúar

 

01.01.2004 Nýársávarp forseta Íslands. Ensk þýðing.
01.01.2004 14 Íslendingar sæmdir hinni íslensku fálkaorðu á Bessastöðum. Fréttatilkynning. Mynd.
01.01.2004 Nýársmóttaka forseta Íslands.
04.01.2004 Richard Ringler, prófessor í norrænum fræðum við háskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum, sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.
04.01.2004 Jólatrésfagnaður á Bessastöðum.
07.01.2004 Fundur með Guðmundi Eiríkssyni, sendiherra Íslands í Kanada.
10.01.2004 Forseti situr hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara á Nordica hóteli.
14.01.2004 Afhending Íslensku tónlistarverðlaunanna í Þjóðleikhúsinu. Forseti afhendir heiðursverðlaun.
15.01.2004 Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaun námsmanna á Bessastöðum.
17.01.2004 Ráðstefnugestir á norrænni kirkjutónlistarráðstefnu hitta forseta á Bessastöðum.
17.01.2004 Kvöldverður á Bessastöðum til heiðurs Ólafi Elíassyni listamanni.
20.01.2004 Dag Holmstad blaðamaður á danska blaðinu Jyllandsposten tekur viðtal við forseta.
20.01.2004 Fundur með Þorsteini Gunnarssyni rektor Háskólans á Akureyri og Lassi Heininen frá háskólanum í Roveniemi, Finnlandi.
21.01.2004 Fundur með Garðari Halldórssyni arkitekt.
21.01.2004 Fundur með Gunnari Snorra Gunnarssyni ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu.
21.01.2004 Fundur með sendiherra Danmerkur, Flemming Mörch.
22.01.2004 Fundur með Sigurjóni Sighvatssyni kvikmyndaframleiðanda á Bessastöðum.
22.01.2004 Forseti afhendir Íslensku bókmenntaverðlaununin á Bessastöðum.
23.01.2004 Fundur með Þorláki Einarssyni um starfsemi Öryggismálanefndar.
24.01.2004 Forseti flytur hátíðarávarp á 100 ára hátíðarsamkomu Kvenfélagsins Hringsins á Nordica hóteli.
25.-31.01.2004 Forseti Íslands í New York.
29.01.2004 Hádegisverður í Norræna húsinu (Scandinavia House) í New York í boði The Dickey Center for International Understanding við Dartmouth College. Móttaka Alcan Inc. í Norræna húsinu í tengslum við sýninguna The Friendly Arctic. Forseti Íslands flytur opnunarávarp á sýningunni The Friendly Arctic sem helguð er landkönnun Vilhjálms Stefánssonar. Hátíðarkvöldverður Alcan Inc. til heiðurs forseta Íslands.
30.01.2004 Hádegisverður Explorers Club til heiðurs forseta Íslands. Forseti Íslands, Jeffrey Sachs og Robin Bell frá Earth Instititute við Columbia háskólann ræða um áhrif loftslagsbreytinga á Norðurslóðum og alþjóðlega heimskautaárið 2008. Dagskrá í Explorers Club lýkur með málþingi um Vilhjálm Stefánsson þar sem forseti Íslands, frú Evelyn Stefánsson Nef, ekkja Vilhjálms, Peter T. Irniq, Commissioner í Nunavut og Richard Wiese forseti Explorers Club flytja ávörp.

Febrúar

18.02.2004

Sverrir Sigfússon afhendir forseta fyrsta eintak af bókinni um Sigfús í Heklu.

19.02.2004

Hilmar B. Jónsson og hópur gesta á vegum Iceland Seafood koma til Bessastaða og afhenda forseta gjöf frá fylkisstjóra Virginiu í Bandaríkjunum.

20.02.2004

Forseti flytur ávarp á útgáfuhátíð Verzlunarskólablaðsins í Háskólabíói.

21.02.2004

Forsetafrú heiðursgestur á þjóðahátíð Alþjóðahúss í Ráðhúsi Reykjavíkur.

21.02.2004

Reykjavík Fashion Week. Samkoma á Hótel Borg og sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur.

23.02.2004

Hádegisverðarfundur forsetafrúar og Orra Vigfússonar.

23.02.2004

Sendiherra Danmerkur, hr. Leif Mogens Reimann, afhendir trúnaðarbréf

24.02.2004

Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Ástralíu, hr. Richard Matthew Peek;
sendiherra Belgíu, hr. Frank Recker;
sendiherra Austurríkis, hr. Erich Buttenhauser;
sendiherra Ítalíu, hr. Ubereto Pastalozza.

24.02.2004

Fundur með Þorsteini Gunnarssyni rektor Háskólans á Akureyri.

25.02.2004 Steve Fraser, blaðamaður frá Skotlandi, tekur viðtal við forseta .
27.02.2004

Ávarp forseta í afmælishófi Iceland Express.

27.02.2004

Félagar úr Félagi eldri borgara á Akureyri hitta forseta á Bessastöðum.

28.02.2004

Forseti flytur opnunarávarp á ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Gerðarsafni.

28.02.2004

Háskólahátíð. Brautskráning kandídata frá Háskóla Íslands í Háskólabíói.

Mars

01.03.2004

Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Ungverjalands, hr. György Krausz;
sendiherra Serbíu Svartfjallalands, hr. Dejan Vasiljevic.

02.03.2004

Fundur með sendiherra Spánar, hr. Eduardo Garrigues López-Chicheri.

02.03.2004

Hádegisverðarfundur forsetafrúar og Kristínar Ólafsdóttur og Gísla Arnar Garðarssonar.

03.03.2004

Hádegisverðarfundur forsetafrúar og Svanhildar Konráðsdóttur.

04.03.2004

Forsetafrú heimsækir Öskjuhlíðarskóla.

07.03.2004

Setning búnaðarþings á Hótel Sögu, Súlnasal.

09.03.2004

Nemendur í húsgagnasmíði koma til Bessastaða.

10.03.2004

Forseti afhendir verðlaun í ljóða- og smásagnakeppni Æskunnar og RÚV á Bessastöðum.

15.03.2004

Fundur forseta og Sigrúnar Kjartansdóttur.

16.-18.03.2004

Forseti Íslands í Noregi.

16.03.2004

Kvöldverðarfundur með rektor og prófessorum Háskólans í Bergen.

17.03.2004

Forseti flytur minningarfyrirlestur Steins Rokkan prófessors.

18.03.2004

Viðtal við forseta í Kastljósi sjónvarpsins.

18.03.2004

Viðtal við forseta í þættinum Ísland í dag á Stöð tvö.

20.03.2004

Bandarísku blaðamennirnir Cynthia Graber og Chris Ballman frá NPR útvarpsstöðinni taka viðtal við forseta á Bessastöðum.

22.03.2004

Skiptinemar á vegum AFS hitta forseta á Bessastöðum.

22.03.2004

John James Waickwicz aðmíráll á Keflavíkurflugvelli sæmdur stórriddarakrossi með stjörnu hinnar íslensku fálkaorðu.

23.03.2004

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, tekur viðtal við forseta.

25.03.2004

Fundur með séra Jakobi Hjálmarssyni dómkirkjupresti.

25.03.2004

Fundur með Guðmundi Alfreðssyni, forstöðumanni Wallenberg stofnunarinnar í Lundi í Svíþjóð.

25.03.2004

Fundur með sendiherra Rússlands, Aleksander Rannikh, og rússneskum  myndhöggvara.

26.03.2004

Fundur með Roger Crofts frá Scottish Nature Heritage.

26.03.2004

Fundur með Þorgeiri Pálssyni.

27.03.2004

Lauf (Landssamband áhugafólks um flogaveiki) 20 ára. Hátíðarsamkoma í Hátúni 10.

27.03.2004

Hátíðarkvöldverður á Bessastöðum til heiðurs ríkisstjórn Íslands og erlendum sendiherrum.

27.03.2004

Hádegisverðarfundur með Sigurjón Sighvatssyni.

28.03.2004

Fulltrúar Lionshreyfingarinnar afhenda forseta rauðu fjöðrina á Bessastöðum.

29.03.2004

Ólafur Páll Jónsson og Jón Hjartarson eiga fund með forseta á Bessastöðum vegna ráðstefnu Fræðslunets Suðurlands 2005: Náttúran í ríki markmiðanna.

29.03.2004

Fundur með Ólafi Ásgeirssyni þjóðskjalaverði og skátahöfðingja.

29.03.2004

Tinna Gunnarsdóttir tekur viðtal við forsetafrú fyrir Casa Vogue. 

30.03.2004

Stóra upplestrarkeppnin í Hafnarborg. Nemendur 7. bekk grunnskóla í Hafnarfirði og Álftanesskóla.

30.03.2004

Fundur með sendiherra Bretlands.

31.03.2004

Fundur forseta og Helga Geirssonar.

31.03.2004

Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fundar með forseta á Bessastöðum.

31.03.-02.04.2004

Forsetafrú í Mílanó á Ítalíu.

31.03.2004

Kvöldverður íslensku ræðismannshjónanna í Mílanó til heiðurs forsetafrú.

Apríl

01.04.2004

Forsetafrú flytur opnunarávarp á norrænni hönnunarsýningu í La Triennale di Milano, Scandinavian Design Beyond the Myth, sem skipulögð var af Norrænu ráðherranefndinni.

02.04.2004

Ræðismaður Íslands í Nýju Dehli á Indlandi, Nand Khemka og frú hitta forseta á Bessastöðum.

03.04.2004

Forseti flytur ávarp á ráðstefnu í Öskju til heiðurs Guðmundi Eggertssyni prófessor emeritus við Háskóla Íslands.

09.04.2004

AA samtökin 50 ára. Hátíðardagskrá í Laugardalshöll.

14.04.2004

Konur úr Sinawik-klúbbi Garðabæjar koma til Bessastaða.

15.04.2004

Fundur forseta og Richard Wiese, forseta Explorers Club (Landkönnuðafélagsins) í Bandaríkjunum.

15.04.2004

Vígsla Öskju, Náttúrufræðahúss Háskóla Íslands.

15.04.2004

Hádegisverðarfundur á Bessastöðum með erlendum og innlendum bankamönnum.

17.04.2004

Grindavíkurkaupstaður 30 ára. Forseti flytur ávarp á hátíðardagskrá í Grindavík.

17.04.2004

 

Forseti sæmir þrjá börgunarmenn frá Grindavík Afreksmerki hins íslenska lýðveldis fyrir björgunarafrek. Fréttatilkynning.
17.04.2004

Forseti flytur setningarávarp á þingi Evrópudeildar Alheimshreyfingar skáta í húsi Vatnsveitunnar (Gvendarbrunnur).

19.04.2004

Fundur með Flemming Skov Jensen, forstjóra Lönmodtagernes Dyrtidsfond í Danmörku.

19.04.2004

Móttaka á Bessastöðum fyrir fulltrúa úr hópi Friends of Scouting Europe og forystumenn skátahreyfingarinnar á heimsvísu.

20.04.2004

Sendiherra Bretlands, hr. Alph Mhemet, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum.

21.04.2004

Afhending Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum. Fréttatilkynning.

21.04.2004

Anna Sigríður Kristjánsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, nemendur við Háskóla Íslands, kynna fyrir forseta verkefnið: ?Íslenska vetnishúsið? og ferð þeirra til Kína.

22.04.2004

Skátamessa í Hallgrímskirkju og messukaffi í safnaðarheimilinu.

22.04.2004

Forseti afhendir umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar á opnu húsi í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði.

22.04.2004

Ávarp forseta við opnun sýningarinnar ?Hugverk og hagleikur? í  félagsheimilinu í Þjórsárveri.

23.04.2004

Stjórnarfundur NRF (Northern Research Forum) í Reykjavík. Hádegisverðarfundur á Bessastöðum.

24.04.2004

Forseti flytur setningarávarp á þingi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á Grand hóteli.

24.-29.04.2004

Forseti í New York í Bandaríkjunum.

25.04.2004

Hádegisverðarfundur forseta og Michael Caine leikara.

25.04.2004

Fundur forseta og George Russel.

26.04.2004

Stjórnarfundur EastWest Institute. Forseti flytur ræðu á hádegisverðarfundi.

26.04.2004

Forseti flytur ávarp á heiðurshátíð Michael Caine í Lincoln Center í New York.

27.04.2004

Forseti situr ráðstefnu EastWest Institute um markaðsvæðingu rússneska hagkerfisins

28.04.2004

Kvöldverður Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og eiginkonu hans til heiðurs forseta Íslands og forsetafrú.

30.04.2004

Fundur með Róbert Guðfinnssyni útgerðarmanni.

Maí

01.05.2004

Forseti flytur ávarp á málþingi í tilefni af 120 ára afmæli Sparisjóðs Svarfdæla á Dalvík. Fréttatilkynning.

01.05.2004

Forseti viðstaddur opnun Iðnaðarsafnsins á Krókeyri á Akureyri.

02.05.2004

Grunnskólabörn frá Skála í Færeyjum koma til Bessastaða.

04.-05.05.2004

Forseti Eistlands, Arnold Rüütel, í opinberri heimsókn á Íslandi. Dagskrá.

04.05.2004

Móttökuathöfn á Bessastöðum. Blaðamannafundur forseta Eistlands og forseta Íslands. Ráðstefna á Bessastöðum: Banking in the Age of Globalisation: The Nordic-Baltic Dimension. Forseti Eistlands og föruneyti heimsækja Höfða. Hádegisverður Þórólfs Árnasonar og frú Margrétar Baldursdóttur til heiðurs forseta Eistlands. Handritasýning í Þjóðmenningarhúsi skoðuð undir leiðsögn Vésteins Ólasonar. Heimsókn í Alþingi og fundur með fulltrúum stjórnmálaflokka í utanríkismálanefnd þingsins. Hátíðarkvöldverður forseta Íslands og forsetafrúar á Bessastöðum til heiðurs forseta Eistlands og frú Rüütel. Ávarp forseta. Eistnesk þýðing.

05.05.2004

Fundur forseta Eistlands og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum. Heimsókn í Heiðabæ 1 í Þingvallasveit og kynning á sauðfjárbúskap. Gróðursetning í Vinalundi. Gengið um Almannagjá að sumarhúsi forsætisráðherra á Þingvöllum. Hádegisverður forsætisráðherra og frú Ástríðar Thorarensen til heiðurs eistnesku forsetahjónunum. Heimsókn til Hveragerðis: kynning á starfsemi Garðyrkjuskólans og Náttúrulækningafélagsins. Tónleikar eistneskrar þjóðlagasveitar í Salnum í Kópavogi. Móttaka eistnesku forsetahjónanna til heiðurs forseta Íslands og forsetafrú.

05.05.2004

Forsetafrú heimsækir barna- og unglingageðdeildina á Dalbraut og tekur við Gleym-mér-ei merkinu.

06.05.2004

Drengjakór Kaupmannahafnar hittir forseta á Bessastöðum.

06.05.2004

Fundur með Þórarni Tyrfingssyni yfirlækni.

06.05.2004

Fundur með Mead Treadwell frá Alaska, stjórnarmanni í Norðurheimskautsráðinu.

07.05.2004

Blaðamaður frá tímaritinu Departures í USA, Joe Hooper, tekur viðtal við forseta.

07.05.2004

Fundur með Þórunni Sigurðardóttur, listrænum stjórnanda Listhátíðar Reykjavíkur.

07.05.2004

Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavík, hittir forseta á Bessastöðum.

07.05.2004

Þór Elís Pálsson fundar með forseta á Bessastöðum.

07.05.2004

Kári Sturluson, Björn Steinbekk, Ingvar Sverrisson og Jón Þór Hannesson eiga fund með forseta.

09.-12.05.2004

Forseti Íslands sækir stjórnarfund Special Olympics í Mexíkó.

09.05.2004

Kvöldverður Eduardo Rihan, ræðismanns Íslands í Mexíkó, til heiðurs forseta Íslands.

10.05.2004

Forseti tekur þátt í stjórnarfundi Special Olympics. Fundur forseta Íslands og Vicente Fox Quesada forseta Mexíkó í forsetahöllinni. Fundur forseta Íslands og Silviu Hernandez öldungadeildarþingmanns.

14.05.2004

Setning Listahátíðar í Reykjavík.

15.05.2004

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands í Hafnarhúsinu .

18.05.2004

Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Filippseyja, hr. Eduaardo B. Espiritu,
sendiherra Makedóníu, hr. Gjorgji Spasov,
sendiherra Slóveníu, hr. Rudolf Gabrovec,
sendiherra Evrópusambandsins, hr. Percy Westerlund.

19.05.2004

Heimsókn á vinnustofu Steinunnar Sigurðardóttur hönnuðar í Kjörgarði.

19.05.2004

Erlendir bankastjórar á vegum KB-banka hitta forseta á Bessastöðum.

19.05.2004

Eldri borgarar úr Bústaðasókn koma til Bessastaða.

19.05.2004

Erlendir og innlendir bankamenn koma til Bessastaða.

19.05.2004

Starfsmenn háls-, nef- og eyrnadeildar Landspítalans koma til Bessastaða.

20.05.2004

Forsetafrú opnar sýningu Roni Horn og Francesco Clemente á Kjarvalsstöðum.

21.05.2004

Félagar í félagi leiðsögumanna hitta forseta á Bessastöðum.

22.05.2004

Aðstandendur og listamenn í sýningunni Rómeó og Júlía í uppfærslu Vesturports hitta forseta á Bessastöðum.

23.05.2004

Barna- og kammerkór Biskupstungna syngur í Bessastaðakirkju og hittir forseta í Bessastaðastofu.

24.05.2004

Hópur þýskra blaðamanna hittir forseta á Bessastöðum.

24.05.2004

Írska nóbelsskáldið Seamus Heaney á fund með forseta á Bessastöðum.

25.05.2004

Ráðstefnugestir á alþjóðlegri ráðstefnu veðurfræðinga hitta forseta á Bessastöðum.

25.05.2004

Hr. Teufel, forsætisráðherra Baden-Wurtenberg í Þýskalandi, á fund með forseta á Bessastöðum.

26.05.2004

Nemendur á vegur Erasmus verkefnisins (nýsköpun og tækniþróun) hitta forseta á Bessastöðum .

27.05.2004

Nemendur úr Hrafnagilsskóla í Eyjafirði hitta forseta á Bessastöðum.

31.05.2004

Listamenn á Listahátíð Reykjavíkur hitta forseta á Bessastöðum.

Júní

01.06.2004

Hádegisverðarfundur forsetafrúar og Katrínar Hall og Ásu Richardsdóttur frá Íslenska dansflokknum.

01.06.2004

Heimsókn frá Barna- og unglingageðdeild á Bessastaði.

02.06.2004

Blaðamannafundur á Bessastöðum. Yfirlýsing forseta Íslands.

03.06.2004

Forseta afhent fyrsta eintak af bók um Íslensk spendýr í Húsdýragarðinum.

03.06.2004

Prófessor Woods frá háskólanum í Utah hittir forseta á Bessastöðum.

03.06.2004

Móttaka á Bessastöðum fyrir ráðstefnugesti kvennaráðstefnu á Bifröst.

04.06.2004

Opnun sögusýningar Íþróttasambands fatlaðra í Ráðhúsi Reykjavíkur.

04.06.2004

Tilkynning um tilnefningar til Grímunnar á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu.

06.06.2004

Sjómannadagurinn. Guðsþjónusta í Dómkirkjunni.

07.06.2004

Sigurður Ingólfsson hagfræðingur á fund með forseta.

08.06.2004

Hádegisverðarfundur á Bessastöðum með John Casteen, forseta háskólans í Virginíu, og stjórnarmönnum Stofnunar Leifs Eiríkssonar.

08.06.2004

Forseti hittir Adrianne Clarkson, landstjóra Kanada, og eiginmann hennar John Ralston Saul í veitingasal Bláa lónsins.

08.06.2004

Fundur með Þórleifi Björnssyni, Jóni Hauk Ingimarssyni, og Lassi Heininen frá Northern Research Forum.

09.06.2004

Fundur með Phil Craven, forseta Alþjóðasambands fatlaðra íþróttamanna.

10.06.2004

Hádegisverðarfundur á Bessastöðum með prófessor Stein Kuhnle frá háskólanum í Bergen.

10.06.2004

Opnun Mannlífs- og atvinnusýningar á Austurlandi, á Egilsstöðum. Ávarp.

11.06.2004

Afmælishátíð á Seyðisfirði í tilefni af 100 ára ártíð heimastjórnar.

11.06.2004

Opnunarávarp forseta á afmælissýningu í tilefni af 100 ár eru liðin frá því að fyrsti sæsímastrengurinn kom til Seyðisfjarðar.

12.06.2004

Brautskráning kandídata frá Háskólanum á Akureyri.

14.06.2004

Setningarávarp forseta á norrænni ráðstefnu sveitarstjórnarmanna: At tenke globalt og handle lokalt.Ávarpið á norsku.

14.06.2004

Nemendur á vegum Snorraverkefnisins hitta forseta á Bessastöðum.

14.06.2004

Bandarískir unglingar frá Minneapolis, staddir á tónlistarmóti á Íslandi, hitta forseta og leika fyrir hann á Bessastöðum.

15.06.2004

Blaðamaður Morgunblaðsins tekur viðtal við forseta.

15.06.2004

Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Norður-Kóreu, Jon In Chan,
sendiherra Spánar, hr. Fernando Alvargonzález,
sendiherra Suður-Afríku, hr. Ismail Coovadia.

16.06.2004

Afhending Grímunnar í Borgarleikhúsinu. Forseti afhendir heiðursverðlaun.

16.06.2004

Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Lettlands, hr. Normunds Popens,
sendiherra Chile, hr. Roberto Eduardo Alonso-Budge,
sendiherra Bangladesh, hr. Sabinhuddin Ahmed.

16.06.2004

Sjónvarpsviðtal tekið við forseta á Bessastöðum.

16.06.2004

Blaðamaður DV tekur viðtal við forseta.

16.06.2004

Fundur með Omar Kittmitto, sendifulltrúa Palestínu.

16.06.2004

Sendiherra Iran, hr Hossein Noghrehkar Shirazi, á fund með forseta.

16.06.2004

Sendiherra Mexíkó, hr. Héctor Vasconcelos, á fund með forseta.

17.06.2004

Þjóðhátíðardagur Íslendinga. Hátíðardagskrá á Austurvelli. Guðsþjónusta í Dómkirkjunni.

17.06.2004

Þrettán Íslendingar sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Fréttatilkynning. Mynd.

17.06.2004

Móttaka á Bessastöðum fyrir erlenda sendiherra.

18.06.2004

Kirsten Thorberg Sá Machado, ræðismaður Íslands í Portúgal, sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.

18.06.2004

Fundur með Söndru Sigurðsson, forseta Íslendingadagsins í Gimli í Kanada.

18.06.2004

Fundur með Ólafi G. Einarssyni formanni Orðunefndar

19.06.2004

Forsetafrú opnar myndlistarsýningu í Hallormsstaðaskógi og heimsækir Seyðisfjörð

19.06.2004

Fundur með sendiherra Israels, frú Liora Herzl

19.06.2004

Broddi Broddason og Ari Páll Hauksson fréttamenn á RÚV eiga viðtal við forseta

19:06.2004

Blaðamenn frá tímaritinu Hestum hitta forseta á Bessastöðum

21.06.2004

Börn á vegum sumarbúða barna hitta forseta á Bessastöðum

21.06.2004

Forseti í viðtal í Kastljósi Ríkissjónvarpsins

21.06.2004

Forseti í viðtal í þættinu Ísland í dag á Stöð 2

23.06.2004

Skandínavísk þingmannanefnd á vegum Norðurlandaráðs á fund með forseta á Bessastöðum

23.06.2004

Forseti áritar á skinn sem er í eigu Helga Thorvaldsson (er með eiginhandaráritun allra forseta Íslands á skinninu)

25.06.2004

Viðtal við forseta á Stöð 2

25.06.2004

Fundur með forsvarsmönnum Latabæjar

25.06.2004

Friedrich Oidtmann og Ludovikus Oidtmann, glerlistamenn frá Þýskalandi, sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

26.06.2004

Bein útsending í sjónvarpssal. Forsetaframbjóðendur taka þátt í umræðum

26.06.2004

Forsetakosningar

27.06.2004

Broddi Broddason fréttamaður RÚV tekur viðtal við forseta

27.06.2004

Viðtal við forseta í fréttatíma Stöðvar 2

27:06.2004

Viðtal við forseta í fréttum Ríkissjónvarpsins

27.-30.06.2004

Heimsókn krónprinshjóna Noregs, Haakon Magnús og Mette Marit, til Íslands í boði forseta Íslands. Dagskrá

27.06.2004

Forseti og forsetafrú taka á móti krónprinshjónunum á Bessastöðum. Fundur Hákonar krónprins og forseta Íslands með blaðamönnum. Kvöldverður forsetahjóna til heiðurs norsku krónprinshjónunum á Bessastöðum. Ræða forseta Íslands. Norsk þýðing

28.06.2004

Heimsókn í Þjóðmenningarhúsið þar sem Vésteinn Ólason kynnir gestum handritasýninguna. Haldið til Nesjavalla þar sem Guðmundur Þóroddsson forstjóri og Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, taka á móti hinum erlendu gestum og forsetahjónum. Gengið niður Almannagjá að Hótel Valhöll á Þingvöllum. Hádegisverður Sivjar Friðleifsdóttur samstarfsráðherra Norðurlanda til heiðurs krónprinshjónunum. Haldið frá Þingvöllum að Grundartanga þar sem Helgi Þórhallsson og Johan Svensson kynna starfsemi verksmiðjunnar. Í Reykholti tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á móti gestum í Snorrastofu. Fundur með blaðamönnum. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur kynnir fornleifauppgröft á staðnum, Geir Waage sóknarprestur segir frá kirkjunni og Bergur Þorgeirsson forstöðumaður kynnir starf Snorrastofu. Kvöldverður í boði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra til heiðurs krónprinshjónunum.

29.06.2004

Kári Stefánsson forstjóri tekur á móti gestum í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar. Heimsókn til Garðabæjar: Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri og aðrir forráðamenn bæjarfélagsins taka á móti gestunum. Hákon krónprins opnar norska keramiksýningu í Hönnunarsafninu. Hádegisverður í Tónlistarskóla Garðabæjar. Forseti Íslands og Hákon krónprins halda ásamt föruneyti til Siglufjarðar. Runólfur Birgisson bæjarstjóri og aðrir forsvarsmenn Siglufjarðar taka á móti gestum. Gönguferð um miðbæinn og heimsókn í Siglufjarðarkirkju. Sýning á skipslíkönum í Íþróttahúsi Siglufjarðar. Móttaka í Síldarminjasafninu. Hákon krónprins opnar formlega Bátahúsið, nýja viðbót við Síldarminjasafnið. Fundur með blaðamönnum. Haldið til Reykjavíkur. Móttaka í Norræna húsinu. Tónleikar norskra jasstónlistarmanna á skemmtistaðnum Nasa.

30.06.2004

Fundur með Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur

Júlí

01.07.2004

Magnús Guðmundsson fundar með forseta á Bessastöðum

05.07.2004

Skúli Böðvarsson fundar með forseta á Bessastöðum

09.07.2004

Karvel Pálmason, fyrrverandi alþingismaður, á fund með forseta á Bessastöðum

09.07.2004

Skosk ungmenni frá Ocean Youth Trust hitta forseta á Bessastöðum

09.07.2004

Fundur með 1. varaforseta kínverska þingsins, Wang Zhaoguo, sem er í opinberri heimsókn á Íslandi

09.07.2004

Setningarávarp forseta á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki

16.07.2004

Forsetahjón viðstödd setningu Siglingadaga 2004 á Ísafirði

19.07.2004

Hádegisverðarfundur með Styrmi Gunnarssyni ritstjóra Morgunblaðsins

19.07.2004

Franskir kvikmyndatökumenn, Patric og Cathryn Lecellie, taka viðtal við forseta í tengslum við heimildarmynd um Ísland

23.07.2004

Heimsókn þýskra og íslenskra slökkviliðsmanna til Bessastaða

24.07.2004

Forseti flytur ávarp við upphaf aldarafmælis Síldarævintýris á Siglufirði 100 ára og situr hátíðarkvöldverð í Bátahúsinu

25.07.2004

Forseti flytur predikun í Þingeyrarkirkju

25.07.2004

Ávarp forseta á hátíðardagskrá í íþróttahúsinu á Þingeyri í tilefni af aldarafmæli Höfrungs, íþróttafélags Þingeyrar

26.07.2004

Inge Stöve, bankastjóri Nordea bankans, sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

27.07.2004

Fundur með sjávarútvegsráðherra Noregs, Svein Ludvigsen, á Bessastöðum

27.07.2004

Fundur forseta og sendiherra Kína á Íslandi

30.07.2004

Fundur með Björgólfi Thor Björgólfssyni

31.07.2004

Jeffrey Sachs, framkvæmdastjóri Earth Institute við Columbia háskólann í New York, og sérlegur ráðgjafi Kofi Annan framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, heimsækir forsetahjón á Bessastaði ásamt fjölskyldu sinni

Ágúst

01.08.2004

Embættistaka forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar. Athöfn í Dómkirkjunni, gengið yfir í Alþingishúsið þar sem embættistakan fer fram. Innsetningarræða forseta Íslands. Ensk þýðing
Myndir frá embættistökunni

03.08.2004

Gunnar Víkingur fundar með forseta á Bessastöðum

03.08.2004

Hópur Vestur-Íslendinga frá Utah hittir forseta á Bessastöðum

03.08.2004

Ritstjóri Scandinavian Review, Dick LaTalle, tekur viðtal við forseta

06.08.2004

Elín Pálmadóttir blaðamaður og rithöfundur hittir forseta á Bessastöðum

06.08.2004

Þrír indverskir listamenn ásamt ræðismanni Indlands, Girish Hirlaker, hitta forseta á Bessastöðum

06.08.2004

Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, og Þorgeir Pálsson hjá IMG Deloitte funda með forseta á Bessastöðum

06.08.2004

Friðarsteinn frá Hiroshima afhjúpaður við norðurenda Tjarnarinnar

12.08.2004

Fundur forseta með Sigurjóni Sighvatssyni kvikmyndaframleiðanda

14.08.2004

Opnun nýrrar aðstöðu í Vinaskógi í landi Kárastaða á Þingvöllum

18.08.2004

Félag eldri borgara frá Maniitsoq á Grænlandi hitta forseta á Bessastöðum

18.08.2004

Bandarísk sjónvarpsstöð tekur viðtal við forseta á Bessastöðum

20.08.2004

Fundur forseta og Ólafs Jóhanns Ólafssonar, athafnamanns og rithöfundar

21.08.2004

Forseti flytur ávarp á hátíðarsamkomu á Ísafirði í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi, ?Heimastjórnarhátíð alþýðunnar?

23.08.2004

Lauri Lajunen, rektor Háskólans í Oulu og ræðismaður Íslands, hittir forseta á Bessastöðum

23.08.2004

Fundur með Jónasi R. Jónassyni, umboðsmanni íslenska hestsins

24.08.2004

William Clinton, fv. forseti Bandaríkjanna, og frú Hillary Rodham Clinton öldungadeildarþingmaður hitta forsetahjón á Bessastöðum. Myndir

24.08.2004

Blaðamaður sænska dagblaðsins Dagens Nyheter tekur viðtal við forseta

25.08.2004

Forsetahjón sitja kvöldverðarboð í rússneska sendiráðinu

27.08.2004

Kvöldverður á Bessastöðum til heiðurs Cherie Booth Blair, forsætisráðherrafrú Bretlands. Mynd

30.08.2004

Alþjóðaforseti Lions International, dr. Dae-Sup Lee, á fund með forseta á Bessastöðum

31.08.2004

Forsetahjón taka við penna í tengslum við söfnun Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar

31.08.2004

Forsetafrú heimsækir verksmiðju Alcan í Straumsvík í boði Rannveigar Rist forstjóra

September

01.09.2004

Opnun Þjóðminjasafns Íslands

01.09.2004

Ráðstefnugestir NBO (Nordiska Kooperativa och almännyttiga Bostadsföretags Organisation) hitta forseta á Bessastöðum

01.09.2004

Fundur með Pálma V. Jónssyni lækni og fulltrúa samtakanna ?Friends of InterRai?

03.09.2004

Fjáröflunarsamkoma á Broadway fyrir keppnislið ólympíuleika fatlaðra

03.09.2004

Forseti flytur setningarávarp á Reykjavík Dansfestival í Borgarleikhúsinu

03.09.2004

Bergþór Böðvarsson frá Hugarafli fundar með forseta

03.09.2004

Eyþór Guðjónsson fundar með forseta

04.09.2004

Forseti við opnun safns á Gljúfrasteini um líf og störf Halldórs Laxness

07.-09.09.2004

Opinber heimsókn Carl Gustafs XVI Svíakonungs, Silviu Svíadrottningar og Victoriu krónprinsessu  til Íslands. Með í för er m.a. Laila Freivalds utanríkisráðherra. Dagskrá

07.09.2004

Forsetahjón taka á móti hinum konunglegu gestum og sænsku sendinefndinni á Bessastöðum. Fundur forseta og Svíakonungs. Blaðamannafundur. Heimsókn í Öskju, náttúruvísindahús Háskóla Íslands. Alþjóðleg ráðstefna um loftslagsbreytingar. Heimsókn í Listasafn Íslands þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Ólafur Kvaran tóku á móti gestum. Opnun á sýningu á sænskri glerlistagjöf. Heimsókn í Þjóðminjasafnið. Móttaka sænska sendiherrans í Norræna húsinu fyrir sænska ríkisborgara búsetta á Íslandi. Kvöldverður forsetahjóna til heiðurs hinum konunglegu gestum í Perlunni. Ávarp forseta Íslands. Sænsk þýðing. Myndir 

08.09.2004

Heimsókn í höfuðstöðvar Hjálparsveitar skáta á Malarhöfða. Heimsókn í öryggismiðstöðina í Skógarhlíð. Haldið að Nesjavöllum. Kynning á starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur. Farið að Hakinu á Þingvöllum og gengið niður Almannagjá. Hádegisverður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og frú Ástríðar Thorarensen til heiðurs hinum konunglegu gestum. Hátíðarkvöldverður sænsku konungshjónanna til heiðurs forseta Íslands og forsetafrú. Myndir

09.09.2004

Brottför áleiðis til Akureyrar. Bæjarstjóri Akureyrar Kristján Þór Júlíusson tekur á móti hinum konunglegu gestum á flugvellinum. Haldið að Háskóla Akureyrar. Þorsteinn Gunnarsson rektor kynnir starfsemi skólans fyrir gestum. Heimsókn í Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Laila Freivalds utanríkisráðherra flytur minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar í Oddfellow salnum. Haldið frá Akureyri að Grenjaðarstað þar sem Guðni Halldórsson tók á móti gestum og kynnti safnið. Við Mývatn var staðnæmst í Dimmuborgum, Námaskarði og Bjarnarflagi en síðan lauk hinni opinberu heimsókn. Myndur

10.09.2004

Fundur með forsætisnefnd norska stórþingsins á Bessastöðum

10.09.2004

Setningarávarp forseta á norrænni ráðstefna Umhyggju á Hótel Sögu

11.09.2004

Norrænir ráðstefnugestir Umhyggju hitta forseta á Bessastöðum 

12.09.2004

Forseti heimsækir hausthátíð KFUM og KFUK

13.09.2004

Jörn Jörgensen, ræðismaður Íslands í Esbjerg, hittir forseta á Bessastöðum

13.09.2004

Sendiherra Slóvakíu, hr. Andrej Sokolik, fundar með forseta

13.09.2004

Viðtal tekið við forseta í tímarit Rauða kross Íslands, Hjálpina

13.09.2004

Fundur með séra Longin erkibiskup og fulltrúa rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar í Þýskalandi

14.09.2004

Þórdís Rafnsdóttir hittir forseta á Bessastöðum

14.09.2004

Forseti afhendir Starfsmenntaverðlaun (Mennta- og starfsvettvangs atvinnulífsins) 2004 í húsnæði Iðnskólans í Reykjavík

14.09.2004

Ráðstefnugestir Vestnorden (um samstarf á sviði handverks á norðurslóðum) hitta forseta á Bessastöðum

15.09.2004

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum

15.-21.09.2004

Ferð forseta til Yellowknife í Kanada á þing Northern Research Forum. Fréttatilkynning

15.09.2004

Forseti heldur til Minneapolis og áfram til Edmonton í Kanada.

16.09.2004

Forseti heldur frá Edmonton til Yellowknife. Þingstörf á fundi Northern Research Forum. Kvöldverður landstjóra Kanada til heiðurs forseta Íslands.

17.09.2004

Forseti tekur þátt í þingstörfum á fundi Northern Research Forum.

18.09.2004

Forseti tekur þátt í þingstörfum á fundi Northern Research Forum.

19.09.2004

Forseti Íslands og Landstjóri Kanada heimsækja Fort Simpson í nágrenni Yellowknife

20.09.2004

Forseti heldur frá Yellowknife til Edmonton. Hádegisverður Gordons Reykdal, ræðismanns Íslands, til heiðurs forseta Íslands. Heimför

22.09.2004

Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Nígeríu, frú Mandu Ekpo Ekong-Omaghomi;
sendiherra Afganistan, dr Zia Nezam,

22.09.2004

Fundur með forsætisnefnd danska þingsins á Bessastöðum

22.09.2004

Daniel Hannan Evrópuþingmaður hittir forseta á Bessastöðum

23.09.2004

Kvöldverðarfundur með forseta Finnlands Tarja Halonen. Mynd

24.09.2004

Hátíðarfundur jafnréttisráðherra Norðurlanda í Borgarleikhúsinu í tilefni af 30 ára samstarfi. Aðalræðumaður Tarja Halonen, forseti Finnlands

24.09.2004

Ráðstefnugestir á fundi International Partnership for the Hydrogen Economy, alþjóðlegri ráðstefnu um nýtingu vetnis, hitta forseta á Bessastöðum

25.09.2004

Opnun ljósmyndasýningar Rauða krossins á Íslandi og blaðamannafundur í tilefni af fyrirhugaðri landssöfnun samtakanna 2. október 2004

25.09.2004

Afhending Forsetamerkis dróttskáta í Bessastaðakirkju og móttaka í Bessastaðastofu

26.09.2004

Forseti við hátíðarmessu í Digraneskirkju í tilefni af 10 ára afmæli kirkjunnar

27.09.2004

Sendiherra Finnlands, Timo Kopponen, fundar með forseta

28.09.2004

Kári Sturluson, fulltrúar MTV Europe Music Awards og íslenskra samstarfsaðila hitta forseta

28.09.2004

Frosti Bergsson fundar með forseta á Bessastöðum

28.09.2004

Jón Þ. Þór fundar með forseta á Bessastöðum

29.09.2004

Ráðstefnugestir á Digital Reykjavík 2004 (um ljósleiðaratækni og háhraða netlausna) hitta forseta á Bessastöðum

29.09.2004

Fundur með Garðari Cortes tónlistarmanni

29.09.2004

Fundur með Ingólfi Guðmundssyni

29.09.2004

Constantin J. Lyberopoulus, ræðismaður í Aþenu, hittir forseta á Bessastöðum

30.09.2004

Forsetafrú á fund með Brandi Ludwig og fulltrúum Ölgerðarinnar vegna útflutnings á íslensku vatni og heimsækir Gvendarbrunna

30.09.2004

Forseti flytur ávarp á hátíðardagskrá í Hallgrímskirkju í tilefni af aldarafmæli Iðnskólans í Reykjavík

 

Október

01.10.2004

Forseti setur Alþingi Íslendinga. Ávarp

02.10.2004

Forsetahjón taka þátt í söfnun Rauða krossins á Íslandi, Göngum til góðs

03.10.2004

Forseti afhendir verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í húsnæði Kennaraháskóla Íslands

09.-13.10.2004

Forseti Íslands í Bretlandi

10.10.2004

Forseti viðstaddur Horse of the Year Show í Birmingham á Englandi, en sýningin er tileinkuð íslenska hestinum

14.10.2004

Kvöldverður á Bessastöðum til heiðurs heilbrigðisráðherra Kína, hr. Gao Quang

14.10.2004

Sendiherra Lettlands, Aivars Baumanis, fundar með forseta

15.10.2004

Fulltrúar frá grískum menningarsamtökum, Vassilis Karasmanis Pericles Spatoulas og Marianthi Nocolopoulou, hitta forseta á Bessastöðum

15.10.2004

Norrænir prótókollstjórar hitta forseta á Bessastöðum

15.10.2004

Jeffrey Wigand, baráttumaður gegn reykingum, fundar með forseta ásamt Þorgrími Þráinssyni framkvæmdastjóra Tóbaksvarnarnefndar

16.10.2004

Íþróttafélagið FH 75 ára, hátíðarsamkoma í Kaplakrika

16.10.2004

Forseti flytur ávarp við opnun sýningar um Jón Sveinsson, Nonna, í Amtsbókasafninu á Akureyri

18.10.2004

Sendiherra Finnlands, Kai Olof Granholm, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum

19.10.2004

Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
sendiherra Venesúela, Francisco Vélez-Valery;
sendiherra Úkraínu, Oleksandr I. Maidannyk;
sendiherra Eistlands, Juhan Haravee

19.10.2004

Fundur með Þorkatli Þorkelssyni ljósmyndara og Gunnari Hersveini blaðamanni á Bessastöðum

20.10.2004

Fundur með Jacques Diouf, framkvæmdastjóra FAO

21.10.2004

Sendiherra Grikklands John Boucaouris, á fund með forseta á Bessastöðum

22.10.2004

Tilkynnt um úrslit úr skoðanakönnun um ?Leitin að þjóðarblóminu? í Salnum í Kópavogi.

22.10.2004

Alþjóðleg ráðstefna Veraldavina í Íþróttahúsinu á Akranesi. Forseti fylgist með umræðum og svarar fyrirspurnum

22.10.2004

Þátttakendur í ráðstefnu IceMUN, Iceland Model United Nations, hitta forseta á Bessastöðum

25.10.2004

Diane Richler, forseti Inclusion International, hittir forseta ásamt Halldóri Gunnarssyni og formanni norrænna systursamtaka Þroskahjálpar

26.10.2004

Fundur með sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína, Jiang Zhengyun, á Bessastöðum

28.10.2004

Forseti afhendir Markaðsverðlaun ÍMARK 2004, í Listasafni Reykjavíkur

28.10.2004

Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Lassi Heininen funda með forseta á Bessastöðum

29.10.2004

Fundur með Herdísi Þorgeirsdóttur prófessor um Íslensku bókmenntaverðlaunin

Nóvember

01.-07.11.2004

Forseti Íslands í Bandaríkjunum. Fréttatilkynning

01.11.2004

Fundur með stjórnendum Alcoa í höfuðstöðvum fyrirtækisins í New York. Heimsókn á skrifstofur fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og skrifstofur aðalræðismanns Íslands í New York.  Sýning á verkum Louisu Matthíasdóttur í Scandinavia House skoðuð í fylgd dóttur listakonunnar og fjölskyldu

02.11.2004

Hádegisverðarfundur í boði stjórnar Íslenska-ameríska verslunarráðsins

03.11.2004

Heimsókn í Mt Sinai sjúkrahúsið í New York undir leiðsögn Kristjáns Tómasar Ragnarssonar yfirlæknis. Kynning á framleiðslu Iceland Seafood Corporation. Fundur með KB-banka og bandarískum viðskiptaaðilum bankans

04.11.2004

Morgunverðarfundur með Bjarna Ármannssyni, forstjóra Íslandsbanka, og Einari Sveinssyni, stjórnarformanni bankans, ásamt bandarískum samstarfsaðilum. Heimsókn í veitingahús sem bjóða íslenskan fisk frá Icelandic í Bandaríkjunum.  Forseti Íslands flytur ræðu í hátíðarkvöldverði American Scandinavian Foundation og heiðrar Hillary Rodham Clinton öldungadeildarþingmann  og William Jefferson Clinton fyrrv. forseta fyrir stuðning þeirra við landafundahátíðarhöldin árið 2000. Fréttatilkynning.

05.11.2004

Fundur með forstjóra KB-banka Sigurði Einarssyni og Sigurjóni Sighvatssyni kvikmyndaframleiðanda. Fundur með Jeffrey Sachs forstöðumanni Earth Institute við Columbia háskólann í New York, og aðstoðarmanni Kofi Annan framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Fundur með Vartan Gregorian, forseta Carnegie Corporation.

06.11.2004

Blaðamannafundur með útflytjendum lambakjötsafurða og fulltrúum Whole Foods Store. Karlakórinn Þrestir og Óperukórinn syngja

07.11.2004

Forsetahjón sækja tónleika Karlakórsins Þrasta, Óperukórsins og fleiri kóra í Lincoln Center. Stjórnandi er Garðar Cortes

11.11.2004

Forseti tekur við fyrsta eintaki bókarinnar um sögu bílsins á Íslandi

12.11.2004

Sendiherra Egyptalands, hr. Waguih Said Moustafa Hanafi, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum

13.11.2004

Forseti viðstaddur opnun Sjónarhóls ? ráðgjafarmiðstöðvar

13.11.2004

Sundmenn úr Sjósundfélagi Íslands hitta forsetahjón á Bessastöðum eftir sund yfir Skerjafjörð

13.11.2004

Forsetafrú opnar sýningu Félags íslenskra gullsmiða í Gerðarsafni

16.11.2004

Heimsókn í Latabæ

16.11.2004

Ársfundur aðalstjórnar Special Olympics haldinn í Washington. Forseti tekur þátt í fundinum í gegnum síma

17.11.2004

Karl Andrésson fundar með forseta í tengslum við hópreið á íslenskum hestum til Gimli sumarið 2005

17.11.2004

Keith Reed fundar með forseta vegna ferðar til Utah í Bandaríkjunum

17.11.2004

Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands fatlaðra, á fund með forseta

18.11.2004

Fundur með Má Guðmundssyni hagfræðingi

18.11.2004

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 50 ára afmæli. Hátíðarsamkoma í Reykjanesbæ

18.11.2004

Serbneskir samstarfsmenn Actavis og sveitarstjórnarmenn hitta forseta á Bessastöðum

20.11.2004

Fulltrúar Round Table International hitta forseta á Bessastöðum

20.11.2004

Fundur forseta og Harry Belafonte söngvari frá Jamaika og góðgerðasendiherra UNICEF ásamt forvígismönnum UNICEF á Íslandi

20.11.2004

Erlendir skiptinemar á vegum Rotary hitta forseta á Bessastöðum

22.11.2004

Dr. Robert Corell, veðurfræðingur hjá American Meteorological Society, hittir forseta á Bessastöðum

23.11.2004

Ráðstefnugestir AC ráðstefnunnar, samstarfsaðilar Náttúruverndarsamtakanna, hitta forseta á Bessastöðum

23.11.2004

Niels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Einarssonar, fundar með forseta

23.11.2004

Alexander Borodin fundar með forseta

23.11.2004

Mead Treadwell frá Alaska fundar með forseta

24.11.2004

Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Lassi Heininen funda með forseta á Bessastöðum

24.11.2004

John Edwin Mroz frá EastWest Institute fundar með forseta

25.11.2004

Fundur með sendiherra Indlands, hr. Gopalkrishna Gandhi

26.11.2004

Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna, Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri og Baldvin Jónsson funda með forseta á Bessastöðum

29.11.2004

Heimsókn í Bláa lónið ásamt nefndarmönnum í Útflutningsráði

Desember

01.12.2004

Úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði í Þjóðmenningarhúsi

01.12.2004

Hátíðarsamkoma Stúdentaráðs í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Yfirskrift hátíðarinnar ?Konur og fullveldi?

01.12.2004

Móttaka á Bessastöðum til heiðurs Stúdentaráði Háskóla Íslands

01.12.2004

Kvöldverður á Bessastöðum til heiðurs Alþingi

03.12.2004

Forsetahjón sækja tónleikar Karlakórs Reykjavíkur í Southwark Cathedral í Lundúnum

05.-07.12.2004 Forseti Íslands í Bandaríkjunum
05.12.2204: 

 

Forsetahjón sækja móttöku í Hvíta húsinu í boði forseta Bandaríkjanna George W. Bush. Hátíðarsamkoma í Kennedy Center, The Kennedy Center Honors Gala. Hátíðarkvöldverður í Kennedy Center.

06.12.2004

Fundur með Timothy Shriver og öðrum leiðtogum Special Olympics. Fundur með Jack Warner öldungadeildarþingmanni. Heimför forsetahjóna.

07.12.2004

Jólafundur EUMA (European Management Assistants) í húsakynnum Símans

08.12.2004

Þingfulltrúar á vegum WHO (World Health Organisation) hitta forseta á Bessastöðum

08.12.2004

Fundur með Birgi Thomsen, formanni sóknarnefndar Bessastaðakirkju

08.12.2004

Fundur með Magnúsi Theódór Jónssyni (Tedda) listamanni

08.12.2004

Fundur með Stefáni Karli Stefánssyni leikara

08.12.2004

Blaðamaður frá Birtu tekur viðtal við forsetafrú

08.12.2004

Forstjóri WHO og stjórn ásamt ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytis sitja kvöldverð á Bessastöðum

09.12.2004

Börn úr Álftanesskóla tendra jólatré á Bessastöðum. Jólasveinar og söngur

09.12.2004

Mauno Koivisto, fv. forseti Finnlands, og frú hitta forseta á Bessastöðum

09.12.2004

Hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Osmo Vänskä í Háskólabíói. Heiðursgestir tónleikanna, Mauno Koivisto, fv. forseti Finnlands, og frú ásamt stjórnanda eru í boði forseta Íslands. Kvöldfagnaður í anddyri Háskólabíós að loknum tónleikum

10.12.2004

Hádegisverður á Bessastöðum til heiðurs Osmo Vänskä stjórnanda

10.12.2004

Rauði Kross Íslands 80 ára. Afmælissamkoma á Hótel Borg. Forseti afhendir Gullmerki RKÍ

10.12.2004

Forseti afhendir styrk úr Vísinda- og rannsóknarsjóði Fræðslunets Suðurlands á Hótel Selfoss

10.12.2004

Forseti Íslands heiðursgestur í hátíðarkvöldverði Félags ræðismanna á Íslandi í tilefni af 40 ára afmælis þess

11.12.2004

Ávarp forseta á afmælishátíð í Hafnarfirði í tilefni af 100 ára afmæli rafvæðingar á Íslandi

11.12.2004

Heimsókn í Jólaþorpið í Hafnarfirði

13.12.-15.12.2004

Forseti Íslands í Serbíu

13.12.2004

Forsetahjón halda til Belgrad í Serbíu í boði Aleksanders krónprins Serbíu og Katrinu krónprinsessu. Forsetahjón viðstödd opinbera móttöku í konungshöllinni.

14.12.2004

Kurteisisheimsókn til Boris Tadic forseta Serbíu. Forseti Íslands heldur fyrirlestur í boði háskólans í Belgrad: Old Traditions ? New Beginnings: The Success of Small States in the Global Economy. Hádegisverðarfundur með serbneskum ráðamönnum. Kurteisisheimsókn til Vojislav Kostunica forsætisráðherra. Hátíðarkvöldverður serbnesku krónprinshjónanna til heiðurs forseta Íslands.

15.12.2004

Heimför forsetahjóna

29.12.2004

Kjör íþróttamanns ársins á Grand hóteli

29.12.2004

Veiting úr verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright í Norræna húsinu

30.12.2004

Fundur með Róbert Wessmann, forstjóra Actavis

30.12.2004

Forseti afhendir verðlaun Alþjóðahússins

31.12.2004

Úthlutun úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins

31.12.2004

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum