Veftré Print page English

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt árlega þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Verðlaunin voru fyrst veitt í ársbyrjun 1996.

Allir þeir nemendur sem skila inn lokaskýrslu fyrir auglýstan frest koma til greina við veitingu verðlaunanna.

Sérstök dómnefnd er skipuð til þess að lesa yfir lokaskýrslur og velja úr þau verkefni sem þykja best af hendi leyst.

Verðlaunahafar