Janúar
|
01.01.2007 |
Nýársmóttaka forseta á Bessastöðum fyrir ráðherra, hæstaréttardómara, alþingismenn, sendiherra, ræðismenn, forystumenn ríkisstofnana og embættismenn, forystumenn félagasamtaka, stéttarsamtaka og atvinnulífs og aðra gesti. |
01.01.2007 |
Forseti sæmir 14 Íslendinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Fréttatilkynning. Mynd. |
01.01.2007 |
Forseti flytur nýársávarp sem sjónvarpað er frá Bessastöðum. Flutningur Ensk þýðing. |
03.01.2007 |
Jólatrésfagnaður forseta á Bessastöðum fyrir börn erlendra sendiráðsstarfsmanna, starfsfólks utanríkisþjónustunnar, forsetaembættisins og fjölskyldu forseta. |
04.01.2007 |
Forseti á fund með Ólafi Jóhanni Ólafssyni, rithöfundi og athafnamanni í New York, um ýmsa þætti íslenskrar menningar og um möguleika íslenskra fyrirtækja til að ná samstarfi við öfluga erlenda aðila varðandi nýtingu hreinnar orku víða í veröldinni. |
04.01.2007 |
Forseti ræðir við forstjóra Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson, um framtíð orkumála, mikilvægi hreinnar orku og tækifæri Íslendinga á alþjóðavettvangi í ljósi þess hve hátt hlutfall orkuframleiðslu landsins kemur frá sjálfbærrum orkulindum. |
05.01.2007 |
Forseti á fund með forstjóra Actavis, Róbert Wessman, um árangurinn af Forvarnardeginum sem haldinn var í september og hvernig nýta má reynsluna af honum í forvarnarstarfi víða í Evrópu. Íslendingar hafa komið á samstarfi fjórtán evrópskra borga um forvarnir, Ungmenni gegn fíkniefnum (Youth in Europe: a Drug Prevention Programme). Einnig var rætt um samstarf við lyfjaframleiðendur og fyrirtæki víða um heim og hvernig hægt er að styrkja stöðu Íslendinga á heimsmarkaði fyrir samheitalyf. |
06.01.2007 |
Forseti tekur þátt í hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumanna sem haldinn er til að styrkja þátttöku íslenskra matreiðslumanna í alþjóðlegum keppnum. Forseti flutti ávarp í lok hófsins þar sem hann þakkaði matreiðslumönnum fyrir að efla og endurnýja íslenska matargerð. Einnig þakkaði hann hve mikilvægan þátt þeir hafa átt í eflingu ferðaþjónustu í landinu. Hann benti á að veitingahús væru mikilvægur þáttur í sögu, menningu og þjóðlífi Íslendinga og áríðandi væri að eldri veitingahús störfuðu áfram; leitt væri að Naustið sem átt hefði sér merka sögu væri nú hætt rekstri. |
09.01.2007 |
Forseti á fund með Lárusi Elíassyni forstjóra Enex um verkefni sem fyrirtækið hefur unnið að í ýmsum löndum og möguleika Íslendinga til að taka þátt í orkuverkefnum víða um heim. |
09.01.2007 |
Forseti á fund með Hauki Harðarsyni arkitekt og athafnamanni um möguleika Íslendinga á að auka viðskipti og umsvif í Asíu, einkum á Indlandi og í Víetnam. |
09.01.2007 |
Forseti á fund með prófessor Trausta Valssyni skipulagsfræðingi um áhrif loftslagsbreytinga á mannlíf og þjóðfélagshætti á norðurslóðum og hvernig skipulag borga og byggða þarf að taka mið af loftslagsbreytingum. Trausti Valsson hefur nýlega gefið út bók um þetta efni. |
16.01.2007 |
Forseti á fund með sendiherra Indlands á Íslandi hr. Mahesh K. Sachdev um aukin tengsl landanna og væntanlega ferð forseta til Indlands síðar í þessum mánuði en honum hefur verið boðið að taka þátt í og ávarpa ráðstefnuna The Delhi Sustainable Development Summit og eiga fundi með ýmsum áhrifamönnum á sviði vísinda og alþjóðamála. Einnig var rætt um þann árangur sem náðst hefur í samskiptum landanna á undanförnum árum og aukinn áhuga íslensks viðskiptalífs og háskólastofnana á tengslum við Indland. |
22.01.2007 |
Forseti flutti ræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um sjálfbæra þróun sem haldin er í Delhi á Indlandi (Delhi Sustainable Development Summit). Í fyrirsvari fyrir ráðstefnunni er dr. R. K. Pachauri, aðalframkvæmdastjóri tækni- og vísindastofnunarinnar TERI á Indlandi, en hann stýrir jafnframt vinnu IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change) sem er samstarf u.þ.b. 3.000 vísindamanna um mat á hættum vegna loftslagsbreytinga. |
23.01.2007 |
Forseti Íslands hefur þegið boð um að taka sæti í Þróunarráði Indlands. Ráðinu er ætlað að móta tillögur um á hvern hátt Indverjar geta styrkt efnahagslíf sitt og velferð þjóðarinnar án þess að umhverfi bíði varanlegt tjón af eða gæðum náttúrunnar verði stefnt í hættu. |
24.01.2007 |
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti í dag og í gær fundi með forseta Indlands dr. A.P.J. Kalam og Soniu Gandhi leiðtoga Congressflokksins. Á báðum fundunum kom fram ríkur vilji til að efla og styrkja tengslin við Ísland og efna til samvinnu við Íslendinga á mörgum sviðum, svo sem í orkumálum, vísindum, tækni og viðskiptum. Sjá fréttatilkynningu. Myndir. |
30.01.2007 |
Forseti á fund með Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft hugbúnaðarfyrirtækisins í Edinborg þar sem forsetinn sækir leiðtogaráðstefnu sem haldin er í skoska þinginu. Ráðstefnan ber heitið Microsoft Government Leaders Forum og er þar fjallað um áhrif upplýsingatækni á lýðræði og atvinnulíf í Evrópu. Ráðstefnuna sækja forystumenn margra ríkja í Evrópu og áhrifafólk á sviði upplýsingatækni. Ræða forseta. Myndir. |
31.01.2007 |
Forseti átt í dag og í gær fundi með ýmsum forystumönnum Skotlands þar sem fram kom mikill áhugi á að auka tengsl Íslands og Skotlands enda gætu Skotar lært margt af árangri Íslendinga. Nýfengin sjálfstjórn Skota gæfi þeim tækifæri til þróunar á mörgum sviðum. Sjá nánar fréttatilkynningu. Myndir. |
Febrúar
|
02.02.2007 |
Forseti Íslands afhenti í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin 2006 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin hlutu í flokki fagurbókmennta Ólafur Jóhann Ólafsson fyrir Aldingarðinn og í flokki fræðirita og bóka almenns efnis Andri Snær Magnason fyrir Draumalandið. Frekari upplýsingar um verðlaunin og hverjir hafa verið tilnefndir til verðlauna veitir Félag íslenskra bókaútgefenda. |
02.02.2007 |
Forseti ræðir við stjórnarformann Rannsóknarþings norðursins Lasse Heininen um árangur þingsins sem haldið var í Finnlandi og Svíþjóð sl. haust, um áherslur þess næsta sem haldið verður í Alaska 2008 og aðra þætti í starfsemi Rannsóknarþingsins. |
03.02.2007 |
Forseti tekur þátt í verðlaunahátíð nýsveina sem haldin er í fyrsta sinn og er forseti verndari hátíðarinnar. Tilefni hátíðarinnar er 140 ára afmæli Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur. Forseti afhendir heiðursviðurkenningar til sveinsprófsnema sem luku náminu með framúrskarandi góðum árangri. |
05.02.2007 |
Forseti ræðir við blaðamann Viðskiptablaðsins en viðtalið mun birtast í nýrri helgarútgáfu blaðsins. |
05.02.2007 |
Forseti á fund með Ólafi Daðasyni framkvæmdastjóra Go Pro um möguleika Íslands sem tilraunastöðvar í þróun hugbúnaðar, árangur íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja og þær áherslur sem fram komu á fundi forseta og Bill Gates, stjórnarformanns Microsoft sem fram fór í Edinborg. |
05.02.2007 |
Forseti ræðir við finnska blaðamenn um breytingar sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi, stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og þann árangur sem Íslendingar hafa náð á sviði viðskipta og vísinda. |
07.02.2007 |
Forseti á fund með Guðbrandi Stíg Ágústssyni framkvæmdastjóra Íslensku menntaverðlaunanna um skipan dómnefnda, tilnefningar til verðlaunanna og fyrirhugaða heimsókn í Ártúnsskóla sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2006. |
07.02.2007 |
Forseti á viðræður við erlenda fjárfesta sem eru að kynna sér árangur af íslensku viðskiptalífi, einkum á sviði orkumála. |
07.02.2007 |
Forseti ræðir við þáttagerðamenn kínverska ríkissjónvarpsins um sögu Íslands, menningu og náttúru en verið er að gera viðamikinn kynningarþátt um Ísland sem sýndur verður í Kína. |
09.02.2007 |
Í dag var tilkynnt í húsakynnum Kunstforeningen Gammel Strand í Kaupmannahöfn að viðstöddum Hinrik prins og íslensku forsetahjónunum að hafist verði handa á þessu ári um ritun sögu Kaupmannahafnar sem höfuðborgar Íslands í hartnær 500 ár. Við það tækifæri flutti forseti ávarp þar sem hann fagnaði þessum áformum enda hefði þessari sameiginlegu sögu Íslands og Danmerkur ekki verið gerð viðeigandi skil. Myndir. |
09.02.2007 |
Forseti opnar í Kaupmannahöfn sýningu á verkum Jóhannesar S. Kjarvals og Ólafs Elíassonar. Sýningin er haldin í galleríinu Gammel Strand í Kaupmannahöfn. Ræða. |
09.02.2007 |
Forseti flutti ræðu á málþingi sem skipulagt var af Dansk Industri og Dansk-íslenska verslunarráðinu í húsakynnum Dansk Industri. Heiti málþingsins var: Hvorfor er islandske firmaer saa innovative – giver det anledning til forundring? Ræðan var flutt á dönsku. |
09.02.2007 |
Forseti var viðstaddur í Menningarmiðstöðinni Norðurbryggju í Kaupmannahöfn þegar ýtt var úr vör söfnun á minningum farþega sem ferðuðust með flaggskipinu Gullfossi milli Íslands og Kaupmannahafnar. Skipið var í senn mikilvægur þáttur í samgöngum milli Íslands og Danmerkur og vettvangur skemmtilegra atburða sem settu svip á mannlíf, listir og sögu Íslendinga. Ræða. |
18.02.2007 |
Forseti tekur á móti forystumönnum í prentiðnaði frá ýmsum löndum sem tengjast starfsemi á vegum prentsmiðjunnar Odda og fyrirtækisins Kvosar. |
18.02.2007 |
Forseti ræðir við Egil Helgason í Silfri Egils á Stöð 2. |
19.02.2007 |
Forseti ræðir við forseta Djíbútís Ismail Omar Guelleh á Bessastöðum um samvinnu á sviði jarðhita og orkunýtingar. Forseti býður forseta Djíbútís og fylgdarliði hans til kvöldverðar á Bessastöðum. Ræða forseta. Myndir frá heimsókn forseta Djíbútís. |
19.02.2007 |
Forseti Íslands og forseti Djíbútís Ismail Omar Guelleh ásamt borgarstjóra Reykjavíkur Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, utanríkisráðherra Djíbútís og forystumönnum Orkuveitu Reykjavíkur efna til blaðamannafundar í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttatilkynning. |
20.02.2007 |
Forseti fundar með forystumönnum Siglingasambands Íslands um hugmyndir varðandi alþjóðlega siglingakeppni við Íslandsstrendur. |
20.02.2007 |
Forseti heimsækir Glitni ásamt forseta Djíbútís Ismael Omar Guelleh og ræðir við forsvarsmenn bankans og stjórnendur Geysir Green Energy um fjárfestingar í jarðhitavirkjunum og alþjóðlega fjármögnun orkuframkvæmda. |
21.02.2007 |
Afhending Eyrrarrósarinnar, verðlauna fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, á Bessastöðum. Dorrit Moussaieff forsetafrú afhendir verðlaunin en hún er sérstakur verndari Eyrarrósarinnar. |
21.02.2007 |
Forseti á fund með sendiherra Póllands, Ryszard M. Czarny, sem senn lætur af störfum sem sendiherra gagnvart Íslandi; lögð var áhersla á hvernig efla megi rannsóknir og samræður um samskipti Póllands við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin en sendiherrann mun taka að sér að veita rannsóknarstofnun á því sviði forstöðu. |
23.02.2007 |
Forsetahjón sækja hátíðarhöld í Ósló í tilefni af sjötugsafmæli Haraldar Noregskonungs. Hátíðarhöldin hefjast 23. febrúar með móttöku og tónleikum í ráðhúsi Óslóborgar og kvöldfagnaði á heimili krónprinshjónanna, Hákonar og Mette-Marit. 24. febrúar er dagskrá í Menningarsögusafni Noregs og hátíðarkvöldverður og dansleikur í konungshöllinni. 25. febrúar sækja gestir messu í Hallarkirkjunni og síðan atburði í nágrenni Óslóborgar. Myndir frá afmælishátíð Noregskonungs. |
23.02.2007 |
Forseti heimsækir höfuðstöðvar ýmissa íslenskra fyrirtækja sem starfa í Noregi og kynnir sér vaxandi umsvif þeirra og samstarfsaðila í norsku efnahagslífi. Fyrst heimsækir forseti höfuðstöðvar Glitnis og BNBank í Ósló þar sem kynntur er árangur bankans og tækifæri í norsku og alþjóðlegu fjármálalífi á komandi árum. Þaðan heldur forseti í starfsstöð Kaupþings í Osló og síðan höfuðstöðvar Norsk Hydro. Forseti sækir hádegisverð Norsk-íslenska verslunarráðsins í sendiherrabústað Íslands. Eftir hádegi heimsækir heimsækir forseti nýja Friðarstofnun sem Kjell Magne Bondevik, fv. forsætisráðherra Noregs, hefur sett á fót. Stofnuninni er m.a. ætlað að fjalla um þróun mannréttinda og lausn svæðisbundinna átaka. Loks kynnir forseti sér starfsemi lyfjafyrirtækisins Actavis í Noregi. Myndir frá heimsóknum í fyrirtækin. |
26.02.2007 |
Forseti á fund með fulltrúum UMFÍ og Jens Sejer Andersen um alþjóðaráðstefnuna Play the Game sem haldin verður á Íslandi 28. október til 1. nóvember. Á ráðstefnunni verður fjallað um samspil íþrótta og fjölmiðla og ýmis vandamál sem í vaxandi mæli setja svip á keppnisíþróttir og íþróttastarf á alþjóðavettvangi. Ráðstefnuna munu m.a. sækja íþróttafréttaritarar blaða og sjónvarps frá tugum landa og flestum álfum heims. |
26.02.2007 |
Forseti á fund með forystumönnum Íþróttasambands fatlaðra um undirbúning að þátttöku Íslendinga í heimsleikum Special Olympics sem fram fara í Sjanghæ í Kína 2.-11. október. |
26.02.2007 |
Forseti á fund með sendiherra Tékklands á Íslandi, Jaroslav Horák, um samskipti landanna og hugsanlega heimsókn forseta Íslands til Tékklands. Sendiherrann heldur senn til Prag þar sem hann tekur við nýju starfi í tékkneska utanríkisráðuneytinu. |
26.02.2007 |
Forseti á fund með rektor Háskólans í Reykjavík Svöfu Grönfeldt um framtíðarþróun skólans, rannsóknir og kennslu í orkumálum og þau tækifæri sem alþjóðlegur áhugi á hreinni orku skapar fyrir íslenskar menntastofnarnir. |
26.02.2007 |
Forseti opnar heimasíðu klúbbanna Flott án fíknar og er viðstaddur þegar tólfti klúbburinn er stofnaður í Hamraskóla í Grafarvogi. Forseti flutti ávarp við athöfnina og skoðaði skólann að henni lokinni. |
27.02.2007 |
Forseti á fund með formanni og framkvæmdastjóra Rauða krossins. Rætt var um kynningu á starfsemi Rauða krossins á Íslandi, öflun sjálfboðaliða og þróunarstarf í Malaví og Mósambík en fjármunir úr landsöfnun Rauða krossins runnu til þeirra verkefna. |
27.02.2007 |
Forseti tekur við trúnaðarbréfi nýs sendiherra Quatars á Íslandi, hr. Khalid bin Rashid bin Salim Al-Hamoudi Al-Mansouri. Á fundi þeirra var rætt um aukin tengsl Íslands við hin smærri ríki í arabaheiminum og hvernig hættan á loftslagsbreytingum hefur skapað víðtæka þörf á fjárfestingum í hreinni orku. Quatar hefur ásamt öðrum smærri arabaríkjum lagt verulega fjármuni á undanförnum árum í fjárfestingar víða um heim. Mynd. |
27.02.2007 |
Forseti tekur við trúnaðarbréfi nýs sendiherra Portúgals á Íslandi, hr. João António da Silveira de Lima Pimentel. Á fundi þeirra var lögð áhersla á víðtækt samstarf milli landanna og fjallað um tengsl Íslands og Evrópusambandsins en Portúgal mun á næstunni taka við forsæti í Evrópusambandinu. Mynd. |
27.02.2007 |
Forseti tekur við trúnaðarbréfi nýs sendiherra Pakistans á Íslandi, hr. Rab Nawaz Khan. Á fundi þeirra var rætt um uppbyggingu viðvörunarkerfis vegna jarðskjálfta, möguleika á nýtingu jarðhita og aukinn áhuga norrænna fyrirtækja á að fjárfesta í Pakistan. Einnig var rætt um þá ógn sem hryðjuverkaöfl skapa og áhrif ástandsins í Afganistan á möguleika Pakistana á að þróa land sitt á árangursríkan hátt. Mynd. |
27.02.2007 |
Forseti tekur við trúnaðarbréfi nýs sendiherra Sambíu á Íslandi frú Joyce Mwake Chembe Musenge. Á fundi þeirra var rætt um aukin tengsl Íslendinga við Afríku og möguleika á tæknilegri aðstoð á sviði fiskveiða og orkunýtingar jafnhliða því að þjálfa fólk á ýmsum sviðum stjórnsýslu og félagslegrar þjónustu. Mynd. |
28.02.2007 |
Forseti á fund með sendiherra Kína á Íslandi, hr. Wang Xinshi, en hann lætur senn af störfum. Rætt var um þann mikla árangur sem náðst hefur á undanförnum árum í samskiptum Íslands og Kína, aukin tækifæri í Kína varðandi jarðhita og margvíslega samvinnu á sviði vísinda og tækni. Einnig var rætt um heimsleika Special Olympics sem haldnir verða í Sjanghæ í október og þátttöku Íslendinga í þeim. |
28.02.2007 |
Forseti tekur við trúnaðarbréfi nýs sendiherra Súdans á Íslandi, hr. Mohamed Ali Eltom, en hann er fyrsti sendiherra þess lands á Íslandi. Rætt var um brýnan vanda Súdans í heilbrigðismálum, baráttuna við fátækt og efnahagslega þróun, óöld og mikla þurrka. Reynsla Íslendinga af þróunarstarfi í Afríku gæti komið að gagni í Súdan, einkum á sviði heilbrigðisþjónustu. Mynd. |
28.02.2007 |
Forseti tekur við trúnaðarbréfi nýs sendiherra Brasilíu á Íslandi, hr. Sergio Eduardo Moreira Lima. Á fundinum var rætt um aukin áhrif Brasilíu á alþjóðavettvangi og hvernig hættan á loftslagsbreytingum hefur skapað þörf á nýrri samvinnu; bæði Ísland og Brasilía hefðu ýmislegt fram að færa á sviði vísinda og tækni í þeirri glímu. Hagvöxtur í Brasilíu og öðrum ríkjum Suður-Ameríku skapaði einnig tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki. Mynd |
28.02.2007 |
Forseti tekur við trúnaðarbréfi nýs sendiherra Ástralíu á Íslandi, frú Sharyn Minahan. Á fundinum var rætt um á hvern hátt væri hægt að auka tengsl landanna, möguleika á sviði tækni og viðskipta og sameiginleg viðfangsefni á alþjóðavettvangi. Mynd. |
Mars
|
02.03.2007 |
Forseti flytur ávarp á ráðstefnu um verndun náttúrufars Skerjafjarðar þar sem fulltrúar bæjarfélaganna sem liggja að Skerjafirði og sérfræðingar ræða um sameiginlegt átak í verndun svæðisins, einkum með tilliti til lífríkis sjávar, fuglalífs og eiginleika strandsvæða. |
02.03.2007 |
Forseti á fund með fulltrúum Marorku um nýja tækni sem stýrir orkunotkun skipa á þann hátt að verulegur sparnaður næst; rætt var um kynningu þessarar tækni víða um heim. |
02.03.2007 |
Forseti á fund með fulltrúum sendiráðs Spánar og forsvarsmönnum Cervantes-seturs á Íslandi en því er ætlað að styrkja kennslu í spænsku og efla menningartengsl milli landanna. |
03.03.2007 |
Forseti tekur á móti Kvennaklúbbi Karlakórs Keflavíkur sem heimsækir Bessastaði. |
04.03.2007 |
Forseti er viðstaddur setningu Búnaðarþings. |
05.03.2007 |
Fulltrúar samtakanna Framtíðarlandið kynna forseta stefnu samtakanna og áherslur varðandi framtíð Íslands. |
05.03.2007 |
Forseti á fund með Tristin Tergesen og Caelum Vatnsdal, forsvarsmönnum nýrrar listahátíðar í Winnipeg um dagskrá slíkrar hátíðar og hvernig hún getur orðið til þess að styrkja samskipti ungs listafólks á Íslandi og í Kanada með sérstakri áherslu á samtímalist og listafólk af íslenskum uppruna í Kanada. |
05.03.2007 |
Forseti heimsækir Keflavíkurflugvöll og skoðar byggingar sem áður tilheyrðu herstöðinni og ræðir við Magnús Gunnarsson stjórnarformann og Kjartan Þór Eiríksson framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar um framtíðarnotkun svæðisins. |
06.03.2007 |
Forseti á fund með fulltrúum Lionshreyfingarinnar á Íslandi sem fluttu forseta sérstakar kveðjur og gjafir frá alþjóðaforseta hreyfingarinnar. Rætt var um söfnun á Íslandi í þágu baráttunnar gegn blindu víða um heim og aðrar áherslur í starfi Lionshreyfingarinnar. Alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar, Jimmy M. Ross, sæmdi forseta Íslands sérstakri heiðursorðu Lionshreyfingarinnar fyrir störf hans í þágu hreyfingarinnar. Orðan er ætluð þjóðhöfðingjum og þjóðarleiðtogum og auk forseta Íslands hafa í ár hlotið hana Hu Jintao, forseti Kína, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Mynd. |
06.03.2007 |
Forseti á fund með Dan Murphy, forstjóra fisksölufyrirtækisins Icelandic USA í Bandaríkjunum, um starfsemi þess, breytingar á markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir og boð til forseta um að heimsækja fyrirtækið í Virginiu. |
06.03.2007 |
Forseti á fund með Herði Oddfríðarsyni formanni Sundsambands Íslands um alþjóðlegt sundmót sem áformað er að halda á Íslandi, forsetabikarinn sem Ásgeir Ásgeirsson gaf fyrir 50 árum og á hvern hátt sé hægt að styrkja sundíþróttina. |
07.03.2007 |
Forseti á fund með fulltrúa áhugahóps um útgáfu ljósmyndabókar sem helguð yrði þeim svæðum á Íslandi sem einkum hafa verið til umræðu varðandi aukna orkunýtingu. |
07.03.2007 |
Forseti á fund með fulltrúum starfsþjálfunarstöðvarinnar Ekron um rekstrargrundvöll hennar og möguleika til að hjálpa einstaklingum að ná fótfestu í þjóðfélaginu á nýjan leik eftir glímu við margvíslega erfiðleika. |
07.03.2007 |
Forseti á fund um nýtingu Íslands sem tilraunastöðvar fyrir nýja tækni netfyrirtækisins Google. |
07.03.2007 |
Forseti á fund með áhugamönnum um nýjar leiðir í orkuöflun. |
07.03.2007 |
Forseti á fund með fulltrúum Nýalssinna um verk dr. Helga Pjeturss og kynningu á þeim. |
07.03.2007 |
Forseti situr hádegisverð í boði sendiherra ríkja Evrópusambandsins á Íslandi þar sem rætt er um ýmsa þætti þjóðmála, viðskiptalífs og samfélagsþróunar á Íslandi. |
08.03.2007 |
Forseti á fund með Nirði P. Njarðvík ræðismanni Tógó um aukin samskipti við landið og þann árangur sem náðst hefur í hjálparstarfi SPES samtakanna. |
08.03.2007 |
Forseti á fund með Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur um indverska dulspeki og vaxandi áhuga á henni víða um heim. |
08.03.2007 |
Forseti á fund með Sigrúnu Einarsdóttur um hvernig hægt er að efla viðskiptatengsl milli Íslands og Alsírs. |
08.03.2007 |
Forseti á fund með Eyrúnu Ósk Guðjónsdóttur og Eygló Jónsdóttur um fræðslusýningu um sjálfbæra þróun sem haldin verður í Hafnarfirði í haust. |
08.03.2007 |
Forseti á fund með Sæmundi Pálssyni um góðgerðastarf á Indlandi. |
09.03.2007 |
Hátíðarkvöldverður á Bessastöðum í boði forseta Íslands. Meðal gesta eru ráðherrar, erlendir sendiherrar, formenn stjórnmálaflokka og forystumenn ýmissa ríkisstofnana. |
09.03.2007 |
Forseti heimsækir sýninguna Tækni og vit í boði Samtaka iðnaðarins, Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, Samtaka sprotafyrirtækja og Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja. Sýningin er haldin í Fífunni í Kópavogi. Myndir. |
12.03.2007 |
Forseti á fund með fulltrúum Snorrastofu um áætlanir um minjagarð í Reykholti sem fæli í sér sýningar helgaðar hinum merka sögustað og byggðar væru á þeim fornleifarannsóknum í Reykholti sem skilað hafa miklum árangri á undanförnum árum. |
12.03.2007 |
Forseti á fund með vísindamönnunum Helga Björnssyni og Magnúsi Tuma Guðmundssyni um rannsóknir á jöklum, bæði á Íslandi og á heimsvísu með sérstöku tilliti til breytinga á jöklum í Himalajafjöllunum og áhrif þeirra breytinga á þróun Indlands, bæði vatnsbúskap og fæðuöflun. Einnig var rætt um framlag íslenska vísindasamfélagsins á þessu sviði. |
12.03.2007 |
Forseti á fund með forystumönnum Fjölblendis um blöndung sem fyrirtækið er að þróa og kynningu forseta á honum í nýlegri Indlandsferð hans. Einnig var rætt um möguleika á að koma þessari tækni á framfæri á heimsmarkaði, en hún dregur úr eldsneytisnotkun og mengun. |
12.03.2007 |
Forseti á fund með dr. Zola Sidney Themba Skweyiya ráðherra félagslegrar þróunar í Suður-Afríku um árangur af heimsókn hans til Íslands og verkefni sem Suður-Afríka og Ísland gætu sinnt í sameiningu, einkum varðandi smærri og meðalstór ríki í Afríku. |
12.03.2007 |
Forsetahjónin heimsóttu Ártúnsskóla sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2006 og kynntu sér starfsemi skólans og tóku þátt í dagskrá nemenda. Fréttatilkynning. Myndir. |
13.03.2007 |
Forseti á fund með íslenskum athafnamönnum um viðskipti í Rússlandi. |
13.03.2007 |
Forseti á fund með sendifulltrúa Japans hr. Hitoshi Abe sem senn lætur af störfum á Íslandi. Rætt var um hvernig samskipti landanna hafa þróast og möguleika á auknum tengslum í framtíðinni. |
13.03.2007 |
Forseti heimsækir fyrirtækið Marorku sem þróað hefur nýjan hugbúnað sem leitt getur til verulegs orkusparnaðar í skipum, m.a í fiskiskipum, flutningaskipum og skemmtiferðaskipum. Rætt var um kynningu á hugbúnaðnum á alþjóðlegum vettvangi. Myndir. |
15.03.2007 |
Forseti á fund með Brynhildi Davíðsdóttur, dósent við Háskóla Íslands, um skipulag nýrrar kennslu við skólann þar sem fjallað verður um samspil auðlinda og umhverfisfræða en nýlega var ákveðið að bjóða meistaranám í þeim fræðum við Háskóla Íslands. |
15.03.2007 |
Forseti á fund með Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi um rannsóknir á veðurfari og hafstraumum og hvernig þær geta aukið framlag Íslands til þekkingar á loftslagsbreytingum. |
15.03.2007 |
Forseti ræðir við blaðamann Hufvudstadsbladet í Finnlandi um íslenskt þjóðfélag og efnahagslíf, breytingarnar á síðustu árum og hvernig Íslendingar varðveita eldri hefðir um leið og þeir eru athafnasamir á heimsvísu; framlag vísinda og menningar til efnahagslegrar þróunar og aukna hlutdeild fólks af erlendum uppruna í íslensku þjóðfélagi. |
15.03.2007 |
Forseti ræðir við Svein Helgason fréttamann Ríkisútvarpsins um Indland. Viðtalinu verður útvarpað á Morgunvaktinni á Rás 1 föstudaginn 16. mars. |
18.03.2007 |
Forseti tilkynnir síðdegis í dag við verðlaunahendingu á Íslandsmeistaramóti í sundi að hann hafi ákveðið að gefa nýjan verðlaunabikar í stað Pálsbikarsins sem í dag verður afhentur í fimmtugasta og síðasta sinn. Fréttatilkynning. Myndir. |
20.03.2007 |
Forseti er viðstaddur úrslit Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfriði en í henni taka þátt nemendur grunnskóla. |
20.03.2007 |
Forseti á fund með Þorsteini Sigfússyni prófessor, Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ og Runólfi Ágústssyni um hugmyndir sem tengjast stofnun alþjóðlegs háskóla og menntaseturs á Keflavíkurflugvelli en nýlega var undirritað samkomulag um það efni milli Háskóla Íslands, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og Reykjanesbæjar. |
20.03.2007 |
Forseti flytur ávarp á ráðstefnunni „Njótum lífsins – ævina út“ en hún fjallar um breyttar áherslur í þjónustu við eldri borgara. Að ráðstefnunni standa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, fyrirtæki og Háskóli Íslands. Ávarp. |
21.03.2007 |
Forseti heimsækir fyrirtækið ORF líftækni og kynnir sér starfsemi þess, rannsóknir og framleiðslu í tengslum við lyfjaiðnað og framtíðarmöguleika sérhæfðs fyrirtækis á þessu sviði. Myndir. |
22.03.2007 |
Forseti ræðir við blaðamann Lögbergs-Heimskringlu, blaðs fólks af íslenskum ættum í Vesturheimi, um væntanlega heimsókn forseta til Íslendingabyggða í Kanada og þátttöku í ársþingi Íslendingafélaga í Bandaríkjunum og Kanada; einnig um þær jákvæðu breytingar sem orðið hafa á undanförnum árum og leið til aukinna tengsla Íslands við afkomendur íslenskra afkomenda í Vesturheimi. |
23.03.2007 |
Forseti setur málþing um hugsjónir, markmið og leiðir í þróunarsamvinnu frjálsra félagasamtaka. Málþingið ber heitið „Frá hugsjónum til framkvæmda“ og eru það átta samtök sem starfað hafa á vettvangi þróunarsamvinnu sem efna til þess. Ávarp. |
24.03.2007 |
Forseti tekur á móti tónlistarkennurum barna og ekkju tónskáldsins Karls Orffs en aðferðir hans í tónlistarkennslu hafa verið notaðar við tónlistarkennslu á Íslandi. Barnakór Dómkórsins syngur fyrir gesti. |
26.03.2007 |
Forseti á fund með forystumönnum og fulltrúum Rauða kross Íslands um kynningu á hinni fjölþættu starfsemi Rauða krossins á Íslandi og hvernig hægt er að auka fjölda sjálfboðaliða á hinum ýmsu sviðum en í haust er fyrirhugað að efna til kynningarátaks í þessu skyni. |
26.03.2007 |
Forseti á fund með Stefáni Konráðssyni framkvæmdastjóra ÍSÍ um þátttöku forseta í Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Mónakó í júní en um 200 þátttakendur verða frá Íslandi. |
26.03.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Búlgaríu á Íslandi, hr. Nikolas Karadimov, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um vaxandi viðskiptaumsvif Íslendinga í Búlgaríu í lyfjaframleiðslu, rekstri símafyrirtækja, bankastarfsemi og fjárfestingum í landsvæðum og byggingum; einnig um væntanlega opinbera heimsókn forseta Búlgaríu Georgi Parvanov til Íslands og samvinnu höfuðborga Íslands og Búlgaríu og tólf annarra evrópskra borga í baráttunni gegn fíkniefnavandanum. Mynd. |
26.03.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Jórdaníu á Íslandi, dr. Alia Bouran, en hún afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um stöðu mála í Mið-Austurlöndum og áhuga Jórdaníu á að nýta sér þekkingu Íslendinga á sviði jarðhita en slík samvinna var m.a. rædd í opinberri heimsókn Abdullah Jórdaníukonungs til Íslands. Mynd. |
26.03.2007 |
Forseti á fund með Mead Treadwell, formanni Rannsóknarráðs Norðurskautsins í Bandaríkjunum (US Arctic Research Commission), um rannsóknir og sameiginleg verkefni á Norðurslóðum, alþjóðlega heimskautaárið, rannsóknir á jöklum ásamt nýtingu orkulinda og hvernig norður siglingaleiðin getur haft afdrífarík áhrif á heimsviðskipti. |
26.03.2007 |
Forseti ræðir við Sally Magnusson fréttakonu hjá BBC um kjörsókn á Íslandi, nýtingu orkulinda og tækifæri Íslands á nýrri öld, náttúruvernd og samstarf við Skotland. |
26.03.2007 |
Forseti ræðir við fulltrúa Gulaþings sem hér eru staddir til að ræða samstarf við Alþingi um hinn forna þingarf Íslendinga og Norðmanna. |
27.03.2007 |
Fréttamaður TBS sjónvarpsstöðvarinnar í Japan tekur viðtal við forseta um orkubúskap Íslendinga, hreina orkugjafa, loftslagsbreytingar og hvað Japanir geti lært af Íslendingum á því sviði. Þátturinn er meðal vinsælustu fréttaþátta í Japan. |
28.03.2007 |
Forseti á fund með Margréti Dagmar Ericsdóttur og Friðrik Þór Friðrikssyni um gerð heimildarmyndar um einhverfu þar sem rætt er við íslenska og erlenda sérfræðinga, foreldra og einstaklinga sem þekkja einhverfu af eigin raun en fjöldi þeirra sem haldnir eru þessum sjúkdómi fer ört vaxandi bæði á Íslandi og flestum löndum heims. Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari myndarinnar. |
29.03.2007 |
Forseti átti fundi með bandarískum ráðamönnum í Washington. Á þeim kom fram mikill áhugi á því að sendinefndir bandarískra áhrifamanna kæmu til Íslands á næstu mánuðum til að ræða samstarfsverkefni um endurnýjanlega orku, baráttu gegn loftslagsbreytingum og samvinnu háskóla- og tæknistofnana; það væri heillandi framtíðarsýn ef þessi verkefni leystu af hólmi áratugalanga samvinnu þjóðanna um varnarmál. Fréttatilkynning. Myndir. |
Apríl
|
02.04.2007 |
Forseti á viðræður við forystumenn Ohio ríkisháskólans, stærsta háskóla Bandaríkjanna, þar sem fram kom ríkur vilji til að efla samstarf við íslenska vísindasamfélagið. Í heimsókninni voru undirritaðir þrír samningar milli Ohio-háskólans og þriggja íslenskra háskóla, Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskólans og Háskólans á Akureyri. Þá voru jafnframt mótaðar tillögur um rannsóknarverkefni í landgræðslu, orkumálum, jöklafræðum og um aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Fréttatilkynning Myndir. |
03.04.2007 |
Forseti Íslands var gestur Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum og flutti fyrirlestur í boði hins virta prófessors Michaels Porter sem heimsþekktur er fyrir rannsóknir sínar á samkeppnishæfni þjóða. Fyrirlesturinn sóttu stúdentar frá um fimmtíu þjóðlöndum og tók forsetinn þátt í um fjögurra klukkustunda samræðum um árangur Íslendinga á undanförnum árum og tækifæri lands og þjóðar í framtíðinni. Fyrirlestur forseta verður hluti af námsefni um Ísland sem Harvard Business School dreifir til um 100 háskóla um allan heim. Fréttatilkynning. Myndir. |
10.04.2007 |
Forseti sækir ráðstefnu um loftslagsbreytingar sem haldin er í Háskóla Íslands. Fyrirlestra flytja franskir og breskir vísindamenn. |
11.04.2007 |
Forseti ræðir við blaðamann frá breska blaðinu Evening Standard. |
11.04.2007 |
Forseti á fund með Ingu Björk Dagfinnsdóttur arkitekt um hugmynd hennar um alþjóðlegt listasafn. |
11.04.2007 |
Forseti á fund með fulltrúa íslenskra lyfjaframleiðenda um möguleika á lyfjaframleiðslu í Kína. |
13.04.2007 |
Forseti ræðir við bandarísku blaðakonuna Georgie Anne Geyer um íslenskt þjóðfélag og menningu, samspil markaðar og velferðar og hvernig skýra má árangur Íslendinga í viðskiptum, vísindum og listum. |
13.04.2007 |
Kvikmyndagerðarmaðurinn Frank Cantor tekur viðtal við forseta um listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur en hann vinnur að gerð heimildarmyndar um hana. |
13.04.2007 |
Forseti ræðir við John Thordarson ljósmyndara og blaðamann frá Winnipeg Free Press um íslenska samfélagið í Manitoba og annars staðar í Kanada og aukin samskipti milli þess og Íslands. Einnig var vikið að væntanlegri heimsókn forseta til Winnipeg síðar í þessum mánuði þar sem hann tekur þátt í fjölþættri dagskrá. |
14.04.2007 |
Forseti er viðstaddur setningu sambandsþings Íþróttasambands fatlaðra og flytur ávarp þar sem meðal annars er fjallað um væntanlega heimsleika Special Olympics í Sjanghæ í október. |
17.04.2007 |
Forseti á fund með forystumönnum Íþróttasambands fatlaðra og fleirum um þátttöku Íslendinga í heimsleikum Special Olympics sem haldnir varða í Sjanghæ í október og um hugsanlega hópferð Íslendinga á leikana. |
17.04.2007 |
Forseti á fund með sendiherra Japans á Íslandi, frú Fumiko Saiga, sem senn lætur af störfum, um samskipti landanna á fyrri tíð og í framtíðinni, aukin tengsl Íslands við Kína, Indland og önnur ríki í Asíu og mikilvægi þess að efla enn frekar tengslin við Japan, meðal annars með stofnun japansks sendiráðs á Íslandi. |
18.04.2007 |
Forseti á fund með Árna Sigfússyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar varðandi ýmsar hugmyndir um framtíð svæðisins sem áður tilheyrði varnarsvæðinu og hvernig nýtingin getur tengst ýmsum alþjóðlegum tækifærum. |
18.04.2007 |
Forseti á fund með Preston Bryant auðlindamálaráðherra Virginíufylkis í Bandaríkjunum sem er í kynnisheimsókn á Íslandi. Rætt var um þá hörmulegu atburði sem urðu í tækniháskólanum í Virginíu og lýsti forseti samúð Íslendinga með fjölskyldum og aðstandendum hinna látnu. Einnig var rætt um ýmis áhugaefni í heimsókn ráðherrans og tækifæri á aukinni samvinnu milli vísindasamfélagsins í Bandaríkjunum og íslenskra háskóla. |
19.04.2007 |
Tilkynnt var við hátíðlega athöfn á Bessastöðum að fyrirtækið Lýsi hlyti Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Í greinargerð dómnefndar var rakinn árangur fyrirtækisins á undanförnum árum, aukinn útflutningur, fjölþættari framleiðsla og sala beint til neytenda. Valur Valsson formaður Útflutningsráðs gerði grein fyrir niðurstöðum dómnefndar. |
19.04.2007 |
Forseti á fund með Allen Wright um nýja tækni til að eyða koltvísýringi úr andrúmsloftinu en Allen Wright stjórnar fyrirtæki í Arizona í Bandaríkjunum sem unnið hefur að uppfinningu á þessu sviði. |
20.04.2007 |
Forseti á fund með íslenskum jöklafræðingum um rannsóknir á þróun íslenskra jökla, einkum með tilliti til loftslagsbreytinga, og alþjóðleg verkefni sem íslenskir vísindamenn hafa tekið þátt í á undanförnum árum. Einnig var rætt um hvernig efla mætti rannsóknir á jöklum og ísbreiðum í Himalajafjöllum og áhrifum breytinga á vatnabúskap og fæðuöflun Indverja. Slíkt rannsóknarverkefni gæti tengst Þróunarráði Indlands og í nýlegri heimsókn til Bandaríkjanna ræddi forseti við bandaríska vísindamenn um þetta efni. |
21.04.2007 |
Forseti á fund með vísindamönnunum Klaus Lachner og Allen Wright um vinnslu koltvísýrings úr andrúmsloftinu en þeir hafa verið að vinna að tilraunaverkefni í því skyni í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur og íslenska vísindamenn. |
21.04.2007 |
Forseti á fund með Magnúsi Scheving og áhrifafólki í sjónvarpsmiðlun í Ástralíu um viðtökur Latabæjar þar og um þróun sjónvarpsþáttanna á alþjóðamarkaði á næstu árum og ýmiss konar fræðsluefni ætlað börnum sem tengist þeim. |
23.04.2007 |
Forseti afhenti Íslensku þýðingaverðlaunin á Gljúfrasteini en í dag er alþjóðadagur bókarinnar og afmælisdagur Halldórs Laxness. Verðlaunin hlaut Silja Aðalsteinsdóttir fyrir þýðingu sína á Wuthering Heights eftir Emily Brontë. Fimm verk voru tilnefnd til verðlaunanna. |
23.04.2007 |
Forseti á fund með Yang Hong Yi forstjóra Upplýsingamiðstöðvar samgangna í Kína um tækninýjungar sem Íslendingar geta látið í té. Á fundinum voru einnig Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og prófessor Jóhann P. Malmquist. |
23.04.2007 |
Forseti sendi heillaóskir til dönsku konungsfjölskyldunnar en krónprinshjónin eignuðust dóttur í gær. |
25.04.2007 |
Forseti átti fundi í dag og í gær, með þingmönnum í öldungadeild og fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar sem fjallað var um hvernig árangur Íslendinga í nýtingu hreinna orkulinda, einkum jarðhita, gæti nýst í baráttunni við loftslagsbreytingar. Fréttatilkynning. Myndir. |
25.04.2007 |
Forseti flutti í ræðu í hátíðarkvöldverði East West stofnunarinnar sem haldinn var til að minnast 200 ára afmælis stjórnmálasambands Bandaríkjanna og Rússlands. Ræða forsetans var tileinkuð rússneska vísindafrömuðinum Evgeny Velikhov sem heiðraður var við þetta tilefni. Ræða forseta (á ensku). |
27.04.2007 |
Forseti flutti setningarræðu á ársþingi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi (Icelandic National League). Þjóðræknisfélagið er samtök Íslendingafélaga í Bandaríkjunum og Kanada og var fjölmenn fulltrúasveit þeirra samankomin í Winnipeg þar sem þingið er haldið. Fréttatilkynning. |
30.04.2007 |
Forseti sendi kveðju á Hængsmótið, íþróttamót fatlaðra sem Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri efnir til. Mótið í ár er hið 25. í röðinni. Kveðja forseta. |
Maí
|
02.05.2007 |
Forseti á fund með Kristínu Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands um þróun háskólans á komandi árum og samstarf við erlenda háskóla. Forseti sagði frá þeim viðhorfum sem nýlega komu fram á fundum hans með forráðamönnum Ohio State háskólans í Bandaríkjunum, MIT og Harvard í Boston sem og fyrri fundum meðal annars með forráðamönnum Columbia háskóla í New York og Amory háskóla í Atlanta. |
03.05.2007 |
Í tilefni af gjöf þriggja aðila til Krabbameinsfélags Íslands til kaupa á tækjum sem nýtast munu við leit að brjóstakrabbameini býður forseti gefendum til hádegisverðar á Bessastöðum. |
03.05.2007 |
Forseti opnar nýja skrifstofu FL Group í Kaupmannahöfn að viðstöddum fjölda áhrifamanna úr íslensku og alþjóðlegu viðskiptalífi. Í ávarpi sínu ræddi forseti um nýja áfanga í útrás íslenskra fyrirtækja og samvinnu þeirra við alþjóðlega fjárfesta og vék einnig að hlutdeild FL Group í stofnun Geysir Green Energy og þeim miklu möguleikum sem fælust í nýtingu á hreinni orku. Þá greindi forseti frá fróðlegum samræðum sem hann hefði átt í nýlegum ferðum til Bandaríkjanna við fjölmarga áhrifamenn um sama efni. |
04.05.2007 |
Forseti efnir til fagnaðar á Bessastöðum til að heiðra bandarísku listakonuna Roni Horn í tilefni af opnun Vatnasafns (Library of Water) í Stykkishólmi. Fjölmörgu áhrifafólki í alþjóðlegum listaheimi sem komið hefur til Íslands af þessu tilefni og fjölda íslenskra myndlistarmanna var boðið til mannfagnaðarins. |
04.05.2007 |
Forseti afhjúpar nafn og merki nýrrar miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs sem stofnuð er á Keflavíkurflugvelli. Miðstöðin ber á ensku heitið Atlantic Center of Excellence. Nánar. |
05.05.2007 |
Forseti er viðstaddur opnun Vatnasafnsins í Stykkishólmi sem er sköpunarverk listakonunnar Roni Horn. Kjarninn í verkinu eru glersúlur fylltar vatni úr íslenskum jöklum. Fjölmargir innlendir og erlendir aðilar hafa stutt stofnun Vatnasafnsins en bresku listasamtökin Artangel hafa haft forystu um aðkomu erlendra áhrifaaðila að þessu verki. Á eftir situr forseti kvöldverð í boði Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra Kaupþings en hann er öflugur styrktaraðili Vatnasafnsins. |
05.05.2007 |
Forseti sæmir Sture Allén fyrrverandi prófessor og ritara Sænsku akademíunnar riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag hans í þágu íslenskrar menningar og bókmennta. |
09.05.2007 |
Forseti sendir kveðju á borgarstjórafund ECAD samtakanna sem nú er haldinn í Istanbul í Tyrklandi í tengslum við verkefnið Youth in Europe en forseti er verndari þess. Um 15 Evrópuborgir taka þátt í þessu verkefni og er þar meðal annars stuðst við rannsóknir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og reynslu Reykjavíkurborgar af glímunni við fíkniefnavandann. Kveðja forseta (á ensku). |
10.05.2007 |
Forseti er viðstaddur setningu Listahátíðar í Listasafni Íslands. Forseti er verndari hátíðarinnar. |
10.05.2007 |
Ræða forseta er flutt á Brennpunkt Norden, norrænni ráðstefnu um skóla- og menntamál. Yfirskrift ráðstefnunnar, sem skipulögð er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og norrænum systursamtökum, er Þekking - kraftur - sköpun. Ræða forseta (á norsku). |
11.05.2007 |
Forseti tekur á móti Reinhold Würth, eiganda Würth Group og hópi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Reinhold Würth er öflugur styrktaraðili lista og listsýninga. |
14.05.2007 |
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sæmdi forseti Íslands Helga Tómasson stjórnanda San Francisco ballettsins stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu en það er æðsta viðurkenning sem lýðveldið veitir einstaklingum. Viðstaddir athöfnina voru fjölskylda Helga Tómassonar, dansarar San Francisco ballettsins og ýmsir forystumenn úr íslensku menningarlífi. Mynd. |
14.05.2007 |
Forseti tekur á móti hópi barna sem eru á leið í alþjóðlegar sumarbúðir (CISV) víða um heim. |
15.05.2007 |
Forseti opnar nýja heimasíðu Kolviðar (kolvidur.is) þar sem landsmönnum gefst kostur á að jafna eigin koldíoxíðlosun með sérstakri áherslu á kolefnisjöfnun gagnvart útblástursáhrifum samgöngutækja. Með verkefninu er lögð áhersla á að vinna gegn loftslagsbreytingum með skógrækt og landgræðslu. Í ávarpi við þetta tækifæri hvatti forseti alla landsmenn til að gerast þátttakendur í Kolviði. |
16.05.2007 |
Forseti á fund með Þorsteini Gunnarssyni rektor Háskólans á Akureyri um málefni Rannsóknaþings Norðursins (NRF) en næsta þing verður haldið í Alaska 2008 og um starfsemi alþjóðlegs orkuskóla sem nýlega var stofnaður á Akureyri. |
18.05.2007 |
Forseti tekur á móti hópi erlendra bankamanna frá samtökunum IIEB (Institut International D'Études Bancaires) og ræðir um þróun íslenskra banka og alþjóðlega fjármálastarfsemi. Forsetahjónin eru síðan heiðursgestir í hátíðarkvöldverði bankamannanna. |
18.05.2007 |
Forseti ræðir við hóp blaðamanna frá Austur-Evrópu sem hér eru í boði Actavis. Einkum var fjallað um árangur Íslendinga í viðskiptum á alþjóðavettvangi og þróun hins íslenska lyfjafyrirtækis. |
18.05.2007 |
Forseti er viðstaddur setningu landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar og flytur ávarp þar sem hann fjallar um mikilvægi björgunarsveitanna í íslensku samfélagi, traustan stuðning allrar þjóðarinnar og framlag íslenskra björgunarsveita á alþjóðavettvangi. Þingið er haldið í íþróttahúsinu í Keflavík. |
18.05.2007 |
Forseti veitir Geir H. Haarde formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til myndunar meirihlutastjórnar og vísaði í yfirlýsingu á Bessastöðum til þeirra viðræðna sem fram hafa farið milli forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. |
18.05.2007 |
Forsætisráðherra Geir H. Haarde gengur á fund forseta á Bessastöðum og biðst lausnar fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Forseti samþykkti þá ósk og bað ráðherra að sitja í starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð. |
23.05.2007 |
Forseti sendir heillaóskakveðju til nýkjörins forseta Austur-Tímor, José Ramos Horta, þar sem hann leggur áherslu á aukin samskipti landanna og minnist tengsla hins nýja forseta við Ísland. |
25.05.2007 |
Forseti tekur á móti fulltrúum á þingi bæjarstjóra og áréttar mikilvægi sveitarfélaga í þróun menntunar og velferðar og við að skapa hagstæð skilyrði fyrir þróun atvinnulífs og menningar. |
29.05.2007 |
Forseti ritar ávarp í SÁÁ blaðið sem gefið er út til að kynna starfsemi samtakanna í tilefni af fjársöfnun sem ber heitið Álfurinn. |
30.05.2007 |
Forseti afhendir Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Ingunnarskóla í Reykjavík. Hópmynd. |
31.05.2007 |
Forseti tekur á móti fréttastjórum norrænna ríkissjónvarpsstöðva og ræðir um breytingar sem orðið hafa á fjölmiðlun á undanförnum árum og hlutverk fjölmiðla í opnu, frjálsu og upplýstu lýðræðissamfélagi. |
31.05.2007 |
Forseti setur sýningu í Landsbókasafni um konungskomuna 1907 en sýningin er haldin í tilefni af að 100 ár eru liðin frá þessum atburði í samskiptum Íslands og Danmerkur, merkum áfanga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Ræða. |
31.05.2007 |
Forseti á fund með Mikhail E. Nikolayev, varaformanni Sambandsráðsins, efri deildar rússneska þingsins, og fleiri rússneskum ráðamönnum. |
31.05.2007 |
Ræða forseta við setningu Alþingis. |
31.05.2007 |
Forseti setur norræna ráðstefnu um einhverfu, Nordic Conference on Research on Autism Spectrum Disorders en ráðstefnuna sækja vísindamenn og sérfræðingar víða að úr veröldinni. Ávarp forseta. Í dagskrá ráðstefnunnar er einnig kveðja frá forseta. |
Júní
|
01.06.2007 |
Forseti afhendir Íslensku óperunni tilnefningar til leiklistarverðlauna Grímunnar. Verðlaunahátíðin fer fram 15. júní. |
01.06.2007 |
Forseti afhendir verðlaun í verkefninu Unglingar, lýðræði, heimabyggð sem samtökin Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni standa að. |
04.06.2007 |
Forseti situr samráðsfund leiðtoga evrópskra smáríkja í boði Alberts II fursta af Mónakó í tengslum við Smáþjóðaleikana. Fréttatilkynning. |
12.06.2007 |
Forseti á fund með fulltrúum Microsoft á Íslandi um málefni sem rædd voru á fundi forseta með Bill Gates stjórnarformanni og stofnanda Microsoft. Sá fundur fór fram í Skotlandi fyrr á þessu ári. |
12.06.2007 |
Forseti kynnir sér hugmyndir um gerð kvikmyndar um landkönnuðinn Vilhjálm Stefánsson en vel fer á því að heimskautaferða hans sé minnst á Alþjóðlega heimskautaárinu (International Polar Year). |
12.06.2007 |
Forseti á fund með Þorsteini Gunnarssyni rektors Háskólans á Akureyri um málefni Rannsóknarþings norðursins en næsta þing þess verður haldið í Alaska 2008. |
12.06.2007 |
Forseti tekur á móti sendinefnd frá kínverska orkufyrirtækinu Sinopec en það er eitt af þremur stærstu orkufyrirtækjum í Kína og meðal stærstu fyrirtækja í heimi. Sendinefndin er í heimsókn á Íslandi til að ræða við Glitni og íslensk orkufyrirtæki en Sinopec hefur verið helsti samstarfsaðili Glitnis og íslenskra orkufyrirtækja við að reisa hitaveitu í borginni Xian Yang í Kína. Á fundinum var rætt um margvíslega möguleika sem frekara samstarf Íslendinga og Kínverja á sviði hreinnar orku gæti haft í för með sér. |
12.06.2007 |
Forseti tekur við eintaki af nýrri íðorðabók um umhverfistækni sem Einar B. Pálsson verkfræðingur og ritstjóri bókarinnar afhenti honum á Bessastöðum. Bókin hefur að geyma nýyrði og tækniorð sem orðanefnd byggðingaverkfræðinga hefur sett saman. Um er að ræða fyrsta rit sinnar tegundar sem unnið er samkvæmt nýju alþjóðlegu kerfi. |
13.06.2007 |
Forseti á fund með tíbetska Búddamunknum Lama Yeshe Losal Rinpoche og öðrum Búddamunkum og nunnum um starfsemi hreyfingarinnar, bænasetur og alþjóðlega skóla sem þau reka í þeim tilgangi að efla frið og velferð og allra manna og gagnkvæman skilning ólíkra trúarbragða. |
13.06.2007 |
Forseti á fund með Paul Johnson, fyrrverandi ræðismanni í Chicago, um hugmyndir varðandi aukin tengsl Kaliforníu við Ísland og viðskiptatækifæri sem þau kynnu að skapa. |
15.06.2007 |
Forseti er viðstaddur verðlaunahátíð Leiklistarsambands Íslands og afhendir heiðursverðlaun. Þau hlutu leikararnir Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson. Gríman var síðan veitt í ýmsum flokkum leiklistar. |
15.06.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Madagaskars, Alphonse Ralison, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Sendiherrann kynnti forseta þróunaráætlun Madagaskars og áherslur þeirra á að efla sjávarútveg, nýta aðrar auðlindir. Í ljósi reynslu sinnar gætu Íslendingar orðið að liði á ýmsum sviðum. |
15.06.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Kenía, Purity Wakiuru Muhindi, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Á fundinum var rætt um jarðhita í Kenía og öðrum löndum Austur-Afríku og möguleika á að nýta hann í krafti þeirrar tækni og reynslu sem Íslendingar hafa aflað sér. Kenía hefur nýtt jarðhita við rekstur gróðurhúsa sem framleitt hafa grænmeti til útflutnings á Evrópumarkað. |
15.06.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Eþíópíu, Ato Dina Mufti, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Á fundinum var rætt um jarðhita í Eþíópíu og öðrum löndum Austur-Afríku og möguleika á að nýta hann í krafti þeirrar tækni og reynslu sem Íslendingar hafa aflað sér. |
15.06.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Írlands Joseph Hayes sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Á fundinum var rætt um aukin samskipti landanna, sameiginlega arfleifð og menningaráhrif. |
16.06.2007 |
Forseti á fund með hópi sendiherra ríkja sem eru aðilar að Sambandi óháðra ríkja en þeir eru staddir á Íslandi í tilefni af hátíðarhöldunum 17. júní. Á fundinum var aðallega rætt um framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hvers vegna þátttaka Íslands gæti orðið til styrktar þeim umræðum og ákvörðunum sem fram fara innan Öryggisráðsins. |
16.06.2007 |
Forseti flytur ræðu á afmælisráðstefnu AFS sem haldin er í tilefni af 50 ára afmæli starfseminnar á Íslandi. Þúsundir íslenskra ungmenna hafa verið skiptinemar á vegum AFS víða um heim og mikill fjöldi erlendra ungmenna verið skiptinemar á Íslandi. Í ræðu sinni vék forseti að mikilvægi þess að veita nýjum kynslóðum tækifæri tli að kynnast heiminum og öðlast víðtæka reynslu sem náin kynni af öðrum þjóðum gætu fært fólki. Slíkt nýttist á margan hátt, bæði einstaklingum og íslenskri þjóð eins og fjölmörg dæmi um framgöngu þeirra sem á ungum aldri höfðu notið reynslunnar sem AFS veitir fólki sýna. Á fundinum var einnig fjallað um friðaráætlun AFS og mikilvægt framlag samtakanna til þess að styrkja friðarstarf víða um heim. |
16.06.2007 |
Forseti á fund á Bessastöðum með nýjum sendiherra Svartfjallalands, Miodrag Vlahovic, en hann er jafnframt fyrsti sendiherra lands síns á Íslandi. Færði sendiherrann Íslendingum þakkir fyrir að hafa viðurkennt sjálfstæði Svartfjallalands fyrr en aðrir og lýsti ríkulegum áhuga á að treysta tengslin við Ísland og læra af reynslu þjóðarinnar. Jafnframt var rætt um tækifæri smáríkja á nýrri öld og mikilvægi þess að smáríki Evrópu ykju samstarf sitt. Í því sambandi var vikið að hugsanlegri þátttöku Svartfjallalands í Smáþjóðaleikunum í Evrópu en þeir fóru nýlega fram í Mónakó. |
16.06.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Litháens, Rasa Kairiene, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um hvernig samvinna landanna hefur aukist jafnt og þétt, vaxandi þátttöku íslenskra fyrirtækja í efnahagslífi Litháens og árangurinn sem samvinna Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hefur skilað en þessi átta lönd í Norður-Evrópu geta myndað öflugan hóp. Einnig var rætt um vaxandi fíkniefnavanda í Evrópu og aukin umsvif glæpahringa og mikilvægi þess að fundnar yrðu nýjar leiðir til að stemma stigu við þessari nýju hættu. |
16.06.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Namibíu, Theresiu Samaria, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Á fundinum var rætt um þróunaraðstoð Íslendinga í Namibíu, árangurinn sem hún hefur skilað, einkum á sviði sjávarútvegs, og hvernig sú þróunarsamvinna hefur einnig fært Íslendingum mikilvæga reynslu sem nýst hefur í öðrum löndum Afríku. Rætt var um ný tækifæri í samvinnu landanna á þessu sviði og vandamál sem Namibía glímir við. |
17.06.2007 |
Forseti tekur síðdegis á móti hópi erlendra sendiherra sem eru á Íslandi i tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní |
17.06.2007 |
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní 2007 sæmdi forseti Íslands tíu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Fréttatilkynning. Mynd. |
17.06.2007 |
Forseti tekur þátt í hátíðarhöldum á Austurvelli að morgni 17. júní og leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Að athöfninni lokinni er guðþjónusta í Dómkirkjunni. |
17.06.2007 |
Forseti ræðir við þá Ævar Kjartansson og Ágúst Þór Árnason um lýðræði í þætti sem útvarpað er á Rás 1 kl. 9:03 að morgni 17. júní. Hlusta á þáttinn. |
18.06.2007 |
Forseti á fund með forystumönnum Biblíufélagsins um hugsanlega sýningu á fornminjum frá tímum Gamla testamentisins sem tengd yrði útkomu nýrrar íslenskrar þýðingar á Biblíunni. |
18.06.2007 |
Forseti á fund með stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar sem stofnað var til að stjórna uppbyggingu á svæðinu í kjölfar þess að bandaríska varnarliðið hvarf af landi brott. |
19.06.2007 |
Forseti á símafund með fulltrúum bandaríska fjárfestingafyrirtækisins Kleiner-Perkins um árangur af heimsókn þeirra til Íslands fyrr í þessum mánuði þar sem þau áttu viðræður við fjölmörg fyrirtæki og rannsóknaraðila á sviði jarðhitanýtingar en fyrirtækið er nú með í athugun möguleika á fjárfestingum í jarðhitaverkefnum í Bandaríkjunum. |
19.06.2007 |
Forseti á fund með Johann Wenzl sendiherra Þýskalands sem senn lætur af störfum sem sendiherra á Íslandi |
19.06.2007 |
Forseti á fund með sendiherra Danmerkur Lasse Reimann þar sem rætt var um ýmsa viðburði í samvinnu Íslands og Danmerkur og þar á meðal hugsanlega heimsókn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu til Íslands á næsta ári. Einnig var rætt um hvernig Íslendingar hafa minnst þess í ár að hundrað ár eru liðin frá Konungskomunni 1907. |
21.06.2007 |
Forseti er viðstaddur landsleik þar sem kvennalandslið Íslands og Serbíu í fótbolta keppa. |
21.06.2007 |
Forseti er viðstaddur setningarhátíð Alþjóðaleika ungmenna sem fram fara í Reykjavík næstu daga. Yfir 1300 þátttakendur frá 54 erlendum borgum og 9 bæjum á Íslandi taka þátt í leikunum. |
21.06.2007 |
Forseti tekur á móti hópi ungmenna frá Snorraverkefninu en þau koma frá ýmsum byggðum Vesturíslendinga í Kanada og Bandaríkjunum og eru á Íslandi til náms- og kynnisdvalar. |
22.06.2007 |
Forseti tekur á móti hópi kvenna frá ýmsum löndum Evrópu sem taka þátt í samtökunum Building Bridges, Konur í landbúnaði, en samtökin halda þing sitt á Íslandi. Forseti ræddi um mikilvægi kvenna til sveita og í hinum dreifðu byggðum og framlag þeirra til atvinnulífs og menningar; ríka hlutdeild í sögu Íslendinga. |
25.06.2007 |
Forseti á fund í Istanbul með Georgi Parvanov forseta Búlgaríu en hann tekur þátt í leiðtogafundi Svartahafsráðsins sem haldinn var í Istanbul í vikunni. Forsetarnir ræddu um árangur af auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja í Búlgaríu. Parvanov lagði mikla áherslu á að íslensk fyrirtæki ættu áfram ríka hlutdeild í efnahagslegri þróun Búlgaríu. Kynni hans af íslenskum fyrirtækjum hefðu verið afar jákvæð, en þess má geta að forsetinn opnaði ásamt forseta Íslands nýja verksmiðju Actavis í Búlgaríu fyrir fáeinum árum. |
27.06.2007 |
Forseti sækir ráðstefnu OECD um framfarir þjóða sem haldin er í Istanbul í Tyrklandi dagana 27.-30. júní og heldur þar ræðu 28.06. |
28.06.2007 |
Forseti flutti í gær ræðu á þingi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD World Forum) sem nú stendur í Istanbul í Tyrklandi. Í ræðu sinni fjallaði forseti um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og þá lærdóma sem draga megi af nýtingu Íslendinga á endurnýjanlegum orkugjöfum, ekki síst jarðhita. Hann vék einnig að fjölmörgum alþjóðlegum verkefnum í orkuvinnslu sem Íslendingar taka nú þátt í víða um heim. |
29.06.2007 |
Forseti á fund í Istanbul með Angel Gurría, framkvæmdastjóra OECD þar sem fjallað var um það hvernig reynsla Íslendinga gæti nýst í hinu víðtæka alþjóðlega samstarfi sem framkvæmdastjórinn taldi brýnt að eflt yrði á komandi árum ef takast ætti að koma í veg þær hörmungar sem loftslagsbreytingar gætu leitt til. |
29.06.2007 |
Forseti á ítarlegan fund í Istanbul með Kadir Topbas borgarstjóra Istanbul og yfirmönnum borgarinnar í félags- og heilbrigðismálum. Viðfangsefni fundarins var baráttan gegn fíkniefnum en Istanbul er í hópi fimmtán evrópskra borga sem tekið hafa saman höndum um viðamikið forvarnaverkefni sem byggt er á rannsóknum við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og reynslu Reykjavíkurborgar á þessu sviði. Forseti Íslands er verndari þessa evrópska forvarnaverkefnis sem ber heitið Ungmenni í Evrópu: Gegn fíkniefnum (ECAD). Fréttatilkynning. |
Júlí
|
02.07.2007 |
Forseti ræðir við Michael Sela sem lengi var forstöðumaður Weizmann vísindastofnunarinnar í Ísrael en um 2.500 manns starfa við hana. Rætt var um samstarf vísindamanna við Weizmannstofnunina og íslenska vísindasamfélagsins, einkum í rannsóknum á sjúkdómum, erfðafræði og upplýsingatækni. |
02.07.2007 |
Forseti á fund með Jóhanni Sigurðssyni um heildarútgáfu Íslendingasagna á Norðurlandamálum byggða á fyrri útgáfu Íslendingasagna sem gefin var út á ensku í tilefni af landafundahátíðarhöldunum árið 2000. |
02.07.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Japans hr. Hisao Yamaguchi sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Á fundinum var rætt um farsæla samvinnu landanna á undanförnum áratugum og möguleika á nýjum áherslum í framtíðinni, einkum varðandi nýtingu jarðhita. |
03.07.2007 |
Forseti tekur á móti norrænum biskupum sem halda þing sitt á Íslandi. Áður var forseti viðstaddur athöfn í Bessastaðakirkju. |
04.07.2007 |
Forseti tók á móti þátttakendum í Sumarskóla Smáríkjaseturs Háskóla Íslands og ræddi við þá um stöðu smáríkja á alþjóðavettvangi, þróun þeirra og vandamál, einkum með tilliti til þeirra áherslna sem verið hafa í stjórnmálafræði og félagsvísindum á undanförnum áratugum. Einnig var fjallað um ýmsa þætti alþjóðamála, stöðu Rússlands og Evrópusambandið. |
05.07.2007 |
Forseti tekur þátt í setningu Landsmóts UMFÍ og flytur ávarp. Landsmótið er haldið í Kópavogi og verða þátttakendur um 5000 víða af landinu. Um þessar mundir fagnar UMFÍ 100 ára afmæli hreyfingarinnar. Ávarp forseta |
05.07.2007 |
Forseti opnar sögusýningu í tilefni af 100 ára afmæli UMFÍ. Sýningin er haldin í Gerðarsafni í Kópavogi og tengist Landsmóti UMFÍ sem þar er haldið. Ávarp forseta. |
06.07.2007 |
Embætti forseta Íslands tekur í dag við nýrri og umhverfisvænni bifreið sem leysir af hólmi bifreið sem embættið hefur notað undanfarin 13 ár. Fréttatilkynning. Myndir |
07.07.2007 |
Forseti átti fund með alþjóðlegum forseta Rotaryhreyfingarinnar Wilfrid J. Wilkinson og fulltrúum úr forystusveit Rotaryhreyfingarinnar á Íslandi. Rætt var um hlutverk hreyfingarinnar á alþjóðavettvangi, verkefni hennar á Íslandi og mikilvægt framlag til velferðarmála og framfara. |
09.07.2007 |
Forseti tók á móti fjölskyldu af vestur-íslenskum ættum en þau afhentu forseta bók um Meiðastaðaætt. Þar er rakin fjölskyldutengsl þeirra sem fluttu til Vesturheims og ættmenna þeirra á Íslandi. |
10.07.2007 |
Forseti átti fund með sendinefnd frá Shaanxi héraði og Xianyang borg í Kína um hitaveitu- og jarðhitaverkefni sem unnið er að í samstarfi við Glitni og Orkuveitu Reykjavíkur. Á fundinum voru einnig fulltrúar þessara íslensku fyrirtækja. Fjallað var um frekari jarðhitaverkefni í Kína þar sem hagnýtt yrði sú reynsla sem þegar hefði fengist og önnur vænleg samvinnuverkefni. Myndir |
10.07.2007 |
Forseti átti fund með formanni Rauða krossins Ómari Kristmundssyni og Kristjáni Sturlusyni framkvæmdastjóra. Rætt var um verkefni Rauða krossins í Afríku og fyrirhugaða ferð forseta þangað til að kynnast þeim verkefnum sem styrkt hafa verið með söfnunarfé meðal almennings á Íslandi. |
10.07.2007 |
Forseti átti fund með forstjóra Actavis Róberti Wessman og ræddi um heimsókn forseta til Istanbul þar sem hann kynnti sér starf Actavis í Tyrklandi en þar átti forseti fund með borgarstjóra Istnabul um Evrópska forvarnarverkefnið (ECAD) sem Actavis styrkir. Á fundinum var rætt um forvarnardaginn sem haldinn verður á Íslandi síðar á þessu ári og viðfangsefni fyrirtækisins víða um heim. |
11.07.2007 |
Forseti átti fund með Magnúsi B. Jóhannessyni og Tal C. Finney stjórnendum fyrirtækisins Iceland America Energy sem nú kemur að þremur verkefnum í nýtingu jarðhita í Kaliforníu, bæði hitaveitu og rafmangsframleiðslu. Rætt var um frekari tækifæri Íslendinga á þessu sviði og um fundi sem forseti átti nýlega með þingmönnum og öðrum áhrifamönnum í Washington, einnig við vísindamenn við MIT og Harvard. |
11.07.2007 |
Forseti á fund með Guttorm Vik sendiherra Noregs sem senn lætur af störfum sem sendiherra á Íslandi. |
15.07.2007 |
Forseti er viðstaddur hátíðarguðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá vígslu kirkjunnar. Að lokinni guðsþjónustu bauð sóknarnefndin til kaffisamsætis. |
16.07.2007 |
Forseti á fund með Gissuri Guðmundssyni, fv. formanni Klúbbs matreiðslumanna, um þátttöku í Heimssambandi matreiðslumanna og þann ávinning sem Íslendingar gætu haft af aukinni hlutdeild í forystu sambandsins. |
18.07.2007 |
Forseti á símafund með James Wolfensohn fv. bankastjóra Alþjóðabankans um væntanlega heimsókn hans til Íslands til að kynna sér nýtingu jarðhita og orkumál. Wolfensohn hefur nýlega stofnað stóran fjárfestingasjóð sem ætlað er að taka þátt í verkefnum í nýtingu hreinnar orku. |
23.07.2007 |
Forseti á fund með fulltrúum stjórnvalda í Qingdao héraði í Kína og stjórnendum hafnarinnar í Qingdao um samvinnu Eimskips og annarra íslenskra fyrirtækja við Qingdao en forseti heimsótti héraðið í opinberri heimsókn sinni til Kína. Að loknum fundinum var undirritaður samningur milli Eimskips og hafnarinnar í Qingdao um nýja kæli- og frystigeymslu sem Eimskip reisir í Qingdao og verður hún sú stærsta í Kína. Höfnin í Qingdao er ein af 10 stærstu flutningahöfnum í heimi. |
26.07.2007 |
Forseti er viðstaddur afhjúpun á minnisvarða um Ólaf Þ. Þórðarson alþingismann. Athöfnin fór fram á Stað í Súgandafirði og að henni lokinni var boðið til kaffisamsætis í verkalýðshúsinu á Suðureyri. |
27.07.2007 |
Forseti á fund með sendinefnd frá orkuráðuneyti Bandaríkjanna undir forystu Alexanders Karsners sem heimsækir Ísland til að kynna sér nýtingu jarðhita, tækni og áhuga Íslendinga á fjárfestingum á því sviði í öðrum löndum. Að loknum fundinum býður forseti sendinefndinni til kvöldverðar ásamt fulltrúum fjölmargra íslenskra stofnana og fyrirtækja á þessu sviði. |
28.07.2007 |
Forseti heimsótti háskólasvæði Keilis sem nú er í þróun á Keflavíkurflugvelli og sat kynningarfund og viðræðufund ásamt Alexander Karsner aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna og sendinefnd hans og Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra. |
29.07.2007 |
Forseti á viðræður við James Wolfensohn fyrrum bankastjóra Alþjóðabankans sem heimsækir Ísland ásamt samstarfsmönnum sínum. Wolfensohn stýrir nú öflugum fjárfestingarsjóði á sviði hreinnar orku og er ráðgjafi erlendra fjármálastofnana á því sviði. Í heimsókn sinni kynnir hann sér starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja og ræðir við fulltrúa fjárfestingarfyrirtækja sem áhuga hafa á orkuverkefnum í öðrum löndum. Í tengslum við viðræðurnar bauð forseti Wolfensohn og samstarfsmönnum til kvöldverðar á Bessastöðum. |
30.07.2007 |
Forseti er viðstaddur kynningu á nýtingu hreinnar orku í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. Kynningin var ætluð James Wolfensohn fyrrum bankastjóra Alþjóðabankans og samstarfsmönnum hans sem eru hér á landi til að kynna sér möguleika á samvinnu íslenskra fyrirtækja við alþjóðlegar fjármálastofnanir, einkum með tilliti til nýtingar á hreinni orku í þróunarlöndum. |
31.07.2007 |
Forseti tekur á móti hópi Vestur-Íslendinga sem flestir eru afkomendur íslensku landnemanna sem settust að í Utah, aðallega í Spanish Fork. |
Ágúst
|
03.08.2007 |
Forseti sendir kveðju á samkomu Vestur-Íslendinga í Norður-Dakota en þar verður afhjúpað minnismerki um Þingvallakirkjuna sem íslensku landnemarnir reistu. Kirkjan brann fyrir nokkrum árum en hún var í rúma öld ein af höfuðkirkjum íslenska samfélagsins í Norður-Dakota. |
04.08.2007 |
Forsetahjónin heimsækja íslensku þátttakendurna í heimsmóti skáta sem haldið er í Hyland Park í Essex héraði í Bretlandi. Rúmlega 400 íslenskir skátar taka þátt í heimsmótinu og er það fjölmennasti hópur Íslendinga sem tekið hefur þátt í alþjóðlegu unglingamóti. |
08.08.2007 |
Forseti á fund með Sigurði Einarssyni stjórnarformanni Kaupþings um starfsemi bankans og þróun bankastarfsemi á alþjóðavettvangi, lærdóma sem draga má af reynslu Íslendinga og tækifærin sem bíða á komandi árum. |
09.08.2007 |
Forseti á fund með Amit Khanna stjórnarformanni Reliance Entertainment en fyrirtækið er hluti af Reliance keðjunni sem er eitt stærsta fyrirtæki Indlands. Hann situr jafnframt í ráðgjafanefnd indverskra stjórnvalda um þróun fjölmiðlunar og skemmtanaiðnaðar og er forseti samstarfsráðs indverskra kvikmyndaframleiðenda. Á fundinum var einkum rætt um möguleika indverskra kvikmyndafyrirtækja til að gera myndir að hluta eða öllu leyti á Íslandi og nýta sér náttúru landsins, hæfileikaríkt íslenskt kvikmyndagerðarfólk og hagstæð rekstrarskilyrði. |
10.08.2007 |
Forseti á fund með fulltrúum kínverska símafyrirtækisins Huawei sem vinna nú náið með íslenskum fyrirtækjum að þróun farsímakerfis á Íslandi. Huawei hefur einnig opnað sérstaka skrifstofu á Íslandi og leggur íslenskum símafyrirtækjum til sérfræðinga og tæknimenn. Samningur um samvinnu Huawei og íslenskra aðila var undirritaður í opinberri heimsókn forseta til Kína fyrir tveimur árum að viðstöddum Hu Jintao forseta Kína. Á fundinum voru einnig fulltrúar Vodafone sem gerðu grein fyrir þeim ávinningi sem fyrirtækið hefur af samvinnu við Huawei. |
13.08.2007 |
Forseti sæmir dr. Anders Grubb prófessor við háskólann í Lundi í Svíþjóð riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknir á arfgengri heilablæðingu. |
16.08.2007 |
Forseti á fund með Scott Greenlee heimsforseta Junior Chambers og forystusveit hreyfingarinnar á Íslandi. Rætt var um vöxt hreyfingarinnar víða um heim, aukna áherslu á ungt fólk í háskólum og þá lærdóma sem draga má af starfsemi hreyfingarinnar á Íslandi. |
16.08.2007 |
Forseti á fund með alþjóðaforseta Lions Mahendra Amarasuriya og forystusveit íslensku Lionshreyfingarinnar um starfsemi hreyfingarinnar á alþjóðavettvangi, baráttuna gegn blindu og augnsjúkdómum og þann mikla árangur sem íslenska Lionshreyfingin hefur náð í fjársöfnun í þágu baráttunnar gegn blindu í heiminum. Einnig var rætt um önnur viðfangsefni Lionshreyfingarinnar og hvernig hægt er að auka þátttöku yngra fólks í starfsemi hennar. Alþjóðaforsetinn er frá Sri Lanka og hafði einnig áhuga á hvernig land hans getur lært af reynslu Íslendinga í sjávarútvegi. |
16.08.2007 |
Forseti á fund með Dinesh Parekh formanni viðskiptaráðs Mumbai á Indlandi um möguleika á auknum viðskiptum milli Íslands og Indlands en Parekh er einnig formaður samstarfsráðs smárra og meðalstórra fyrirtækja á Indlandi. |
16.08.2007 |
Forseti sendir afmæliskveðju til Frjálsíþróttasambands Íslands sem nú fangar 60 ára afmæli. Kveðjan er birt í Frjálsíþróttablaðinu sem fylgir Morgunblaðinu í dag. |
21.08.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Þýskalands á Íslandi, dr. Karl-Ulrich Müller sem afhenti trúnaðarabréf á Bessastöðum. Rætt var um víðtæk áhrif Þjóðverja á íslenska menningu, vísindi og efnahagslíf og hvernig íslensk fyrirtæki eru að hasla sér völl í Þýskalandi á æ fleiri sviðum. Einnig var fjallað um þróun mála á norðurslóðum og þátt Þýskalands í glímunni við loftslagsbreytingar og ákvarðanir um nýtingu orkulinda sem þar er að finna og þau áhrif sem norðursiglingaleiðin getur haft á heimsviðskiptin. Mynd |
21.08.2007 |
Forseti á fund með Þórarni Tyrfingssyni formanni SÁÁ um starfsemi samtakanna og ráðstefnu og hátíðarhöld sem fram fara í haust í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá stofnun SÁÁ. Einnig var rætt um áhuga erlendra vísindamanna og sérfræðinga í heilbrigðismálum á reynslu Íslendinga í meðferðarmálum og þann árangur sem hér hefur náðst. |
21.08.2007 |
Forseti á fund með sendiherra Frakklands frú Nicole Michelangeli sem senn lætur af störfum á Íslandi. Á fundinum var rætt um frekari samvinnu landanna á komandi árum, árangur af frönskum dögum á Íslandi og víðtækri kynningu á Íslandi í Frakklandi sem og samvinnu landanna í Evrópu og á alþjóðavettvangi. |
22.08.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Kína á Íslandi, hr. Zhang Keyuan sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um þann mikla árangur sem náðst hefur í samskiptum landanna á undanförnum árum, margvísleg verkefni sem voru staðfest með samningum í opinberri heimsókn forseta til Kína og þær viðræður sem fram hafa farið um aukna hlutdeild Íslands í nýtingu jarðvarma í Kína. Þá var rætt um væntanlega heimsókn forseta Íslands til Kína í október þegar hann sækir heimsleika Special Olympics í Sjanghai og fundi sem forseti mun eiga með ýmsum kínverskum áhrifamönnum í þeirri ferð. Mynd |
22.08.2007 |
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn, Barbara Boxer, formaður umhverfisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, situr í dag kynningarfund á Bessastöðum um loftslagsbreytingar og orkumál. Íslenskir vísindamenn og sérfræðingar munu flytja stutt erindi. Koma Barböru Boxer til Íslands er í framhaldi af fundi sem forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti með henni í Washington í apríl síðastliðnum en Barbara Boxer er meðal áhrifaríkari þingmanna í Bandaríkjunum og hefur setið mjög lengi á þingi. Mynd |
31.08.2007 |
Forseti tekur á móti hópi íslenskra og indverskra vísindamanna sem vinna að því að koma upp viðvörunarkerfi vegna jarðskjálfta á Indlandi en kerfið er byggt á íslenskum rannsóknum og hugviti. Grundvöllur að þessu samstarfi var lagður í opinberri heimsókn forseta Indlands til Íslands árið 2005. |
31.08.2007 |
Forseti setur ráðstefnu sem haldin er til heiðurs Prófessor Edmund Phelps sem í fyrra hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði. Á ráðstefnunni voru flutt erindi sem tengjast áherslum í rannsóknum Phelps, m.a. um mikilvægi menntunar fyrir hagvöxt og um áhrif athafnamanna og frumkvæðis á framfarir í efnahagslífinu. Ávarp forseta. |
31.08.2007 |
Forseti á fund með sendiherra Kóreu á Íslandi, hr. Young-seok Kim sem senn lætur af störfum. Fjallað var um aukin tengsl Íslands við Asíu og möguleika á að styrkja enn frekar samvinnu Íslands og Kóreu. |
31.08.2007 |
Forseti á fund með Dita og Lucien Bronicki, stjórnendum Ormat sem er eitt helsta fyrirtæki á sviði jarðhita í veröldinni. Þau eru í nokkurra daga heimsókn á Íslandi og eiga fundi með íslenskum fyrirtækjum á sviði orkunýtingar og fjárfestinga. |
September
|
01.09.2007 |
Forseti á fund með Phil Metcalfe fulltrúa Novator um möguleika í nýtingu hreinnar orku og reynslu Íslands á því sviði. |
03.09.2007 |
Forseti tekur á móti hópi ungra tónskálda sem taka þátt í norrænni tónlistarhátíð, Ung Nordisk Musik sem fram fer á Íslandi. |
03.09.2007 |
Forseti á fund með Romain R. Zannou presti frá Benín um átök og ófrið á ýmsum svæðum í Afríku og hvernig hægt er að stuðla að friði í álfunni. Mynd |
03.09.2007 |
Forseti á fund með Olav Kjörven aðstoðarforstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP, um framlag Íslands til þróunarríkja víða um heim og hvað Ísland hefði fram að færa. Fulltrúar UNDP taka þátt í alþjóðlegri landgræðsluráðstefnu sem fram fer á Selfossi og var rætt um hugmyndir sem komið hafa fram í tengslum við ráðstefnuna. |
03.09.2007 |
Forseti tekur þátt í vísitasíu sr. Gunnars Kristjánssonar prófasts sem hófst með fundi í Bessastaðakirkju og var síðan fram haldið í Bessastaðastofu. |
04.09.2007 |
Forseti flytur ræðu á hátíðarfundi alþjóðlegrar ráðstefnu um landgræðslu og loftslagsbreytingar. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 100 ára afmæli Landgræðslu ríkisins. Ræða forseta |
05.09.2007 |
Forseti flutti opnunarræðu á ráðstefnu um jarðhita og orkunýtingu sem haldin er í New York. |
06.09.2007 |
Forseti flutti fyrirlestur í boði alþjóðlegu friðarstofnunarinnar, International Peace Academy í New York. Efnisþættir fyrirlestrarins. |
08.09.2007 |
Forseti opnar yfirlitssýningu á verkum Eggerts Péturssonar listmálara í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Ávarp. |
08.09.2007 |
Forseti opnar sýningu í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu rithöfundarins Jóns Sveinssonar Nonna. Sýningin er skipulögð af Zontaklúbbnum á Akureyri og Landsbókasafninu. Ávarp. |
08.09.2007 |
Forseti á fund með sjávarútvegsráðherra Líberíu dr. J. Christopher Toe og fiskimálastjóra landsins Yevewuo Subah sem verið hafa í kynnisferð á Íslandi. Mynd |
09.09.2007 |
Forseti sækir tónleika Kristjáns Jóhannssonar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem haldnir eru á Akureyri. Tónleikarnir bera heitið „Fyrir mömmu“, en auk Kristjáns syngja Sofia Mitropoulos og Corrado Cappitta en stjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson. |
10.09.2007 |
Forseti situr kvöldverð í boði borgarstjórnar Leeds. |
11.09.2007 |
Fálkaorðan veitt fyrir íslensk fræði í Leeds. Sjá fréttatilkynningu. Forseti situr fund með fulltrúum viðskiptalífsins í Leeds, heimsækir Háskólann í Leeds og opnar nýja, umhverfisvæna skrifstofubyggingu í eigu Innovate, dótturfélags Eimskips. |
12.09.2007 |
Forseti er viðstaddur afhjúpun minnisvarða um flugliða Bandamanna sem gegndu miklu hlutverki í vörnum Íslands og baráttu um siglingaleiðir yfir Atlantshaf og norður til Rússlands í síðari heimsstyrjöldinni. Minnisvarðinn sem er í Fossvogskirkjugarði var afhjúpaður af hertoganum af Kent og höfðu Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og Flugmálafélag Íslands forystu um gerð hans. Við athöfnina flutti forseti ávarp. |
13.09.2007 |
Nýr sendiherra Noregs á Íslandi, frú Margit F. Tveiten afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Á fundi hennar og forseta var rætt um ný samvinnuverkefni Íslands og Noregs, m.a. varðandi norðurslóðir, öryggismál og loftslagsbreytingar; einnig um aukin umsvif íslenskra fyrirtækja í Noregi. Mynd |
13.09.2007 |
Forseti á fund með orkumálaráðherra Indónesíu, hr. Purnomo Yusgiantoro, sem heimsækir Ísland ásamt fjölmennri sendinefnd embættismanna og sérfræðinga. Rætt var um margvísleg tækifæri í samvinnu á sviði orkumála og hvernig íslensk tækni og reynsla geta nýst í Indónesíu. |
13.09.2007 |
Forseti á fund með forystumönnum Landgræðslu ríkisins um niðurstöður alþjóðlegrar landgræðsluráðstefnu sem nýlega var haldin á Selfossi og margvísleg verkefni sem byggjast á niðurstöðum ráðstefnunnar og tengslum við alþjólega fræðimenn og forystumenn sem sóttu hana, m.a. hvernig landgræðsluverkefni víða um heim geta nýst í baráttunni við loftslagsbreytingar. |
14.09.2007 |
Forseti tekur á móti rithöfundum og þátttakendum á Bókmenntahátíð sem fram fer í Reykjavík. |
14.09.2007 |
Forseti flytur ávarp í upphafi ráðstefnunnar „Uppspretta auðæfa í smáríkjum“ en hún er haldin á vegum Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni er fluttur fjöldi erinda um þróun smáríkja, efnahagslíf þeirra, árangur í viðskiptum og sköpunarkraft. |
15.09.2007 |
Forseti tók þátt í afmælishátíð Framhaldsskólans á Húsavík. Skólinn var stofnaður fyrir 20 árum. Forseti flutti ávarp í sérstakri hátíðardagskrá og fjallaði m.a. um tækifæri skólans í ljósi nýrrar áherslu á samspil menntunar og umhverfis og aukins mikilvægis norðurslóða. Slíkt skapaði norðlægum byggðum og menntasetrum fjölda nýrra tækifæra. |
15.09.2007 |
Forseti sæmdi í dag Jóannes Eidesgaard, lögmann Færeyja, stórriddarakrossi með stjörnu fyrir framlag hans til að styrkja samvinnu Íslendinga og Færeyinga. Veiting fálkaorðunnar fór fram við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Mynd |
17.09.2007 |
Forseti Íslands sæmdi dr. Jack Ives riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknir á náttúru landsins og samvinnu við íslenska fræðimenn. Dr. Jack Ives hefur í hálfa öld stundað víðtækar rannsóknir á Íslandi. Þar ber hæst framlag hans til Skaftafellsþjóðgarðsins, rannsókna í Öræfum og á íslenskum jöklum. Mynd |
17.09.2007 |
Forseti er viðstaddur vígslu á fyrstu lífetanóldælu hérlendis í eldsneytisstöð Olís við Álfheima. Um er að ræða fyrsta skrefið í mikilvægri breytingu sem stuðlað getur að því að bifreiðanotkun Íslendinga verði háð olíu og bensíni. |
17.09.2007 |
Forseti flytur ávarp í upphafi alþjóðlegrar ráðstefnu um umhverfisvæna umferð „Driving Sustainability: Fueling the Future of Transport“. Á ráðstefnunni er fjallað um hvernig lífrænir orkugjafar, rafmagn og önnur tegund umhverfisvænnar orku getur komið í stað olíu og bensíns sem eldsneyti á bifreiðar og önnur ökutæki. Slíkar breytingar eru lykilatriði í baráttunni gegn lofslagsbreytingum. Einnig er fjallað um hvernig Ísland getur orðið öðrum til fyrirmyndar í þessum efnum. |
19.09.2007 |
Opinber heimsókn í Rúmeníu, fyrsti dagur. Samvinna í orkumálum og í baráttunni gegn fíkniefnum. Fréttatilkynning. Myndir |
20.09.2007 |
Forseti ávarpar símleiðis blaðamannafund sem haldinn var af Íþróttasambandi fatlaðra til að kynna þátttöku Íslendinga í Heimsleikum Special Olympics sem fram fara í Sjanghai í október. Einnig var kynntur stuðningur þriggja íslenskra fyrirtækja við þátttöku íþróttafólksins í Special Olympics. |
20.09.2007 |
Annar dagur opinberrar heimsóknar forseta til Rúmeníu. Forseti átti fund með Calin Popescu-Tariceanu forsætisráðherra Rúmeníu. Á fundinum hvatti forsætisráðherrann íslensk fyrirtæki til að taka virkan þátt í efnahagsuppbyggingunni í Rúmeníu og fagnaði áhuga íslenskra orkufyrirtækja og fjárfestingaraðila á að nýta hreinar orkulindir í landinu. Fréttatilkynning. Myndir |
23.09.2007 |
Forseti tekur við verðlaunum fyrir forystu á alþjóðavettvangi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir að stuðla að nýrri sýn á nýtingu hreinnar orku víða um heim. Fréttatilkynning. Myndir |
25.09.2007 |
Forseti flytur fyrirlestur um orkumál við Harvard háskóla. Fréttatilkynning. Myndir |
26.09.2007 |
Forseti flytur í boði orkunefndar Öldungadeildar Bandaríkjaþings vitnisburð um reynslu Íslendinga af nýtingu jarðhita og tækifæri á því sviði í framtíðarorkubúskap Bandaríkjanna. Fréttatilkynning. Skriflegur vitnisburður forseta. |
28.09.2007 |
Forseti var meðal frummælenda í umræðum um loftslagsbreytingar og orkumál á heimsþingi Bills Clintons fyrrum Bandaríkjaforseta, Clinton Global Initiative. Heimsþingið fer fram þessa dagana í New York og það sækja þjóðarleiðtogar víða að úr veröldinni, forystumenn alþjóðastofnana, vísindamenn, sérfræðingar, áhrifafólk í baráttusamtökum og fulltrúar fjölmiðla. Fréttatilkynning. Mynd. |
29.09.2007 |
Forseti tekur á móti sendinefnd frá Wuhan héraði í Kína en hún er stödd á Íslandi í tilefni af menningarhátíð Íslands og Kína sem fram fer í Kópavogi. Forseti opnaði fyrr í dag sýningu í Gerðarsafni á fornminjum og listmunum frá Wuhan. |
29.09.2007 |
Forseti á fund með dr. Kgosi Letlape formanni Læknafélags Suður-Afríku um heilbrigðismál í álfunni og alþjóðlega samvinnu á því sviði. |
29.09.2007 |
Forseti opnar sýningu í Gerðarsafni á fornminjum og listmunum frá Wuhan héraði í Kína, en sýningin er liður í kínverskri menningarhátíð sem fram fer í Kópavogi. Ávarp. |
29.09.2007 |
Forseti er viðstaddur undirritun samnings milli Háskóla Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur, Columbia háskólans í Bandaríkjunum og Háskólans í Toulouse í Frakklandi. Samningurinn var undirritaður í hinu nýja stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar. |
29.09.2007 |
Forseti á fundi með biskupi katóskra Jóhannesi Gijsen sem lætur af störfum á Íslandi. Rætt var um hina miklu fjölgun í katólska söfnuðinum og einkenni trúarlífs á Íslandi sem og þá lærdóma sem biskupinn dregur af dvöl sinni hér. |
30.09.2007 |
Forseti tekur á móti þátttakendum í Alþjóðlegri kvikmyndahátíð sem fram fer í Reykjavík og afhendir heiðursverðlaun hátíðarinnar en þau hlýtur Aki Kaurismäki. |
30.09.2007 |
Forseti flytur ávarp og afhendir verðlaun á hátíðarsamkomu Nýsköpunarverðlauna grunnskólanema. |
30.09.2007 |
Forseti flytur ávarp á fjölskylduhátíð sem haldin er í Kópavogi í tilefni af Alþjóðlega hjartadeginum. |
Október
|
01.10.2007 |
Forseti heldur til Kína þar sem hann mun eiga fund með forseta Kína og sækja Heimsleika Special Olympics. Fréttatilkynning. |
01.10.2007 |
Forseti setur Alþingi við hátíðlega athöfn að lokinni guðþjónustu í Dómkirkjunni. Þingsetningarræða forseta. |
01.10.2007 |
Forseti á fund með Lassie Heininen stjórnarformanni NRF og Þorsteini Gunnarssyni rektors Háskólans á Akureyri um framtíðarverkefni rannsóknarþingsins og væntanlegt þing þess sem haldið verður í Alaska á næsta ári. |
01.10.2007 |
Forseti setur ráðstefnu SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Ráðstefna er haldin í tilefni af 30 ára afmæli SÁÁ og er sérstaklega ætluð fagaðilum og eru ýmsir erlendir sérfræðingar meðal þátttakenda. |
02.10.2007 |
Forseti á fund með Hu Jintao, forseta Kína, í Shanghai. Fréttatilkynning. |
04.10.2007 |
Forseti og forsetafrú fylgjast með keppni íslenskra þátttakenda á Special Olympics í Shanghai og heimsækja keppnisstaði. Fréttatilkynning. |
07.10.2007 |
Forseti tekur þátt í ýmsum atburðum með íslenskum fyrirtækjum í Kína og samstarfsaðilum þeirra. Fréttatilkynning. |
08.10.2007 |
Forseti heimsækir Xian Yang borg í Kína og skoðar hitaveitu þar. Fréttatilkynning. |
11.10.2007 |
Forseti heimsækir Hong Kong borg og kynnir sér starfsemi íslenskra fyrirtækja þar. Fréttatilkynning. |
13.10.2007 |
Forseti á fund með borgarstjóra Los Angeles, Anthony Villaraigosa, þar sem rætt var um ýmis verkefni sem aukið geta hlutfall hreinnar orku í orkubúskap Los Angeles og Kaliforníuríkis. |
13.10.2007 |
Forseti flytur ávarp við opnun höfuðstöðva Iceland America Energy í Los Angeles í Bandaríkjunum. |
13.10.2007 |
Forseti sendir dr. Pachauri heillaóskir í tilefni af því að IPCC hlaut friðarverðlaun Nóbels |
13.10.2007 |
Forseti sendir Al Gore heillaóskir í tilefni af því að hann hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir framlag sitt til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. |
15.10.2007 |
Forseti flytur setningarræðu á orkumálaþingi, Arctic Energy Summit, í Anchorage í Alaska og á fundi með ríkisstjóra Alaska og fleiri forystumönnum þess. |
16.10.2007 |
Forseti á fundi með forystumönnum Alaska á sviði jarðhita- og orkumála, ásamt íslenskri sendinefnd. |
17.10.2007 |
Forseti tekur við viðurkenningu fyrir forystu um samstarf og sjálfbæra þróun á Norðurslóðum í Anchorage í Alaska. |
19.10.2007 |
Forseti tekur þátt í kynningarviku Rauða krossins, heimsækir samtökin á Suðurnesjum og opnar nytjamarkað í húsnæði Suðurnesjadeildar Rauða krossins. Markaðurinn hefur fengið nafnið Kompan og rennur hagnaðurinn til mannúðarmála. Að því loknu heimsækir forseti Rauða krossinn í Grindavík og fer ásamt sjálfboðaliðum í verslunarmiðstöðina Nettó og aðstoðar þá við öflun nýrra sjálfboðaliða. |
19.10.2007 |
Forseti flytur ávarp á ráðstefnu fulltrúa fimmtán evrópskra borga sem taka þátt í forvarnarverkefninu "Youth in Europe". Forseti er verndari verkefnisins. |
19.10.2007 |
Forseti tekur við fyrsta eintakinu af nýrri þýðingu Biblíunnar við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni. |
20.10.2007 |
Forseti heimsækir Konukot sem er athvarf á vegum Rauða krossins fyrir heimilislausar konur. Þar á eftir heimsækir forseti Dvöl sem er athvarf Kópavogsdeildar Rauða krossins fyrir geðfatlaða. Á báðum stöðum hitti forseti skjólstæðinga og sjálfboðaliða en að heimsóknunum loknum var forseti í upplýsingabás Rauða krossins þar sem aflað var nýrra sjálfboðaliða og félagsmanna. |
20.10.2007 |
Forseti er viðstaddur og flytur ávarp við þingsetningu UMFÍ en hún fór fram í Almannagjá á Þingvöllum. Öld er liðin síðan ungmennahreyfingin var stofnuð á Þingvöllum og hefur þess verið minnst á margvíslegan hátt. |
22.10.2007 |
Forseti á fund með Stefaníu Khalifeh ræðismanni Íslands í Jórdaníu um samvinnu landanna og ýmis verkefni á því sviði. |
23.10.2007 |
Forseti á fund með sendiherra Marokkós Yahdih Bouchaab og fulltrúa stjórnvalda um væntanlega heimssýningu í Marokkó og áætlanir um komu viðskiptasendinefndar frá Marokkó og áhrifamanna í orkumálum og sjávarútvegsmálum til Íslands á næstu mánuðum en mikill áhugi er á því í Marokkó að auka samskipti landanna. Fluttu fulltrúarnir forseta sérstaka kveðju frá konungi Marokkó Mohammed VI. |
23.10.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Belgíu á Íslandi, hr. Christian Monnoyer, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Á fundinum var rætt um þróun Evrópusamstarfsins á næstu árum og samvinnu þjóða við Atlantshaf. Breytingar innan Evrópu og á varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna ykju nauðsyn á nánari samræðum fulltrúa stjórnvalda á Íslandi í Belgíu. Mynd |
23.10.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Póllands á Íslandi, hr. Vojcieck Kolanczyk, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Á fundinum var rætt um hið fjölmenna samfélag Pólverja á Íslandi og framlag þess til atvinnulífs og menningar. Einnig um nauðsyn á aukinni samvinnu landanna í norðanverðri Evrópu og áhuga Pólverja á að styrkja tengsl við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. Mynd |
23.10.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Kúbu á Íslandi, Ernesto Melédez, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Á fundi þeirra var rætt um aukinn áhuga Íslendinga á ferðum til Kúbu og áhuga Kúbverja á menntun og fræðslu á sviði sjávarútvegs. Mynd |
23.10.2007 |
Sjónvarpsmenn frá Bandaríkjunum sem hér eru staddir í tengslum við Iceland Airwaves taka viðtal við forseta um tónlistarlíf og menningu ungs fólks á Íslandi. Sjónvarpsdagskráin ber heitið International Music Feed (imf.com). |
23.10.2007 |
Forseti á fund með forsvarsmönnum hins alþjóðlega orkuskóla sem stofnaður var á Akureyri fyrr á þessu ári (School for Renewable Energy Science, res.is) og Masami Nakagawa frá námuskólanum í Colorado í Bandaríkjunum. Rætt var um samstarf á sviði menntunar og rannsókna þar sem framfarir í nýtingu á hreinni orku og baráttan gegn loftslagsbreytingum yrði lögð til grundvallar. |
24.10.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Filippseyja á Íslandi, frú Victoriu S. Batacaln, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Á fundinum var vikið að þátttöku forseta Filippseyja og forseta Íslands í heimsleikum Special Olympics sem nýlega voru haldnir í Shanghai í Kína og mikilvægi leikanna fyrir hagsmunabaráttu seinfærra og þroskaheftra. Einnig var vikið að samvinnu landanna á sviði jarðhitanýtingar og heimsókn iðnaðarráðherra Íslands til Filippseyja um þessar mundir. Lýsti sendiherrann miklum áhuga á að styrkja það samstarf. Forseti ræddi einnig um framlag filippeyska samfélagsins á Íslandi til aukins fjölbreytileika íslenskrar menningar og þjóðlífs. Mynd |
24.10.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Afganistans á Íslandi, hr. Jawed Ludin, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Á fundinum var rætt um framlag Íslendinga til friðargæslu í Afganistan og þróun mála í landinu. Mynd |
24.10.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Djíbútís á Íslandi, hr. Rachad Farah, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum en hann er fyrsti sendiherra landsins á Íslandi. Rætt var um árangurinn af heimsókn forseta Djíbútís Ismail Omar Guelleh til Íslands í febrúarmánuði og samvinnuverkefnið á sviði jarðhitanýtingar sem Orkuveita Reykjavíkur hefur ýtt úr vör í Djíbútí. Miklar vonir eru bundnar við það verkefni en á grundvelli þess gæti Djíbútí orðið fyrsta Afríkulandið sem byggir orkubúskap sinn fyrst og fremst á hreinni orku. Slíkt væri mikilvægt fordæmi í efnahagsþróun álfunnar. Mynd |
24.10.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Úganda á Íslandi, hr. Joseph Tommusange, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Á fundinum var rætt um samvinnu landanna á sviði jarðhita, sjávarútvegs og landgræðslu. Úganda hefur eins og fleiri lönd í Austur-Afríku miklar jarðhitaauðlindir og forseti landsins telur mikilvægt að kanna samvinnu við Íslendinga á því sviði. Einnig þakkaði sendiherrann samvinnu við Íslendinga í sjávarútvegi og á öðrum sviðum og taldi mikilvægt að kanna hvernig reynsla Íslendinga af landgræðslu og baráttu við landeyðingu gæti nýst Úgandabúum. Mynd |
25.10.2007 |
Forseti leggur hornstein að nýrri byggingu í Bláa lóninu og flytur ávarp. Forsetafrú afhjúpar listaverk. Myndir |
25.10.2007 |
Forseti ræðir við fréttakonuna Libby Casey frá útvarpinu í Fairbanks í Alaska um nýlega ferð forseta til Alaska, framtíð orkumála, reynslu Íslendinga og tækifæri í Alaska. |
26.10.2007 |
Forseti tekur á móti hópi háskólastúdenta sem taka þátt í IceMUN en það felst í því að stúdentar sviðsetja fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem þeir eru málsvarar ólíkra landa. Í ár er einkum fjallað um umhverfismál á norðurslóðum, loftslagsbreytingar og framhald Kyotosamningsins. |
26.10.2007 |
Forvarnardagurinn verður haldinn í annað sinn 21. nóvember næstkomandi og af því tilefni boðaði forseti aðstandendur dagsins til samráðsfundar á Bessastöðum. Forvarnardagurinn sem fyrst var haldinn í fyrra var að frumkvæði forseta og með þátttöku Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, UMFÍ, Skátahreyfingarinnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og rannsóknaraðila í samfélagsvísindum. Á deginum var lögð áhersla á þrjú heilræði sem rannsóknir sýna að duga best í forvarnarbaráttu. Undirbúningur að forvarnardeginum í ár er kominn vel á veg og gerðu starfsmenn dagsins sérstaka grein fyrir helstu áhersluatriðum. Forvarnardagurinn er styrktur af Actavis. |
27.10.2007 |
Forseti er heiðursgestur á hátíðarkvöldverði Krabbameinsfélagsins en kvöldverðurinn er liður í fjáröflunarstarfsemi þess. |
27.10.2007 |
Forseti sæmir 27 skáta forsetamerki Bandalags íslenskra skáta en það er viðurkenning fyrir sérstakan árangur og þjálfun í skátastarfi. Athöfnin fór fram í Bessastaðakirkju og flutti forseti ávarp. Að því loknu var skátum og fjölskyldum þeirra og forystumönnum skátahreyfingarinnar boðið í Bessastaðastofu. Í ár eru 100 ár liðin frá stofnun skátahreyfingarinnar og hefur þess verið minnst á margvíslegan hátt. Myndir |
28.10.2007 |
Forseti er viðstaddur opnun alþjóðlegrar íþróttaráðstefnu sem haldin er í Reykjavík og flytur setningarræðu. Þátttakendur í ráðstefnunni eru sérfræðingar í íþróttum, forystumenn íþróttasamtaka og íþróttafréttamenn víða að úr veröldinni og er þar sérstaklega fjallað um bætta starfshætti í skipulegri íþróttastarfsemi, baráttu gegn spillingu og eiturlyfjanotkun. Ráðstefnan sem ber heitið Play the Game er skipulögð í samvinnu við UMFÍ og sækja hana rúmlega 200 þátttakendur. |
29.10.2007 |
Forseti heimsækir elliheimilið Grund í tilefni af afmælisári, tekur þátt í hátíðarsamkomu, heilsar upp á heimilisfólk og starfsmenn og skoðar húsakynni. |
30.10.2007 |
Forseti flytur ávarp á ráðstefnu um framtíð öldrunarmála en hún er haldin í tilefni af afmælum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. Á ráðstefnunni sem ber heitið „Horft til framtíðar“ er fjallað um breytingar og áherslur sem þurfa að einkenna skipulag þjónustu við aldraða á komandi árum. |
31.10.2007 |
Forseti heimsækir Háskólann í Reykjavík og ræðir við nemendur í meistaranámi í alþjóðaviðskiptum og nemendur í námi um orkumál og umhverfi, flytur inngangserindi og svarar fyrirspurnum. Þá á forseti fund með forsvarsmönnum háskólans og hlýðir á kynningu rektors, forseta tækni- og verkfræðideildar, forseta tölvunarfræðideildar, forseta kennslufræði- og lýðheilsudeildar og framkvæmdastjóra mannauðs og gæða á starfsemi háskólans og framtíðaráformum. Að því loknu fóru fram viðræður um tækifæri háskólans á komandi árum, bæði á Íslandi og í alþjóðlegu fræðasamfélagi. |
Nóvember
|
01.11.2007 |
Forseti er viðstaddur opnun yfirlitssýningar á verkum Kristjáns Davíðssonar í Listasafni Íslands. |
01.11.2007 |
Forseti tekur á móti hópi úr umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ræðir við hann um sögu staðarins. |
02.11.2007 |
Forseti tekur þátt í að ýta úr vör söfnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar en henni er ætlað að styrkja starfsemi björgunarsveitanna víða um land. |
02.11.2007 |
Forseti á fund með forsvarsmönnum Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ásamt erlendum athafnamanni um hugmyndir varðandi þróun svæðisins. |
05.11.2007 |
Forseti á fund með bæjarstjóra Bolungarvíkur og Soffíu Vagnsdóttur bæjarfulltrúa sem afhentu forseta fyrra bindi af sögu Bolungarvíkur og ræddu nýjar hugmyndir um framtíð byggðarlagsins og Vestfjarða. |
05.11.2007 |
Forseti flutti í dag fyrirlestur á ársþingi bandarísku samtakanna um jarðvegsvísindi (Soil Science Society of America) og fleiri samtaka en þingið er haldið í New Orleans. Það sækja um 3.000 vísindamenn og sérfræðingar, einkum frá Bandaríkjunum. Fyrirlestur forseta var tekinn upp fyrir nokkrum dögum og fluttur á skjávarpa. Á eftir svaraði forseti símleiðis fyrirspurnum ráðstefnugesta. Fréttatilkynning |
06.11.2007 |
Forseti á fund með prófessorum við háskólana í Havana á Kúbu og í Panama og fulltrúum Cervantes stofnunarinnar um aukna kynningu á spænskum og suður-amerískum bókmenntum og vaxandi áhuga Íslendinga á spænskunámi. Á fundinum varpaði forseti fram hugmynd um að efnt yrði til ráðstefnu þar sem fjallað væri um hvernig nábýli við bandarískar herstöðvar hefði haft áhrif á bókmenntir og menningu, tónlist og kvikmyndir á Íslandi og í Panama en í báðum löndunum hafa Bandaríkjamenn nýlega lokað herstöðvum sínum eftir áratuga starfrækslu. |
06.11.2007 |
Forseti á fund með Valdimari Össurarsyni um hugmyndir varðandi tækniminjasafn. Í ræðu sem forseti flutti árið 2004 í Þjórsárveri reifaði hann hugmyndir um varðveislu tækniminja. Heimamenn hafa síðan unnið að því að þróa þær hugmyndir áfram. |
06.11.2007 |
Forseti ræðir við blaðamann frá Dow Jones Newswire, Joel Sherwood, um þróun íslensks viðskiptalífs og efnahagsmála, breytingar á heimsmarkaði og tækifæri smárra ríkja. |
06.11.2007 |
Forseti á fund með bæjarstjóra Álftaness og sérfræðingum í skipulagi bæjarins um nýjar hugmyndir í deiluskipulagi og breytingar á vegalagningu. |
06.11.2007 |
Forseti á fund með áhugaaðilum um sjónvarpsrekstur þar sem rætt var um nýlega ferð forseta til Kína. |
07.11.2007 |
Forseti sendi í kvöld Tarja Halonen forseta Finnlands eftirfarandi samúðarkveðju: Ég votta þér og finnsku þjóðinni innilega samúð Íslendinga vegna hinna hörmulegu atburða í Tuusula fyrr í dag. Hugur okkar er með fjölskyldum hinna látnu, vinum þeirra og félögum. Við vonum að samúð og stuðningur fólks um veröld víða muni milda mikla sorg á erfiðum tímum. |
08.11.2007 |
Forseti á fund með forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ólafi Rafnssyni um mikilvægi íþrótta fyrir forvarnir og framlag íþróttahreyfingarinnar bæði hér á landi og erlendis í baráttunni gegn fíkniefnavandanum. |
08.11.2007 |
Forseti afhendir markaðsverðlaun IMARK við hátíðlega athöfn. Markaðsmaður ársins var valinn Andri Már Ingólfsson forstjóri Heimsferða og markaðsfyrirtæki ársins var valið Landsbanki Íslands en auk hans voru Glitnir og Iceland Express tilnefnd. |
09.11.2007 |
Forseti á fund með Quin Shaode rektor Fudan háskóla í Sjanghæ og Kristínu Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands og öðrum fulltrúum háskólanna um samstarf þeirra á sviði rannsókna og kennslu, námsmannaskipta og vísindaverkefna. Í gær var undirritaður samningur milli háskólanna og í nýlegri heimsókn til Kína flutti forseti fyrirlestur við Fudan háskóla og ræddi við stúdenta og forystumenn hans. Við Fudan háskóla starfar norrænt rannsóknarsetur sem fjölmargir háskólar á Norðurlöndum eiga aðild að. |
11.11.2007 |
Forseti afhendir heiðursverðlaun á Eddu hátíðinni en á henni eru veitt verðlaun þeim sem skara fram úr í kvikmyndum og sjónvarpi. Heiðursverðlaunin hlaut Árni Páll Jóhannsson leikmyndahönnuður. |
11.11.2007 |
Forseti flytur ávarp á ráðstefnu um réttindi barna við skilnað. Félag um foreldrajafnréttindi stendur að ráðstefnunni. |
12.11.2007 |
Forseti afhendir Íslensku bjartsýnisverðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó. Þau hlaut Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleikstjóri. |
13.11.2007 |
Forseti á fund með tyrkneskri sendinefnd sem kynnti tillögur um að Heimssýningin 2015 verði haldin í Izmir í Tyrklandi. |
14.11.2007 |
Forseti á fund með sendiherra Kína á Íslandi, hr. Zhang Keyuan, um nýlega ferð forseta til Kína, árangur hennar og framtíðarverkefni. |
15.11.2007 |
Forseti á fund með fulltrúum ÓB Ráðgjafar um hugmyndir þeirra um námskeið í foreldrafærni sem boðin væru óháð efnahag. Rannsóknir sýna að slík námskeið skila verulegum árangri bæði fyrir foreldra og þroska barna. |
15.11.2007 |
Forseti á fund með sendiherra Austurríkis, hr. Erich Buttenhauser, sem senn lætur af störfum. Á fundinum var rætt um samstarf landanna. |
15.11.2007 |
Forseti tekur á morgun, föstudaginn 16. nóvember, þátt í hátíðarhöldum á Norðurlandi í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. Fréttatilkynning. |
16.11.2007 |
Forseti boðar til blaðamannafundar í Hagaskóla kl. 10:30 þ. 17.11.2007 til kynningar á Forvarnardeginum 2007. Fréttatilkynning. |
16.11.2007 |
Forseti opnar minningarstofu um Jónas Hallgrímsson á Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað skáldsins. Þar er fjallað um líf Jónasar, skáldskap, rannsóknir á náttúru Íslands og baráttu fyrir auknum rétti þjóðarinnar. Skrifborð Jónasar og ýmis handrit og steinar sem hann safnaði á ferðum sínum um landið eru til sýnis. Minningarstofan er framtak Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal. Ávarp forseta. |
16.11.2007 |
Forseti sækir samkomu í Þelamerkurskóla á Laugalandi og afhendir nemendum fyrstu eintök af bók Böðvars Guðmundssonar um Jónas Hallgrímsson. Útgefandi bókarinnar er Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og er hún gefin nemendum 10. bekkjar í öllum grunnskólum landsins. Á samkomunni lásu nemendur upp ljóð og forseti flutti ávarp. |
17.11.2007 |
Forseti og aðrir aðstandendur Forvarnardagsins 2007 kynna dagskrá dagsins á blaðamannafundi í Hagaskóla. Forvarnardagurinn verður miðvikudaginn 21. nóvember næstkomandi. Á fundinum voru einnig fulltrúar nemenda úr 9. bekk grunnskóla sem leggja málinu lið. Fréttatilkynning. |
21.11.2007 |
Forseti tekur á móti eldri borgurum frá Akranesi sem heimsækja Bessastaði. |
21.11.2007 |
Forvarnardagurinn. Forseti heimsælir Garðaskóla í Garðabæ og Lindaskóla í Kópavogi ásamt forseta Ólympíusambands Íslands Ólafi E. Rafnssyni. |
21.11.2007 |
Forseti ræðir um Forvarnardaginn og baráttuna við fíkniefnin við fréttamann Morgunvaktarinnar á Rás 1 hjá Ríkisútvarpinu. Einnig er viðtal við forseta á Morgunvakt á Útvarp Sögu. |
23.11.2007 |
Forseti flytur ávarp á hátíðarfundi sem haldinn er vegna aldarafmælis lagasetningar um skógrækt og landgræðslu. |
23.11.2007 |
Forseti afhendir Starfsmenntaverðlaun sem veitt eru einstaklingum, stofnunum eða samtökum sem skarað hafa framúr í fræðslu fólks á vettvangi atvinnulífs. |
27.11.2007 |
Forseti flytur ávarp á hátíðarsamkomu sem haldin er til að minnast þess að 80 ár eru liðin frá stofnun Ferðafélags Íslands. |
29.11.2007 |
Forseti tekur við fyrsta eintaki af bókinni Vormenn Íslands eftir Jón M. Ívarsson. Þar er rakin saga Ungmennafélags Íslands í hundrað ár. Bókin er afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum að viðstaddri fjölmennri forystusveit UMFÍ víða af að landinu. |
30.11.2007 |
Forseti á fund með hópi íslenskra og bandarískra vísindamanna og athafnamanna sem eru að koma á fót þróunarverkefni á Íslandi. Það byggist á að framleiða metanól sem getur komið í stað olíu og bensíns með það fyrir augum að Ísland verði enn frekar fyrirmynd annarra landa í orkumálum. |
30.11.2007 |
Forseti flytur ávarp á afmælisráðstefnu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Ráðstefnan ber heitið Ný form lýðræðis - íbúalýðræði, lýðræðiskerfi sveitarfélaga og félagsauður. |
30.11.2007 |
Forseti flytur ávarp á lokaráðstefnu tilraunaverkefnisins Framtíð í nýju landi en það fjallaði um hugmyndafræði, starfsaðferðir og árangur við að efla ungmenni af erlendum uppruna í námi og starfi. |
Desember
|
01.12.2007 |
Forseti efnir til hátíðarkvöldverðar til heiðurs Alþingi. Sú venja hefur skapast að kvöldverðurinn er jafnan haldinn á fullveldisdaginn 1. desember. |
01.12.2007 |
Forseti er viðstaddur vígslu Háskólatorgs, nýrra bygginga við Háskóla Íslands. Þær fela í sér mestu viðbót í húsakosti Háskóla Íslands á síðari árum. Um er að ræða þrjár byggingar sem bera heitið Gimli, Tröð og Háskólatorg. |
01.12.2007 |
Forseti tekur á móti forystumönnum stúdenta við Háskóla Íslands, háskólaráði og öðrum forystumönnum skólans í tilefni af fullveldisdeginum. |
01.12.2007 |
Forseti er viðstaddur hátíðarhöld stúdenta við Háskóla Íslands á fullveldisdaginn. Þau voru helguð hinum nýju byggingum háskólans, Háskólatorgi. |
02.12.2007 |
Forseti á fund með hópi bandarískra blaðamanna sem eru að kynna sér sagnaslóðir hinna nýju íslensku glæpasagna. |
03.12.2007 |
Forseti afhendir hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands en þau eru afhent á alþjóðadegi fatlaðra. Verðlaunin eru í þrennu lagi: Til fyrirtækis, stofnunar og einstaklings sem skarað hafa fram úr og endurspegla nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands. |
03.12.2007 |
Forseti flytur ávarp við opnun REYST, orkuskóla Orkuveitu Reykjavíkur, Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands. Honum er ætlað að vera þverfaglegur háskóli fyrir verkfræðinga, vísindamenn og sérfræðinga á sviði jarðfræði, hönnunar, tækni og rannsókna á vettvangi sjálfbærrar orku sem og viðskipta og framleiðslu orkufyrirtækja. Skólinn býður upp á alþjóðlegt framhaldsnám sem byggir á þremur stoðum: Náttúru, tækni og markaði. |
04.12.2007 |
Forseti sækir jólatónleika Hvítasunnusafnaðarins Fíladelfíu en þeim verður sjónvarpað að kvöldi aðfangadags. |
04.12.2007 |
Forseti á fund með nýjum sendiherra Frakklands á Íslandi, hr. Olivier Mauvisseau, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um samvinnu landanna, breytingar á íslensku menningarlífi og þær menningarkynningar sem fram fóru á Íslandi og í Frakklandi; einnig um nýja stöðu á Norður Atlantshafi eftir brottför bandaríska varnarliðsins. Mynd |
05.12.2007 |
Forseti tekur við nýju riti Sáðmenn sandanna, saga Landgræðslu á Íslandi 1907-2007. Höfundur ritsins Friðrik Olgeirsson og landgræðslustjóri Sveinn Runólfsson afhentu forseta ritið ásamt ritnefndarmönnum. Myndir. Formáli forseta. |
05.12.2007 |
Kveikt var á jólatrjám fyrir utan Bessastaðastofu með þátttöku barna í leikskólanum Krakkakoti og nemenda úr yngstu bekkjum Álftanesskóla. |
15.12.2007 |
Við athöfn á Bessastöðum voru tveir erlendir forystumenn í baráttunni fyrir verndun villtra laxastofna í Norður-Atlantshafi sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt. Þeir eru Noel Carr frá Írlandi og Marc-Adrien Marcellier frá Frakklandi. Viðstaddir athöfnina voru Orri Vigfússon og aðrir úr hinni íslensku forystusveit sem verið hafa í fararbroddi fyrir verndun villtra laxa. Mynd |
17.12.2007 |
Forseti á fund með rektor Háskólans á Akureyri Þorsteini Gunnarssyni og Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur framkvæmdastjóra Rannsóknarþings Norðursins um væntanlegt þing þess í Alaska næsta haust og hvernig starfsemi Rannsóknarþingsins mun þróast á næstu árum, sérstaklega í ljósi aukinna áherslna á norðurslóðir, bæði vegna loftslagsbreytinga, orkubúskapar og nýrra siglingaleiða. |
18.12.2007 |
Forseti á fund með sendiherra Tælands á Íslandi, hr. Chaisiri Anamarn, sem senn lætur af störfum. Rætt var um framlag tælenska samfélagsins á Íslandi til lífshátta, atvinnulífs og menningar. Einnig var rætt um hvort Tæland getur nýtt sér viðvörunarkerfi vegna jarðskjálfta sem þróað hefur verið á Íslandi og aðra lærdóma af tækniþróun hér á landi. |
18.12.2007 |
Forseti afhenti þremur ungmennum verðlaun í ratleik Forvarnardagsins. Verðlaunin hlutu Eiður Rafn Hjaltason í Heiðarskóla í Leirársveit, Magnús Ellert Steinþórsson í Grunnskólanum á Þingeyri og Vilhjálmur Patreksson í Landakotsskóla. Verkefnin voru samin af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Ungmennafélagi Íslands og Bandalagi íslenskra skáta. Fréttatilkynning |
18.12.2007 |
Í dag er sjónvarpað á heimsrás CNN umræðuþættinum Leiðtogafundur um framtíðina: Björgum jörðinni. Þátturinn verður endursýndur nokkrum sinnum. Forseti var meðal þátttakenda í umræðuþættinum ásamt forystumönnum í loftslagsmálum víða að úr veröldinni, sérfræðingum og vísindamönnum. Fréttatilkynning. |
18.12.2007 |
Forseti á fund með fulltrúum Tällberg stofnunarinnar í Svíþjóð sem eru að skipuleggja alþjóðlegan leiðtogafund um loftslagsbreytingar, orkumál og umsköpun hagkerfa og þjóðfélagshátta til að draga úr hættunni á hinum hrikalegu afleiðingum loftslagsbreytinga. Fundinn myndu sækja þjóðarleiðtogar, forystumenn í alþjóðamálum, sérfræðingar, vísindamenn og stjórnendur á vettvangi atvinnulífs. |
20.12.2007 |
Forseti er viðstaddur úthlutun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. |
27.12.2007 |
Forseti sendir frá sér yfirlýsingu og samúðarkveðju vegna morðsins á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans. Fréttatilkynning. |
30.12.2007 |
Forseti afhenti viðurkenningar Alþjóðahúss, Vel að verki staðið, fyrir framlag í þágu nýrra íbúa á Íslandi. Viðurkenningar hlutu Lúkas Kostic fyrir framlag sitt til íslenskrar knattspyrnu, Hjálmar Sveinsson og Ævar Kjartansson sem með þáttum í útvarpi hafa aukið skilning þjóðarinnar á málefnum innflytjenda og Efling – stéttarfélag sem sinnt hefur réttindum innflytjenda á öflugan átt, skipulagt námskeið og kynningarstarf og hefur á annan hátt þjónað hagsmunum þeirra á íslenskum vinnumarkaði sem komnir eru frá öðrum löndum. |