Veftré Print page English

Ýmsir atburðir úr dagskrá forseta


Hér birtist skrá yfir ýmsa atburði í dagskrá forseta en auk þeirra sem hér eru nefndir er fjöldi annarra þátta sem ekki eru tilgreindir,  t.d. fundir með ráðherrum og embættismönnum, fulltrúum fyrirtækja og samtaka og fjölmörgum einstaklingum með margvísleg erindi og erlendum gestum sem til Íslands koma. Þá sækir forsetinn jafnframt fjölda menningarviðburða sem ekki eru raktir hér, s.s. leiksýningar, myndlistasýningar, tónleika og aðra mannfagnaði.

Árið 2005

 

Janúar

01.01.2005 Nýársmóttaka forseta Íslands á Bessastöðum.
01.01.2005 16 Íslendingar sæmdir hinni íslensku fálkaorðu á Bessastöðum. Fréttatilkynning.
01.01.2005 Nýársávarp forseta Íslands. Ensk þýðing.
03.01.2005 Jólatrésfagnaður á Bessastöðum.
05.01.2005 Eiður Guðnason, sendiherra Íslands í Kína, fundar með forseta
05.01.2005 Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, fundar með forseta
06.01.2005 Fundur með sendiherra Tælands, hr. Adisak Panupong
07.01.2005 Blaðamenn frá Wall Street Journal og fulltrúar frá fyrirtækinu 66°N hitta forseta á Bessastöðum
10.01.2005 Ágústa Arnardóttir og Katrín Níelsdóttir, nemendur í Iðnskólanum í Hafnarfirði, afhenda forsetahjónum jólagjafir sem þær hönnuðu sérstaklega handa þeim
10.01.2005 Fundur með fulltrúum frá Vímulausri æsku
10.01.2005 Fundur með Jóni Birni Skúlasyni, framkvæmdastjóra NýOrku
10.01.2005 Fundur með Tómasi J. Knútssyni
11.01.2005 Baldvin Jónsson og fulltrúar Whole Foods í Bandaríkjunum hitta forseta á Bessastöðum
11.01.2005 Fundur með Guðfinnu Bjarnadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík
15.01.2005 Magnús Þorkell Bernharðsson háskólakennari við Williams College hittir forseta á Bessastöðum ásamt hópi nemenda
17.01.2005 Forseti situr læknaþing, ,,Heilsa, hagsæld og hamingja íslensku þjóðarinnar“
18.01.2005 Sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína, hr. Wang Xinshi, afhendir trúnaðarbréf
18.01.2005 Luisa Croll, blaðamaður á Forbes, hittir forseta.
18.01.2005 Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsvísindadeild HÍ, fundar með forseta
24.01.2005 Viðtal við forseta fyrir Kompás, blað Stýrimannaskólans í Reykjavík
24.01.2005 Forseti afhendir Íslensku bjartsýnisverðlaunin fyrir árið 2004 í Gerðarsafni í Kópavogi
25.01.2005 Ráðstefnugestir Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi hitta forseta á Bessastöðum
25.01.2005 Rafn Jónsson verkefnisstjóri hjá Áfengis- og vímuvarnaráði fundar með forseta
26.01.2005 Sendiherra Frakklands, frú Nicole Michelangeli, afhendir trúnaðarbréf
27.01.2005 Forseti afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum.
29.01.2005 Forseti setur sundmót Ægis: Reykjavík International - Alþjóðamót Ægis í sundlaug í Laugardal. Ávarp 
31.01.2005 Brad Leithauser, rithöfundur frá Bandaríkjunum, sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Febrúar

03.02.2005 Forseti í Delhi. Forseti sækir ráðstefnu um loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun (Delhi Sustainable Development Summit) og flytur setningarræðu. Hádegisverður í boði Praful Patel samgönguráðherra Indlands. Móttaka og kvöldverður í boði Murli Deora þingmanns. Fréttatilkynning
03.02.2005 3. til 9. febrúar: Forseti á Indlandi
04.02.2005 Annar dagur ráðstefnunnar Dehli Sustainable Development Summit. Fundur með Soniu Gandhi, formanni indverska Kongressflokksins. Fundur með forseta Indlands, A.P.J. Abdul Kalam. Fréttatilkynning
05.02.2005 Þriðji dagur ráðstefnunnar Dehli Sustainable Development Summit. Forseti flytur opnunarávarp á tækni- og vísindasýningu sem helguð er nýjungum sem draga úr mengun og útblæstri skaðlegra lofttegunda. Viðræður við forsætisráðherra Indlands Manmohan Singh og utanríkisráðherra landsins Natwar Singh.
06.02.2005 Forseti viðstaddur undirritun yfirlýsingar um kaup Actavis á indverska lyfjafyrirtækinu Lotus í borginni Bangalore á Indlandi. Þá heimsótti forseti önnur fyrirtæki á sviði lyfjaframleiðslu og erfðafræðirannsókna í borginni. Forseti heimsótti jafnframt rannsóknarstofur og fyrirtæki í borginni Hyderabad.
07.02.2005 Forseti opnar verksmiðju lyfjafyrirtækisins Emcure í borginni Pune á Indlandi en fyrirtækið framleiðir m.a. lyf fyrir eyðnisjúklinga í allmörgum ríkjum Afríku. Frá Pune heldur forseti til Mumbai (Bombay) þar sem hann á m.a. fund með indverskum blaðamönnum. Fréttatilkynning
08.02.2005 Forseti heimsækir skóla í Mumbai (Bombay) fyrir börn úr fátækrahverfum og ýtir úr vör sérstöku átaki til að kenna börnunum að nota tölvur. Þá situr forseti ítarlegan kynningarfund á vegum stofnunar sem sinnir úrbótum í orkumálum á Indlandi og samvinnu ríkis og einkafyrirtækja sem miðar að því að styrkja innviði samfélags og atvinnulífs. Sérstaklega var rætt um möguleika á nýtingu jarðhita. Forseti situr kvöldverð Mukesh Ambani, eiganda og stjórnanda Ambani samsteypunnar. Fréttatilkynning
09.02.2005 Forseti heimsækir nýtt hverfi í útjaðri Mumbai sem Ambani fyrirtækið hefur byggt og helgað er þekkingariðnaði og líftækni.
10.02.2005 Fundur með sendiherra Kóreu, hr. Byung-hyo Choi
10.02.2005 Forseti afhendir Þekkingarbrunninn og viðurkenningu til Viðskipta/hagfræðings ársins 2004
10.02.2005 Forseti ávarpar árshátíðargesti Menntaskólans í Reykjavík
12.02.2005 Setningarávarp forseta á málþingi um Afríku: Youths in African Cities. Ávarpið á íslensku
12.02.2005 Forseti flytur opnunarræðu ljósmyndasýningar Blaðaljósmyndarafélags Íslands
12.02.2005 Ráðstefnugestir á málþingi um Afríku hitta forseta á Bessastöðum
16.02.2005 Viðskiptafulltrúar frá Kína, sem eru á Íslandi í tengslum við Össur hf., hitta forseta á Bessastöðum
16.02.2005 Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
Sendiherra Alsír, hr. Merzak Bedjaoui,
Sendiherra Zambíu, hr. Newstead L. Zimba.
17.02.2005 Fundur með listamanninum Tolla
17.02.2005 Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaun námsmanna á Bessastöðum
17.02.2005 Forseti heimsækir Menntaskólann við Hamrahlíð á Lagningadögum, spjallar við nemendur og svarar fyrirspurnum
17.02.2005 Fulltrúar frá Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum hitta forseta á Bessastöðum
18.02.2005 Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, tekur viðtal við forseta
19.02.2005 Forseti Íslands tekur á móti félögum í Grikklandsvinafélaginu í tilefni af 20 ára afmæli félagsins
21.02.2005 Fundur með Kristínu Árnadóttur, forstöðumanni þróunarsviðs Reykjavíkurborgar
21.02.2005 Formaður Kennarasambands Íslands, Eiríkur Jónsson, fundar með forseta
21.02.2005 Fundur með Lárusi Gunnari Jónassyni matreiðslumeistara
22.02.2005 Ingibjörg Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, fundar með forseta
22.02.2005 Vísindamenn frá Venesuela og stjórnendur íslenskra tæknifyrirtækja hitta forseta
22.02.2005 Ólafur Proppé rektor Kennaraháskóla Íslands fundar með forseta
23.02.2005 Ráðstefna um viðskipti við Kína á vegum Íslensk-kínverska verslunarráðsins
24.02.2005 Forseti opnar nýjar höfuðstöðvar Avion Group í Lundúnum. Ávarp
28.02.2005 Nancy Durham, fréttamaður frá CBS fréttastofunni, tekur viðtal við forseta á Bessastöðum
28.02.2005 Longin erkibiskup, fyrir hönd Alexei II patríarka, sæmir forseta Íslands orðu rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar

Mars

01.03.2005 Fundur á Bessastöðum vegna kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur og afurðir þeirra. Fulltrúar frá Landvernd, Matvæla- og veitingasambandinu, Náttúrulækningafélagi Íslands, Neytendasamtökunum og Vottunarstofunni Tún
01.03.2005 Ásta Kristrún Ragnarsdóttir fundar með forseta um menntamál
03.03.2005 Forseti flytur ávarp á ráðstefnu Reykjavíkurborgar: Forvarnir virka - við gerum góða hluti saman
04.03.2005 Fundur með Svavari Sigurðssyni um fíkniefnavarnir
05.03.2005 Brian Tracy, fyrirlesari hjá Stjórnunarfélaginu, fundar með forseta
06.03.2005 Forseti opnar nýja stólalyftu, Kónginn, á skíðasvæðinu í Bláfjöllum
06.03.2005 Forseti viðstaddur setningu Búnaðarþingsins
08.03.2005 Forseti heimsækir verndaða vinnustaðinn Múlalund á opnum degi
08.03.2005 Fulltrúar og stjórnendur V-dagsins hitta forseta á Bessastöðum
09.03.2005 Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf á Bessastöðum:
Sendiherra Páfagarðs, Monsignor Giovanni Tonucci erkibiskup af Torcello;
Sendiherra Grikklands, hr. Iakovos Spetsios;
Sendiherra Tyrklands hr. Mehmet Kazim Görkay
10.03.2005 Félagskonur Thorvaldsensfélagsins hitta forseta á Bessastöðum í tilefni af 130 afmæli félagsins
11.03.2005 Ítalski óperusöngvarinn Placido Domingo og frú Marta Domingo hitta forseta á Bessastöðum ásamt skipuleggjendum og stuðningsaðilum að tónleikum söngvarans
13.03.2005 Guðsþjónusta í Bessastaðakirkju í umsjón guðfræðideildar Háskóla Íslands og kirkjukaffi í Bessastaðastofu
14.03.2005 Stofnfundur Íslandsdeildar Explorers Club á Bessastöðum
15.03.2005 Fundur á Bessastöðum með Guðmundi Haukssyni, sparisjóðsstjóra SPRON, og Guðjóni Guðmundssyni, formanni Samtaka íslenskra sparisjóða
16.03.2005 Fundur með Guðmundi Sesari Magnússyni um fíkniefnavarnir
18.03.2005 Hátíðarkvöldverður á Bessastöðum til heiðurs ríkisstjórn Íslands og erlendum sendiherrum með aðsetur í Reykjavík
19.03.2005 Forseti Íslands heiðursgestur og aðalræðumaður í hátíðarkvöldverði Explorers Club í New York. Ræða. Fréttatilkynning
30.03.2005 Fundur með Guðbrandi Stíg Ágústssyni kynningarfulltrúa Sambands sparisjóðanna
30.03.2005 Jón Ársæll Þórðarson tekur viðtal við forseta vegna þátta um Helga Tómasson
31.03.2005 Forseti heimsækir Tedda (Magnús Þór Árnason) listamann á verkstæði hans við Skúlagötu
31.03.2005 Forseti heimsækir vinnustofu Leifs Breiðfjörð glerlistamanns

Apríl

04.04.2005 Skiptinemar á vegum AFS samtakanna hitta forseta á Bessastöðum
05.04.2005 Þingfulltrúar Alþjóðlega glerlistaþingsins hitta forseta á Bessastöðum
05.04.2005 Forseti flytur setningarávarp við upphaf Alþjóðlega glerlistaþingsins (International Conference on Architectural Glass Art) í Gerðarsafni í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogsbæjar
06.04.2005 Forseti sækir heilaga sálumessu í minningu Jóhannesar Páls II páfa í dómkirkju Krists í Landakoti
06.04.2005 Forseti kynnir Íslensku menntaverðlaununin á blaðamannafundi á Bessastöðum. Viðstaddir eru dómnefndarmenn og fulltrúar Sambands íslenskra sparisjóða. Fréttatilkynning
07.04.2005 Fundur forseta og viðskiptasendinefndarinnar sem fer til Kína með forseta á vegum Útflutningsráðs. Forseti ávarpar fundargesti í upphafi og svarar fyrirspurnum
08.04.2005 Ráðstefna: Mannréttindaákvæði stjórnarskrár í 10 ár - áhrif og framtíðarsýn, á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Forseti flytur ávarp
08.04.2005 Fundur með Vilhjálmi Guðmundssyni hjá Útflutningsráði
09.04.2005 Forseti situr fund í Ráðhúsi Reykjavíkur um samstarf evrópskra borga í baráttunni gegn fíkniefnum
10.04.2005 Kanadískur sjónvarpsmaður, Patrick Metzger, tekur viðtal við forseta
11.04.2005 Fyrri dagur opinberrar heimsóknar forsetahjóna til Akureyrar. Dagskrá
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Akureyrarbæjar taka á móti forsetahjónunum. Þaðan er haldið að Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem skólameistari, kennarar og nemendur kynna starfsemi skólans og forseti ávarpar nemendur á sal. Frá VMA liggur leiðin að leikskólanum Iðavelli þar sem leikskólastjóri, starfsmenn og leikskólabörn segja frá skólanum. Forsetahjón koma síðan í Oddeyrarskóla þar sem skólastjóri, kennarar og nemendur kynna starfsemina með fjölbreyttri dagskrá. Síðasti viðkomustaður fyrir hádegi er dvalarheimilið Hlíð en þar snæða forsetahjón hádegisverð með heimilisfólki. Eftir hádegi liggur leiðin í húsakynni Háskólans á Akureyri að Borgum. Þar er fyrst kynning á starfsemi Auðlindadeildar og Upplýsingatæknideildar en klukkan hálf þrjú hefst málþing undir heitinu Menntun og nýsköpun; byggðastefna nýrrar aldar þar sem forseti er meðal frummælenda. Síðdegis heimsækja forsetahjónin Minjasafnið á Akureyri, Listasafn Akureyrar og Handverksmiðstöðina Punktinn. Um kvöldið er fjölskylduhátíð í Íþróttahöllinni á Akureyri með fjölþættri dagskrá þar sem forseti ávarpar samkomuna og afhendir Hvatningu til ungra Íslendinga
12.04.2005 Síðari dagur opinberrar heimsóknar forsetahjóna til Akureyrar hefst með heimsókn í Menntaskólann á Akureyri þar sem forseti ávarpar nemendur og svarar fyrirspurnum. Þaðan er haldið í kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska og síðan kynnast forsetahjónin þjálfun fatlaðra í Hæfingarstöðinni í Skógarlundi. Þá er haldið í fyrirtækið Norðurmjólk þar sem gestir kynnast framleiðslunni og snæða hádegisverð með starfsfólki. Síðdegis er farið í Sundlaug Akureyrar, Kexsmiðjuna, Vífilfell og Slippstöðina. Þá er sérstök kynningardagskrá í Íþróttahöllinni um starfsemi íþróttafélaga á Akureyri og forsetahjón heimsækja dvalarheimili aldraða í Kjarnalundi. Opinberri heimsókn forsetahjóna til Akureyrar lýkur með hátíðarkvöldverði bæjarstjórnar í Hrísey. Myndir frá Akureyri
13.04.2005 Opinber heimsókn forsetahjóna í Eyjafjarðarsveit. Dagskrá
Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri og aðrir forvígismenn sveitarfélagsins taka á móti gestunum við skólasvæðið í Reykárhverfi. Í kjölfarið fylgja dagskrár í leikskólanum Krummakoti, Hrafnagilsskóla og Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Forsetahjónin snæða hádegisverð í Meðferðarheimilinu að Laugalandi, sem helgað er ungum stúlkum sem glíma við vímuefnavanda. Síðdegis er ekið um sveitarfélagið og m.a. skoðað hátæknifjós á Hríshóli, Smámunasafn Sverris Hermannssonar og Djúpadalsvirkjun í landi Samkomugerðis. Þá er komið við á söguslóðum að Grund og Munkaþverá og staldrað við á Vaðlaþingstað. Um kvöldið er efnt til fjölskylduhátíðar í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla. Forseti ávarpar samkomuna og afhendir Hvatningu til ungra Íslendinga. Myndir frá Eyjafjarðarsveit
14.04.2005 Fundur með sendiherra Indónesíu, dr. Hatanto Reksodipoetro
14.04.2005 Fundur með Vali Valssyni formanni Útflutningsráðs
14.04.2005 Forseti flytur setningarávarp á ráðstefnunni ,,Samræða menningarheima" sem tileinkuð er Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands í tilefni af 75 ára afmæli hennar
15.04.2005 Forsetahjón sitja hátíðarkvöldverð í Perlunni til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands á 75 ára afmæli hennar.
15.04.2005 Gunnar Boman prófessor við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
15.04.2005 Opnun höfuðstöðva Avion Group að Hlíðarsmára í Kópavogi
15.04.2005 Fundur með Róbert Wessman forstjóra Actavis
15.04.2005 Forseti opnar formlega söfnun ABC barnahjálpar. Börn úr Álftanesskóla hitta forseta á Bessastöðum með söfnunarbauka
16.04.2005 Fulltrúar Ungmennavinnusmiðju ráðstefnunnar Dialogue of Cultures hitta forseta á Bessastöðum
18.04.2005 Sænskir menntaskólanemar á vegum Menntaskólans við Hamrahlíð hitta forseta á Bessastöðum
18.04.2005 Michael Luthey, gestaprófessor við Háskólann í Reykajvík, fundar með forseta
20.04.2005 Forseti sækir íslensku fatahönnunarsýninguna FaceNorth 2005 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu
20.04.2005 Afhending Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum. Fréttatilkynning
20.04.2005 Mikael Karlsson prófessor við Háskólann á Akureyri á fund með forseta
21.04.2005 Forseti sækir opið hús í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði og afhendir umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar. Ávarp
21.04.2005 Forseti flytur setningarávarp á Norðurlandakeppni í pípulögnum í Perlunni
21.04.2005 Skátamessa í Hallgrímskirkju
22.04.2005 Ölver Guðnason frá Eskifirði hittir forseta á Bessastöðum
23.04.2005 Forseti afhendir þýðingarverðlaun Bandalags þýðenda og túlka að Gljúfrasteini á Degi bókarinnar og afmælisdegi Halldórs Laxness
23.04.2005 Þingfulltrúar á Norðurlandaþingi íþróttafréttamanna hitta forseta á Bessastöðum
25.04.2005 Fundur með Declan O´Driscoll frá Gimli í Kanada og Friðþjófi R. Friðþjófssyni
26.04.2005 Fundur með Birni Aðalsteinssyni frá Actavis
29.04.2005 Félagskonur í Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík heimsækja forseta á Bessastaði í tilefni af 75 ára afmæli deildarinnar
29.04.2005 Fundur með Eiríki Þorlákssyni forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur og Birni Roth
29.04.2005 Fundur með stjórnarmönnum DaimlerChrysler og NýOrku. Forseti prufukeyrir vetnisbíl frá DaimlerChrysler

Maí

03.05.2005 Forseti flytur ræðu um íslenskt viðskiptalíf á fundi í Walbrook Club í Lundúnum. Heiti ræðunnar er: How to Succeed in Modern Business: Lessons from the Icelandic Voyage. Fréttatilkynning
04.05.2005 Forsetahjón voru heiðursgestir í kvöldverði í Lundúnum þar sem forystumenn í bresku og íslensku viðskiptalífi voru á meðal gesta. Kvöldverðurinn var í boði Peter Palumbo lávarðar
09.05.2005 Sendiherra Indlands, hr. Mahesh Sachdev, afhendir trúnaðarbréf. Mynd
09.05.2005 Ping Wang, blaðakona frá Kína tekur viðtal við forseta
09.05.2005 Fundur forseta og Guðmundar Alfreðssonar, þjóðréttarfræðings og forstöðumanns Raoul Wallenberg mannréttindastofnunarinnar
09.05.2005 Fundur með sendiherra Botswana, frú Naomi Ellen Majinda
09.05.2005 Forseti flytur ávarp við athöfn í Fossvogskirkjugarði við afhjúpun minnisvarða sem tileinkaður er skipverjum og flugmönnum sem fórust á Norður-Atlantshafi á styrjaldarárunum 1941-1945
11.05.2005 Forseti flytu ræðu á fyrsta fundi Samráðsþings um loftslagsbreytingar í New York. Fréttatilkynning
14.05.2005 Forseti tekur þátt í opnun Listahátíðar og verður viðstaddur þegar sýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, Nýlistasafninu, Listasafni ASÍ, Gallerí 100, Gallerí 101, Gallerí i8 og Kling og bang
15.05.2005 Forseti flýgur til Kína. Opinber heimsókn hefst 16. maí
15.05.2005 Forseti tekur þátt í Listahátíðarflugi til Ísafjarðar, Akureyrar, Seyðisfjarða og Vestmannaeyja þar sem opnaðar verða sýningar ýmissa listamanna
16.05.2005 Fyrsti dagur opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Kína. Zhang Yesui aðstoðarutanríkisráðherra Kína tekur á móti forseta við komuna til Beijing, eftir móttökuathöfn á flugvellinum verður haldið að gestahúsi kínversku ríkistjórnarinnar. Sendiherra Íslands Eiður Guðnason og frú Eygló Helga Haraldsdóttir bjóða forseta, fylgdarliði og viðskiptasendinefndinni til móttöku. Í kjölfarið hittir forseti íslenska ferðamenn sem eru með í förinni. Fréttatilkynning. Myndir
17.05.2005 Annar dagur opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Kína.
Dagskrá forsetahjónanna hefst með heimsókn á Kínamúrinn. Þaðan verður haldið að höfuðstöðvum AMECO fyrirtækisins á alþjóðaflugvellinum í Beijing, en fyrirtækið er umsvifamikill samstarfsaðili Air Atlanta í viðhaldi og eftirliti með flugvélum. AMECO býður forseta, fylgdarliði og íslensku viðskiptasendinefndinni til móttöku í stærsta flugskýli Asíu. Forseti ávarpar gesti. Frá AMECO liggur leiðin að Chaoyang sjúkrahúsinu sem hefur m.a. átt farsælt samstarf við íslenska fyrirtækið Medcare/Flaga og er þar nýtt íslensk tækni við svefnrannsóknir og svefnlækningar. Forseti afhendir forsvarsmönnum spítalans skjöld til staðfestingar á farsælli samvinnu hinna íslensku og kínversku aðila.

 

Síðan heldur forseti að höfuðstöðvum kínverskra samstarfsaðila Össurar. Þar hittir forseti m.a. kínverska íþróttamenn sem notað hafa búnað frá Össuri. Í hádeginu opna forsetahjónin nýja verslun OASIS keðjunnar sem er í eigu Baugs Group. Forseti á fund með Deng Pufang forseta Sambands fatlaðra í Kína, en hann er sonur Deng Xiaoping leiðtoga Kína á áttunda og níunda tug síðustu aldar. Klukkan fimm að staðartíma hefst móttökuathöfn við Alþýðuhöllina sem stendur við Torg hins himneska friðar. Í kjölfarið fer fram viðræðufundur forseta Íslands og forseta Kína, Hu Jintao. Að lokum býður forseti Kína til hátíðarkvöldverðar í Alþýðuhöllinni til heiðurs forsetahjónum. Fréttatilkynning. Myndir
18.05.2005 Þriðji dagur opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Kína.
Forseti heimsækir háskólinn í Beijing. Rektor háskólans tekur á móti forseta og kynnir starfsemi háskólans þar sem tæplega 40 þúsund nemendur stunda nám. Forseti flytur síðan fyrirlestur og svarar spurningum nemenda í kjölfarið.
Frá Beijing háskóla er haldið á viðskiptastefnu sem Útflutningsráð skipuleggur í samvinnu við Sendiráð Íslands í Kína og skrifstofu forseta. Á stefnunni flytur forseti fyrirlestur ásamt varaformanni CCPIT (Viðskiptaráð Kína), formanni evrópska verslunarráðsins í Kína og Vali Valssyni stjórnarformanni Útflutningsráðs.

 

Forseti verður viðstaddur undirritun samninga milli íslenskra og kínverskra fyrirtækja á sviði orkuveitu og fjárfestinga um stofnun fyrirtækja sem ætlað er að þróa stærstu hitaveitu í veröldinni í borginni Xianyang. Einnig verða undirritaðir samningar FL Group og Air China sem felur í sér að Air China mun leigja í átta ár fimm flugvélar FL Group.
Forsetahjón heimsækja Forboðnu borgina en síðan verður fundur með Wang Zhaoguo varaformanni forsætisnefndar kínverska þjóðþingsins (NPC) en forsetafrú heimsækir Guang’anmen sjúkrahúsið sem sérhæfir sig í sígildum kínverskum lækningaaðferðum svo sem nálastungu. Síðar á forseti fund með Wen Jiabao forsætisráðherra Kína. Fréttatilkynning. Myndir
19.05.2005 Fjórði dagur opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Kína.
Flogið til Shanghai. Forseti viðstaddur viðskiptaráðstefnu sem skipulögð er af Útflutningsráði, Sendiráði Íslands í Kína og skrifstofu forseta. Forseti ávarpar ráðstefnugesti. Farið í skoðunarferð um Shanghai og gengið um verslunargötur og Yu Yuan skrúðgarðurinn heimsóttur. Forseti fundar með borgaryfirvöldum í Shanghai. Forseti viðstaddur undirritun samnings Viðskiptaháskólans í Bifröst og háskólans í Shanghai um víðtækt samstarf varðandi kennslu, rannsóknir og ráðstefnuhald og kennara- og nemendaskipti. Borgaryfirvöld í Shanghai bjóða til hátíðarkvöldverðar til heiðurs forseta Íslands. Fréttatilkynning
20.05.2005 Fimmti dagur opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Kína.
Fyrsti viðkomustaður forseta er þjóðarsafnið í Shanghai þar sem skoðaðar eru kínverskar fornminjar, einkum gersemar úr bronsi og postulíni. Þaðan er haldið að höfuðstöðvum upplýsingatæknifyrirtækisins ZTE í borginni, en fyrirtækið er einn helsti framleiðandi farsímatækja og tölvulausna í Kína. Skömmu eftir hádegi flýgur forseti frá Shanghai til Qingdao borgar í Shandong héraðinu, en þar er ein helsta miðstöð sjávarútvegs í Kína. Í Qingdao hafa íslensk fyrirtæki á sviði sjávarútvegs og flutninga byggt upp umsvifamikla starfsemi. Forseti heimsækir Huafu Senley frystihúsið sem er eitt fjölmargra frystihúsa í borginni sem vinnur fyrir íslenska aðila. Síðdegis er fundur forseta og Han Yugun héraðsstjóra Shandong fylkis, Du Shicheng aðalritara Kommúnistaflokksins, Sun Shoupu varahéraðsstjóra og annarra ráðamanna í Shandong fylki og Qingdao borg. Fréttatilkynning
21.05.2005 Sjötti dagur opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Kína.
Forseti sækir viðskiptaráðstefnu í Qingdao með þátttöku fjölmargra íslenskra fyrirtækja, kínverskra samstarfsaðila þeirra og áhrifamanna úr stjórnkerfi borgarinnar og Shandong héraðs. Síðdegis heldur forseti og fylgdarlið aftur til Beijing. Forseti situr fyrir svörum kínverskra sjónvarpsmanna frá CCTV, kínverska ríkissjónvarpinu, vegna klukkustundar langs þáttar (Top Talk) sem sendur verður út síðar í þessum mánuði. Stjórnandi hans er Shui Junyi, en hann er þekktasti spjallþáttastjórnandi Kína. Um kvöldið sækir forseti menningardagskrá þar sem viðstaddir verða um 200 íslenskir ferðamenn sem eru samferða forseta og viðskiptasendinefnd í flugi til Kína. Fréttatilkynning
22.05.2005 Lokadagur opinberrar heimsóknar til Kína.
Blaðamaður kínverska viðskiptablaðsins China Business News tekur viðtal við forseta
24.05.2005 Forstjórar vinnueftirlitsstöðva á Norðurlöndum hitta forseta á Bessastöðum
24.05.2005 Nemendur úr Hrafnagilsskóla hitta forseta á Bessastöðum
25.05.2005 Kvöldverður á Konungssetrinu í Osló í boði Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar
25.05.2005 Forseti flýgur til Noregs þar sem hann tekur þátt í ráðstefnu um samstarf evrópskra borga í baráttunni við fíkniefnavandann. Fréttatilkynning
26.05.2005 Forseti flytur setningarræðu á ráðstefnu evrópskra borga um eiturlyfjavandann (European Cities Against Drugs) í Osló.
27.05.2005 Forseti tekur á móti þátttakendum á kvennaráðstefnunni Tengslanet. Ráðstefnan hefur verið haldin á Bifröst undanfarna daga
27.05.2005 Forseti tekur á móti hópi erlendra listasafnara á Bessastöðum, þeir eru m.a. frá Ítalíu, New York, Mexíkó og Íran
27.05.2005 Blaðamenn frá erlendum fjármála- og viðskiptablöðum funda með forseta
28.05.2005 Forseti opnar Kristjánsstofu í Byggðasafninu Hvoli á Dalvík sem helguð er Kristjáni Eldjárn forseta Íslands 1968-1980. Ræða
30.05.2005 Opinber heimsókn forseta Indlands, Dr. A. P. J. Abdul Kalam til Íslands hefst. Dagskrá
Opinber móttökuathöfn á Bessastöðum. Fundur forseta Íslands og forseta Indlands. Blaðamannafundur forsetanna. Ráðstefna á Nordica hóteli: "Synergies and Strengths of East and West". Forseti Íslands og forseti Indlands ávarpa ráðstefnuna. Hornsteinn lagður að nýbygginu Actavis. Dagskrá á vegum Veðurstofunnar í húsakynnum Háskóla Íslands í Öskju: "Warning and early information system of earthquakes and other geo-hazards". Kynning á starfsemi Samhæfingastöðvar Almannavarna í Skógarhlíð. Hátíðarkvöldverður til heiðurs forseta Indlands í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Ræða forseta Íslands
31.05.2005 Annar dagur opinberrar heimsóknar forseta Indlands til Íslands.
Forseti Indlands kynnir sér fiskveiðar á Íslandi um borð í togaranum Engey RE 1. Fundur forseta Indlands og Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum. Ferð til Þingvalla. Komið við á Nesjavöllum þar sem fer fram kynning á orkuframleiðslu, stutt stopp við borholu 16. Stoppað á Hakinu, gengið niður Almannagjá og komið við á Lögbergi. Hádegisverður á Þingvöllum í boði Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og frú Sigurjónu Sigurðardóttur. Í Reykjavík er síðan komið við á vetnis-áfyllingastöð Íslenskrar NýOrku og Skeljungs við Vesturlandsveg, ekið í vetnisstrætisvagni að Orkuveitu Reykjavíkur. Ráðstefna á vegum Orkuveitunnar: "Clean Energy and the Hydrogen Project in Iceland". Um kvöldið býður sendiherra Indlands á Íslandi til tónleika í Salnum til heiðurs forseta Indlands og móttöku í Gerðarsafni að lokum. Opinberri heimsókn lýkur. Myndir frá heimsókninni

Júní

01.06.2005 Forseti afhendir Íslensku menntaverðlaunin í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Fréttatilkynning. Verðlaunahafar
02.06.2005 Sólheimar í Grímsnesi 75 ára. Afmælissýning í Borgarleikhúsinu
02.06.2005 Forseti tekur þátt í blaðamannafundi SAMAN-hópsins og veitir viðurkenningu fyrir framlag til rannsókna á þeim þáttum sem hafa áhrif á mótun barna og ungmenna með sérstakri áherslu á mikilvægi foreldra í forvörnum
03.06.2005 Forseti ræðir við þýska blaðamenn á Bessastöðum
04.06.2005 Forseti opnar Víkina-Sjóminjasafnið í Reykjavík og afmælissýningu í tilefni af 100 ára sögu togaraútgerðar á Íslandi. Ávarp
05.06.2005 Forseti viðstaddur hátíðarhöld Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga í tilefni af 100 ára afmælinu. Guðsþjónusta í Þorgeirskirkju við Ljósavatn og síðan hátíðarsamkoma að Ýdölum í Aðaldal
05.06.2005 Forseti tekur þátt í sjómannamessu í Dómkirkjunni þar sem minnst verður látinna sjómanna
06.06.2005 Forseti afhendir umhverfisviðurkenningu Landverndar í Ráðhúsi Reykjavíkur
07.06.2005 Fundur með Magnúsi Scheving forstjóra Latabæjar
07.06.2005 Forseti tekur þátt í stjórnarfundi Special Olympics (símafundur)
08.06.2005 Stephen Jones fréttamaður frá BBC tekur viðtal við forseta
10.06.2005 Forseti opnar Norrænu bókbandssýninguna í Þjóðmenningarhúsinu. Ávarp
11.06.2005 Forseti tekur þátt í ráðstefnunni Náttúran í ríki markmiðanna (Nature in the Kingdom of Ends) á Selfossi og flytur setningarræðu
14.06.2005 Fulltrúar á alþjóðlegu þingi þjóðfræðinga (The 5th Celtic-Nordic-Baltic Folklore Symposium on Folk Legends) hitta forseta á Bessastöðum
14.06.2005 Fulltrúar á ráðstefnu kvenradíóamatöra, SYRLA (Scandinavian Young Ladies Radio Amateurs) hitta forseta á Bessastöðum
14.06.2005 Dick Evans, forstjóri Alcan, fundar með forseta á Bessastöðum
14.06.2005 Matthew Craze, blaðamaður frá Bloomberg News í Bretlandi, tekur viðtal við forseta
15.06.2005 Nemendur á vegum Snorraverkefnisins hitta forseta á Bessastöðum
16.06.2005 Forseti afhendir heiðursverðlaun Grímunnar á hátíðarsamkomu í Þjóðleikhúsinu. Forseti er verndari leiklistarverðlaunanna. Verðlaunahafar 2005
16.06.2005 Forseti býður fulltrúum á alþjóðlegri ráðstefnu þjóðhagfræðinga sem haldin er á vegum Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og Columbia háskólans í Bandaríkjunum til kvöldverðar á Bessastöðum. Viðfangsefni ráðstefnunnar eru þjóðhagsleg áhrif af hækkandi meðalaldri þjóða
16.06.2005 Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf:
Sendiherra Perú, hr. Max de la Fuente Prem
Sendiherra Kólumbíu, dr. Carlos Holmes Trujillo Garcia
Sendiherra Mexíkó, frú Martha Bárcena Coqui
Sendiherra Suður-Kóreu, hr. Young-seok Kim
16.06.2005 Forseti fundar með með sendiherrum erlendra ríkja
Sendiherra Tékklands, Jaroslav Horák
Sendiherra Serbíu og Svartfjallalands, hr. Dejan Vasiljevic
Sendiherra Israel, frú Liora Herzl
Sendiherra Póllands, hr. Anjrezej Jaroszynski
16.06.2005 Forseti flytur setningarræðu á norrænu þingi háls-, nef- og eyrnalækna
17.06.2005 Tólf Íslendingar sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Fréttatilkynning Mynd
17.06.2005 Þjóðhátíðardagur Íslendinga. Hátíðardagskrá á Austurvelli. Guðsþjónusta í Dómkirkjunni
23.06.2005 Forseti efnir til hádegisverðar með alþjóðastjórn Explorers Club og fulltrúum úr Íslandsdeild samtakanna. Alþjóðastjórnin heldur síðan fund á Bessastöðum en meðal þátttakenda í honum er dr. Kathey Sullivan fyrsta konan sem gekk úti í geimnum
24.-25.06.
2005
Forseti í Utah.
Forseti tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni af 150 ára afmæli landnáms Íslendinga í Utah en það er elsta landnám Íslendinga í Bandaríkjunum. Viðamikil og fjölbreytt dagskrá í Spanish Fork, sem fyrrum var miðstöð íslenska samfélagsins, forseti tekur þátt í vígslu minnismerkis sem reist er til að heiðra minningu íslenskra brautryðjenda í Utah.
Forseti er aðalræðumaður í hátíðarkvöldverði fólks af íslenskum uppruna og tekur þátt í málþingi um arfleifð Íslendinga í fylkinu. Forseti fundar með Jon M. Huntsman, ríkisstjóra Utah, forystumönnum íslenska samfélagsins og æðstu leiðtogum mormónakirkjunnar. Frétt í Utah News
27.06.2005 Ene Ergma, forseti eistneska þingsins, Riigikogu, fundar með forseta á Bessastöðum
28.06.2005 Fundur með sendiherra Kína, hr. Wang Xinshi
30.06.2005 Forseti flytur setningarræðu á norrænu læknaþingi sem ber heitið 28th Congress of Scandinavian Society of Anaestheiology and Intensive Care Medicine
30.06.2005 Forseti situr hátíðarsamkomu í Hátíðasal Háskóla Íslands í tilefni þess að Kristín Ingólfsdóttir prófessor tekur við starfi rektors
30.06.2005 Forseti flytur setningarræðu á ráðstefnu um húsnæðismál og framtíð borga. Ráðstefnan ber heitið: Housing in Europe: New Challenges and Innovations in Tomorrow's Cities og er haldin af Borgarfræðasetri Háskóla Íslands og Rannsóknarsetri í húsnæðismálum við Viðskiptaháskólann Bifröst í samvinnu við íbúðarlánasjóð og félagsmálaráðuneytið

Júlí

01.07.2005 Forseti tekur á móti forystumönnum Sólheima og erlendum gestum þeirra í tilefni af afmæli Sólheima.
02.07.2005 Sr. Eric Sigmar, prestur af íslenskum ættum frá Washington ríki í Bandaríkjunum hittir forseta á Bessastöðum
12.07.2005 Forseti heimsækir rússneska herskipið Levchenko sem er í vináttuheimsókn í Reykjavík en síðar í vikunni verður afhjúpað á Ísafirði minnismerki um þá sem fórust með skipalestinni QP-13 í síðari heimsstyrjöldinni
15.07.2005 Fundur með prófessor Paul Alan Cox þjóðháttagrasafræðingi
18.07.2005 Fundur með sendiherra Indlands, Mahesh Sachdev, í framhaldi af opinberri heimsókn forseta Indlands til Íslands 30. maí til 1. júní s.l.
19.07.2005 Forseti tekur þátt í setningu landsmóts skáta á Úlfljótsvatni. Forseti er verndari skátahreyfingarinnar

Ágúst

13.08.2005 Forseti á viðræður við kínverska viðskiptasendinefnd og íslenska samstarfsaðila þeirra
13.08.2005 Forseti flytur ræðu í hátíðarkvöldverði á þingi norrænna stjórnmálafræðinga, NOPSA (Nordic Political Science Association)
15.08.2005 William P. Wright blaðamaður frá Texas í Bandaríkjunum tekur viðtal við forseta
17.08.2005 Fulltrúar á norrænu lögfræðingaþingi hitta forseta á Bessastöðum
18.08.2005 Forseti viðstaddur setningu norræna lögfræðingaþingisins og afhendir verðlaunin "Knut och Alice Wallenbergs Stiftelses pris för rättsvetenskapliga insatser"
23.08.2005 Annar dagur opinberrar heimsóknar forseta Tékklands til Íslands.
Fundur forseta Tékklands og Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum. Ferð til Þingvalla. Komið við á Nesjavöllum en þar fer fram kynning á orkuframleiðslu, stutt stopp við borholu 25. Stoppað á Hakinu, gengið niður Almannagjá og komið við á Lögbergi. Hádegisverður á Þingvöllum í boði Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Frá Þingvöllum er ekið til Gullfoss og síðan komið við hjá Geysi. Opinberri heimsókn lýkur
22.-23.08. 2005 Opinber heimsókn forseta Tékklands, Václav Klaus til Íslands. Dagskrá
Opinber móttökuathöfn á Bessastöðum. Fundur forseta Íslands og forseta Tékklands. Blaðamannafundur forsetanna. Ráðstefna hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Kynning á vetnisverkefni NýOrku. Fundur forseta Tékklands og borgarstjóra Reykjavíkur, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Hátíðarkvöldverður á Bessastöðum til heiðurs forseta Tékklands, Václav Klaus og frú Livia Klausová. Ræða forseta Íslands
24.08.2005 Forseti tekur á móti alþjóðaforseta Lionshreyfingarinnar, Ashok Mehta, og forystumönnum Lionshreyfingarinnar á Íslandi
25.08.2005 Forseti tekur á móti fulltrúum þings Sambands norrænna kirkjugarða og bálstofa á Bessastöðum
25.08.2005 Forseti flytur ávarp á þingi Sambands norrænna kirkjugarða og bálstofa (NFKK). Umræðuefni þingsins er ,,Kirkjugarðurinn sem verustaður"
25.08.2005 Forseti flytur setningarávarp á norrænni ráðstefnu blindra og sjónskertra, Menneskrettighet - diskriminering. Ávarpið á íslensku Mannréttindi - misrétti
29.08.2005 Fundur forseta og Cherie Booth Blair forsætisráðherrafrú Bretlands
29.08.2005 Forseti fundar með erlendum athafnamönnum frá Evrópu og Bandaríkjunum
30.08.2005 Forseti afhendir verðlaun í sögusamkeppni SAFT
31.08.2005 Forseti efnir til kvöldverðar fyrir bandaríska þingmenn á Bessastöðum

September

01.09.2005 Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf
Sendiherra Taílands, hr. Chaisiri Anamarn;
Sendiherra Israel, frú Miryam Shomrat;
Sendiherra Vietnam, hr. Nguyen Xuan Hong
01.09.2005 Forseti setur alþjóðlega ráðstefnu InformNorden um almenningssamgöngur. Ávarp á ensku, íslensk útgáfa
02.09. 2005 Mani Shankar Aiyar olíumálaráðherra Indlands heimsækir landið í boði forseta Íslands. Ráðherra kynnir sér orkubúskap Íslendinga og ræðir við forystumenn í íslenskum orkuiðnaði. Viðræðufundur forseta og ráðherrans á Bessastöðum. Kvöldverður forseta Íslands til heiðurs ráðherra
03.09. 2005 Annar dagur heimsóknar olíumálaráðherra Indlands:

 

Ráðstefna um orkumál í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur. Kynning á nýtingu jarðvarma til orkuframleiðslu, nýtingu vetnis í almenningssamgöngum og starfsemi NýOrku og loks á starfsemi Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Ekið að Svartsengi þar sem Hitaveita Suðurnesja er heimsótt
03.09. 2005 Forseti fer á landsleik í knattspyrnu milli Íslendinga og Króata á Laugardalsvelli
04.09.2005 Forseti hittir stjórn Stofnunar Leifs Eiríkssonar og rektor Virginíuháskóla í tilefni af stofnun Leifssjóðs (Leifur Eiriksson Foundation). Um kvöldið efnir Seðlabanki Íslands til kvöldverðar til að fagna stofnun sjóðsins.
04.09.2005 Forseti tekur á móti fulltrúum á ráðstefnu systursamtaka Stígamóta á Norðurlöndum
06.-08.09. 2005 Ferð forseta til Búlgaríu í boði forseta Búlgaríu Georgi Parvanov. Forseti viðstaddur landsleik Íslendinga og Búlgara í knattspyrnu. Forseti á viðræður við ráðamenn í tengslum við sókn íslenskra fyrirtækja í landinu og kynnir sér forvarnir gegn fíkniefnum, en forseti Íslands er verndari evrópsks samstarfsverkefnis á þeim vettvangi, ECAD
12.09.2005 Kaþólskir biskupar á Norðurlöndum hitta forseta á Bessastöðum
12.09.2005 Færeyskir útvarpsmenn taka viðtal við forseta fyrir Útvarp Føroya
13.09.2005 Forseti tekur á móti rithöfundum og bókaútgefendum á Bessastöðum í tilefni af bókmenntahátíð
13.09.2005 Forseti fundar með forseta Búlgaríu Georgi Parvanov sem kom við á Íslandi á leið sinni vestur um haf
14.09.2005 Kanadískur blaðamaður, Arno Kopecky, frá Walrus Magazine tekur viðtal við forseta
14.09.2005 Eldri borgarar í Nessókn hitta forseta á Bessastöðum
14.09.2005 Fundur með sendiherra Argentínu, dr. Orlando R. Rebagliati
16.09.2005 Fundur forseta og Williams J. Clintons. Myndir
Viðræður forseta Íslands og Williams J. Clinton snerust einkum um þrjá efnisþætti:

 

Í fyrsta lagi baráttuna gegn eyðni í veröldinni og hvernig samstarf íslenskra og indverskra lyfjafyrirtækja gæti leitt til framleiðslu á eyðnilyfjum á ódýrari hátt en áður. Í öðru lagi hvernig reynsla Íslendinga á sviði umhverfisvænnar orku, bæði nýting jarðhita og tilraunir með nýtingu vetnis í almenningssamgöngum, gæti skapað grundvöll að raunhæfri umræðu um nýjar leiðir til að hamla gegn loftslagsbreytingum. Í þriðja lagi hvernig frumkvæði Magnúsar Scheving og Latabæjar hefur varpað nýju ljósi á baráttuna gegn offitu barna og ungmenna með hvatningu til að stunda íþróttir og neyta einkum heilsusamlegrar fæðu.
16.09.2005 Forseti í New York. Situr ráðstefnuna Clinton Global Initiative í boði Williams J. Clintons fyrrverandi forseta Bandaríkjanna
20.-21.09.2005 Forseti átti fundi í New York með ýmsum áhrifamönnum í alþjóðamálum og forystumönnum á sviði vísindarannsókna, m.a. Wally Broecker og snérust þær viðræður einkum um rannsóknir á loftslagsbreytingum og hvernig Ísland getur orðið að liði við að draga úr hlýnun jarðar; með Jeffry Sachs um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna, baráttu gegn eyðni og nýja stefnu í orkumálum; með John Mroz og öðrum forystumönnum East-West stofnunarinnar um nýja strauma í alþjóðamálum, aðgerðir í þágu friðar í Mið-Austurlöndum og breytingar í Austur-Evrópu
22.09.2005 Eldri borgarar í Garðabæ hitta forseta á Bessastöðum
26.09.2005 Forseti á viðræður við sendinefnd frá Xianyang-héraði í Kína en samningar um hitaveituframkvæmdir í héraðinu sem Orkuveita Reykjavíkur og Íslandsbanki eru aðilar að voru undirrataðir í opinberri heimsókn forseta til Kína
26.09.2005 Forseti viðstaddur undirritun samnings milli BBC og Latabæjar um að sýna efni Latabæjar í Bretlandi og nýta það í þágu heilbrigðra lífshátta. Forseti flytur ávarp við það tækifæri
27.09.2005 Ríkisráðsfundur á Bessastöðum
28.09.2005 Fundur með sendiherra Króatíu, frú Ana Marjia Besker
29.09.2005 Forseti opnar nýjan matarvef Gestgjafans
30.09.2005 Forsetahjón sitja kvöldverð Krabbameinsfélagsins í Gerðarsafni sem ætlaður er til styrktar starfsemi félagsins
30.09.2005 Bessastaðir lýstir upp í bleikum lit í tengslum við átak Krabbameinsfélagsins. Forsetahjónin tendra ljósin að viðstöddum ýmsum forystumönnum Krabbameinsfélagsins
30.09.2005 Nýr sendiherra Svíþjóð, frú Madeleine Ströje-Wilkens, afhendir trúnaðarbréf á Bessastöðum. Í kjölfarið er móttaka þar sem m.a. er boðið fjölmörgum sem átt hafa hlutdeild í samvinnu Íslands og Svíþjóðar. Mynd
30.09.2005 Frú Kazuko Enomoto frá Japan hittir forseta á Bessastöðum og afhendir styrk til góðgerðarmála á Íslandi. Hún hefur um árabil veitt slíka styrki
30.09.2005 Forseti hittir búlgarska frétta- og blaðamenn á Bessastöðum og ræðir m.a. um samstarf Íslands og Búlgaríu á sviði viðskipta og menningar

Október

01.10.2005 Forseti setur Alþingi Íslendinga. Þingsetningaræða
02.10.2005 Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaun grunnskólanna í Vetrargarðinum í Smáralind
03.10.2005 Forseti tekur á móti gestum alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar og afhendir Abbas Kiarostami leikstjóra sérstök heiðursverðlaun
05.10.2005 Forsvarsmenn heilbrigðismála í Eystrasaltsríkjunum ásamt íslenskum læknum og forystumönnum í heilbrigðismálum eiga fund með forseta um þróun heilsugæslu og smitsjúkdómavarna
05.10.2005 Þórólfur Þórlindsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands á fund með forseta um vímuefnaneyslu unglinga og árangur í forvörnum
05.10.2005 Alexander Rannikh sendiherra Rússlands á fund með forseta en sendiherrarnn lætur af störfum innan tíðar
05.10.2005 Viðræður við Birgi Thomsen formann sóknarnefndar Bessastaðakirkju um málefni kirkjunnar
07.10.2005 Forseti flytur ávarp við setningu málþings Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands um nám í nútíð og framtíð. Forseti er jafnframt verndari málþingsins
11.10.2005 Félagar í Roundtable á Íslandi hitta forseta á Bessastöðum
13.10.2005 Útgáfustjórn Nesútgáfunnar afhentu forseta nýtt og veglegt ritverk um Jóhannes Kjarval listmálara
14.10.2005 Forseti flytur ávarp á hátíðarsamkomu Verzlunarskóla Íslands í Borgarleikhúsinu í tilefni af aldarafmæli skólans
15.10.2005 Forseti flytur ávarp á Kjarvalsstöðum við opnun sýningarinnar Essens - verk Jóhannesar Kjarvals listmálara í tilefni þess að 120 ár eru liðin frá fæðingu hans
15.10.2005 Forseti flytur ávarp við opnun sýninga í Gerðasafni: „Tími Romanovættarinnar í Rússlandi“ og „Rússneskir íkonar á Íslandi“
17.10.2005 Forseti ræðir við blaðamenn frá helstu dagblöðum í Kína um samskipti landanna og árangur af opinberri heimsókn forseta Íslands til Kína fyrr á þessu ári
18.10.2005 Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf
Sendiherra Sri Lanka, hr. Nagoorpitchai Sikkander
Sendiherra Slóvakíu hr. Dusan Rozbora
Sendiherra Gíneu hr. Lansana Keita
19.10.2005 Forseti sækir tónleika á rússneskri menningarhátíð í Kópavogi
19.10.2005 Forseti ræðir við Jón Marvin Jónsson aðalræðismann og forystumann í samfélagi Vestur-Íslendinga í Seattle í Bandríkjunum
20.10.2005 Forseti ræðir við Kapil Sibal vísindamálaráðherra Indlands og sendinefnd hans um samvinnu Íslendinga og Indverja á sviði vísinda og tækni
20.10.2005 Forseti tekur á móti þátttakendum á ráðstefnu UNIFEM
20.10.2005 Forseti ræðir við Magnús Ólafson forystumann Vestur-Íslendinga í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum
21.10.2005 Opinber heimsókn forsetahjóna til Hafnarfjarðar. Dagskrá
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Guðmundur Sophusson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæjar taka á móti forsetahjónunum við bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar.

 

Þaðan er haldið að Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra. Forsetahjón hitta vistmenn, forráðamenn og starfsfólk, skoða málverkasýningu og kór Hrafnistu syngur fyrir gestina. Frá Hrafnistu liggur leiðin á Vallasvæðið þar sem kynning á nýju byggingasvæði fer fram. Þá er haldið í leikskólann Stekkjarás þar sem leikskólastjóri, starfsmenn og leikskólabörn sýna skólann og segja frá. Forsetahjón heimsækja Lækjarskóla þar sem skólastjóri, kennarar og nemendur kynna starfsemi skólans, m.a. nýbúadeild, sérdeild og fjölgreinadeild. Forsetahjón snæða hádegisverð með nemendum í matsal og hlýða á tónlistarflutning. Eftir hádegi liggur leiðin í Hraunsel, félagsheimili eldri borgara, þar sem kynnt verður fjölþætt tómstundastarfsemi heimilisins. Í Flensborgarskóla taka skólameistari, kennarar og nemendur á móti forsetahjónum og kynna þeim starfsemi skólans. Þá taka nemendur fjölmiðladeildar viðtal við forseta. Í hátíðarsal skólans syngur kór Flensborgar fyrir gesti, nemendur og kennara og forseti Íslands flytur ávarp og svarar spurningum nemenda. Eftir heimsókn í Byggðasafn Hafnarfjarðar er haldið að æfingahúsnæði fimleikafélagsins í Bjarkarhúsi og í kjölfarið eru forsetahjón viðstödd setningu Hansadaga í verslunarmiðstöðinni Firði. Eftir kvöldverð bæjarstjórnar er vígsla á nýjum göngu- og hjólastíg og opnun á sérstakri Hansaborgarsýningu. Flugeldasýning verður yfir Suðurhöfninni en þaðan gengið undir lúðrablæstri að Íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem heimsókn forsetahjóna til Hafnarfjarðar lýkur með Fjölskylduhátíð. Dagskrá hátíðarinnar er fjölþætt, m.a. flytur forseti Íslands ávarp og afhendir Hvatningu til ungra Íslendinga. Myndir úr heimsókninni
22.10.2005 Forseti sækir háskólahátíð í Háskóla Íslands og er viðstaddur brautskráningu kandídata
23.10.2005 Forseti flytur ávarp á Þjóðahátíð Íslenskrar ættleiðingar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forsetahjónin eru jafnframt verndarar hátíðarinnar. Ávarp forseta
24.10.2005 Forseti flytur ræðu á Norðurlandaráðsþingi æskunnar sem haldið er á Íslandi í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Hættan á loftslagsbreytingum er eitt helsta viðfangsefni þingsins. Ávarp forseta
25.10.2005 Forseti býður forystusveit Norðurlandaráðs til hádegisverðar á Bessastöðum. Ávarp forseta
26.10.2005 Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf:
Sendiherra El Salvador, hr. Martin Rivera Gómez
sendiherra Lettlands, hr. Maris Klisans
Sendiherra Póllands hr. Ryszard M. Czarny
27.10.2005 Forseti er verndari átaks í baráttu gegn fíkniefnum í tíu evrópskum borgum sem byggir á rannsókn og reynslu Íslendinga. Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík standa að verkefninu og Actavis er aðalstyrktaraðili þess. Samningar um verkefnið eru undirritaðir á Bessastöðum í dag
28.10.2005 Forseti tekur á móti stjórnendum, kennurum og starfsliði Austurbæjarskóla
28.10.2005 Forseti afhendir markaðsverðlaun ÍMARK fyrir árið 2005, annars vegar markaðsmaður ársins og hins vegar markaðsfyrirtæki ársins
28.10. 2005 Forseti tekur á móti söngmönnum úr finnska karlakórnum Ylioppilaskunnan Laulajat og karlakórnum Fóstbræðrum
29.10.2005 Forseti sækir tónleika Landsmóts íslenskra karlakóra í Hafnarfirði og slítur mótinu
30.10.2005 Forseti sækir hátíð á Laugum í Reykjadal í tilefni af 80 ára afmæli skólans. Ávarp forseta
31.10.2005 Forseti afhendir heiðursverðlaun Myndstefs til myndhöfunda í Listasafni Íslands
31.10.2005 Forseti heimsækir höfuðstöðvar KB banka ásamt dómnefndarmönnun Útflutningsverðlauna forseta Íslands

Nóvember

01.11.2005 Forseti afhendir Íslensku bjartsýnisverðlaunin í Íslensku óperunni og situr kvöldverð með nýjum verðlaunahafa og hinum eldri ásamt stjórn verðlaunanna
01.11.2005 Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi fundar með forseta
01.11.2005 Magnús Pétursson forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss fundar með forseta
02.11.2005 Forsetinn tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun húnsnæðislánakerfis og afhendir verðlaun í samkeppni grunnskólanemenda
02.11.2005 Forseti fundar um málefni norðurslóða með Lassie Heininen formanni Rannsóknarþings norðursins og Þorsteini Gunnarssyni rektors Háskólans á Akureyri
02.11.2005 Forseti fundar með Guðmundi Alfreðssyni forstöðumanni Wallenberg-stofnunarinnar í Svíþjóð
03.11.2005 Forseti opnar nýja skrifstofu Íslandsbanka í London
04.11.2005 Þátttakendur í ráðstefnu IceMUN, Iceland Model United Nations, hitta forseta á Bessastöðum
04.11.2005 Forseti afhendir Starfsmenntaverðlaun 2005 (Mennta- og starfsvettvangs atvinnulífsins) í húsnæði ASÍ
07.11.2005 Forseti situr stjórnarfund Special Olympics í Washington D.C.
10.11.2005 Forseti á fundi með bandarískum þingmönnum í Washington. Myndir
14.11.2005 Forseti situr Samráðsþing um loftslagsbreytingar (Global Roundtable on Climate Change) í Columbia háskólanum í New York
15.11.2005 Forseti flytur ávarp á morgunverðarfundi Seed Forum International í Norræna húsinu (Scandinavia House) í New York
16.11.2005 Forseti ræðir við hóp breskra blaðamanna
16.11.2005 Útgáfu nýs Íslandsatlas er fagnað á Bessastöðum. Forseta Íslands og umhverfisráðherra afhent fyrstu eintökin
16.11.2005 Forseti tekur á mót Quentin Tarantino, Eli Roth og fleiri kvikmyndagerðarmönnum á Bessastöðum
19.11.2005 Forsetahjón viðstödd embættistöku Alberts II fursta af Mónakó. Myndir
22.11.2005 Forseti fundar með Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND félagsins og Evald Krog, dönskum MND sjúklingi og höfundi bókar um hreyfitaugahrörnun um málefni MND sjúklinga
22.11.2005 Fundur forseta með Yu Xi, kínverskum málara og rithöfundi, um menningarsamvinnu Íslands og Kína
23.11.2005 Sendiherrar erlendra ríkja afhenda trúnaðarbréf: sendiherra Afganistan hr Yahya Maroofi og sendiherra Botsvana frú Bernatette Sebage Rathedi
24.11.2005 Forseti viðstaddur frumsýningu heimildarmyndarinnar Ómur af söng í Laugarásbíói
25.11.2005 Kínverskir blaðamenn taka viðtal við forseta á Bessastöðum
25.11.2005 Fundur með borgarstjóra Cuxhaven og stjórn vinabæjafélags Cuxhaven-Hafnarfjörður á Bessastöðum
28.11.2005 Fundur með Ira Magaziner og öðrum fulltrúum Clinton Foundation um baráttuna gegn eyðni í veröldinni og sérstakar aðgerðir í Afríku og Asíu
29.11.2005 Forseti viðstaddur afhendingu ágóða af söfnuninni „Árverknisátak gegn krabbameini” í húsnæði Krabbameinsfélagsins

Desember

01.12.2005 Kvöldverður á Bessastöðum til heiðurs Alþingi
01.12.2005 Forseti sækir hátíðarhöld stúdenta á fullveldisdaginn en þau eru helguð framtíð Háskóla Íslands. Síðdegis er móttaka á Bessastöðum fyrir forystusveit stúdenta og stjórnendur Háskóla Íslands
01.12.2005 Styrktaraðilar UNICEF á Íslandi og velgerðarsendiherra UNICEF Sir Roger Moore ræða við forseta á Bessastöðum í tilefni af undirritun styrktarsamnings
02.12.2005 Forseti tekur þátt í hátíðarhöldum í Menntaskólanum á Ísafirði í tilefni af 100 ára afmæli iðnfræðslu í bænum og flytur ávarp
02.12.2005 Forseti ræðir við Magnús Scheving um heilsuátak
02.12.2005 Forseti flytur ræðu á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldin er í tilefni af 60 ára afmæli Sambandsins. Efni ráðstefnunnar er lýðræði í sveitarfélögum
03.12.2005 Forseti afhendir verðlaun úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA. Athöfnin fer fram á Akureyri
03.12.2005 Forseti kveður skáksveit Hróksins á Reykjavíkurflugvelli en sveitin er á leið til Grænlands að færa Grænlendingum myndarlega skákgjöf
04.12.2005 Forseti fundar með Rem Koolhaas arkitekt um skipulagsmál
07.12.2005 Forseti situr hátíðarkvöldverð Austur-Vestur Stofnunarinnar (East West Institute) í boði stofnunarinnar í Guild Hall í Lundúnum
08.12.2005 Forseti sækir hátíðartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands ásamt Valery Amos barónessu, ráðherra í ríkisstjórn Tony Blairs og talsmanni ríkisstjórnarinnar í lávarðardeildinni en hún er heiðursgestur á tónleikunum
09.12.2005 Forseti afhendir styrk úr Vísinda- og rannsóknarsjóði Fræðslunets Suðurlands í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og flytur ávarp á hátíðarsamkomu
09.12.2005 Forseti fundar með Valerie Amos barónessu og ráðherra í bresku ríkisstjórninni um ýmsa þætti alþjóðamála, einkum málefni Afríku
09.12.2005 Börn úr Álftanesskóla tendra jólatré á Bessastöðum. Jólasveinar og söngur. Mynd
14.12.2005 Skrifað undir samkomulag um þátttöku Pétursborgar í forvarnarverkefninu "Ungmenni í Evrópu - gegn fíkniefnum" á fundi sem forseti Íslands á með borgarstjóra Pétursborgar Valentina I. Matvienko. Frétt
15.12.2005 Forseti tekur þátt í opnun Asíuvers við hátíðlega athöfn á Akureyri. Asíuverið er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands
20.12.2005 Forseti heimsækir Fjölskylduhjálp Íslands og kynnist hjálparstarfi þeirra í aðdraganda jólahátíðar
30.12.2005 Forseti afhendir viðurkenningu Alþjóðahússins fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda
31.12.2005 Ríkisráðsfundur á Bessastöðum