Veftré Print page English

FORSETI ÍSLANDS

 

 

Forseti Íslands er þjóðhöfðingi Íslands. Hann er eini fulltrúinn sem kosinn er af allri þjóðinni í beinni kosningu. Embætti forseta var stofnað með lýðveldisstjórnarskránni sem tók gildi 17. júní 1944.

Fimmti forseti lýðveldisins er Ólafur Ragnar Grímsson. Hann var kjörinn árið 1996 og tók við embætti 1. ágúst það sama ár. Hann var endurkjörinn árin 2000, 2004, 2008 og 2012.

 

Kjörtímabil forseta er fjögur ár. Samkvæmt stjórnarskránni fara forseti og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvald og forseti ásamt Alþingi með löggjafarvald. Lög skal bera upp fyrir forseta. Ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp skal það lagt fyrir forseta til staðfestingar innan tveggja vikna og fær þá lagagildi. Synji forseti lagafrumvarpi staðfestingar gengur frumvarpið engu að síður í gildi, en þá skal leggja það svo fljótt sem verða má undir þjóðaratkvæði og falla lögin úr gildi ef samþykkis er synjað þar en annars halda þau gildi sínu.

 

Forseti hefur ekki bein afskipti af stjórnarathöfnum en lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Handhafar forsetavalds í fjarveru forseta eru forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar.

Embættisbústaður forseta er að Bessastöðum á Álftanesi.