Veftré Print page English

Íslensku leiklistarverðlaunin árið 2009:

 
Sýning ársins
Leiksýningin Utan gátta eftir Sigurð Pálsson í sviðssetningu Þjóðleikhússins. Leikstjórn annaðist Kristín Jóhannesdóttir.
 
Leikskáld ársins
Sigurður Pálsson fyrir leikverkið Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
 
Leikstjóri ársins
Kristín Jóhannesdóttir fyrir leikstjórn í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
 
Leikari ársins í aðalhlutverki
Björn Thors fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Vestrinu eina í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
 
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Harpa Arnardóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Steinar í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka og Hafnarfjarðarleikhússins.
 
Leikari ársins í aukahlutverki
Bergur Þór Ingólfsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Milljarðamærin snýr aftur í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
 
Leikkona ársins í aukahlutverki
Birna Hafstein fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Steinar í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka og Hafnarfjarðarleikhússins.
 
Leikmynd ársins
Gretar Reynisson fyrir leikmynd í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
 
Búningur ársins
Gretar Reynisson fyrir búninga í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
 
Lýsing ársins
Halldór Örn Óskarsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Utan gátta í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
 
Tónlist ársins
Guðni Franzson fyrir tónlist í leiksýningunni Steinar í djúpinu í sviðssetningu Lab Loka og Hafnarfjarðarleikhússins.
 
Söngvari ársins
Valgerður Guðnadóttir fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Söngvaseiður í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
 
Dansari ársins
Margrét Bjarnadóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna og Hafnarfjarðarleikhússins.
 
Danshöfundur ársins
Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðardóttir fyrir kóreógrafíu í leiksýningunni Húmanímal í sviðssetningu Mín og vina minna og Hafnarfjarðarleikhússins.
 
Barnasýning ársins
Leiksýningin Bólu-Hjálmar eftir Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason í sviðssetningu Stoppleikhópsins. Leikstjórn annaðist Ágústa Skúladóttir.
 
Útvarpsverk ársins
Útvarpsleikritið Yfirvofandi eftir Sigtrygg Magnason. Tónlist eftir Úlf Eldjárn. Hljóðsetning Einar Sigurðsson. Leikstjórn annaðist Bergur Þór Ingólfsson.
 
Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands
Dansarinn, danshöfundurinn og listdansstjóri San Francisco-ballettsins Helgi Tómasson fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu danslistar.