Veftré Print page English

Vinaskógur

 

Merki VinaskógarVinaskógur var stofnaður árið 1990 í tilefni Landgræðsluskógaátaksins og hefur Skógræktarfélag Íslands haft yfirumsjón með gróðursetningu og umhirðu skógarins. Í reglum fyrir skóginn segir að við gróðursetningu skuli nota upprunalegar, íslenskar tegundir.


Vinaskógur er í landi Kárastaða, í nágrenni Þingvalla, vettvangs elsta þings í veröldinni. Honum er ætlað að minna á mikilvægi vináttu og friðar meðal manna. Í Vinaskóg hafa komið heimsþekktir gestir og gróðursett tré, m.a. fjölmargir þjóðhöfðingjar og fulltrúar erlendra ríkja og alþjóðlegra stofnana.


Landssvæði Vinaskógar er alls um 25 ha að stærð og hefur verið gerður uppdráttur af svæðinu sem er í vörslu Skógræktarfélags Íslands. Nýlokið er gagngerum endurbótum á aðkomu, merkingum og göngustígum í Vinaskógi sem miðuðu að því að gera heimsókn í þennan einstaka reit sem ánægjulegasta. Pokasjóður verslunarinnar studdi framkvæmdirnar af miklum myndarskap.


Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson er verndari Vinaskógar.

Vefsvæði Skógræktarfélags Íslands