Veftré Print page English

Íslensku leiklistarverðlaunin árið 2008:


Sýning ársins:
Leiksýningin Hamskiptin eftir Franz Kafka í sviðssetningu Lyric 
Hammersmith, Vesturports og Þjóðleikhússins. Leikstjórn önnuðust 
David Farr og Gísli Örn Garðarsson.


Leikskáld ársins:

Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir leikverkið Brák í sviðssetningu 
Söguleikhúss Landnámsseturs.


Leikstjóri ársins:

Kristín Eysteinsdóttir fyrir leikstjórn í leiksýningunni Þeim ljóta í 
sviðssetningu Þjóðleikhússins.


Leikari ársins í aðalhlutverki:

Þröstur Leó Gunnarsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ökutímum 
í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.


Leikkona ársins í aðalhlutverki:

Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir hlutverk sitt í einleiknum Brák í 
sviðssetningu Söguleikhúss Landnámsseturs.


Leikari ársins í aukahlutverki:

Ólafur Darri Ólafsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ívanov í 
sviðssetningu Þjóðleikhússins.


Leikkona ársins í aukahlutverki:

Ilmur Kristjánsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ívanov í 
sviðssetningu Þjóðleikhússins.


Leikmynd ársins:

Börkur Jónsson fyrir leikmynd í leiksýningunni Hamskiptunum í 
sviðssetningu Lyric Hammersmith, Vesturports og Þjóðleikhússins.


Búningar ársins:

María Ólafsdóttir fyrir búninga í söngleiknum Gosa í sviðssetningu 
Leikfélags Reykjavíkur.


Lýsing ársins:

Páll Ragnarsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Ívanov í sviðssetningu 
Þjóðleikhússins.


Tónlist ársins:

Lay Low fyrir tónlist í leiksýningunni Ökutímum í sviðssetningu 
Leikfélags Akureyrar.:


Söngvari ársins:

Sigrún Pálmadóttir fyrir hlutverk sitt í óperunni La Traviata í 
sviðssetningu Íslensku Óperunnar.


Dansari ársins:

Emilía Benedikta Gísladóttir fyrir hlutverk sitt í danssýningunni 
Kvart í sviðssetningu Íslenska dansflokksins.


Danshöfundur ársins:

Jo Strömgren fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Kvart í sviðssetningu 
Íslenska dansflokksins.


Barnasýning ársins:

Leiksýningin Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur í sviðssetningu 
Þjóðleikhússins. Tónlist eftir Sigurð Bjólu. Leikstjórn annaðist 
Þórhallur Sigurðsson.


Útvarpsverk ársins:
Útvarpsleikritið Besti vinur hundsins eftir Bjarna Jónsson. Tónlist 
eftir Hall Ingólfsson. Hljóðsetningu annaðist Georg Magnússon. 
Leikstjórn annaðist Bjarni Jónsson.


Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands:

Söngkonan Þuríður Pálsdóttir fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu 
sönglistar á Íslandi.


Áhorfendaverðlaunin (sýning ársins að mati áhorfenda):
Leiksýningin Fló á skinni í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.