Íslensku leiklistarverðlaunin árið 2007:
Sýning ársins:
Leiksýningin Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Leikstjórn annaðist Hilmir Snær Guðnason.
Leikskáld ársins:
Benedikt Erlingsson fyrir einleikinn Mr. Skallagrímsson í sviðssetningu Söguleikhúss Landnámsseturs.
Leikstjóri ársins:
Benedikt Erlingsson fyrir leikstjórn í leiksýningunni Ófögru veröld í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Leikari ársins í aðalhlutverki:
Benedikt Erlingsson fyrir hlutvek sitt í leiksýningunni Mr. Skallagrímssyni í sviðssetningu Söguleikhúss Landnámsseturs.
Leikkona ársins í aðalhlutverki:
Sigrún Edda Björnsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Degi vonar í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Leikari ársins í aukahlutverki:
Þröstur Leó Gunnarsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Killer Joe í sviðssetningu Leikhússins Skámána.
Leikkona ársins í aukahlutverki:
Charlotte Bøving fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ófögru veröld í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Leikmynd ársins:
Gretar Reynisson fyrir leikmynd í leiksýningunni Ófögru veröld í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur
Búningar ársins:
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir fyrir búninga í söngleiknum Legi í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Lýsing ársins:
Halldór Örn Óskarsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Ófögru veröld í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur.
Tónlist ársins:
Hljómsveitin Flís fyrir tónlist í söngleiknum Legi í sviðssetningu Þjóðleikhússins.
Söngvari ársins:
Bjarni Thor Kristinsson fyrir hlutverk sitt í óperunni Brottnáminu úr kvennabúrinu í sviðssetningu Íslensku óperunnar.
Dansari ársins:
Erna Ómarsdóttir fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Mysteries of Love í sviðssetningu Ernu Ómarsdóttur og Jóhanns Jóhannssonar.
Danshöfundar ársins:
Erna Ómarsdóttir og Margrét Sara Guðjónsdóttir fyrir kóreógrafíu í danssýningunni Mysteries of Love í sviðssetningu Ernu Ómarsdóttur og Jóhanns Jóhannssonar.
Barnasýning ársins:
Leiksýningin Abbababb! eftir Gunnar Lárus Hjálmarsson í sviðssetningu Leikhópsins Á senunni í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið.
Tónlist er eftir Gunnar Lárus Hjálmarsson.
Leikstjórn annaðist María Reyndal.
Útvarpsverk ársins:
Útvarpsleikritið Harún og sagnahafið eftir Salman Rushdie í þýðingu Karls Emils Gunnarssonar.
Leikstjórn annaðist Guðmundur Ingi Þorvaldsson.
Tónlist er eftir Axel Árnason.
Hljóðsetningu annaðist Björn Eysteinsson
Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands:
Leikararnir Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar á Íslandi.