Íslensku leiklistarverðlaunin árið 2004:
Sýning ársins:
Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason; leikgerð Baltasars Kormáks í sviðssetningu Þjóðleikhússins
Leikstjórn ársins:
Baltasar Kormákur fyrir Þetta er allt að koma
Leikari ársins í aðalhlutverki:
Eggert Þorleifsson fyrir leik sinn í Belgíska Kongó
Leikkona ársins í aðalhlutverki:
Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir túlkun sína á Edith Piaf
Leikari ársins í aukahlutverki:
Björn Thors fyrir hlutverk sitt í Græna landinu
Leikkona ársins í aukahlutverki:
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fyrir leik sinn í Ríkarði þriðja
Leikmynd ársins:
Grétar Reynisson fyrir Þetta er allt að koma
Búningar ársins:
Elín Edda Árnadóttir fyrir búningana í Chicago
Lýsing ársins:
Egill Ingibergsson fyrir Meistarinn og Margaríta
Tónlist ársins:
Jóhann G. Jóhannsson fyrir Edith Piaf
Leikskáld ársins:
Jón Atli Jónasson fyrir Brim
Dansverðlaun ársins:
Lára Stefánsdóttir, danshöfundur fyrir Lúnu
Danssýning ársins:
Lúna eftir Láru Stefánsdóttur í sviðssetningu Íslenska dansflokksins
Barnasýning ársins:
Dýrin í Hálsaskógi í sviðssetningu Þjóðleikhússins
Útvarpsverk ársins:
Viðar Eggertsson leikstjóri fyrir verkið Hinn íslenski aðall eftir Bjarna Jónsson, byggt á sögu Þorbergs Þórðarsonar
Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands:
Sigríður Ármann fyrir frumkvöðlastarf á sviði listdans
Áhorfendaverðlaun:
Chicago í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur