Veftré Print page English

Merki FVHÍslenski þekkingardagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2000 og er það Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem stendur fyrir honum.

Á Íslenska þekkingardeginum er jafnan haldin ráðstefna þar sem flutt eru erindi sem tengjast þema dagsins. Í lok ráðstefnunnar eru veitt Þekkingarverðlaun FVH, sem fyrirtæki eða stofnun hlýtur, og tilkynnt hver hljóti viðurkenningu félagsins sem viðskiptafræðingur eða hagfræðingur ársins.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga er fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskipta- og hagfræða. Rekja má sögu félagsins allt aftur til ársins 1938. Viðskipta- og hagfræðingar á Íslandi eru fjölmennur hópur og er félagið farvegur fyrir hagsmunamál þeirra, faglegt áhugastarf og samstarf. Félagið stendur að ýmiss konar fræðslu og endurmenntun, lætur gera kannanir á starfskjörum viðskipta- og hagfræðinga og efnir til viðburða sem efla tengsl félagsmanna.

Vefur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga