Veftré Print page English

European Cities Against Drugs (Samstarfsverkefni Evrópuborga gegn fíkniefnum)

 

Myndað hefur verið samstarf evrópskra borga í baráttunni gegn fíkniefnavandanum og ber samstarfið heitið European Cities Against Drugs. Reynsla Reykjavíkurborgar af markvissu starfi í skólum borgarinnar og meðal ungs fólks verður lögð til grundvallar í þessu starfi og einnig sótt í reynslusjóð annarra borga. Markmiðið er að leiða í ljós hvaða aðferðir hafa best dugað til að forða ungu fólki frá eiturlyfjum. Einnig verður tekið mið af þeim félagsfræðilegu rannsóknum sem gerðar hafa verið á Íslandi á þessu sviði en þær veita einstæðar upplýsingar um þróunina á löngu árabili.
Forseti Íslands er verndari samstarfsins.

Vefsvæði European Cities Against Drugs