Veftré Print page English

HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR

Eftirtaldir einstaklingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2012:

 

I. Íslenskir ríkisborgarar

30. júlí 2012

Karl Sigurbjörnsson biskup, stórkross fyrir störf og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs

 

24. júlí 2012

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, stórkross fyrir störf og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs

 

23. júlí 2012

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu

 

17. júní 2012

Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari og forseti Alþjóðasamtaka matreiðslumeistara, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu í alþjóðasamtökum matreiðslumeistara og á vettvangi íslenskra matreiðslumeistara
Gunnar Finnsson fyrrverandi varaframkvæmdastjóri og formaður Hollvina Grensásdeildar, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu endurhæfingar og heilbrigðismála
Halldór Þorgils Þórðarson tónlistarmaður og fyrrverandi skólastjóri, Búðardal, riddarakross fyrir störf í þágu tónlistar og tónlistarmenntunar í heimabyggð
Ingibjörg Björnsdóttir listdansari og fyrrverandi skólastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi íslenskrar danslistar
Jóhannes Einarsson fyrrverandi skólameistari, Hafnarfirði, riddarakross fyrir störf í þágu iðnmenntunar og verknáms
Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta
Ólafur Haralds Wallevik prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir og þróun umhverfisvænna byggingarefna
Sigríður Hafstað frá Tjörn, Svarfaðardal, riddarakross fyrir störf í þágu heimabyggðar, félagsmála og menningar
Sigrún Helgadóttir líf- og umhverfisfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til umhverfismenntunar og náttúruverndar
Sæmundur Sigmundsson bifreiðarstjóri, Borgarnesi, riddarakross fyrir störf í þágu fólksflutninga og ferðaþjónustuSæmundur Sigmundsson bifreiðarstjóri, Borgarnesi, riddarakross fyrir störf í þágu fólksflutninga og ferðaþjónustu
Þórdís Bergsdóttir forstöðumaður, Seyðisfirði, riddarakross fyrir framlag til ullariðnaðar og hönnunar 

 

1. janúar 2012

Arnar Jónsson leikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar.
Eymundur Magnússon bóndi, Vallanesi, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði búskaparhátta og matvælamenningar.
Friðrik Ásmundsson fyrrverandi skipstjóri og skólastjóri, Vestmannaeyjum, riddarakross fyrir framlag til öryggis sjómanna og menntunar skipstjórnarmanna.
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til uppbyggingar atvinnulífs á heilbrigðissviði.
Hafsteinn Guðmundsson fyrrverandi forstöðumaður, Keflavík, riddarakross fyrir forystu á vettvangi íþróttastarfs á Suðurnesjum og á landsvísu.
Halldór Guðmundsson rithöfundur og verkefnisstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra bókmennta.
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir skólastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra heimilisfræða.
Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.
Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar.
Stefán Hermannsson verkfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til borgarþróunar.
Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til nýsköpunar á sviði hugbúnaðar fyrir skóla.

 

 

II. Erlendir ríkisborgarar

 

2. ágúst 2012

Hermann-Josef Sausen, sendiherra Þýskalands, stórriddarakross með stjörnu