HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR
Eftirtaldir menn voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2002:
I. Íslenskir ríkisborgarar:
1. janúar
Bjarnfríður Leósdóttir, Akranesi, riddarakross fyrir störf að verkalýs- og félagsmálum.
Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta.
Garðar Gíslason hæstaréttardómari, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu.
Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu háskólamenntunar
Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og skipasmiður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til kynningar á landafundum og siglingum til forna.
Gunnar Þórðarson tónlistamaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.
Hildur Hálfdanardóttir, Kópavogi, riddarakross fyrir störf að mannúðarmálum.
Ingibjörg Haraldsdóttir þýðandi og rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu bókmennta.
Kári Stefánsson forstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu vísinda og viðskipta.
Matthías Andrésson tollvörður og tréskurðarlistamaður, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks útskurðar.
Sigrún Oddsdóttir, Nýjalandi í Garði, riddarakross fyrir störf í þágu bindindis- og félagsmála.
Stella Guðmundsdóttir fyrrverandi skólastjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu mennta og fræðslu.
17. maí
Ásgeir Pétursson fv. formaður orðunefndar, Reykjavík, stórriddarakross með stjörnu.
17. júní
Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf í þágu mænuskaddaðra.
Auður Laxness húsfreyja, Mosfellsbæ, stórriddarakross fyrir framlag til íslenskrar menningar.
Guðrún Nielsen íþróttakennari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íþróttamála aldraðra.
Gunnsteinn Gíslason oddviti í Árneshreppi á Ströndum, riddarakross fyrir störf að félags- og byggðarmálum.
Halldór Björnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu launafólks og verkalýðshreyfingar.
Haraldur Örn Ólafsson, Reykjavík, riddarakross fyrir afreksverk.
Ólafur Jónsson fv. framkvæmdastjóri, Selfossi, riddarakross fyrir störf í þágu skógræktar.
Ólafur Jónsson fv. bæjarfulltrúi, Kópavogi, riddarakross fyrir störf að félagsmálum.
Ríkharður Jónsson fv. knattspyrnumaður, Akranesi, riddarakross fyrir störf í þágu íþrótta.
Sigríður Theódóra Sæmundsdóttir húsfreyja, Skarði á Landi, riddarakross fyrir störf í þágu safnaðar- og félagsmála.
Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu menningar og lista.
Valdimar K. Jónsson prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu vísinda.
Valgeir Þorvaldsson forstöðumaður Vesturfarasetursins, Hofsósi, riddarakross fyrir eflingu menningartengdrar ferðaþjónustu.
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu.
Össur Kristinsson stoðtækjafræðingur, Kópavogi, riddarakross fyrir tækninýjungar og frumkvöðulsstörf í atvinnumálum.
II. Erlendir ríkisborgarar:
12. febrúar
Timo Ernamo útgáfustjóri, Helsinki, riddarakross.
17. apríl
Poul Christian Matthiessen framkvæmdastjóri, Kaupmannahöfn, stórriddarakross.
22. apríl
Hubert Seelow prófessor, Þýskalandi, riddarakross.
24. apríl
Valery Pavlovich Berkov prófessor, St. Pétursborg, riddarakross.
Bela Petrovna Karamzina ritari, Moskvu, riddarakross.
Olga Alexandrovna Smirnitskaya prófessor, Moskvu, riddarakross.
23. maí
Anna Kisselgoff gagnrýnandi, New York, riddarakross.
7. júní
Susanne Folmer Hansen framkvæmdastjóri, Kaupmannahöfn, riddarakross.
8. júlí
Herman af Trolle sendiherra, Svíþjóð, stórkross.
29. júlí
Arne Holm ræðismaður, Bergen, stórriddarakross.
9. ágúst
Istaván Fluck læknir, Búdapest, riddarakross.
19. ágúst
Nand Lal Khemka aðalræðismaður, Nýju Delhi, riddarakross.
24. september
Magnus Eliason fv. borgarráðsmaður, Winnipeg, riddarakross.
3. október
Sheila B. Blume geðlæknir, Bandaríkjunum, riddarakross.
Terence T. Gorski áfengisráðgjafi, Bandaríkjunum, riddarakross.
John Wallace sálfræðingur, Bandaríkjunum, riddarakross.
10. október
Gerrard Nelson ættfræðingur, Kanada, riddarakross.
14. nóvember
Kjell Hanson vararæðismaður, Svíþjóð, riddarakross.
Thorsten Thörnblad vararæðismaður, Svíþjóð, riddarakross.
27. nóvember
Heinz Böcker, Þýskalandi, riddarakross.
27. nóvember
Oswald Dreyer-Eimbcke ræðismaður, Hamborg, stórriddarakross.