Sitemap Print page Íslenska

HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR

Eftirtaldir einstaklingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2013:

 

I. Íslenskir ríkisborgarar

1. janúar 2013

Eggert Pétursson myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstjóri, Djúpuvík, riddarakross fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifðum byggðum
Helga Birna Gunnarsdóttir þroskaþjálfi, Hafnarfirði, riddarakross fyrir störf í þágu fatlaðs fólks, menntunar og félagsmála þroskaþjálfa
Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði og rannsóknir á sviði forvarna
Ingibjörg Einarsdóttir skrifstofustjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til eflingar á lestrarhæfni grunnskólanema
Kristín Guðmundsdóttir íþróttakennari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til þjálfunar fatlaðra íþróttamanna
Kristján Eyjólfsson læknir, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði hjartalækninga og framlag til heilbrigðisvísinda
Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskrar leiklistar
Sveinn Elías Jónsson bóndi og byggingameistari, Kálfsskinni, riddarakross fyrir störf í þágu atvinnulífs og félagsmála í heimabyggð
Þórir Baldursson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar

 

17. júní 2013

Árni Bergmann rithöfundur, Reykjavík riddarakross fyrir framlag til bókmennta og menningar
Gísli B. Björnsson grafískur hönnuður og fyrrverandi skólastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjendastarf í íslenskri grafík og framlag til menntunar hönnuða
Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskólans sjómanna, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til öryggismála sjómanna
Jóna Berta Jónsdóttir fyrrverandi matráðskona, Akureyri, riddarakross fyrir störf að mannúðarmálum
Kristín Steinsdóttir, rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta
Kristján Ottósson blikksmíðameistari og framkvæmdastjóri Lagnafélags Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu í lagnamálum
Óli H. Þórðarson fyrrverandi framkvæmastjóri Umferðarráðs, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til öryggismála og umferðarmenningar
Sigrún Einarsdóttir glerlistamaður, Kjalarnesi, riddarakross fyrir framlag til eflingar íslenskrar glerlistar
Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu á vettvangi líknarmeðferðar

 

II. Erlendir ríkisborgarar

28. maí 2013

Sauli Niinistö, forseti Finnlands, stórkross með keðju; opinber heimsókn til Íslands
Jenni Haukio, forsetafrú Finnlands, stórkross
Teemu Tanner, forsetaritari, Finnlandi, stórkross
Irma Ertman, sendiherra, Finnlandi, stórkross
Paula Kankaanpää, prófessor, Finnlandi, riddarakross
Tero Vauraste, forstjóri, Finnlandi, riddarakross
Lt. Col. Marko Kivelä, Aide-de-Camp, Finnlandi, stórriddarakross með stjörnu
Tiina Myllyntausta, prótókollstjóri, Finnlandi, stórkross
Jukka Salovaara, sviðsstjóri, Finnlandi, stórriddarakross
Cdr. Kaarle Wikström, Aide-de-Camp, Finnlandi, riddarakross
Liina Aulin, fjölmiðlafulltrúi, Finnlandi, riddarakross
Mikael Antell, sendiráðunautur, Finnlandi, riddarakross
Lassi Heininen, prófessor, Finnlandi, riddarakross
Anu Lehtinen, fjölmiðlafulltrúi, Finnandi, riddarakross

 

6. júní 2013

Silje Arnekleiv, sendiráðsritari, Noregi, riddarakross

 

25. júní 2013

Joachim Gauck, forseti Þýskalands, stórkross með keðju
Daniela Schadt, forsetafrú Þýskalands, stórkross

 

22. júlí 2013

Anders Ljunggren, sendiherra, Svíþjóð, stórkross

 

23. júlí 2013

Sören, Haslund, sendiherra, Danmörk, stórkross

Font size: St笫a leturMinnka letur