Veftré Print page English

HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR

Eftirtaldir einstaklingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2009:

 

I. Íslenskir ríkisborgarar

18. desember 2009

Árni Kolbeinsson forseti Hæstaréttar Íslands, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu.

 

17. júní 2009

Árný J. Guðjohnsen ritari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að félags- og mannúðarmálum. 
Björn Jónsson fyrrverandi skólastjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til uppeldismála, menningar og skógræktar.
Böðvar Guðmundsson rithöfundur, Danmörku, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar menningar og bókmennta. 
Guðrún Jónsdóttir bóndi, Arnbjargarlæk, riddarakross fyrir störf á vettvangi félags- og velferðarmála. 
Hafsteinn Þorvaldsson fyrrverandi formaður UMFÍ, Selfossi, riddarakross fyrir framlag til félags-  og íþróttamála.
Helga Jónsdóttir bæjarstýra, Fjarðabyggð, riddarakross fyrir framlag til opinberrar stjórnsýslu.
Hólmfríður Árnadóttir fyrrverandi prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til listgreinakennslu í íslensku skólakerfi.
Ólafur Eggertsson bóndi, Þorvaldseyri, riddarakross fyrir nýjungar í landbúnaði.
Pálína Ása Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sviss, riddarakross fyrir framlag til alþjóðlegs hjálparstarfs.
Páll Bergþórsson fyrrverandi veðurstofustjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir á veðurfari og sögu þess.

                                                                                      

Kristín Oddsdóttir Bonde sendiráðsritari, Danmörku, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu. 
Vibeke Nörrgaard Nielsen rithöfundur, Danmörku, riddarakross fyrir framlag til eflingar menningartengsla milli Íslands og Danmerkur.

 

1. janúar 2009

Ástbjörg Stefanía Gunnarsdóttir íþróttakennari, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði í almenningsíþróttum og lýðheilsu 
Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og menningarlífs 
Grétar Þorsteinsson fyrrverandi forseti ASÍ, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks verkafólks 
Grímur Karlsson fyrrverandi skipstjóri, Reykjanesbæ, riddarakross fyrir smíði báta- og skipalíkana
Hildur Sæmundsdóttir ljósmóðir, Grundarfirði, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðismála og forvarna 
Jón Arnþórsson forstöðumaður Iðnaðarsafnsins, Akureyri, riddarakross fyrir framlag til varðveislu íslenskrar verkkunnáttu og safnamenningar
Jón Eiríksson fræðimaður og fyrrverandi oddviti, Vorsabæ á Skeiðum, riddarakross fyrir félagsstörf og framlag til menningarsögu 
Kjartan Ragnarsson forstöðumaður Landnámsseturs Íslands, Borgarnesi, riddarakross fyrir störf í þágu leiklistar og nýsköpun í miðlun menningararfs 
María Jónsdóttir kvæðakona og fyrrverandi bóndi, Hvolsvelli, riddarakross fyrir framlag til varðveislu þjóðlegrar kvæðamenningar 
Sigurður Guðmundsson forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðismála 
Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar

 

II. Erlendir ríkisborgarar

3. febrúar 2009

Nicole Michelangeli, fv. sendiherra Frakklands á Íslandi, stórriddarakross með stjörnu fyrir störf í opinbera þágu 

24. júní 2009

Kanji Ohashi, aðalræðismaður, Kyoto, Japan, riddarakross fyrir framlag til eflingar menningartengsla milli Íslands og Japans 

28. ágúst2009

Leif Mogens Reimann, sendiherra, Danmörku, stórriddarakross með stjörnu.
Madelene Ströje-Wilkens, sendiherra, Svíþjóð, stórriddarakross með stjörnu.