Veftré Print page English

HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR

Eftirtaldir menn voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2004:


I. Íslenskir ríkisborgarar:


1. janúar

Bryndís Tómasdóttir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu Parkinsonsamtakanna.

Elín Sigurlaug Sigurðardóttir húsfreyja, Torfalæk, Húnavatnssýslu, riddarakross fyrir framlag til varðveislu íslensks handverks.

Ellert Eiríksson fv. bæjarstjóri, Reykjanesbæ, riddarakross fyrir störf að sveitarstjórnar- og félagsmálum.

Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir störf að ferðamálum.

Finnbogi Eyjólfsson, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf innan bílgreinarinnar.

Guðrún Margrét Páldóttir framkvæmdastjóri ABC-hjálparstarfs, Reykjavík, riddarakross fyrir líknarstörf á alþjóðavettvangi.

Gunnar Dal (Halldór Sigurðsson) heimspekingur og rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir ritstörf og framlag til íslenskrar menningar.

Hörður Áskelsson organisti, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.

Margrét Gísladóttir forvörður, Kópavogi, riddarakross fyrir varðveislu textílfornmuna.

Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður, Spáni, riddarakross fyrir afrek í íþróttum.

Ragnheiður Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til barnahjúkrunar.

Sigurður Guðmundsson listamaður, Kína, riddarakross fyrir listsköpun og framlag til menningar.

Tryggvi Gíslason fv. skólameistari Menntaskólans á Akureyri, Kópavogi, riddarakross fyrir störf að menntamálum.

Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir vísindastörf og framlag til hátækniatvinnugreina.


17. júní

Aðalgeir Kristjánsson, sagnfræðingur, Reykjavík, riddarakross, fyrir fræðistörf.

Aðalsteina Magnúsdóttir, húsmóðir, Grund í Eyjafirði, riddarakross, fyrir varðveislu menningarverðmæta og landbúnaðarstörf.

Ari Teitsson, fv. formaður Bændasamtaka Íslands, Hrísum, S-Þingeyjarsýslu, riddarakross, fyrir störf að félagsmálum bænda.

Arnaldur Indriðason, rithöfundur, Reykjavík, riddarakross, fyrir ritstörf.

Edda Bergmann Guðmundsdóttir, fv. formaður Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, riddarakross, fyrir störf að íþróttamálum fatlaðra.

Jóhann Axelsson, prófessor, Reykjavík, riddarakross, fyrir vísindastörf.

Magnús Kr. Guðmundsson, útgerðarmaður, Tálknafirði, riddarakross, fyrir störf að sjávarútvegsmálum.

Margrét Pálmadóttir, tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross, fyrir frumkvæði í tónlist.

Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, Kópavogi, riddarakross, fyrir tónlistarstörf.

Sigurbjörn Bárðarson, íþrótta- og tamningamaður, Kópavogi, riddarakross, fyrir framlag til hestaíþrótta.

Steinunn Friðriksdóttir, formaður Styrks, Seltjarnarnesi, riddarakross, fyrir störf í þágu krabbameinssjúkra.

Tómas Grétar Ólason, verkstjóri, Kópavogi, riddarakross, fyrir störf að líknar- og félagsmálum.

Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna ’78, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf að réttindamálum samkynhneigðra.


II. Erlendir ríkisborgarar:


4. janúar

Richard Ringler, prófessor, Wisconsin, Bandaríkjunum, riddarakross, fyrir fræðistörf.


22. apríl

John James Waickwicz, aðmíráll, Bandaríkjunum, stórriddarakross með stjörnu.


3. maí

Arnold Rüütel forseti Eistlands, stórkross.


18. júní

Kirsten Torberg Sá Machado, fv. utanríkisráðherrafrú, Portúgal, riddarakross.


25. júní

Flemming Mörch, sendiherra, Danmörku, stórkross.


25. júní

Ludovikus Oidtmann, forstjóri Þýskalandi, riddarakross.

Friedrich Oidtmann, forstjóri, Þýskalandi, riddarakross.


26. júlí

Inge Arne Stöve, bankastjóri, Noregi, riddarakross.


7. september

Hennar konunglega tign Krónprinsessa Victoria, Svíþjóð, stórkross.

Kirstine von Blixen-Fincke, yfirhirðdama og barónessa, Svíþjóð, stórkross.

Frank Rosenius, varaaðmíráll, Svíþjóð, stórkross.

Bertil Jobeus, sendiherra, Svíþjóð, stórkross.

Catherine von Heidenstam, prótókollstjóri og sendiherra, Svíþjóð, stórriddarakross með stjörnu.

Elisabeth Tarras-Wahlberg, upplýsingafulltrúi og skrifstofustjóri HKT krónprinsessunnar, Svíþjóð, stórriddarakross með stjörnu.

Christina von Schwerin, barónessa, hirðdama HH Silviu drottningar, Svíþjóð, stórriddarakross.

Ulf Gunnehed, ofursti, fylgdarmaður HH Carls XVI Gustafs Konungs, Svíþjóð, stórriddarakross.

Ulf Svenér, sendifulltrúi, Svíþjóð stórriddarakross.

Ann Årefeldt, deildarstjóri, Svíþjóð, riddarakross.

Per Sjöberg, deildarstjóri, Svíþjóð, riddarakross.

Marie Hadd, deildarstjóri, Svíþjóð, riddarakross.

Karin Grundel, þriðji sendiráðsritari, Svíþjóð, riddarakross.