Veftré Print page English

HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR

Eftirtaldir menn voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2000:


 

I. Íslenskir ríkisborgarar:


1. janúar

Anna Þrúður Þorkelsdóttir formaður Rauða kross Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu mannúðarmála.

Áslaug Sigurbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir mannúðarstörf.

Birna G. Bjarnleifsdóttir, Reykjavík, riddarakross fyrir fræðslustörf í þágu ferðamála.

Grímur Eysturey Guttormsson kafari, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu hafnargerðar og umhverfisverndar.

Guðný Halldórsdóttir leikstjóri, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir kvikmyndagerð.

Jóhann Sigurðsson útgefandi, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu í heildarútgáfu Íslendingasagna á ensku.

Ólafur Haukur Árnason ráðunautur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að bindindismálum og áfengisvörnum.

Óskar H. Gunnarsson framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framfarastörf í osta- og mjólkuriðnaði.

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir dósent, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að jafnréttismálum.

Þorkell Bjarnason ráðunautur, Laugarvatni, riddarakross fyrir störf við ræktun íslenska hestsins.

Þórunn Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu menningar og lista.


17. júní

Auður Garðarsdóttir, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að safnaðarmálum.

Bjarni Guðráðsson, organisti, Nesi í Reykholtsdal, riddarakross fyrir störf að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja.

Bolli Gústavsson, vígslubiskup Hólum í Hjaltadal, stórriddarakross fyrir störf í þágu kristni og kirkju.

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Reykjavík, stórriddarakross með stjörnu fyrir störf í opinbera þágu.

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu.

Helga Soffía Konráðsdóttir, formaður Prestafélags Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu kristni og kirkju.

Herra Jóhannes Mathijs Gijsen, biskup kaþólskra, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í þágu kristni og kirkju.

Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup, Reykjavík, stórriddarakross með stjörnu fyrir störf í þágu kristni og kirkju.

Kristín Möller, Reykjavík, KFUK, riddarakross fyrir kristilegt starf.

Rannveig Fríða Bragadóttir, óperusöngkona, riddarakross fyrir tónlistarstörf.

Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup, Skálholti, stórriddarakross fyrir störf í þágu kristni og kirkju.

Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf að sveitastjórnarmálum.

Sólveig Pétursdóttir, kirkjumálaráðherra, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu.

Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari og rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir fræðslu og ritstörf.


II. Erlendir ríkisborgarar:


4. apríl

Holger Strandberg, ræðismaður, Vasa, Finnlandi, stórriddarakross


19. júlí

Cornelio Sommaruga, fv. forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Sviss, stórriddarakross með stjörnu


20. júlí

Robert Cantoni, sendiherra, Frakklandi, stórriddarakross með stjörnu

Henning Rovsing Olsen, Danmörku, riddarakross


4. ágúst

Bjarni Tryggvason, geimfari, Manitoba, Kanada, riddarakross

David Gislason, Manitoba, Kanada, riddarakross

dr. Baldur R. Stefansson, Winnipeg, Kanada, riddarakross

dr. Irvin Olafson, Gimli, Kanada, riddarakross

dr. Kenneth Thorlakson, Winnipeg, Kanada, riddarakross

Eric Stefanson, Winnipeg, Kanada, riddarakross

Gail Einarson-McCleery, Toronto, Kanada, riddarakross

Heather Alda Irland, ræðismaður, Vancouver, Kanada, riddarakross

J. Timothy Samson, lögfræðingur, Manitoba, Kanada, riddarakross

Janis Johnson, öldungadeildarþingmaður Ottawa, Kanada, riddarakross

John Harvard, þingmaður, Winnipeg, Kanada, riddarakross

Neil Ofeigur Bardal, aðalræðismaður, Gimli, Kanada, riddarakross

Sigrid Johnson, Winnipeg, Kanada, riddarakross


 

19. september

Barbro Skutnäs, Helsinki, Finnland, riddarakross

Caj Söderlund, Helsinki, Finnland stórriddarakross

Esko Riepula, rektor, Rovaniemi, Finnland, stórriddarakross

Frank Edman, sendiráðunautur, Helsinki, Finnland, stórriddarakross

Jan-Erik Enestam, ráðherra, Helsinki, Finnland, stórkross

Jari Kallio, Helsinki, Finnland, stórriddarakross

Jarmo Viinanen, Helsinki, Finnland, stórriddarakross

Johannes Bäckström, prótókollstjóri, Helsinki, Finnland, stórriddarakross með stjörnu

Maria Romantschuk, Helsinki, Finnland riddarakross

Mika Peltonen, Helsinki, Finnland, stórriddarakross með stjörnu

Pentti Arajärvi, deildarstjóri, Helsinki, Finnland, stórkross

Pertti Torstila, Helsinki, Finnland, stórkross

Riitta Heinämaa, forstöðumaður Norræna hússins, riddarakross

Suvi Kautto, Helsinki, Finnland, riddarakross

Tarja Halonen, forseti Finnlands, Helsinki, Finnland, stórkross með keðju

Timo Koponen, sendiherra, stórkross