Veftré Print page English

 

HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR

Eftirtaldir menn voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2008:



I. Íslenskir ríkisborgarar

1. janúar 2008

Bjarni Ásgeir Friðriksson íþróttamaður og ólympíuverðlaunahafi, Reykjavík, riddarakross fyrir íþróttaafrek og framlag til íþróttafræðslu

Björgvin Magnússon fyrrv. skólastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu skátahreyfingar og æskulýðs

Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri, Garðabæ, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu

Erlingur Gíslason leikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og menningar

Inga Lára Baldvinsdóttir sagnfræðingur, Eyrarbakka, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar ljósmyndasögu og varðveislu menningararfleifðar

Ingibjörg Þorbergs tónskáld, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar

Margrét Eybjörg Margeirsdóttir félagsráðgjafi, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að félags- og velferðarmálum

Ólafur Elíasson myndlistarmaður, Hellerup, Danmörku, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar

Sigríður Pétursdóttir bóndi, Ólafsvöllum á Skeiðum, riddarakross fyrir störf að ræktun íslenska fjárhundsins

Sigrún Eldjárn rithöfundur og myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar barnamenningar  
Þórir Stephensen fyrrv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu kirkju, sögu og samfélags


 

17. júní 2008

Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsóknarprófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu jarðvísinda og rannsóknir á sögu veðurfars
Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri, Kópavogi, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu
Haraldur Helgason verslunarmaður, Akureyri, riddarakross fyrir störf að verslun
Helgi Björnsson rannsóknarprófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra og alþjóðlegra jöklarannsókna og vísindasamstarfs
Kjartan Sveinsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir nýsköpun í tónlist
Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari, Garðabæ, riddarakross fyrir framlag til almenningsíþrótta
Ólafur Gaukur Þórhallsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi tónlistar og tónsmíða
Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri, Ísafirði, riddarakross fyrir störf að tónlistarmenntun
Svafa Grönfeldt rektor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu atvinnulífs og háskólamenntunar
Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu minjaverndar og að varðveislu íslenskrar húsagerðar
Þuríður Rúrí Fannberg myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar



 

27. ágúst 2008

Alexander Petersson handknattleiksmaður, riddarakross fyrir afrek í íþróttum
Arnór Atlason handknattleiksmaður, riddarakross fyrir afrek í íþróttum
Ásgeir Örn Hallgrímsson handknattleiksmaður, riddarakross fyrir afrek í íþróttum
Björgvin Páll Gústavsson handknattleiksmaður, riddarakross fyrir afrek í íþróttum
Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, riddarakross fyrir forystu í íslenskum handbolta
Guðjón Valur Sigurðsson handknattleiksmaður, riddarakross fyrir afrek í íþróttum
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari, stórriddarakross fyrir framlag til afreksíþrótta
Guðmundur Ágúst Ingvarsson formaður Handknattleiks-sambands Íslands, stórriddarakross fyrir forystu í íslenskum handbolta
Hreiðar Levy Guðmundsson handknattleiksmaður, riddarakross fyrir afrek í íþróttum
Ingimundur Ingimundarson handknattleiksmaður, riddarakross fyrir afrek í íþróttum
Logi Geirsson handknattleiksmaður, riddarakross fyrir afrek í íþróttum
Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður, stórriddarakross fyrir afrek í íþróttum
Róbert Gunnarsson handknattleiksmaður, riddarakross fyrir afrek í íþróttum
Sigfús Sigurðsson handknattleiksmaður, riddarakross fyrir afrek í íþróttum
Snorri Steinn Guðjónsson handknattleiksmaður, riddarakross fyrir afrek í íþróttum
Sturla Ásgeirsson handknattleiksmaður, riddarakross fyrir afrek í íþróttum
Sverre Andreas Jakobsson handknattleiksmaður, riddarakross fyrir afrek í íþróttum


 

II. Erlendir ríkisborgarar

20. maí 2008

John Hungerford læknir, London, Bretlandi, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskra sjúklinga