Veftré Print page English

HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR

 

Eftirtaldir menn voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2006:


I. Íslenskir ríkisborgarar


15. desember 2006

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Reykjavík, stórkross


17. júní 2006

Anh-Dao Tran, kennslufræðingur og verkefnisstjóri, Kópavogi, riddarakross, fyrir störf í þágu nýrra Íslendinga og íslensks fjölmenningarsamfélags

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna

Gunnar Kvaran, prófessor og sellóleikari, Seltjarnarnesi, riddarakross, fyrir framlag til íslenskrar tónlistar

Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu kirkju og samfélags

Jóhannes Bergsveinsson, fv. yfirlæknir, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu áfengis- og vímuefnasjúklinga

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf að vörslu og kynningu íslenskra þjóðminja

Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, Hafnarfirði, riddarakross fyrir frumkvæði í menntamálum

Ólafur Ragnarsson, útgefandi, Reykjavík, riddarakross, fyrir framlag til íslenskrar bókaútgáfu

Sigurður Sigurðarson, dýralæknir, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu dýralækninga og sjúkdómavarna

Vilhjálmur Einarsson, Ólympíumethafi og fv. skólameistari, Egilsstöðum, riddarakross, fyrir framlag í þágu íþrótta og uppeldis

Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu menningar og leiklistar


20. mars 2006

Örnólfur Thorsson, forsetaritari, Reykjavík, stórriddarakross

1. janúar 2006

Sr. Bernharður Guðmundsson, rektor, Skálholti, riddarakross, fyrir störf í þágu þjóðkirkjunnar og alþjóðlegs kirkjustarfs

Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu leiklistar

Guðlaug Hallbjörnsdóttir, fv. matráðskona, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu nýbúa

Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur, Stykkishólmi, riddarakross, fyrir ritstörf í þágu náttúruverndar

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, Selfossi, stórriddarakross, fyrir störf í opinbera þágu

Hafliði Hallgrímsson, tónskáld, Skotlandi, riddarakross, fyrir tónsmíðar

Hrefna Haraldsdóttir, þroskaþjálfi, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu þroskaheftra

Jónas Jónasson, útvarpsmaður, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í fjölmiðlun og framlag til íslenskrar menningar

Sigrún Sturludóttir, húsmóðir, Reykjavík, riddarakross, fyrri störf að félagsmálum

Vigdís Magnúsdóttir, fv. forstjóri Landspítalans, Hafnarfirði, riddarakross, fyrir hjúkrunarstörf

Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur, Reykjavík, riddarakross, fyrir framlag til varðveislu íslenskrar menningararfleifðar

Þráinn Eggertsson, hagfræðingur, Reykjavik, riddarakross, fyrir vísinda- og kennslustörf


Erlendir ríkisborgarar
3. október 2006

Dr. Assad Kotaite, fv. forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, Sviss, riddarakross, fyrir stuðning við íslenska hagsmuni í alþjoðaflugi og þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi í flugrekstri



16. júní 2006

Kaleria Borisovna Lavrova, forstöðumaður í utanríkisviðskiptaráðuneyti Rússlands, Moskvu, riddarakross

 

15. maí 2006

Jan Petter Röed, forstjóri, Noregi, riddarakross, fyrir stuðning við uppbyggingu menningarseturs í Reykholti og sameiginlegan sagnaarf Íslendinga og Norðmanna

 

23. febrúar 2006

Chéfrin Khaznadar, fv. forstjóri La Maison des Cultures du Monde, Frakklandi, riddarakross fyrir menningartengsl Íslands og Frakklands