Veftré Print page English

 

HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR

Eftirtaldir menn voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2007:



I. Íslenskir ríkisborgarar

30. nóvember 2007

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, Stykkishólmi, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu

 

17. júní 2007

Ásgeir J. Guðmundsson iðnrekandi, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks húsgagnaiðnaðar

Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir hótelstjóri, Ísafirði, riddarakross fyrir störf að ferðaþjónustu landsbyggðar

Björn R. Einarsson hljómlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskrar tónlistar

Guðjón Sigurðsson formaður MND samtakanna, Hafnarfirði, riddarakross fyrir forystu í málefnum sjúklinga

Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu orðfræða og íslenskrar tungu

Kristján Sæmundsson jarðfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskra jarðvísinda

Margrét Friðriksdóttir skólameistari, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar og fræðslu

Pétur Sveinbjarnarson stjórnarformaður Sólheima, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að samhjálp og velferðarmálum

Steinunn Sigurðardóttir hönnuður, Reykjavík, riddarakross fyrir frumherjastörf í þágu fatahönnunar

Sverrir Hermannsson safnamaður, Akureyri, riddarakross fyrir stofnun Smámunasafnsins og framlag til verndunar gamalla húsa

 

28. maí 2007

Gunnlaugur Claessen, forseti Hæstaréttar, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu

 

14. maí 2007

Helgi Tómasson, stjórnandi San Francisco ballettsins, Bandaríkjunum, stórkross fyrir afrek í listsköpun á heimsvísu

 

1. janúar 2007

Baltasar Kormákur Baltasarsson, leikstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til leiklistar og kvikmyndagerðar

Bragi Þórðarson, bókaútgefandi, Akranesi, riddarakross fyrir störf að bókaútgáfu og æskulýðsmálum

Einar Sigurðsson, fv. landsbókavörður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á vettvangi upplýsinga- og safnamála

Einar Stefánsson, prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar og læknavísinda

Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, kórstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu tónlistar og kóramenningar

Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi, Selfossi, riddarakross fyrir frumherjastörf í félagsráðgjöf og framlag til réttindabaráttu

Helga Steffensen, brúðuleikstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til leiklistar og barnamenningar

Hermann Sigtryggsson, fv. æskulýðs- og íþróttafulltrúi, Akureyri, riddarakross fyrir störf að æskulýðs- og íþróttamálum

Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar og vísinda

Margrét Indriðadóttir, fv. fréttastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjendastörf í fjölmiðlun

Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, Bandaríkjunum, riddarakross fyrir ritstörf og framlag til kynningar á íslenskum málefnum

*Sigurður Einarsson, stjórnarformaður, Bretlandi, riddarakross fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi 

Sigurveig Hjaltested, söngkona, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu sönglistar og menningar

Trausti Magnússon, fv. skipstjóri, Seyðisfirði, riddarakross fyrir sjósókn og störf í sjávarútvegi

 

II. Erlendir ríkisborgarar

15. desember 2007

Noel Carr, markaðsstjóri, Írlandi, riddarakross fyrir verndun villtra laxa í Norður-Atlantshafi

Marc-Adrien Marcellier, verðbréfamiðlari, Frakklandi, riddarakross fyrir verndun villtra laxa í Norður-Atlantshafi

 

17. september 2007

Dr. Jack Ives, vísindamaður, Bretlandi, riddarakross fyrir rannsóknir á íslenskri náttúru

 

15. september 2007

Jóannes Eidesgaard, lögmaður  Færeyja, stórriddarakross með stjörnu fyrir framlag til að styrkja samvinnu Íslendinga og Færeyinga.

 

11. september 2007

Dr. Andrew Wawn, prófessor, Bretlandi, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskrar tungu og íslenskra fræða

Dr. Rory McTurk, prófessor, Bretlandi, riddarakross störf í þágu íslenskrar tungu og íslenskra fræða

 

13. ágúst 2007

Dr. Anders Grubb, prófessor, Svíþjóð, riddarakross fyrir rannsóknir á arfgengri heilablæðingu

 

11. júlí 2007

Guttorm Vik, sendiherra, Noregi, stórriddarakross með stjörnu

 

19. júní 2007

Johann Wenzl, sendiherra, Þýskalandi, stórriddarakross með stjörnu


5. maí 2007

Sture Allén, fv. prófessor og ritari sænsku Akademíunnar, Svíþjóð, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar menningar og bókmennta


 * 2015: Sviptur rétti til að bera orðuna á grundvelli 13. gr. Forsetabréfs nr. 145/2005 um fálkaorðuna.