Veftré Print page English

HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR

Eftirtaldir menn voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 1999:


I. Íslenskir ríkisborgarar:


1. janúar

Einar Egilsson, Kópavogi, riddarakross fyrir fræðslu um náttúru landsins.

Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að fræðslu- og skólamálum.

Dr. Guðmundur Guðmundsson, verkfræðingur, Akranesi, riddarakross fyrir rannsóknar- og þróunarstörf í þágu sementsiðnaðar.

Haraldur Ásgeirsson, verkfræðingur, Reykjavík, stórriddarakross fyrir rannsóknar- og þróunarstörf í þágu byggingaiðnaðar.

Helga Ögmundsdóttir, læknir, Reykjavík, riddarakross fyrir vísindastörf.

Ingvar Helgason, forstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að atvinnu- og líknarmálum.

Ólafur Ólafsson, fv. landlæknir, Reykjavík, stórriddarakross fyrir læknisstörf.

Dr. Páll Skúlason, háskólarektor, Reykjavík, riddarakross fyrir fræðistörf.

Sigrún Gísladóttir, skólastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir störf að málefnum grunnskóla.

Svanhildur Hermannsdóttir, skólastjóri, Barnaskóla Bárðdæla, Stóru-Völlum, riddarakross fyrir störf að æskulýðs- og menningarmálum í dreifbýli.

Þórunn Pálsdóttir, hjúkrunarforstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu geðfatlaðra.


17. júní

Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskrar kvikmyndagerðar.

Birgir Þorgilsson, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að ferðamálum.

Bragi Árnason, prófessor, Kópavogi, riddarakross fyrir vísindastörf og rannsóknir á nýtingu vetnis.

Bragi Einarsson, forstjóri, Hveragerði, riddarakross fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á landsbyggðinni.

Gunnar Eyjólfsson, leikari, Reykjavík, riddarakross fyrir leiklist og störf í þágu æskulýðsmála.

Karólína Eiríksdóttir, tónskáld, Bessastaðahreppi, riddarakross fyrir tónsmíðar.

Katrín Hall, listdansstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskrar danslistar.

Rakel Olsen, útgerðarmaður, Stykkishólmi, riddarakross fyrir fjölþætt störf í sjávarútvegi.

Rannveig Rist, forstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir stjórnunarstörf í atvinnulífi.

Sigurður Magnússon, íþróttafrömuður, Reykjavík, stórriddarakross fyrir forystu í íþróttum, einkum meðal fatlaðra.

Sæunn Axelsdóttir, forstjóri, Ólafsfirði, riddarakross fyrir frumkvæði í útflutningi sjávarafurða.



II. Erlendir ríkisborgarar:


 

20. janúar

Iouri Rechetov, sendherra, Rússlandi, stórkross.


1. mars

Anders Bröns, aðalræðismaður, Grænlandi, riddarakross.


 

27. mars

Sören Langvad, verkfræðingur, Danmörku, stórriddarakross með stjörnu.

Ove Hornby, framkvæmdastjóri, Danmörku, riddarakross.


7. júní

Bjarne Mörk Eidem, ríkisendurskoðandi, Noregi, riddarakross.


 

5. júlí

Rolf Peters, Cuxhaven, riddarakorss.


1. september

Poul Mohr, ræðismaður, Þórshöfn, riddarakross.


30. október

Peter Bröste, forstjóri, Danmörku, stórriddarakross.


29. nóvember

Magnus Olafson, bóndi, Norður-Dakota, Bandaríkjunum, riddarakross.