HEIÐURSMERKI FÁLKAORÐUNNAR
Eftirtaldir einstaklingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á árinu 2010:
I. Íslenskir ríkisborgarar
1. janúar 2010
Áshildur Haraldsdóttir tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar tónlistar
Einar Kárason rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmennta
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu löggæslu og félagsmála
Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og í þágu bindindis- og velferðarmála
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir í fiskifræði og hafvísindum
Högna Sigurðardóttir arkitekt, Frakklandi, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar húsagerðarlistar
Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri og skipstjóri, Stykkishólmi, riddarakross fyrir frumkvæði í ferðaþjónustu
Ragnhildur Guðrún Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, riddarakross fyrir störf í þágu samfélagshjálpar
Sigríður Jóna Kristjánsdóttir útskurðarmeistari, Grund II, Flóahreppi, riddarakross fyrir framlag til þjóðlegrar listar
Sólveig Guðlaugsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítala, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðismála og umönnunar ungmenna
3. mars 2010
Þórir Gunnarsson, aðalræðismaður, Tékklandi, riddarakross fyrir störf í þágu Íslands og íslenskrar menningar á erlendum vettvangi
17. júní 2010
Edda Erlendsdóttir píanóleikari, Frakklandi, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar tónlistar
Gísli Örn Garðarsson leikstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar leiklistar
Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á sviði útsaums og þjóðlegrar menningar
Guðrún Nordal forstöðumaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskra fræða
Helena Eyjólfsdóttir söngkona, Akureyri, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar
Hjalti Pálsson ritstjóri og fyrrverandi héraðsskjalavörður, Skagafirði, riddarakross fyrir framlag til héraðssögu, fræða og menningar
Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks atvinnulífs og útflutnings
Jónas Þórir Þórisson forstöðumaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til líknarmála og hjálparstarfs
Kristbjörn Þór Árnason skipstjóri, Húsavík, riddarakross fyrir sjósókn og störf í sjávarútvegi
Magðalena Sigríður Hallsdóttir fyrrverandi formaður Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðar, Siglufirði, riddarakross fyrir störf í þágu aldraðra og sjúkra
Marga Ingeborg Thome prófessor, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðismenntunar og rannsókna
Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir frumherjastörf við skipulag og mótun umhverfis
30. nóvember 2010
Ólafur Garðar Einarsson, fv. formaður orðunefndar, Garðabæ, stórriddarakross með stjörnu
Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti Hæstaréttar Íslands, Reykjavík, stórriddarakross
I. Erlendir ríkisborgarar
7. janúar 2010
Povl Riis, læknir, Danmörku, riddarakross fyrir framlag til menningarmála.
30. apríl 2010
Yokei Sasakawa, stjórnarformaður Sasakawa stofnunarinnar, Japan, stórriddarakross með stjörnu fyrir framlag til menningarmála.
10. júní 2010
Toomas Hendrik Ilves, forseti, Eistland, stórkross.
10. ágúst 2010
Margit Fredrikke Tveiten, sendiherra, Noregi, stórriddarakross með stjörnu.
26. október 2010
Hannu Hämäläinen, sendiherra, Finnlandi, stórriddarakross með stjörnu.