Veftré Print page English

2006


Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum í Austur-Skaftafellssýslu

Í opinberri heimsókn forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar í Austur-Skaftafellssýslu hlutu 10 ungmenni „Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga.“  Hvatningin var afhent á fjölskylduhátíð í Íþróttahúsinu á Höfn 25. apríl 2006.



Guðjón Ingibergur Ólafsson 12 ára, Silfurbraut 10, Höfn
Þrátt fyrir meðfæddan sjúkdóm kemur hann fram af æðruleysi og hefur reynst vera góður námsmaður og leikinn í knattspyrnu

Gunnar Ásgeirsson, 14 ára, Austurbraut 18, Höfn
Með tónlistarflutningi sínum hefur hann sýnt mikinn þroska og næmni i túlkun. Hann stundar einnig hestamennsku af kappi og er virkur þátttakandi í leiklist innan skólans

Jóhann Kristófer Antonsson, 15 ára, Kirkjubraut 64, Höfn
Með sjálfsnámi hefur hann tileinkað sér japanskan teiknimyndastíl, semur hugmyndaríkar teiknimyndasögur sem eru fullar af léttri kímni. Hann hefur sýnt fjölþætta listahæfileika

Kristey Lilja Valgeirsdóttir, 12 ára, Mánabraut 2, Höfn
Hún er framúrskarandi fimleikamaður, Íslandsmeistari í fimleikum, góður námsmaður og stundar þverflautunám af miklum dugnaði
 
Lejla Cardaklija, 13 ára, Höfðavegur 6, Höfn.
Hún hefur náð frábærum árangri í íslensku þrátt fyrir að móðurmál hennar sé bosníska og varð í öðru sæti í stóru upplestrarkeppninni. Hún er einnig góð í knattspyrnu

Ragnar Ægir Fjölnisson, 16 ára, Breiðabólstað 4, Hala 2
Hann keppti, ásamt hljómsveit sinni Antik, í söngvakeppni Samfés fyrir skemmstu þar sem dómnefnd veitti honum viðurkenningu fyrir besta frumsamda lagið og besta frumsamda textann

Rebekka Dröfn Ólafsdóttir 13 ára, Fákaleiru 10B, Höfn
Hún er góður nemandi og sigraði í stóru upplestarkeppninni, dugleg í þverflautuleik og sundi

Sandra Rán Ásgrímsdóttir, 15 ára, Vogabraut 5, Höfn
Hún hefur verið burðarás í félagslífi skólans, er góð íþróttakona og ötull námsmaður

Símon Rafn Björnsson, 13 ára. Hestgerði, Höfn
Hann hefur sýnt einstaka ljúfmennsku í allri framgöngu, þolinmæði og náð góðum námsárangri

Sveinbjörg Zophaníasdóttir, 13 ára, Hafnarbraut 22, Höfn
Hún er afreksmaður í frjálsum íþróttum, Íslandsmeistari í kúluvarpi og einnig góður námsmaður.