Veftré Print page English

2001
Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Breiðdalsvík í Suður Múlasýslu


Í opinberri heimsókn forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar á Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð og í Breiðdalsvík í Suður-Múlasýslu 28. maí 2001 hlutu 11 ungmenni „Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga.” Hvatningin var afhent á fjölskylduhátíð í íþróttahúsinu á Stöðvarfirði 28. maí 2001. Þau sem hlutu hvatningu eru:


Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir, 14 ára, Ásunnarstöðum í Breiðdal.
Hún hefur sýnt einstaka samviskusemi og jákvæðni í námi.


Aðalheiður Kristín Hermannsdóttir, 14 ára, Breiðdalsvík.
Hún hefur sýnt einstaka samviskusemi og jákvæðni í námi.


Andri Mar Jónsson, 16 ára, Fáskrúðsfirði.
Hann er framúrskarandi námsmaður og mjög efnilegur íþróttamaður. Hann hefur náð góðum árangri í íþróttum og unnið til fjölda verðlauna, m.a. á Unglingalandsmóti UMFÍ sl. sumar. Hann er í úrvalshópi ÚÍA í frjálsum íþróttum og einnig hefur hann verið valinn í 30 manna æfingahóp vegna landsliðs í knattspyrnu 16 ára og yngri.


Arnar Indriðason, 13 ára, Gljúfraborg í Breiðdal.
Hann hefur sýnt dugnað, einbeittan vilja og hæfni til náms eftir að hafa lent í ýmsum erfiðleikum. Hann er dæmi um nemanda sem sinnir námi af einstakri kostgæfni.

Hrefna Ingólfsdóttir, 11 ára, Breiðdalsvík. Hún er duglegur og samviskusamur nemandi og stundar tónlistarnám með góðum árangri.


Kjartan Svanur Hjartarson, 15 ára, Fáskrúðsfirði. Hann hefur sýnt góða leikhæfileika og hefur nýlega skilað aðalhlutverki í leiksýningu með glæsilegum árangri. Hann er einnig góður námsmaður og prúður og háttvís í allri framgöngu.


Kristinn Ágúst Þórsson, 10 ára, Fáskrúðsfirði.
Hann stundar nám sitt af miklum dugnaði og sýnir prúðmennsku í skólanum og er auk þess sérlega hæfileikaríkur og efnilegur tónlistarnemandi.


Kristrún Selma Ölversdóttir, 13 ára, Fáskrúðsfirði.
Hún er mjög samviskusöm og hefur sýnt framúrskarandi námsárangur í öllum námsgreinum og er auk þess efnilegur tónlistarnemandi.


Lilja Rut Arnardóttir, 17 ára, Stöðvarfirði.
Hún hefur sýnt mjög góðan námsárangur allan sinn skólaferil og verið virk í félagsstarfi og öðrum nemendum til fyrirmyndar.


Maggi Andrésson, 12 ára, Stöðvarfirði.
Hann er afburðaíþróttamaður og hefur unnið til fjölda verðlauna. Hann er margfaldur Austurlandsmeistari í sínum greinum sem eru sprett- og stökkgreinar og einnig er hann mjög öflugur knattspyrnumaður.


Margrét Jóna Þórarinsdóttir, 17 ára, Fáskrúðsfirði.
Hún hefur sýnt framúrskarandi námsárangur og er vel skipulagður, samviskusamur og vandvirkur námsmaður. Hún er einnig fjölhæfur íþróttamaður og hefur unnið til fjölda verðlauna m.a. verið Íslandsmeistari í 800 m hlaupi 14 ára og yngri.

Pétur Haukur Jóhannesson, 15 ára, Fáskrúðsfirði. Hann er mjög fjölhæfur og efnilegur íþróttamaður og fyrirmynd annarra um dugnað og sjálfsaga. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna í ýmsum íþróttagreinum, m.a. til gullverðlauna á Unglingalandsmóti UMFÍ sl. sumar.



Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent 18 ungmennum á Suðurfjörðum Austurlands


Í opinberri heimsókn forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar á Suðurfirði Austurlands dagana 28. og 29. maí 2001 hlutu 18 ungmeni „Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga. „Hvatningin var afhent á fjölskylduhátíðum í íþróttahúsinu á Stöðvarfirði 28. maí 2001 og á Hótel Framtíð á Djúpavogi þann 29. maí 2001. Þau sem hlutu hvatningu eru:


Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir, 14 ára, Ásunnarstöðum í Breiðdal.
Hún hefur sýnt einstaka samviskusemi og jákvæðni í námi.


Agnes Ösp Magnúsdóttir, 16 ára Djúpavogi.
Hún hefur með miklum dugnaði og einbeittum vilja náð prýðis námsárangri þrátt fyrir að vera haldin mikilli lesblindu og hefur verið gott fordæmi fyrir þau börn og unglinga sem þurfa að glíma við hana.


Andri Mar Jónsson, 16 ára Fáskrúðsfirði.
Hann er framúrskarandi námsmaður og mjög efnilegur íþróttamaður. Hann hefur náð góðum árangri í íþróttum og unnið til fjölda verðlauna m.a. á Unglingalandsmóti UMFÍ sl. sumar. Hann er í úrvalshóp ÚÍA í frjálsum íþróttum og einnig hefur hann verið valinn í 30 manna æfingahóp vegna landsliðs í knattspyrnu 16 ára og yngri.


Arnar Indriðason, Gljúfraborg í Breiðdal.
Hann hefur sýnt dugnað, einbeittan vilja og hæfni til náms eftir að hafa lent í ýmsum erfiðleikum. Hann er dæmi um nemanda sem sinnir námi af einstakri kostgæfni.


Bjartmar Þorri Hafliðason, 14 ára Eiríksstöðum Djúpavogshreppi.
Hann er góður námsmaður, samviskusamur og duglegur og hefur staðið sig vel bæði í frjálsum íþróttum og knattspyrnu.


Eva Dögg Sigurðardóttir, 15 ára Djúpavogi.
Hún er jákvæð og ábyrg. Hún er góður námsmaður, stundar söngnám við Tónskólann og er virk í félagsmálum skólans.


Guðný Sjöfn Þórðardóttir, 13 ára Djúpavogi.
Hún er góður námsmaður, samviskusöm og dugleg og hefur náð góðum árangri í frjálsum íþróttum og unnið m.a. til verðlauna á Íslandsmóti.


Hrefna Ingólfsdóttir, 11 ára Breiðdalsvík. Hún er duglegur og samviskusamur nemandi og stundar tónlistarnám með góðum árangri.


Kjartan Svanur Hjartarson, 15 ára Fáskrúðsfirði. Hann hefur sýnt góða leikhæfileika og hefur nýlega skilað aðalhlutverki í leiksýningu með glæsilegum árangri. Hann er einnig góður námsmaður og prúður og háttvís í allri framgöngu.


Kristinn Ágúst Þórsson, 10 ára Fáskrúðsfirði.
Hann stundar nám sitt af miklum dugnaði og sýnir prúðmennsku í skólanum og er auk þess sérlega hæfileikaríkur og efnilegur tónlistarnemandi.


Kristrún Selma Ölversdóttir, 13 ára Fáskrúðsfirði.
Hún er mjög samviskusöm og hefur sýnt framúrskarandi námsárangur í öllum námsgreinum og er auk þess efnilegur tónlistarnemandi.


Lilja Rut Arnardóttir, 17 ára Stöðvarfirði.
Hún hefur sýnt mjög góðan námsárangur allan sinn skólaferil og verið virk í félagsstarfi og öðrum nemendum til fyrirmyndar.


Maggi Andrésson, 12 ára Stöðvarfirði.
Hann er afburðaíþróttamaður og hefur unnið til fjölda verðlauna. Hann er margfaldur Austurlandsmeistari í sínum greinum sem eru sprett- og stökkgreinar og einnig er hann mjög öflugur knattspyrnumaður.


Margrét Jóna Þórarinsdóttir, 17 ára, Fáskrúðsfirði.
Hún hefur sýnt framúrskarandi námsárangur og er vel skipulagður, samviskusamur og vandvirkur námsmaður. Hún er einnig fjölhæfur íþróttamaður og hefur unnið til fjölda verðlauna, m.a. verið Íslandsmeistari í 800 m hlaupi 14 ára og yngri.


María Emily Þráinsdóttir, 11 ára Djúpavogi. Hún er samviskusamur nemandi og hefur sýnt mikla hæfileika í tónlistarnámi, spilar bæði á flautu og píanó. Hún hefur sýnt miklar framfarir í að tileinka sér íslenska tungu.


Pétur Haukur Jóhannesson, 15 ára Fáskrúðsfirði.
Hann er mjög fjölhæfur og efnilegur íþróttamaður og fyrirmynd annarra í dugnaði og sjálfsaga. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna í ýmsum íþróttagreinum, m.a. til gullverðlauna á Unglingalandsmóti UMFÍ s.l. sumar.


Sigurjón Þórsson, 15 ára, Djúpavogi.
Hann hefur þrátt fyrir fötlun sína náð mjög góðum árangri í námi og skarað fram úr á ýmsum sviðum, t.d. sýnt mikla stærðfræðigreind.


Vordís Guðmundsdóttir, 11 ára, Djúpavogi. Hún er afburða nemandi í öllum námsgreinum auk þess sem hún stundar tónlistarnám og stendur sig vel í íþróttum.



Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum úr Norður-Þingeyjarsýslu


Á fjölskyldusamkomu í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn mánudaginn 10. september 2001 afhenti forseti Íslands eftirtöldum ungmennum úr Norður-Þingeyjarsýslu viðurkenningarskjölin „Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga.“


Aðalbjörn Jóhannsson, 9 ára, Víðilundi, Öxarfirði.

Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur sýnt mikið hugrekki, þolinmæði og dugnað í erfiðum veikindum. Hann hefur ekki látið deigan síga heldur fylgt jafnöldrum sínum í hvívetna og sýnt öðrum gott fordæmi.


Arnar Þór Geirsson, 7 ára, Kópaskeri.

Honum hefur tekist á stuttri skólagöngu að ná framúrskarandi árangri bæði í félagslegum þroska og skilað sínu námi eins og best var á kosið.


Freydís Rósa Vignisdóttir, 8 ára, Gilsbakka, Öxarfirði.

Hún hefur sýnt dugnað, einbeittan vilja og hæfni til náms eftir að hafa lent í ýmsum erfiðleikum. Hún er dæmi um nemanda sem sinnir námi af einstakri kostgæfni.


Heiða Ösp Árnadóttir, 13 ára, Raufarhöfn.

Hún hefur staðið sig vel í námi, er dugleg og samviskusöm, er til fyrirmyndar hvað hegðun og ástundun varðar og sýnir vönduð og góð vinnubrögð.


Hjalti Guðmundsson, 16 ára, Fjöllum, Kelduhverfi. Hann hefur sýnt góðan árangur í íþróttum, knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Hann hefur sýnt góðan félagslegan þroska, sjálfstæði og dugnað.


Hrönn Guðmundsdóttir, 16 ára, Kópaskeri.

Hún hefur sýnt frábæran árangur bæði í verklegum og bóklegum greinum. Hún er samviskusöm, nákvæm og metnaðarfull í því sem hún tekur sér fyrir hendur í vinnu og skóla.


Sandra Huld Helgudóttir, 12 ára, Kópaskeri.

Hún hefur átt við lestrarörðugleika að stríða sem hafa háð henni í námi. Hún hefur sýnt einurð og mikinn vilja til að takast á við þetta nokkuð algenga vandamál.


Sigurður Örn Óskarsson, 14 ára, Raufarhöfn. Hann hefur sýnt afburða námshæfileika, sérstaklega í stærðfræði og ensku. Hann er einnig mikill áhugamaður um knattspyrnu.


Sædís Jana Jósdóttir, 14 ára, Raufarhöfn

. Hún er með afbrigðum samviskusamur og góður nemandi og leggur hart að sér í hverju sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún hefur sýnt góðan félagslega þroska og dugnað og er mikill hestaáhugamaður.



Forseti Íslands afhendir Hvatningu til ungra Íslendinga á Þórshöfn


Á fjölskyldusamkomu í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn þriðjudaginn 11. september 2001 afhenti forseti Íslands fimm ungmennum úr Norður-Þingeyjarsýslu viðurkenningarskjölin „Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga.“ Þau voru þessi:


Bryndís Þórðardóttir

13 ára, Þórshöfn. Hún er áhugasöm og víðlesin, á gott með að flytja og rita texta og henni lætur vel að koma fram.


Einar Guðmundur Þorláksson 18 ára, Svalbarði.

Hann hefur sýnt fágætan dugnað og mikla staðfestu, einbeittan vilja og ríka ábyrgðarkennd.


Karítas Ósk Agnarsdóttir

11 ára, Þórshöfn. Hún er góður nemandi, jákvæð og bjartsýn, vel máli farin, listhneigð og virk í félagslífi skólans.


Magnús Þorláksson, 15 ára, Svalbarði í Þistilfirði.

Hann hefur sýnt að hann þroskaður og fjölhæfur námsmaður og hefur sérstaklega til að bera frábæra hæfileika á sviði stærðfræði.


Ólöf Sæmundsdóttir 16 ára, Þórshöfn.

Hún er dugleg og vinnusöm, jákvæð og bjartsýn, og hefur sýnt ríkan félagslegan þroska.