Veftré Print page English

1998
Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum á Seltjarnarnesi


Á hátíðarsamkomu í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi, miðvikudaginn 15. apríl 1998 hlutu eftirtalin ungmenni af Seltjarnarnesi viðurkenningu forseta Íslands.


Ari Bragi Kárason, 9 ára

Ari hefur stundað tónlistarnám í Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi og náð mjög góðum árangri þrátt fyrir ungan aldur og leikur á þrjú hljóðfæri: klarinett, túbu og tinflautu. Hann leikur einnig í lúðrasveit skólans og annarri hljómsveit.


Gunnhildur Jónatansdóttir, 12 ára

Gunnhildur hefur sýnt afburða námshæfileika, samið leikrit og sögur, æfir körfubolta, frjálsar íþróttir, stundar tónlistarnám og leikur á klarinett.


Hildur Einarsdóttir, 15 ára

Hildur er framúrskarandi nemandi, stundvís, kurteis, vinnusöm og vandvirk auk þess sem hún hefur unnið ötullega að félagsmálum í skólanum.


Hlynur Gunnarsson, 15 ára

Hlynur er fjölhæfur íþróttamaður og vann á síðasta ári til fjölda verðlauna í frjálsum íþróttum; hlaupum, langstökki og spjótkasti. Hann var m.a. meistari í langstökki og var sigurvegari í Neshlaupinu í sínum aldursflokki.


Jónatan Arnar Örlygsson, 10 ára

Jónatan er góður námsmaður og hefur sýnt framúrskarandi árangur á áhugasviði sínu sem er samkvæmisdansar. Hann hefur æft dans frá 5 ára aldri og er margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum og hefur auk þess unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum.


Sigríður Harðardóttir, 13 ára

Sigríður hefur sýnt framúrskarandi árangur í íþróttum og hefur unnið til fjölda gull-, silfur- og bronsverðlauna í fimleikum á tvíslá og jafnvægisslá.

Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum úr Vestur-Skaftafellssýslu


Á hátíðarsamkomu á Kirkjubæjarklaustri föstudaginn 8. maí 1998 hlutu eftirtalin ungmenni úr Vestur-Skaftafellssýslu viðurkenningarskjölin „Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga”.


Hugborg Hjörleifsdóttir, 14 ára

Hún er góður íþróttamaður og var kosin efnilegasti íþróttamaður Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu 1997. Hugborg er góður námsmaður og syngur í Barnakór Víkurskóla.


Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, 18 ára

Hún hefur náð góðum árangri við félagsstörf og íþróttir. Jóhaanna var formaður nemendafélags Víkurskóla og stóð sig með mikilli prýði. Hún hefur ætíð stundað íþróttir og verið fyrirmynd vegna reglusemi sinnar.


Ragna Björg Ársælsdóttir, 13 ára

Hún hefur sýnt ágætis árangur í söng og tónlistarleik. Hún syngur bæði með Barnakór Víkurskóla og kór Víkurkirkju. Ragna Björg er einnig góður námsmaður.


Saga Sigurðardóttir, 11 ára

Hún er góður námsmaður og einstakur bókaunnandi. Hún metur mikils góð bókmenntaverk, fornsögur og skáldrit. Hún hefur prúðmannlega framkomu og er til fyrirmyndar í skólanum.


Svavar Helgi Ólafsson, 11 ára

Vegna sjúkdóms þarf hann oftast að borða annan mat en skólafélagarnir og verður að neita sér um marga hluti. Þrátt fyrir það er hann alltaf jákvæður, glaður og bjartsýnn.


Vignir Þór Pálsson,

15 ára. Hann hefur sýnt góðan árangur í skák, ágætis námsárangur og góðan félagsþroska.


Vignir Snær Vigfússon, 18 ára

Hann er góður tónlistarmaður, er á 7. stigi í klassískum gítarleik í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og hefur lokið 3ja stigi á píanó. Hann hefur einnig getið sér gott orð í íþróttum og m.a. orðið skákmeistari Suðurlands. Þá er hann agaður og skipulagður námsmaður.


Þórunn Bjarnadóttir, 17 ára

Hún hefur sýnt afrek í íþróttum, unnið til fjölda verðlauna í frjálsum íþróttum t.d. á meistaramóti Íslands 15 - 18 ára, bikarmóti 16 ára og yngri og unglingamóti UMFÍ. Þórunn á héraðsmet í kúluvarpi, hástökki, spjótkasti og 100 m hlaupi. Þórunn var kjörinn besti nýliðinn í körfuknattleik kvenna á síðasta keppnistímabili, en hún spilar í meistaraflokki kvenna með ÍR. 1995 og 1996 var Þórunn valin íþróttamaður ársins hjá USVS.