Veftré Print page English

Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Frá árinu 1989 hafa Útflutningsverðlaun forseta Íslands verið veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin eru veitt í viðurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar á útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar.

Úthlutunarreglur kveða á um að verðlaunin skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum, íslenskum eða erlendum, fyrir árangursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum eða þjónustu á erlendum markaði. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum markaði, ásamt fleiru.

Í úthlutunarnefnd sitja fulltrúar frá embætti forseta Íslands, viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Landsnefnd alþjóða verslunarráðsins, Alþýðusambandi Íslands og frá Útflutningsráði, en það ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna.

Verðlaunahafar