Veftré Print page English

Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum frá sunnanverðum Vestfjörðum


Á hátíðarsamkomu í Félagsheimili Patreksfjarðar laugardaginn 21. september 1996 afhenti forseti Íslands eftirtöldum ungmennum frá sunnanverðum Vestfjörðum viðurkenningarskjöl „Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga.”


Birna Friðbjört Hannesdóttir, 16 ára, Bíldudal

Hún er Íslandsmeistari meyja 15-16 ára í spjótkasti og var valin íþrótttamaður ársins 1995, af Héraðssambandinu Hrafna-Flóka.


Jónas Þrastarson, 11 ára, Patreksfirði

Hann varð Vestfjarðarmeistari 12 ára og yngri í skólaskák, vorið 1996.


María Guðbjörg Bárðardóttir, 15 ára, Patreksfirði

Hún hefur náð góðum árangri jafnt í bóklegum sem verklegum greinum, er vandvirk og hefur einstaklega prúðmannlega framkomu.


Finnur Bogi Hannesson, 15 ára, Bíldudal

Hann er bæði góður námsmaður og alhliða íþróttamaður og var valinn fótboltamaður ársins 1995 af Héraðssambandinu Hrafna-Flóka.


Magnús Arnar Sigurðarson, 15 ára, Patreksfirði

Magnús er duglegur og samviskusamur nemandi og hefur verið drífandi í félagslífi Patreksskóla.

1996
Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum á Ísafirði


Á hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu Torfunesi á Ísafirði, laugardaginn 31. ágúst 1996, afhenti forseti Íslands í fyrsta sinn fjórum ungmennum af Vestfjörðum viðurkenningarskjölin „Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga.”

Þau sem hlutu hvatningu forseta Íslands voru:


Auður Sjöfn Þórisdóttir 10 ára, Ísafirði
. Stundar fiðlunám við Tónlistarskólann á Ísafirði. Hún leikur einnig í hljómsveit skólans og hefur náð framúrskarandi árangri.


Ingunn Einarsdóttir, 13 ára, Ísafirði
. Stundar knattspyrnu, skíðaíþrótt og golf. Hún er framúrskarandi íþróttakona.


Pétur Geir Svavarsson, 15 ára, Bolungarvík.
Hefur náð góðum árangri í knattspyrnu og var nýlega valinn í unglingalandsliðið.


Albertína Elíasdóttir, 16 ára, Ísafirði.
Var formaður nemendafélags Grunnskólans á Ísafirði. Á þeim vettvangi bryddaði hún upp á nýjungum í réttinda- og velferðarmálum nemenda. Eftir komu flóttamanna til Ísafjarðar hefur hún sinnt börnum þeirra að lokinni kennslu á daginn. Hún hefur snúið sér að jafningjafræðslu vegna baráttu gegn fíkniefnanotkun unglinga.