Veftré Print page English

1999
Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum á Ólafsfirði


Á hátíðarsamkomu í Ólafsfirði miðvikudaginn 19. maí 1999 hlutu eftirtalin ungmenni viðurkenningu forseta Íslands. 


Birkir Örn Stefánsson, 15 ára, Bergi, Svalbarðseyri

Birkir Örn er samviskusamur nemandi og mikill íþróttamaður. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna í frjálsum íþróttum auk þess sem hann hefur einnig unnið til verðlauna í þeim flokkaíþróttum sem hann tekur þátt í.


Björg Birgisdóttir, 11 ára

Björg er góður námsmaður og bókaunnandi með sérstaka kunnáttu í íslensku máli. Hún hefur einnig náð góðum árangri í tónlistarnámi.


Bragi Sigurður Óskarsson, 16 ára

Bragi er góður námsmaður, alhliða íþróttamaður og afreksmaður á því sviði. Hann er margfaldur Andrésar Andar-meistari og nýbakaður bikarmeistari SKÍ í stórsvigi og alpagreinum í flokki 15-16 ára unglinga. Hann er einnig í fremstu röð í golfi unglinga og knattspyrnu yngri flokka, varð Íslandsmeistari með 4. flokki Leifturs árið 1997 ásamt félögum sínum. Hann stundar einnig tónlistarnám og hljóðfæraleik.


Elsa Guðrún Jónsdóttir, 13 ára

Elsa er góður íþróttamaður. Hún er margfaldur meistari í sínum flokki í skíðagöngu auk þess sem hún stundar aðrar íþróttir af kappi. Elsa er góður námsmaður og öðrum til fyrirmyndar í skóla með vinnusemi, kurteisi og samviskusemi.


Guðný Ósk Gottliebsdóttir, 15 ára

Guðný Ósk er afrekskona í íþróttum, margfaldur Andrésar Andar-meistari og nýbakaður bikarmeistari SKÍ í norrænum greinum skíðaíþróttarinnar í flokki 13-14 ára stúlkna.


Gunnar Ingi Ómarsson, 16 ára, Neðri-Dálksstöðum, Svalbarðsstrandarhreppi

Gunnar er góður námsmaður og hefur tekið virkan þátt í félagsmálum. Hann hefur alla tíð verið tilbúinn að axla ábyrgð.


Heiða Björk Pétursdóttir, 14 ára, Laufási, Grýtubakkahreppi

Heiða er góður námsmaður og hefur náð ágætum árangri í píanóleik. Með ástundun og dugnaði hefur hún náð í fremstu röð hljóðfæranema í sínum aldursflokki.


Hjalti Már Hauksson, 13 ára

Hjalti er góður íþróttamaður og meistari í sínum flokki í skíðagöngu auk þess sem hann stundar aðrar íþróttir og stendur sig með prýði. Hjalti er einnig góður námsmaður.


Jóna Björg Árnadóttir, 15 ára

Jóna Björg er til fyrirmyndar í framgöngu á öllum sviðum skólastarfs. Hún vinnur ötullega að félagsmálum innan skóla og utan og er leiðandi í starfi nemendaráðs og félagsmiðstöðvar. Hún hefur lengi stundað tónlistarnám og getið sér gott orð fyrir leiklist og söng. Einnig hefur hún stundað alpagreinar skíðaíþróttarinnar og knattspyrnu með kvennaliði Leifturs.


Kristján Uni Óskarsson, 15 ára

Kristján Uni er í fremstu röð í námi og til fyrirmyndar í ástundun og háttvísi. Hann er alhliða íþróttamaður, margfaldur Andrésar Andar-meistari og nýbakaður bikarmeistari SKÍ í svigi, stórsvigi, alpatvíkeppni og risasvigi og bikarmeistari SKÍ í alpagreinum í flokki 13-14 ára unglinga. Hann er einnig í fremstu röð í golfi unglinga og knattspyrnu yngri flokka.


Linda Rós Rögnvaldsdóttir, 16 ára

Linda Rós er í fremstu röð í námi og hefur getið sér gott orð fyrir leiklist og söng innan skólans og með Leikfélagi Ólafsfjarðar þar sem hún hefur farið með viðamikil hlutverk.


Soffía Snædís Sveinsdóttir, 14 ára

Soffía Snædís er góður námsmaður. Áhugi hennar beinist mjög að bókmenntum og hún fæst við ljóðagerð. Hún er virk í félagsmálum og er driffjöður í kirkjulegu unglingastarfi innan sóknarinnar.


Tomasz Kolosowski, 13 ára

Tomasz er hæfileikaríkur námsmaður og hefur góð tök á íslenskri tungu ásamt móðurmálinu, pólsku, en hann hefur búið á Íslandi í næstum áratug. Hann stundar tónlistarnám og hefur náð þar frábærum árangri, bæði í píanóleik og fiðluleik. Hann er einnig liðtækur skíðamaður í alpagreinum.


Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum á Dalvík


Á hátíðarsamkomu á Dalvík fimmtudaginn 20. maí 1999 hlutu eftirtalin ungmenni viðurkenningu forseta Íslands. 


Atli Sigurðsson, 14 ára Dalvík

Atli er duglegur og samviskusamur nemandi og hefur leikið á baritonhorn í 4 ár og náð mjög góðum áragri. Hann leikur í lúðrasveit tónlistarskólans og eldri deild blásarasveitar Tónlistarskóla Akureyrar.


Jón Helgi Sveinbjörnsson, 13 ára Dalvík

Jón Helgi er góður tónlistarmaður, duglegur og samviskusamur, jákvæður og þægilegur í umgengni. Hann leikur á gítar og er einnig í rokkhljómsveit sem valin var “bjartasta vonin” í hljómsveitarkeppni á Akureyri.


 

Linda Björk Gunnarsdóttir, 16 ára Ytra Brekkukoti, Arnarneshreppi

Linda hefur lagt stund á fatahönnun og hefur náð frábærum árangri á því sviði. Hún hlaut verðlaunasæti í fatahönnunarkeppni grunnskólanna, en þar voru þrjú hundruð keppendur.


Siguróli Björgvin Teitsson, 12 ára Hrísey

Siguróli er góður námsmaður og æfir handbolta með KA. Hann er fyrirliði í sínum flokki og vann lið hans Íslandsmeistaratitil í 6. flokki í vetur.


Steinunn Adolfsdóttir, 11 ára Dalvík

Þrátt fyrir veikindi hennar og reglulegar heimsóknir á sjúkrahús er Steinunn jákvæð og dugleg í leik og starfi. Hún er ætíð tilbúin að rétta hjálparhönd þeim sem þess þurfa. Steinunn er ágæt íþróttakona og tekur virkan þátt í íþróttastarfi.


Sveinn Elías Jónsson, 12 ára Dalvík

Sveinn hefur náð góðum árangri í íþróttum. Má þar nefna víðavangshlaup, skíði og knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Hann er góður námsmaður og tekur virkan þátt í félagslífi jafnt innan skóla sem utan.


Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum í Grímsey


Á hátíðarsamkomu í Grímsey föstudaginn 21. maí 1999 hlutu eftirtalin ungmenni viðurkenningu forseta Íslands. Viðurkenningin sem ber heitið „Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga” var fyrst veitt haustið 1996.


Þorleifur Hjalti Alfreðsson, 11 ára

Þorleifur Hjalti er góður námsmaður, prúður og félagslyndur og sýnir dugnað í öllum þáttum skólastarfsins.


Sunna Sæmundsdóttir, 9 ára

Sunna er afbragðsnemandi, lífsglöð og bjartsýn og dugleg við allt sem hún tekur sér fyrir hendur.
 

Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum úr Fjarðabyggð


Á hátíðarsamkomu í félagsheimilinu Valhöll á Eskifirði með íbúum Eskifjarðar og Reyðarfjarðar þriðjudaginn 21. september 1999 afhenti forseti Íslands eftirtöldum ungmennum úr Fjaraðabyggð viðurkenningarskjölin „Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga“.


Berglind Ósk Guðgeirsdóttir, 16 ára, Reyðarfirði

Berglind hefur sýnt mikla hæfileika í söng og tónlistarnámi.


Halldór Vilhjálmsson, 16 ára, Eskifirði


Halldór hefur sýnt góða hæfileika í félagsmálum og unnið gott starf sem formaður unglingadeildar Slysavarnarfélagsins.


Inga Mekkin Guðmundsdóttir, 11 ára, Reyðarfirði

Inga Mekkin hefur sýnt framúrskarandi árangur bæði í bók- og tónlistarnámi.


Páll Jóhannesson, 10 ára, Reyðarfirði


Páll hefur sýnt mikinn dugnað í námi, tónlist og íþróttum og þykir góður leiðtogi síns hóps.


Sindri Snær Einarsson, 11 ára, Eskifirði


Sindri hefur þrátt fyrir veikindi sín og reglulegar heimsóknir á sjúkrahús sýnt mikinn styrk og bjartsýni.


Tinna Árnadóttir, 15 ára, Eskifirði


Tinna stundar söngnám og er auk þess framúrskarandi fiðluleikari.


Þorsteinn Ásbjörnsson, 17 ára, Eskifirði

Þorsteinn er góður alhliða íþróttamaður. Hann leggur stund á sund, frjálsar íþróttir og leikur knattspyrnu með K.V.A.


Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum á Norðfirði


Á hátíðarsamkomu í Íþróttahúsinu á Neskaupstað með íbúum Norðfjarðar miðvikudaginn 22. september 1999 hlutu eftirtalin ungmenni viðurkenningu forseta Íslands.

Björgvin Már Eyþórsson, 17 ára

Björgvin er framúrskarandi nemandi á tréiðnaðarbraut Verkmenntaskóla Austurlands.


Halldór H. Jónsson, 15 ára

Halldór er fyrirmyndar íþróttamaður sem leikur knattspyrnu og tekur virkan þátt í félagsstarfi Íþróttafélagsins Þróttar.


Hulda Elma Eysteinsdóttir, 17 ára

Hulda er mjög góð íþróttakona og leikur bæði með unglinga- og A-landsliði í blaki.


Ninja Ýr Gísladóttir, 15 ára

Ninja Ýr er mjög fjölhæf, góður námsmaður og virk í félagslífi og íþróttum.


Sturlaugur Einar Ásgeirsson, 16 ára
Sturlaugur hefur þrátt fyrir erfið veikindi sýnt mikinn dugnað og æðruleysi, stundað skólann vel og tekið virkan þátt í skólastarfi.


Velina Apostolova, 10 ára

Velina hefur á stuttum tíma náð afar góðum tökum á íslensku máli. Hún er góður námsmaður og mjög virk í félagslífi nemenda.

Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum á Vopnafirði


Á hátíðarsamkomu á Vopnafirði með íbúum Vopnafjarðar og Bakkafjarðar fimmtudaginn 23. september 1999 hlutu eftirtalin ungmenni viðurkenningu forseta Íslands.


Helga Ösp Bjarkadóttir 15 ára, Vopnafirði

Helga hefur sýnt mikinn dugnað í félagsmálum og unnið ötullega og af ósérhlífni fyrir Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Vopna.


Ingibjörg Ólafsdóttir 15 ára, Vopnafirði

Ingibjörg hefur þrátt fyrir erfið veikindi sýnt eftirtektarverðan dugnað við að þjálfa sig og stundar nú íþróttir af miklu kappi.


Jóhann Gunnarsson 13 ára, Refsstað
Jóhann er afar góður nemandi og hefur sýnt einstakan námsárangur á landsvísu.


Kári Gautason 10 ára, Grænalæk

Kári er skapandi einstaklingur með góða hæfileika til að túlka hlutina á fjölbreyttan hátt í máli, myndum og leikrænni tjáningu.


Theodóra Rún Baldursdóttir 11 ára, Vopnafirði
Theodóra Rún er frábær nemandi og hefur sýnt einstakan námsárangur á landsvísu.


Tryggvi Aðalbjörnsson 13 ára, Vopnafirði
Tryggvi er afburða námsmaður og hefur einnig sýnt góða hæfileika í tónlistarnámi. Hann hefur á skömmum tíma tekið III. stig í saxófónleik.


Þuríður Árnadóttir 10 ára, Vopnafirði

Þuríður hefur sýnt framúrskarandi árangur og skjótar framfarir í hljóðfæranámi.

Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum á Seyðisfirði


Á hátíðarsamkomu í Íþróttahúsinu á Seyðisfirði föstudaginn 24. september 1999 hlutu eftirtalin ungmenni viðurkenningu forseta Íslands.


Birkir Pálsson, 16 ára

Birkir er nemandi við Menntaskólann á Egilsstöðum. Hann hefur náð góðum árangri í knattspyrnu og hefur verið fyrirliði síns liðs í undanfarin 4 ár.


Haraldur Traustason, 16 ára

Haraldur er nemandi í Menntaskólann á Egilsstöðum. Hann hefur starfað með Unglingadeild S.V.F.Í Hamri á Seyðisfirði og sýnt framúrskarandi dugnað og áhuga á málefnum deildarinnar.


Kristín Björnsdóttir, 14 ára

Kristín hefur sýnt mikla hæfileika í badminton og hefur unnið til margra verðlauna í þeirri grein auk verðlauna fyrir góða ástundun.


Lísa Leifsdóttir, 13 ára

Lísa er framúrskarandi nemandi, jákvæð og samviskusöm og til fyrirmyndar. Hún stundar klarinettnám við Tónlistarskóla Seyðisfjarðar og hefur náð þar mjög góðum árangri.


Rakel Snorradóttir, 10 ára


Rakel stundar blokkflautunám við Tónlistarskólann og hefur sýnt hæfileika. Hún er hjálpsöm og jákvæð og til fyrirmyndar í framkomu.


Valgerður Bergmann Gunnarsdóttir, 16 ára

Valgerður er mikil afrekskona, margfaldur verðlaunahafi og Austurlandsmeistari bæði á skíðum og í sundi auk þess að vera frábær fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina í umgengni, framkomu og námi.


Örvar Jóhannsson, 15 ára

Örvar hefur sýnt félagsmálum mikinn áhuga og er í stjórn nemendaráðs Seyðisfjarðarskóla. Hann hefur starfað við Félagsmiðstöð unglinga, Útvarp Seyðisfjarðar, með Unglingadeild S.V.F.Í. Hamri og leikið í nokkrum uppfærslum Leikfélags Seyðisfjarðar.


Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum á Borgarfirði eystra


Á samkomu íbúa á Borgarfirði eystra föstudaginn 24. september 1999 hlutu eftirtalin ungmenni viðurkenningu forseta Íslands.


Hallveig Karlsdóttir 11 ára


Hallveig hefur sýnt framúrskarandi hæfileika í námi og íþróttum og er auka þess efnilegur skákmaður.


Þórarinn Páll Andrésson 12 ára


Þórarinn er góður námsmaður, efnilegur íþrótta- og skákmaður, og hefur tileinkað sér einstaka prúðmennsku.

Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum á Egilsstöðum




Á hátíðarsamkomu á Egilsstöðum laugardaginn 25. september 1999 hlutu eftirtalin ungmenni viðurkenningu forseta Íslands. Viðurkenningin sem ber heitið „Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga“ var fyrst veitt haustið 1996.


Dagrún Sóla Óðinsdóttir, 10 ára, Fellabæ
Dagrún Sóla stundar nám í þverflautu í Tónlistarskóla Austur-Héraðs. Hún hefur sýnt sérstaka iðni og samviskusemi og hefur náð framúrskarandi árangri.


Elsa Guðný Björgvinsdóttir, 15 ára, Eiríksstöðum
Elsa Guðný er mjög góður námsmaður og afreksíþróttamaður á landsmælikvarða. Hún er margfaldur verðlaunahafi á Íslandsmóti í frjálsum íþróttum og stundar auk þessa nám við Tónlistarskóla Norður-Héraðs.


Erla Dóra Vogler, 16 ára, Egilsstöðum
Erla Dóra er góður námsmaður, mikill frumkvöðull, fjölhæf og virk í félagsstörfum. Hún stundar söngnám og hefur tekið virkan þátt í starfi áhugaleikfélaga.


Erna Friðriksdóttir, 12 ára, Fellabæ
Ernu hefur, þrátt fyrir fötlun sem gerir henni m.a. erfitt um gang, tekist með einstæðum dugnaði að fylgja jafnöldrum sínum. Hún stendur vel að vígi í námi og félagslífi, stundar klarinettnám og æfir sund með Íþróttafélaginu Hetti. Sakir hugprýði sinnar og dugnaðar er Erna einstök fyrirmynd jafnt fötluðum sem ófötluðum.
 

Gunnar Gunnarsson, 15 ára, Fljótsdalshreppi
Gunnar er frábær námsmaður, hann stundar auk bóknámsins tónlistarnám, semur lög, stjórnar og spilar í skólahljómsveitinni. Hann er góður skákmaður og hefur tvisvar unnið skákbikar skólans.


Hallveig Karlsdóttir, 11 ára, Borgarfirði eystra
Hallveig hefur sýnt framúrskarandi hæfileika í námi og íþróttum og er auk þess efnilegur skákmaður.


Ingi Valur Valgarðsson, 16 ára, Fremri-Víðivöllum
Ingi Valur hefur staðið sig vel í námi, tekið virkan þátt í félagsstarfi skólans og sýnt að hann er ábyrgur og vinnur vel. Hann er afreksmaður í íþróttum, varð m.a. í öðru sæti í kringlukasti sveina í bikarkeppni FRÍ sl. vor.


Margrét Dögg Guðgeirsdóttir, 15 ára, Torfastöðum
Margrét Dögg hefur sýnt ótvíræða leiðtogahæfileika og dugnað í félagsstarfi. Hún er mjög góður nemandi, stundar tónlistarnám, syngur og leikur með hljómsveit skólans. Margrét Dögg er auk þessa afreksmanneskja í íþróttum, hún hefur unnið til verðlauna á Íslandsmóti í frjálsum íþróttum og er Austurlandsmeistari í þeirri grein.


Þórarinn Páll Andrésson, 12 ára Borgarfirði eystra
Þórarinn er góður námsmaður, efnilegur íþrótta- og skákmaður, og hefur tileinkað sér einstaka prúðmennsku.


Þórveig Jóhannsdóttir, 12 ára, Brekkugerði
Þórveig stendur sig vel í námi, er skipulögð í vinnubrögðum og ábyrg. Hún stundar tónlistarnám og er virk í félagsstarfi skólans. Þórveig iðkar íþróttir, þar á meðal glímu og varð Austurlandsmeistari í þeirri grein með sínum hópi sl. vor.