1997
Hvatning forseta Íslands til ungra Íslendinga afhent ungmennum úr Suður-Þingeyjarsýslu
Á hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á Laugum í Reykjadal laugardaginn 3. maí 1997 afhenti forseti Íslands eftirtöldum ungmennum úr Suður-Þingeyjarsýslu viðurkenningarskjölin Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga.
Jóhanna Gunnarsdóttir, 19 ára
Skálabrekku 17, Húsavík. Hún hefur sýnt góðan árangur í námi við undirbúning á stúdentsprófi á tveimur brautum samtímis, náttúrufræðibraut og tónlistarbraut. Hún hefur einnig tekið þátt í tónlistarlífi Húsavíkur og söngkeppni framhaldsskólanna auk þess að stunda íþróttir og er nú í unglingalandsliði í blaki.
Inga Gerða Pétursdóttir, 14 ára
Skútahraun 9, Reykjahlíð. Hún er fulltrúi hins vaska hóps ungra stúlkna í Þingeyjarsýslu sem æft hefur glímu og keppt í þeirri grein með frábærum árangri. Hún var Íslandsmeistari meyja 12-13 ára í glímu 1996 og fjórðungsmeistari Norðlendinga 12-13 ára sama ár. Sveit hennar hefur tvö undanfarin ár orðið Íslandsmeistari í sveitaglímu meyja 13-15 ára.
Kristján Þór Magnússon, 18 ára
Laugabrekku 15, Húsavík. Hann hefur ásamt góðum námsárangri, verið mjög virkur í félagsmálum og gegnt forystu í leiklistarstarfi við framhaldsskólann. Hann hefur einnig sýnt góðan árangur í tónlist og íþróttum; leikur með meistaraflokki Völsunga í knattspyrnu.
Þórey Kristín Aðalsteinsdóttir, 15 ára
Fellshlíð, Reykdælahreppi. Litlulaugaskóli hefur eignast frábæran skólakór og skólakórinn Laugaþresti sem getið hefur sér gott orð. Þórey Kristín Aðalsteinsdóttir er fulltrúi nemenda Litlulaugaskóla sem sýnt hafa einbeitni, atorku og hæfileika við að byggja upp góðan skólakór.
Lára Sóley Jóhannsdóttir, 15 ára
Skálabrekku 11, Húsavík. Hún hefur sýnt einstaka færni og hæfileika í tónlistarnámi. Með ástundun og dugnaði hefur hún náð í fremstu röð hljóðfæraleikara í sínum aldursflokki.
Forseti Íslands afhendir Hvatningu til ungra Íslendinga í Búðardal
Á hátíðarsamkomu í Dalabúð í Búðardal, 21. júní 1997, hlutu fjögur ungmenni hvatningu forseta Íslands.
Dagbjört Drífa Thorlacíus, 17 ára
sem skilað hefur góðum árangri við nám og listsköpun.
Jenný Halla Lárusdóttir, 14 ára
sem skarað hefur framúr við tónlistarnám..
Kristján Hagalín Guðjónsson, 13 ára
sem náð hefur mjög góðum árangri í íþróttum auk góðs námsárangurs.
Sigmundur Erlingur Ingimarsson, 15 ára
sem náð hefur frábærum árangri á íþróttamótum fatlaðra og sýnt mikla hæfni í tónlistarnámi.