Veftré Print page English

Fornleifakjallari

 

Þegar ljóst varð hve vel varðveittar minjar voru undir gólfi Bessastaðastofu var ákveðið að varðveita þær og gera þær sýnilegar fyrir gestum Bessastaða. Gengið var frá minjunum í kjallara Bessastaðastofu og þar er hægt að ganga niður og horfa inn á gólf landfógetabústaðar konungsgarðsins frá 18. öld og eldri minja frá 15.-16. öld. Einnig er þar lítið sýnishorn gripa sem fundist hafa á Bessastöðum.

Fornleifakjallari á Bessastöðum