Fornleifakjallari
Þegar ljóst varð hve vel varðveittar minjar voru undir gólfi Bessastaðastofu var ákveðið að varðveita þær og gera þær sýnilegar fyrir gestum Bessastaða. Gengið var frá minjunum í kjallara Bessastaðastofu og þar er hægt að ganga niður og horfa inn á gólf landfógetabústaðar konungsgarðsins frá 18. öld og eldri minja frá 15.-16. öld. Einnig er þar lítið sýnishorn gripa sem fundist hafa á Bessastöðum.