Veftré Print page English

Notkun skjaldarmerkis Íslands


Skjaldarmerki Íslands er auðkenni stjórnvalda ríkisins. Notkun ríkisskjaldarmerkisins er þeim einum heimil.

Leyfi til notkunar á skjaldarmerki Íslands og nánari upplýsingar veitir forsætisráðuneytið.

Hreinteikning og stílfæring skjaldarmerkis Íslands

Til að mæta kröfum um notkun skjaldarmerkis Íslands í nútímaprentiðnaði og öðrum miðlum var grafíska hönnuðinum Ólöfu Árnadóttur og myndlistarmanninum Pétri Halldórssyni, auglýsingastofunni P & Ó, falið að hreinteikna og stílfæra skjaldarmerkið. Gætt var í hvívetna að varðveita upprunalega teikningu Tryggva Magnússonar. Skjaldarmerkið er nú til á tölvutæku formi í öllum þeim útfærslum sem þarf fyrir nútímaprent- og skjámiðla.

Lög og reglur er varða skjaldarmerkið