Veftré Print page English

Nýsköpunarverðlaun


Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Markmið verðlaunanna er að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Verkefnin eru byggð á samstarfi háskóla og rannsóknarstofnana, sveitarfélaga og atvinnulífs.

Sex verkefni eru tilnefnd til verðlaunanna í ár:
1. MindGames – Hugþjálfunartölvuleikur sem unnið er af Hamid Pourvatan, Jóni Trausta Arasyni, Kötlu Rós Völudóttur og Ragnari Má Nikulássyni.
2. Pantið áhrifin frá Móður Jörð sem unnið er af Auði Ösp Guðmundsdóttur, Emblu Vigfúsdóttur, Katharínu Lötzsch og Robert Petersen.
3. Vistland – Rannsókn á möguleikum sjálfbærni í íslenskum arkitektúr og húsagerð sem unnið er af Björgvin Óla Friðgeirssyni, Darra Úlfssyni, Kötlu Maríudóttur, Snorra Þór Tryggvasyni og Baldri Helga Snorrasyni.
4. Neðansjávarlágtíðnihljóðbylgjuaflgjafi sem unnið er af Jóni Val Valssyni.
5. Umhverfiskostnaður sem hluti af reiknilíkani jarðhitavirkjana sem unner er af Kristrúnu Gunnarsdóttur.
6. Vindhraðamælingar og sambreytni vinds á Íslandi sem unnið er af Jóni Blöndal og Teiti Birgissyni.

Við athöfnina munu forseti Íslands, formaður stjórnar Nýsköpunarsjóðs námsmanna og formaður dómnefndar flytja ávörp.