Veftré Print page English

Nýsköpunarverðlaun


Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaun á Bessastöðum.
Markmið verðlaunanna er að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Markmið verðlaunanna er að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Fimm verkefni eru tilnefnd til verðlaunanna í ár:
1. Arfgeng heilablæðing – Ný tilgáta um sjúkdómsmyndun byggð á rannsókn á genatjáningu sem unnið er af  Birni Þór Aðalsteinssyni.
2. Fornleifar á eyðidal: skráning og kynning á fornum minjum í Seljadal sem unnið er af Ástu Hermannsdóttur.
3. Sjálfvirki lestrar- og sýndarkennarinn sem unnið er af Gunnari Steini Valgarðssyni.
4. Súrefnismettunar- og hjartsláttarnemi sem unnið er af Ásgeiri Bjarnasyni.
5. Arctic snack – kartöfluflögur og sölsnakk sem unnið er af Eddu Jónu Gylfadóttur, Guðrúnu Björk Jónsdóttur, Helgu Björgu Jónasardóttur og Guðrúnu Hjörleifsdóttur.
Verðlaunin hlýtur Ásgeir Bjarnason fyrir verkefnið Súrefnismettunar- og hjartsláttarnemi.