Heimsókn í Norðlingaskóla
Forseti og forsetafrú heimsækja Norðlingaskóla í Reykjavík. Norðlingaskóli hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2009 í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun í fræðslustarfi.
Fulltrúar nemenda, skólastjórnendur og kennarar Norðlingaskóla taka á móti forsetahjónunum í Björnslundi, útiskólastofu skólans þar sem boðið er upp á skógarkakó og flatkökur. Í kjölfarið heimsækja forsetahjón kennslustofur, kynna sér kennsluhætti og aðbúnað, viðhorf nemenda og starfsfólks. Farið er m.a. í leikhússmiðju, ritunarsmiðju og rúmfræðismiðju. Myndir
Umsögn dómnefndar. Fréttatilkynning.