Þróunarráð Indlands
Forseti situr fund í
Þróunarráði Indlands, India Council for Sustainable Development, sem haldinn er í tengslum við Delí leiðtogafundinn,
Delhi Sustainable Development Summit. Á fundinum var rætt um hugsanlegt samstarf við Þróunarráð Kína um ítarlega úttekt á þróun þessara tveggja fjölmennustu ríkja heims fram til ársins 2050. Meðal annars yrði fjallað um áhrif aukins hagvaxtar á orkuþörf, fæðuframboð, vatnsbúskap, nýtingu auðlinda og aðra þætti sem munu hafa afgerandi áhrif á hagkerfi heimsins og afkomu alls mannkyns enda munu Indland og Kína þá að öllum líkindum verða helstu drifkraftar í efnahagskerfi veraldar og telja ríflega þriðjung jarðarbúa. Einnig var fjallað um nýjar áherslur í baráttunni gegn fátækt, hvaða leiðir eru vænlegar til að styrkja fæðuöflun og lífsskilyrði þess milljarðs jarðarbúa sem býr við lökust kjör. Þróunarráð Indlands var stofnað í tengslum við Delí leiðtogafundinn sem haldinn var í fyrra og sitja í því sérfræðingar og áhrifamenn frá Indlandi og víða að úr veröldinni.
Fyrri fréttatilkynning.