Veftré Print page English

Endurheimt votlendis


Forseti tekur þátt í sérstakri athöfn á Bessastöðum þar sem ýtt var úr vör átaki til að endurheimta votlendi, en átakið tengist framlagi Íslands til skuldbindinga í loftslagsmálum sem staðfest var í París í fyrra. Undirritað var samkomulag milli embættis forseta Íslands annars vegar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Landgræðslu ríkisins hins vegar sem felur í sér endurheimt votlendis í Músavík og Sauðavík á Bessastaðanesi. Forseti, ráðherra og landgræðslustjóri fluttu ávörp við athöfnina og mokuðu síðan fyrstu moldinni í framræsluskurð neðan við Bessastaðastofu. Fréttatilkynning. Sjá einnig frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.