AREDAY orkuþingið
Forseti flytur ræðu við opnun AREDAY orkuþingsins, American Renewable Energy Day, sem haldið er í Colorado í Bandaríkjunum. Stofnun hreinnar orku í Bandaríkjunum, American Renewable Energy Institute, heldur þingið og sækir það fjöldi fortystumanna samtaka, rannsóknarstofnana, fyrirtækja og almannasamtaka sem einbeita sér að aukinni nýtingu sjálfbærrar orku og baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Meginefni þingsins er aðgerðir á grundvelli þess árangurs sem náðist á Loftslagsráðstefnunni í París. Í ræðu sinni lýsti forseti árangri Íslendinga í nýtingu jarðhita og vatnsafls, fjölþættri atvinnustarfsemi á sviði jarðhitanýtingar sem og samstarfi Íslendinga við lönd í Asíu og Afríku á þessu sviði. Einnig nefndi forseti hve ríkulegar jarðhitaauðlindir bíða nýtingar í Bandaríkjunum og vísaði til skýrslu MIT um þau efni. Vefsíða AREDAY stofnunarinnar.