Veftré Print page English

Forseti Íslendingadagsins


Forseti á fund með forseta Íslendingadagsins í Manitoba Robert Rousseau. Rætt var um vaxandi tengsl við Vestur-Íslendinga og einstaka áfanga á þeirri braut frá því að forseti fór í fyrstu heimsókn sína til Winnipeg og Gimli árið 1997 þegar ræddar voru ýmsar hugmyndir um aðgerðir á þessu sviði sem flestar hafa komið til framkvæmda. Hátíðarhöld vegna landafundanna árið 2000, Snorraverkefnið og margvíslegir menningarviðburðir hafa einnig skipt miklu máli sem og starfsemi ræðisskrifstofunnar í Winnipeg og sendiráðs Íslands í Ottawa. Gagnkvæmar heimsóknir Íslendinga til Kanada og fólks af íslenskum ættum til Íslands hafa einnig aukist mjög á síðustu tveimur áratugum.