Veftré Print page English

Erlendir sendiherrar


Forseti tekur á móti erlendum sendiherrum sem taka þátt í hátíðarhöldunum á þjóðhátíðardaginn. Sendiherrarnir koma frá fjölda ríkja og í hópnum eru bæði þeir sem hafa aðsetur á Íslandi og þeir sem þjóna frá öðrum löndum. Í móttökunni flutti forseti ávarp og þakkaði framlag sendiherranna til að treysta og efla samvinnu Íslendinga við erlend ríki. Þá vék forseti einnig að þeim breytingum sem orðið hafa á þeim samskiptum á þeim tíma sem hann hefur gegnt embætti forseta en Íslendingar njóta nú slíkra tengsla í öllum heimsálfum.