Veftré Print page English

Sendiherra Litháens


Forseti á fund með Vytautas Pinkus sendiherra Litháens sem senn lætur af störfum. Rætt var um eflingu tengsla við Eystrasaltsríkin á fyrstu embættisárum forseta og grundvöllinn sem þá var lagður að gagnkvæmum samskiptum þjóðhöfðingja landanna sem og þátttöku forseta í ýmsum viðburðum í Litháen á undanförnum árum. Samstarf Eystrasaltsríkja og Norðurlanda fæli í sér öfluga sveit átta ríkja í Norður-Evrópu og mikilvægt væri að treysta það samstarf.