Veftré Print page English

Fundur ráðgjafaráðs SE4All


Forseti situr fund í ráðgjafaráði Sustainable Energy for All sem haldinn er í Brussel, en ráðgjafaráðið var tilnefnt af Ban Ki-moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Dr. Jim Yong Kim forseta Alþjóðabankans. Á fundinum var rætt hvernig hægt er að auka verulega á næstu árum hlutdeild hreinnar orku í orkubúskap veraldar, en slík breyting er nauðsynleg í ljósi samkomulagsins sem náðist á Loftslagsráðstefnunni í París. Á fundinum kynnti Rachel Kyte framkvæmdastjóri SE4All sérstaka framkvæmdaáætlun sem yrði kjarninn í verkefnum næstu ára. Forseti flutti ávarp í upphafi fundarins en þar töluðu einnig Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Jim Yong Kim forseti Alþjóðabankans. Síðari hluti fundar ráðgjafaráðsins fer fram á morgun. Myndir.