Háskólahátíð á Akureyri
Forseti sækir háskólahátíð á Akureyri þegar Háskólinn útskrifar nemendur á ýmsum fræðasviðum. Rektor háskólans, Eyjólfur Guðmundsson, og sendiherra Kanada, Stewart Wheeler, fluttu ræður við athöfnina svo og Birgir Marteinsson, fulltrúi kandídata. Í ræðu sinni þakkaði rektor forseta fyrir framlag hans til málefna Norðurslóða og uppbyggingu Arctic Circle. Rannsóknir og umfjöllun um Norðurslóðir væru meðal burðarása í starfi Háskólans á Akureyri.