Conservation International. Auðlindir hafsins. Jarðhiti. Norðurslóðir
Forseti stýrir samræðum við stjórn og starfsmenn bandarísku og alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna Conservation International um aðferðir Íslendinga við nýtingu auðlinda hafsins, tækniþróun og nýjungar í sjávarútvegi sem og framlag Íslands til nýtingar jarðhita í öðrum löndum og þróun samstarfs á Norðurslóðum. Íslenskir vísindamenn og sérfræðingar fluttu stutt erindi og svöruðu fyrirspurnum og síðan fóru fram umræður um alþjóðlegt samstarf til að tryggja sjálfbærni í nýtingu auðlinda jarðar og nýjar aðferðir í alþjóðlegu samstarfi í því skyni.