Sendiherra Úkraínu
Forseti á fund með nýjum sendiherra Úkraínu, Andrii Olefirov, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var tengsl landanna á fornri tíð og þær breytingar sem orðið hafa á síðustu árum, samskipti landsins við Evrópu og vestræn ríki sem og baráttuna fyrir stöðugleika, friði og lýðræði. Þá var einnig rætt um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi vegna málefna Úkraínu og möguleika á því að Minsk samkomulagið skilaði jákvæðum árangri og stöðugleika í landinu.